Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Yirðulegi Hæstiréttur MÁLIÐ ER flutt í þágu umhverfístilfinn- inga. Ég vænti þess, að dómendur geti fall- ist á að hús verða ekki reist á rökum. Dómkrafa vegna vanhæfis af hagsmunaástæðum Allir dómarar og starfsmenn dómstóla í landinu, allir sem ^tengja persónulega hagsmuni og lífsaf- komu sína við jákvæða afstöðu ríkisvaldsins og þeir sem hafa nokk- um tímann gert það, víki munni uppí veður og verði ekki til frá- sagnar. Allir atvinnuarkitektar, allir byggingamenn, allir tæknis- érfræðingar upphefji huga sinn til himins og hefjist síðan hvorki munns né handa. Dómkrafa um grenndarrétt Þess er og krafíst að handhafar ríkisvaldsins verði dæmdir van- hæfír til að halda uppi grenndar- —*rétti gegn ríkisvaldi fyrir ríkisvald. Það verði skilyrðislaust viðurkennt að almenningur í landinu gæti grenndarréttar í málinu. Málsatvik Einn yðar sneri sér í hring og benti út um glugga og spurði: Er ekki hægt að byggja hús þarna? Einhver uppnuminn opinber starfsmaður efndi til teiknisam- keppni af þessu stórfenglega til- efni. Verkefnalitlir arkitektar lögðu sig fram um að klessuteikna hús á lóð, sem var engin lóð fyrir hús. Niðurstaðan varð hús gegn betri vitund að þeirra eigin sögn. Dómkrafa um réttaröryggi borgaranna Sýnt hefur verið fram á óskil- virkni Hæstaréttar. Sýnt hefur verið fram á að í dóminn eru vald- ir menn eftir stjórnmálaskoðunum (en ekki göfgi, menntun, víðsýni Björn Baldursson og lífsreynslu). Sýnt hefur verið fram á að hæstaréttardómarar hafa viðleitni til að meina borgurunum að skjóta máli sínu til dómsins og leggja í því skyni hagsmuni al- mennings undir krónu- mælikvarða. Dómkrafa um endurskipulagningu réttarkerfis til að auka gæði þess Sýnt hefur verið fram á, að virðing Hæstaréttar fer ekki eftir húsakynnum dómsins. Virð- ing Hæstaréttar fer eftir þeirri til- fínningu, sem þjóðin hefur í garð réttarins. Þjóðin þarf að hafa álit á mönnum sem vinna dómstörfín. í dóminn verða að veljast úrvals- menn að vitsmunum, skilningi á mannlegu samfélagi og með lif- andi tilfinningu í bijósti sér fyrir réttindum og virðingu einstakl- ingsins. Ef Hæstiréttur ber ekki virð- ingu fyrir sjálfum sér, er hann vanhæfur til að bera virðingu fyr- ir einstaklingnum sem ber mál sitt undir hann. Dómkrafa um betra löggjafarstarf Sýnt hefur verið fram á að ís- lendingar hafa valið óskýra menn til að semja lagatexta. Andlega máttlausir og lífsreynslulitlir stjórnmálamenn hafa sett þjóðinni lög með sömu annmörkum. Sýnt hefur verið fram á að sama mátt- leysi hefur náð undirtökum í dóm- sniðurstöðum hér á landi. Sjá í þessu sambandi sératkvæði hæstaréttardómara fyrr og síðar. Dómkrafa um Landsrétt Til að auðvelda borgurunum áfrýjun mála, til að spara ríkinu nokkur hundruð milljóna króna byggingarkostnað, tií að gera þjóðinni mögulegt að eignast þijá Ef Hæstiréttur ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér, segir Björn Bald- ursson, er hann van- hæfur til að bera virð- ingu fyrir einstakling- um, sem bera mál sitt undir hann. nýja hæstaréttardómara er þess krafíst, að núverandi Hæstiréttur verði Landsréttur og flytjist í dóm- hús Reykjavíkur við Lækjartorg. Framlögð skjöl Ég legg fram eftirtaldar teikn- ingar til skýringar á byggingar- sögulegum atriðum sem tengjast Hæstarétti. 1. Teikningu í eigu ríkisins af stækkuðum Arnarhvoli, sem vænt- anlega gerir ráð fyrir auknu rými Hæstaréttar. 