Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTENDUR Grænum símanúmerum verði komið upp hjá hinu opinbera AÐEINS þrjú af fjórtán ráðuneyt- um bjóða upp á svokölluð græn símanúmar, það er landbúnaðar-, samgöngu- og umhverfisráðu- neyti. Grænt númer er þjónusta fyrirtækja og stofnana sem gerir þeim kleift að bjóða viðskiptavin- um sínum um land allt betri síma- þjónustu á lágmarkskostnaði. All- ir, sem hringja í græn númer, greiða staðargjald, en mismuninn greiðir rétthafi númersins. Eins og fram kemur í nýju síma- skránni hafa græn númer rutt sér til rúms á mjög skömmum tíma og sýnir reynslan að neytendur nota grænu númerin mikið við kaup á vöru og í upplýsingaleit um þjónustu af ólíku tagi. Græn númer eru skráð á blað- síðu 9 í gulu símaskránni, sem hefur að geyma símanúmer fyrir- tækja og stofnana, en athygli vek- ur að sú síða fyllir ekki nema 72 númer auk þess sem grænu núm- erin er yfirleitt ekki að finna inni í símaskránni undir viðkomandi nöfnum. Þannig eru græn númer þeirra þriggja ráðuneyta, sem tek- ið hafa upp slíka símaþjónustu, ekki að finna undir viðkomandi heitum eða undir heiti Stjómar- ráðsins. Á hinn bóginn eru til und- antekningar. Þannig birtast græn númer Brunamálastofnunar og Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa í báðum bindum símaskrárinnar fyrir utan blaðsíðu 9. Byggða- stofnun, Lánasjóður námsmanna, Ríkisskattstjóri, Vegagerðin og Þjóðleikhúsið gefa upp græn núm- er sín í öðru bindinu, ýmist í aug- lýsingu eða dálklínu. Græn númer Húsnæðisstofnunar, Landmæl- inga, Löggildingarstofu, Skipu- lags ríkisins og Umboðsmanns Alþingis eru á hinn bóginn ekki birt undir viðkomandi heiti, enda það ekki gert nema beðið sé um það, segir Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Pósts og síma. 90 númer í notkun Hrefna segir að alls séu 90 græn númer í notkun hér á landi þó blaðsíða 9 sýni ekki nema 72. „Með öðrum orðum þá vantar 18 númer og kunna ástæðumar að vera af ýmsum toga. Póstur og sími er t.d. með sjö græn númer í notkun en aðeins eitt þeirra er skráð í símaskrána. Við höfum með öðrum orðum tekið upp ýmsa sérþjónustu og græn númer henni samfara, sérstaklega ætluð not- endum þessarar þjónustu, en við höfum ekkert verið að auglýsa þessi númer sérstaklega svona fyrst í stað. Aftur á móti hefur notendum þessarar sérþjónustu yerið tilkynnt um þessi númer. Önnur græn númer kunna að vera leyninúmer, sem einfaldlega eru hugsuð fyrir afmarkaðan við- skiptamannahóp." Innanbæjargjald Sá, sem hringir í grænt númer, greiðir sem svarar innanbæjar- gjaldi eða 83 aura fyrir hveija mínútu á dagtaxta og 42 aura á kvöld-, helgar- og næturtaxta. Auk þess leggst töluverður kosnt- aður á rétthafa grænna númera sé græni síminn á annað borð í notkun. Fyrir það fyrsta þarf sá, Vatnshlíf fyrir stofublóm ÞAÐ er ágætt að láta buna á stofublómin stöku sinnum í sturtunni. Það getur þó verið vandi, að drekkja ekki alveg plöntunni í baðinu. Til þess að komast hjá því er hægt að búa til hlíf yfír blómapottinn, svo að ekki komi of mikið vatn í moldina. Það þarf bara að útvega sér plaststykki, og klippa það eftir pottinum og skilja eftir gat í miðjunni sem plantan fer í gegnum. Þá kemst minna vatn í moldina. Þriggja Rétta ft------—-- Rjómalöguó humarsúpa Ristaóur gjölnir og hlýri með vorlauk og mangó-appelsinusósu Sesamís meó hunangssósu í karamelluhnetukörfu Verðkr. 1.960 Skólcibrú Sími 62 AA 55 Misbrestur virðist á því að grænu símanúmerin séu kynnt neytendum á fullnægjandi hátt og hér fjallar Jóhanna Ing- varsdóttir um þetta efni sem pantar sér grænt símanúmer, að greiða 34.500 krónur í stofn- gjald og ársfjórðungslega þarf sá hinn sami að greiða 13.800 krónur í afnotagjald eða 55.200 kr. á ári. Tölur þessar eru með virðisauka- skatti. Fyrir utan það þurfa hand- hafar grænna símanúmera að standa straum af meirihluta kostn- aðar samfara langlínusímtölunum, sem reiknað hefur verið sem með- altal út frá þeim tveimur langlínu- gjaldskrám sem fyrir eru. Meðallanglínugjald Á meðan sá, sem hringir í grænt númer, greiðir 83 aura fyrir mínút- una, þarf rétthafi þess að greiða 4,98 kr. á mínútuna á dagtaxta, sem er í gildi frá kl. 8.00-18.00, 3,32 kr. á kvöldin frá kl. 18.00- 23.00 og 2,49 kr. frá kl. 23.00- 8.00. og um helgar. Til samanburðar má geta þess að stofngjaldið fyrir „venjuleg" símanúmer nemur 10.645 kr. og afnotagjaldið nemur ársfjórðungs- lega 1.382 kr. eða 5.528 kr. á ári. Sú meðallanglínu-gjaldskrá, sem „græni“ taxtinn er byggður upp á, er saman settur af tveimur töxtum, sem Póstur og sími notast við innanlands á milli svæðisnúm- era. Fyrsti gjaldflokkur, sem t.d. er í gildi þegar hringt er frá Reykjavík tii Húsavíkur