Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um íslenskt mál 20 ára afmæli NÚ ER liðinn fimmtungur aldar frá því að meginreglugerðin um breyttan rithátt var gefin út (Hinn nýi stíll). Það ætti því að vera kom- in veruleg reynsla á um áhrifin. Ekki er um það ágreiningur, að ís- lensku máli og málkennd hafi hrakað allverulega hin síðari ár, en að hve miklu leyti megi rekja það til þess- ara breytinga, er svo annað mál. En í þremur blaðagreinum, sem nýlega hafa birst eftir mig í Mbl., undir samheitinu „Um íslenskt mál“, hef ég reynt að færa rök fyrir þeim þætti orsakanna, sem Haraldur Ólafsson dósent kallar, „hringlið með stafsetninguna". Þar á hann við ofangreindar breytingar, og án efa einnig um greinamerkjasetning- una. Ég hef að mestu sleppt að minn- ast á stafsetningarreglurnar, en er þó ekki í vafa um, að þær hafa líka átt þátt í að skapa þann glundroða, sem nú er ríkjandi, og slævt hina almennu málkennd fólks. Sjálfur naut ég lítillar skólagöngu, en reyndi þó á sínum tíma að kynna mér nokkuð íslenskan rithátt, eins og hann var tíðkaður fram til 1973, þ.á m. notkun zetunnar. Mín mál- fræðilega þekking stendur að sjálf- sögðu grunnt, eins og þeir sjá af mínum skrifum, sem vit hafa á. Ég reyni heldur ekki að tjalda neinni málfræðiþekkingu sem slíkri, heldur viðhorfí manns, sem fylgst hefur nokkuð með málþróun síðustu ára- tuga, og ég tel mig hafa sæmilega góða málkennd. Sem frekar löghlýð- inn borgari byijaði ég að aðlaga minn rithátt að hinum nýja stíl, og það fyrsta var að leggja niður zet- una. Að mínu áliti þarf zetan í sjálfu sér ekki að hafa áhrif á það, að þau boð, sem ritari texta vill koma til lesandans, skili sér að fullu. Hins vegar tel ég, að notkun hennar og að læra að nota hana, gefi langt um betri innsýn í uppbyggingu málsins sjálfs og þá um leið stafsetninguna. Er ég tók að nota hana, þóttist ég öðlast meiri yfirsýn um eðli málsins, og ég sé eftir því að hafa lagt hana niður, en nennti ekki að taka hana upp á ný; fannst það hringlandahátt- ur. Þar að auki sýnist mér allt benda til, að hún muni glatast að fullu; því miður. Allt annað gildir með merkjasetninguna. Ég varð strax var við þá lausung, sem hin breytta merkjasetning skapaði, og stakk þar við fæti. Ég hef lítilsháttar reynt að kynna mér málþekkingu fólks, sem komið hefur úr mennta- skólunum, og reyndar Háskólanum líka. Sú meginspurning, sem ég hef haft uppi í því sam- bandi, er hvernig merkjasetningu í rituðu máli þau hafi lært. Ég get ekki annað sagt, en að svör hafi verið mjög í þá átt, að varla nokkur hafi haft þar hreinar línur. Jú, það þurfti að nota kommu á milli setninga, að miklu leyti á þann hátt, sem lýsa mætti með orðunum; „þar sém þarf“. Sé það svo borið saman við hinn almenna rithátt verulegs hluta fólks, þá virðist það falla nokkuð saman. Ég hef sýnt nokkrum nemendum reglurnar um greinamerkjasetningu, þ.e. sérprent- un úr Stjórnartíðindum, nr. 201, 1974, og spurt þá að því hvort þau hafi séð hana. Flestra svar hefur verið nei. Að mínu áliti eru reglurn- ar slæmar, en það væri þó langt um betra, ef eftir þeim væri farið, en svo er ekki. Hin almenna skoðun virðist sú, að fullt frelsi ríki á því sviði. En vel að merkja; orðin og setningarnar „skal/skulu“ og „má“, er þó að finna í textanum. Ekki læt ég mér detta annað í hug, en að breytingin á ritreglunum hafi átt að vera íslensku máli til