2. Fríhendistilbrigði mitt við hús Hæstaréttar, teiknað á sama stað og núverandi bygging réttar- ins stendur. Teikningin gerir ráð fyrir nokkur hundruð bílastæðum á tveimur hæðum með aðkomu frá Sölvhólsgötu. Dómsalir gætu verið á þremur hæðum á samtals 3.000 fm gólffleti. I þessu rými geta þrír dómarar, með aðstoðarmönn- um, hæglega unnið hin mikilvæg- ustu dómstörf til ársins 2500. Byggingarframkvæmdir gætu hafist árið 2100. Um leið og ég legg þessa teikningu fram, viður- legu dómarar Hæstaréttar og virðulegu dómendur, þér sem haf- ið úrslitaorðið í öllum málum, gef ég ríkisstjórn íslands hana í minn- ingu Guðjóns Samúelssonar, húsa- meistara. Ég lýki máli mínu á því að leggja til að Safnahúsið verði framtíðar hámenningarmiðstöð al- mennings í landinu og embættis- aðsetur forsætisráðherra landsins. Þar yrði tærust uppspretta þeirrar þjónustu sem kölluð er vald. Ég legg málið í dóm þjóðarinn- ar. Höfundur er lögfræðingur. FRÍHENDISTILBRIGÐI höfundar við hús hæstaréttar. Óaðgengileg gagnrýni LEIKHÚS Á sumrin er fyrirbæri sem skapað hefur sér ákveðinn sess í huga mínum; sumarleikhús er frá- brugðið hinu „hefðbundna" leikhús- starfí vetrarins og að auki eru sum- arsýningar kjörið tækifæri fyrir fólk sem eyðir vetrinum erlendis til að smakka á íslensku leikhúslífi. ís- lenskt leikhúslíf tel ég hér vera hvað sem við kemur leikhúsi, allt frá inn- fluttum erlendum sýningum til rit- dóma. í sumar hefur verið boðið upp á þijár mjög ólíkar sýningar, Krókó- dílastrætið (The Street of Crocodi- ^les), Hárið og Vélgengt glóaldin (A Clockwork Orange). Ekkert af þessu væri í frásgögur færandi ef ekki hefði viljað svo til að ég hafði það einstaka tækifæri til að fylgja eftir gagnrýnanda Morgunblaðsins, Sú- sönnu Svavarsdóttur, á þessar þijár sýningar og gat því borið gagnrýni hennar saman við upplifun mína. Skemmst er frá því að segja að dóm- ar hennar um sýningarnar þijár komu mér stórlega á óvart, og þá ekki einungis að því leyti að þeim bar ekki saman við mitt álit, heldur ekki síður hvernig þeir brugðust öll- ^um væntingum um greiningu og hlutlægt mat á verkunum, og keyrði þó um þverbak þegar gagnrýnand- inn kvartar yfir lélegri loftræstingu í leikhúsinu (eftir að hafa árum sam- an barist við súlur í Lindarbæ, þyk- ist ég vel sloppin með smá and- arteppu!). Ég vil taka það fram að ég er þessum sýningum öllum með ^llu óviðkomandi, og á þar engra hagsmuna að gæta. Gengið niður krókódílastrætið Það er alltaf fremur áhugavert þegar fengn- ar eru til landsins er- lendar sýningar og í þetta sinn var fengur- inn óvenju góður. Nú er ég enginn leikhúss- érfræðingur, heldur einungis áhugamann- eskja og ætla ég mér ekki að taka að mér hlutverk gagnrýnanda, en það sem sérstaklega vakti athygli var nýt- ingin á Ieikhúsinu sjálfu sem miðli, og vísa ég þá til nýtingu rýmis, leikmuna og ekki síst til látbragðs og allskyns stílbragða. Má þar nefna götusenuna í upphafi verks- ins, þar sem maður sést ganga nið- ur götu; ofanfrá, og einnig voru hamskipti leikara og bóka í fugla- hópa sem flögruðu um sviðið með því skemmtilegra sem ég hef séð. Það kom mér því hressilega á óvart þegar gagnrýnandi Morgunblaðs- ins tvítekur að sýningin hafi verið óaðgengileg og að henni hafí ekki fundist „gaman“. Talað er um „sjónhverfíngar“ og „sirkus" en að öðru leyti er uppsetningunni ekki gerð skil, engin umræða er um þá einstöku nýtingu á leiktækni sem þarna var svo áberandi, meginhluti greinarinnar fer í lestur á sögu- þræði. Sungið um hárið Söngleikurinn Hárið hefur vakið gríðarlega athygli, enda þar á ferð- inni hópur ungs fólks sem mikils var vænst af. Ekki ætla ég hér að fara út í umræðu um „ekta“ hippa eða eitur- lyf enda alltaf verið hálfmisheppnaður hippi, en mikið var ég hissa þegar nefndur gagnrýn- andi Morgunblaðsins taldi þessa söng/sápu óaðfinnanlega