Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fundið ljóð eft- ir Bólu-Hjálmar Flutt á niðjamóti að Bólu í Blönduhlíð UM HELGINA verður ljóð, sem talið er að sé eftir Bóiu-Hjálmar, flutt á niðjamóti við minnismerki um skáldið við Bólu í Blönduhlíð. Vitneskja um tilvist ljóðsins var á fárra vitorði þar til fyrir skemmstu. Ljóðið heitir Fjártal árið 1830 og er eins konar búnað- arskýrsla Bólu-Hjálmars. Eftir tvö ár verða 200 ár liðin frá fæðingu Bólu-Hjálmars. Af- komendur skáldsins hafa áhuga á að efna til yfirlitssýningar á verk- um hans við þessi tímamót. Þetta ætla niðjar skáldsins að ræða á ættarmóti um helgina. Á Sauðár- króki hefur í sumar verið sýning á skáldverkum og listmunum Hjálmars. Mótið hefst kl. 13:30 við minnis- merkið um Bólu-Hjálmar sem reist var við Bólu árið 1955. Þar mun séra Hjálmar Jónsson minnast hjónanna Hjálmars Jónssonar og Guðnýjar Olafsdóttur. Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi veitir leiðsögn um kennileiti í nágrenn- inu, Kristján Runólfsson frá Sauð- árkróki flytur nýfundið ljóð eftir Hjálmar og Hjálmar Kristiansen á Selfossi flytur ávarp. Þá mun Karlakórinn Heimir og Jóhann Már Jóhannsson syngja. Niðjamótinu verður síðan fram- haldið í félagsheimilinu á Blöndu- ósi með upplestri m.a. á ljóðum þeirra afkomenda Hjálmars sem gefið hafa út ljóðabækur. Sigríður Sigfúsdóttir í Forsæludal flytur frumort ljóð, en hún er ein þeirra sem hafa haft forgöngu um sam- komuhaldið. Svissneskur kór í Glerárkirkju KAMMERCHOR Winterthur, sem er blandaður kór frá Sviss, heldur tónleika í Glerárkirkju nk. laugar- dag kl. 16. Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur annars vegar af kirkjulegum kórverkum eftir Bach, Verdi, Fauré og nútímatónskáldum og hins vegar veraldlegum kórverk- um, t.d. madrigölum, fjölradda kan- ónum, lögum efir Gershwin og þjóð- lögum frá Sviss. Kórinn mun halda nokkra tón- leika hér á landi á næstu dögum. Hann syngur m.a. á Hólahátíð nk. sunnudag. Hugmyndin að þessari íslandsferð kviknaði á kóramóti á Spáni fyrir þremur árum þegar nokkrir kórfélaganna kynntust per- sónulega íslensku kórfólki sem þar var. Í Islandsferðinni taka þátt 38 kórfélagar auk 7 annarra og ferð- ast kórinn frá Reykjavík til Egils- staða og Akureyrar. Auk þess sem kórinn heldur nokkra tónleika hér á landi tekur hann þátt í guðþjón- ustum og ferðast um landið til að kynnast því betur, því að hjá flest- um kórfélögum er þetta þeirra fyrsta íslandsheimsókn. ......... Til sölu í Hafnarfirði Háakinn: Falleg 5 herb. 105 fm efri hæð í tvíbhúsi. Hringbraut: 5 herb. 120 fm góð sérhæð. Verð 8 millj. Reykjavíkurvegur: Vandað steinhús með 4ra-5 herb. íb. Á jarðhæð 70 f m verslunarhúsnæði og einstaklíbúð. Öldutún: Gott eldra steinhús með tveimur íbúðum. Neðri hæð 71 fm, efri hæð 74 fm. Seljast saman eða hvor fyrir sig. Stór bílsk. Eignin er í ágætu ástandi. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. - EIGNAMIÐLUNIN % Sími 88 • 90 • 90 - Fax 88 • 90 • 95 - Síðumúla 21 Nökkvavogur - hæð og ris ítvíbýli Mjög falleg efri sérh. ásamt risi í tvíbýli. Hæðin, sem er 118 fm, skiptist m.a. í tvær saml. stofur og 3 rúmg. herb. Risið er 42 fm og er það eitt stórt rými frág., viðarklætt með kvistgluggum ásamt geymslum undir súð. 37 fm bílsk. Fallegur garður með háum trjám. 