framdráttar. Nú er kominn 20 ára reynslutími og hver er þá staðan? Væri ekki tímabært fyrir fræðimenn að gera rækilega úttekt á stöðunni og að framtíðarbaráttan fyrir vernd- un og mótun málsins tæki mið af útkomunni. Ég get ekki að því gert, að mér hefur fundist óþarflega mik- il þögn hvíla yfir máli þessu, en hef þó um það lúmskan grun, að ekki séu allir sáttir við ástandið. Sé mál þetta (breytingin) eins gott og ætla mætti og verði því var- anlegt, hefði þá ekki verið skynsamlegt að fylgja því betur eftir? Eg man eftiruppistand- inu, þegar Islendinga- sögurnar voru gefnar út á ’nútíma-máli’ (máli þess nútíma), og væri ekki nauðsynlegt að komast hjá slíku í fram- tíðinni? Nú er af og til verið að gefa út heilu ritsöfnin eftir ýmsa af okkar öndvegis höfund- um. Tökum sem dæmi ritverk Sigurðar Nordal, Þórbergs Þórðarsonar og svo Grísku harmleik- ina, þýdda af Helga Hálfdanarsyni; allt verk gefin út á árunum 1987-1990. Þótt 20 ára afmæli hinna nýju ritreglna væri þá ekki komið, vaknar sú spurn- ing, hvort ekki hefði verið betur við- eigandi og meiri reisn yfir því, að rit þessi hefðu verið á ’nútíma-máli’ svo að allur þorri þjóðarinnar gæti notið þeirra betur í nútíð og fram- tíð? Enga tilskipun hefði þurft þar um, ef sterkt almenningsálit og skynsemi hefðu krafíst þess. Við vitum ekki hve langt verður liðið á næstu öld, þegar fólk hættir að geta lesið ritmálið frá 1929. Þegar ég stóð í því hér á árunum að afla mér lítilsháttar þekkingar á íslensku máli, voru mér kenndar tvær setningar, sem ég skyldi hafa í huga, ef upp kæmu spursmál um það, hvort lesandinn mundi leggja alveg réttan skilningi í það, sem ég skrifaði: Það var orðað nákvæmlega eins og hér fer á eftir, og engin greinarmerki notuð: 1. Hundar bitu menn og konur hlupu burt og geltu. En hvað seg- ir þetta; hverjir hlupu, hveijir voru bitnir og hverjir geltu? a) Hundar bitu menn og konur, hlupu burt og geltu; b) Hundar bitu menn, og kon- ur hlupu burt og geltu; c) Hundar bitu, menn og konur hlupu burt og geltu. 2. Skólaeftirlitsmaðurinn sagði skólastjórinn er asni. Þá er spurn- ingin, hvor sagði hvað um hinn? a) Skólaeftirlitsmaðurinn sagði, skóla- stjórinn er asni. b) Skólaeftirlitsmað- Haukur Eggertsson FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 23 Nú er kominn 20 ára reynslutími og hver er staðan? spyr Haukur Eggertsson, og telur tímabært fyrir fræði- menn að gera úttekt á henni. urinn, sagði skólastjórinn, er asni. (Hvor þeirra hafði rétt fyrir sér?). Úr ruslakistunni. * „Rushdie var að gráti kominn þegar hann sagði rithöfundunum starfsbræðrum sínum og öðrum gestum hve hann hefði langað mikið til að vera meðal þeirra vegna hat- ursins sem hann hefði mátt þola.“ (Mbl. 16. sept 1991). * „Undanfarin ár hefur lögreglu- stöðin í Breiðholti verið rekin í anda forvarnarstefnu sem byggist á nánu samstarfi lögreglumanna sem þar starfa við fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Lögreglumenn sem þar starfa hafa skilað góðu starfi í þágu Reykvíkinga eins og flestum er kunnugt". (Mbl. 26. mars 1994). * „Hefur þú í þínum fórum notaða um það bil 300 lítra frystikistu sem er í góðu ásigkomulagi og þú vilt endilega losna við fýrir lítið, enn- fremur ef þú hefur saumavél má vera gömul en í góðu standi og þú vilt endilega selja." (Auglýsing frá háskólagengnum embættismanni). * „Þetta forrit er keyrt í upphafi þegar Windows er keyrt inn á tölv- una. Einnig má keyra þetta forrit ef gera þarf breytingar á uppsetn- ingunni. Mjög auðvelt er jafnframt að keyra þetta forrit til að lesa upp- lýsingar um nýjan hugbúnað, sem settur hefur verið inn á tölvuna, ef æskilegt er að keyra þann hugbúnað upp frá Windows." (Úr kennslubók um tölvur og forrit). * a) „NN var á bökkum Rangánna fyrir fáum dögum en hann veiddi vel með veiðifélaga sínum eða tíu laxa.