sýningu Úlfhildur og hina fullkomnu Dagsdóttir skemmtun. Ég gæti sagt að þessi sýning hafi mér fundist „óaðgengileg" alla- vega tvisvar sinnum og einnig að mér hafi ekki beint fundist „gam- an“. Augljóslega er hér um mjög ólík form að ræða, þar sem eru LEIKsýningar eins og Krókódíla- strætið með sínu látbragði og stíl- brögðum eða söngleikir eins og Hár- ið sem aldrei getur talist til annars en frekar innihaldslítillar afþreying- ar - sem er í sjálfu sér ekkert athuga- vert - en umræðu um þann flöt vant- ar alveg í gagnrýni Súsönnu. Enn vantaði málefnalega umfjöllun um uppfærsluna sjálfa og vil ég sérstak- lega nefna þann áberandi skort á söguþræði eða fléttu í þessari leik- gerð sem helst þyrfti til að ramma herlegheitin inn, og virkar gagnrýn- in því ekki nema rétt hálfköruð. Það er alltaf áhugavert þegar fengnar eru til landsins erlendar sýn- ingar, segir Ulfhildur Dagsdóttir, og í þetta sinn var fengurinn óvenju góður. Spurningin um vélgegnt glóaldin Spurningin um val er megininntak hins magnaða verks Anthony Burg- ess, A Clockwork Orange. Verkið er mögnuð stúdía á „mannlegu eðli“ (hversu klisjað sem það kann að hljóma) sem sett er í þannig ramma að ekki er undan því komist að við- takandinn sé vakinn til umhugsun- ar, eins og bent er á í lesendabréfi til Morgunblaðsins, laugardaginn 30. júlí 1994. Sýning Sumarleik- hússins var langt því frá að vera fullkomin þó að margt hafí tekist sérlega vel, og vil ég þá sérstaklega nefna uppfærsluna sjálfa, það er leikmynd og búninga, svo og notkun hljómlistarinnar. Súsanna Svavars- dóttir framkvæmir hér óskiljanlegan aðskilnað milli sýningar Sumarleik- hússins og verksins sjálfs, og hreins- ar „verkið“ öllum áburði en fordæm- ir sýningu Sumarleikhússins fyrir ofbeldisdýrkun. Svo vill til að þetta er verk sem ég þekki nokkuð vel, og get ég ómögulega komið auga á þennan skilnað sem þarna á að eiga sér stað milli „verks“ og sýningar. Leikmynd og búningar, sem eru langsterkasti hluti sýningarinnar og mjög mikilvægur hluti hennar fá úthlutað einni lokasetningu í dómn- um, og enn kemur þetta dóm-greind- ar-leysi varðandi leiksýninguna sjálfa sem ákveðið menningarlegt fyrirbæri mér á óvart, ef gagnrýn- andanum finnst leikritið of „við- bjóðslegt" (eða „óaðfinnanlegt", eða „óaðgengilegt") til að geta fjallað um það á hlutlausan eða vitrænan hátt þá hlýtur einhver pottur að vera brotinn. Og svona fyrst verið var að varpa fram spurningunni um val, þá má velta vöngum dálítið yfir vali þess- ara tveggja ólíku hópa á þessum tveimur ólíku verkum og í framhaldi af því þeirri misjöfnu athygli og stuðningi sem sýningarnar hafa vak- ið og fengið. Umræða um gagnrýni er hálfgerð ormagryfja og marg- þvælt málefni en mér finnst að stærsta dagblað lancjsins, sem skart- ar sérstöku menningarblaði auk heldur annars ætti að sjá sóma sinn í að sýna lesendum sínum þá virð- ingu að bjóða upp á málefnalega gagnrýni sem gerir bæði sýningun- um og áhorfendum þeirra rétt til, með því að hafa í fórum sínum gagn- rýnanda sem hefur þekkingu á leik- húsi og aðstöðu og tíma til að hann geti gert gagnrýnina vel úr garði. Þessir þrír leikdómar einkennast af skorti á málefnalegri greiningu og umfjöllun um samspil verks og upp- setningar, texta og leikhúss, sem gerir bæði sýningunum og áhorfend- um þeirra rétt til. Ég vil því taka undir þau orð Hilmis Snæs Guðna- sonar í Pressunni nýlega að í leikhús- gagnrýni hér vanti fólk með sér- þekkingu á því sviði, fólk sem ekki lætur fordóma og líkamlega líðan hafa áhrif á skrif sín. Höfundur er áhugnmanncshja um leikhús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.