eða frá ísafirði til Hafnar í Hornafirði, kostar á daginn 6,23 kr. mínótan, 4,15 kr. á kvöldin og 3,12 kr. um nætur og helgar. Hins /egar er um að ræða annan gjaldflokk, sem nær til styttri leiða, t.d. á milli Blönduóss og Sauðárkróks, en þá kostar mínútan 4,15 kr. á daginn, 2,76 kr. á kvöldin og 2,08 kr. um nætur og helgar. Að sögn Hrefnu eru stöðugt fleiri að vakna til meðvitundar um þá kosti, sem græn númer bjóða upp á, en eðlilega er mjög mis- jafnt eftir fyrirtækjum hversu mikil viðskipti þau sækja út á land. Það er aftur á móti mjög eðlileg krafa að opinberar stofnanir og ráðuneyti bjóði upp á græn núm- er, að sögn Hrefnu, en þess má geta að Alþingi hefur falið ríkis- stjórninni að sjá til þess að á næsta ári verði komið upp grænum símanúmerum í öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins og í helstu stofn- unum ríkisins. Helgartilboðin BÓNUS Gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Rauð epli Uncle Ben’s karrísósa Ariel-þvottaefni, 5 kg ....79 kr. kg 55 kr. 1.297 kr. Opal-trítlar, 400 g 187 kr. Franskar kart. í ofn, 2,5 kg 279 kr. SÖ-nautahakk KF-beikon ..459 kr. kg 599 kr. Bónus-kleinuhringir, 8 stk E1 Vital-næring, 2 pk 119 kr. 339 kr. Oull-kaffi. 500”fr 137 kr. F&A Gildir frá fimmtudegi til miðvikudags. Ýsa í sítrónuraspi, 400 g 222 kr. Ýsa í hvítlauksraspi, 400 g 222 kr. Dole-ananasbitar, 446 g 60 kr. Harpic wc-hreinsir, 500 ml 76 kr. Vanish-teppasjampó, 1,5 1 574 kr. KJÖT & FISKUR Gildir frá fimmtudegi til sunnudags. Kryddaðar lambakótilettur...............698 kr. kg Svínasíða...............................398 kr. kg Svínalærissneiðar.......................698 kr. kg Franskar kartöflur frá ísl. meðlæti, l'h kg.325 kr. Kellogg’s-komflex, 750 g............:.......289 kr. Homeblest-súkkulaðikex, 300 g................79 kr. Túnfiskur í vatni/olíu.......................69 kr. FJARÐARKAUP Gildir 11. og 12. ágúst. Blómkál...................... Fixiex-bleiur, st. 4-9 kg, 64 stk.. Grillsagaðir lambaframpartar... Saltkjötshakk................ Kit Kat, 3 stk............... Eims-skrúfur................. Myndaalbúm, 200 myndir....... Ananas, 3x227 g.............. Samlokukex, 500 g............ Bónda-brie................... Coca-Cola, 12 dósir.......... Nupo Let......:.............. ...89 kr. kg ....945 kr. .358 kr. kg .399 kr. kg ....112 kr. ....107 kr. ....545 kr. ....109 kr. ....149 kr. ....123 kr. ....595 kr. ....815 kr. GARÐAKAUP Gildir frá fimmtudegi til laugardags. Nautaframfille...................... Lambalærissneiðar með og án marin... Garðabæjargrillleggir............... Kínakál............................. Nýjar ísl. kartöflur................ Blómkál............................. .749 kr. kg .798 kr. kg .499 kr. kg ...48 kr. kg ...84 kr. kg ...98 kr. kg Fiskibollur frá Silfurborg, 20% afsl..398 kr. kg Svínabógur í heilu....................478 kr. kg Svínabógsneiðar með og án marineringar498 kr. kg Horúg-bcdIasúpurT.4.teg.,.4fpk...........89 kr. HAGKAUP Gildir frá 11.-17. ágúst. Þurrkryddað lambalæri.................649 kr. kg Green Giant-maískorn, 432 g................59 kr. Daim-skafís...............................229 kr. ítalskar Ömmu-pizzur......................249 kr. Bonduelle grænar baunir, lh dós............47 kr. Vatnsmelónur, steinlausar..............79 kr. kg Ananas...............................79 kr. stk. Kornstönglar, 2 í pk......................199 kr. Super Star-kex, 500 g.....................149 kr. 10-11 BÚÐIRNAR Gildir frá 11. ágúst til 17. ágúst. Þykkmjólk, allarteg........................39 kr. Frón kremkex...............................79 kr. Cocoa Puffs, stór.........................279 kr. Goðaskinka............................895 kr. kg Samsölu hvítlauksbrauð.....................98 kr. Goða lambagrillsneiðar................689 kr. kg Egils malt, Vi 1 dós.......................58 kr. BKI lúxus kaffi, Vi kg....................198 kr. NÓATÚN Gildir frá 11. ágúst til 14. ágúst. Kindahakk.............................399 kr. kg Lambalifur............................159 kr. kg Lundi................................99 kr. stk. Reyktur lax, bitar...................998 kr.kg JavakaffiöOOg....................... 189 kr. Coca-Cola, 1,5 1..........................119 kr. Aspas, Vi dós..............................69 kr. Perur, franskar..................... 79 kr. kg Hvítkál.............................. 79 kr. kg Rófur..................................69 kr. kg Vínber, bláoggræn.....................175 kr. kg Myndaalbúm................................595 kr. BORGIN sími 11440 SUSHI MIÐVIKUDAGS-TIL SUNNUDAGSVKÖLD - Borð fyrir þig - BORGIN sími 11440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.