“ (DV 26. júlí 1994.) b) „NN var á bökkum Rangánna fyrir fáum dögum en hann veiddi vel með, veið- igræjunum sínum, eða tíu laxa.“ c) „NN var á bökkum Rangánna fyrir fáum dögum en hann veiddi vel með konunni sinni eða tíu laxa.“ Brúðar-korselett frá abjÉÉjta kynningarverð í ágúst kr. 5.950 Póstsendum 7/77? Höfundur er fyrrv. iðnrekandi. Því miðnr hefur virðing mín fyrir störfum Hæstaréttar dvínað nokkuð með árunum, segir Gunnlaugnr Þórðarson, sem harm- ar að rétturinn hefur verið í miður æskilegri fjölmiðlaumræðu und- anfarið. málum. Fimm ára seta í Hæsta- rétti er stuttur tími. Þess má geta að t.d. Þórður Eyjólfsson sat í rétt- inum í rúm 30 ár til 69 ára aldurs og Gizur Bergsteinsson 37 ár fram á 70. ár. Segja má að þjóðfélagið leiði menn í þá freistni að sækjast eftir dómarastörfum í Hæstarétti til þess að þurfa ekki að sinna þeim nema í örfá ár og tryggja sér á þann hátt full laun sem eftirlaun í skjóli áðurnefndrar stjórnarskrárgreinar. Það er í sjálfu sér ofur mannlegt og líka fyrir hæstaréttardómara að falla í þá freistni að nota sér þetta úrelta ákvæði í slíku skyni. Það er æskilegt fyrir störf Hæstaréttar, að í honum sitji að jafnaði lögfræðingar, sem verið hafa starfandi lögmenn í einkageir- anum og er nú fátt um slíka dóm- endur í Hæstarétti. Það er alvar- legt, þegar menn koma frá lög- mannsstörfum í Hæstarétt að þeir skuli geta komist á eftirlaun eftir stutta setu í réttinum. Reyndar er mér kunnugt um einn umsækjanda um hæstaréttardómarastarf, sem starfað hefur alla tíð í einkageiran- um, en var 63 ára og skuldbatt sig fyrirfram til þess að sitja í réttinum til sjötugs. Hæstiréttur taldi hann, í umsögn sinni, óhæfan af því hann væri of gamall. Vitað er um einn hæstaréttardómara, sem hefði vilj- að sitja áfram að náðum 70 ára aldri. Hálfgerður skollaleikur Ákvæðinu um að veita mætti dómara lausn frá störfum við 65 ára aldur var í fyrsta sinn beitt af þáverandi dómsmálaráðherra 1935 og aftur 1945. I bæði skiptin var um mjög pólitískar ákvarðanir að ræða. Nú mun þetta vera fram- kvæmt á þann hátt, að dómari bið- ur um að verða veitt lausn eða óbeinlínis rekinn frá embætti. Hálf- gerður skollaleikur og síst til virð- ingarauka. Það skal ítrekað að þetta ákvæði um að víkja megi hæstaréttardóm- ara úr starfí eftir 65 ára aldur, sem sett var til að vernda þá í sæti sínu, er nú búið að fá á sig andhverfu sína. Það er ekki æskilegt að freista manna með slíku ákvæði til þess að losna frá skyldum sínum við þjóðfélagið. Þessu þyrfti að breyta á Alþingi. Höfundur er hæstaróttariögniaður. AUar vorur með afslætti SIl IMÆv[R><! Sarah 60 x 105 Verð nú kr. I.B6V Golftepp Malxungarkynnmg frá Málningu hf. íslensk málning ^ -játakk Gæða filtceppi frákr. Í Droylar mottu í 11 m og spai'll 15—30 Keramik gólf- og veggflísar 20-50% Allar vorur ^ V i s a’ o al E ur o EajcmKeióTýlu.i til allt a'ó SASVEGI 18 SIMI 8 nTaiTao a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.