3989. Fjörugt mannlíf á Jökuldalsheiðinni í sumar Greiðasala í gamla torfbænum ÞAÐ HEFUR verið líflegt yfir mannlífi á Jökuldalsheiði í sumar, en mannlíf þar hefur annars verið fremur dauflegt síðustu árin. Systurnar Bryn- hildur og Lilja Óladætur hafa verið með greiðasölu í gamla torfbænum í Sænautaseli, en Jökuldalshreppur endur- byggði bæinn í fyrra og hitti- fyrra. Byggð lagðist af í Sæ- nautaseli árið 1943. Ahugi ferðamanna á að heimsækja Sænautasel hefur verið mun meiri í sumar en systurnar reiknuðu með. Bryn- hildur er að ljúka námi í guð- fræði og ætlaði að nota sumar- ið í Sænautaseli til þess að undirbúa lokaritgerð í guð- fræði, en hún er að ljúka námi í guðfræði frá Háskóla íslands. Stöðugur straumur gesta í Sænautasel hefur valdið því að Brynhildur hefur lítið getað hugsað um ritgerðina. Jökuldalshreppur ákvað að ráðast í endurbyggingu bæjar- ins í Sænautaseli fyrir for- göngu Sveins Einarssonar frá Hrjót, Auðuns Einarssonar og fleiri. Bærinn var byggður upp sumarið 1992 og frá honum gengið í fyrrasumar. í sumar hefur verið unnið að brúargerð yfir læk sem rennur við bæinn. Gólfið í brúna er sótt í gamla brú sem var á Jökulsá á Brú. Brúin, sem verið er að byggja, er endurgerð á þeirri brú. Brú- arsmiðimir styðjast við teikn- ingar af brúnni sem erlendir ferðamenn gerðu 1783 og 1819. f Sænautaseli geta ferða- menn fengið keyptan kaffisopa og lummur. Auk þess sem þeir geta keypt veiðileyfi í Sæ- nautavatni. Brynhildur og Lilja reyna að hafa lífið í Sæ- nautaseli sem náttúrulegast. Þar eru t.d. kýr og kálfur og skaffar kýrin alla mjólk í kaff- ið handa ferðamönnunum. Þar eru einnig nokkrar hænur, köttur með kettlinga og tveir hvolpar. Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir BRYNHILDUR Óladóttir (t.h.) ætlaði að undirbúa lokaritgerð í guð- fræði í Sænautaseli í sumar, en enginn tími hefur gefist til þess. Til vinstri við Brynhildi er amerísk kona sem er að semja skáld- sögu. Hún segist ætla að nota reynsluna úr Islandsferðinni í söguna. í SUMAR hefur verið unnið að gerð brúar yfir lækinn við Sænauta- sel. Brúin er eftirlíking á gamalli brú sem var á Jökulsá á Brú. Smiðirnir styðjast við teikningar af brúnni sem gerðar voru 1783 og 1819. Á brúnni miðri stendur Auðunn Einarsson. ÞETTA er bærinn í Sænautaseli eins og hann lítur út eftir endur- bygginguna. Sumarlistaskólanum slitið Barnalistaverk í Hrísey stækkar Nemendur skólans voru 34 í ár frá sextán stöðum á landinu SUMARLISTASKÓLANUM á Akureyri lauk fyrir skemmstu. Þetta var þriðja starfsár skólans, nemendur voru 34 á aldrinum 10-16 ára og komu frá 16 stöðum á landinu. Forstöðumaður skólans er Öm Ingi Gíslason. Öm Ingi sagði að starfið hefði gengið geysivel, enda hefði veður verið frábært til starfa úti við og samveran með nemendunum hefði verið einkar skemmtileg. Mesta ánægju hefðu nemendur haft af kvikmyndaþætti skólans, en þeim hefði gefíst kostur á að handleika myndavélar, spinna fyrir framan þær og taka viðtöl. Að lokum hefði verið tekin upp ævintýrakvikmynd í Kjarnaskógi, sem breyst hefði í ævintýraskóg. Það hefði verið gert í samvinnu við Samver á Akureyri. Eitt meginefna Sumariistaskól- ans sagði Örn að hefði verið að mála 2. hluta listaverks á vegg saltfiskhússins í Hrísey. Forráða- menn þar hefðu staðfest samning frá í fyrra um að skólinn kæmi árlega út í Hrísey og málaði hveiju sinni á einn flöt, en alls em þeir 18 talsins. Mikið var um dýrðir þegar listaverkið var afhjúpað að þessu sinni, starfsfólki var gefíð frí og efnt til grillveislu í dýrðlegu sumarverði. Listasumar ’94 Björn Thor. spilar jass Tríó Bjöms Thor- oddsens leik- ur í kvöld í djassklúbbi Karólínu og Listasumars. Tríó- ið er skipað þeim Birni Thor- oddsen gítarleikara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Ásgeiri Óskarssyni trommu- leikara. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Söngvaka Að venju verður Söngvaka í kirkju Minjasafnsins á Akur- eyri kl. 21. Þar flytja Rósa Kristín Baldursdóttir og Þór- arinn Hjaltason íslensk söng- lög. Harmonikuleikur um helgina Helgin verður tileinkuð harmoníkuleik en þá verður flutt harmoníkutónlist víða um Akureyrarbæ. Spilað verður allt frá kaffihúsatónlist til danstónlistar, á götum úti og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.