Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 33 fljótt milli okkar þar sem við bjugg- um við hliðina á Grund hálft fjórða ár og ekki skemmdi það fyrir að mikil vinátta hefur alla tíð verið á milli Melgerðis og Grundar. Síðar átti það fyrir mér að liggja að vinna undir hans stjórn sem útgerðar- stjóra hjá Kaupfélaginu í nokkur ár og taka við því starfi af honum og vinna við hlið hans 13 sl. ár. Gunnar var mikill samvinnumað- ur, vann mestan sinn starfsferil hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Hann sagði mér sjálfur að hann hefði unnið flest störf hjá Kaupfélaginu að því undanskildu að hann varð aldrei kaupfélagsstjóri og unnið undir stjórn allra þeirra kaupfélags- stjóra sem stjómað hafa Kaupfélag- inu þau 61 ár sem það hefur starf- að.- Eins og ég minntist á hefur hann komið víða við í Kaupfélag- inu, hann byijaði á því að kveikja upp á morgnana hjá Birni, fyrsta kaupfélagsstjóranum, síðan tók hvað við af öðru, hann var bifreiða- stjóri, verslunarstjóri, sláturhús- stjóri, verkstjóri í frystihúsinu, út- gerðarstjóri og síðustu árin vann hann á skrifstofunni. Gunnar var ekki framagjarn maður en þó æxlaðist það þannig að mjög oft var leitað til hans og þess vegna voru afskipti hans af félagsmálum mikil. Var hann meðal annars stjórnar- og stjórnarformað- ur Kaupfélagsins til margra ára, sat í hreppsnefnd Búðahrepps og í stjórn verkalýðsfélagsins, og sem slíkur sat hann þing Alþýðusam- bandsins. Eftir að hann varð út- gerðarstjóri sat hann þing Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, einnig sat hann aðalfundi Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. A þessari upptalningu sem ekki er tæmandi sést að Gunnar kom víða við á lífsleiðinni og hefur markað djúp spor í sínu litla byggðarlagi. Gunnar er samviskusamasti maður sem ég hef kynnst á ævinni, allt sem hann tók sér fyrir hendur varð að vera hundrað prósent, og var hann aldrei í rónni nema hann væri viss um að svo væri. Hann var maður sátta og samlyndis. Gunnar var skapmaður, gat verið fljótur upp en það rann fljótt úr honum, hann átti sérstaklega gott með að vinna með fólki, sanngirni var honum í blóð borin. Hann gat verið hrókur alls fagnaðar, sérstaklega þegar hann gerði sér glaðan dag, sem hann gerði í hófi, eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Oft er minnst á afmælin hans niðri á Grund, þar var kátt á hjalla. Ekki er hægt að minnast Gunn- ars og sleppa búskapnum hans. Alveg þar til 1975 var Gunnar með nokkrar rollur og einnig kýr fyrstu búskaparárin. Þegar maður hugsar til baka er maður mest hissa á því að Gunnar skyldi ekki verða bóndi, það má með sanni segja að þar var hugur hans oft. Hann var mikill búmaður og ég held að honum hafi fundist sláturtíðin skemmtilegasti tími ársins enda var matarlegt á Grund þann árstíma. Gunnar var einstakt snyrtimenni eins og heimili þeirra hjóna að Grund ber með sér, en þar ól Gunn- ar allan sinn aldur frá fæðingu. Sigurbjörg mín, við hjónin send- um þér, börnum þínum og barna- börnunum okkar bestu samúðar- kveðjur og vitum að minningin um góðan mann mun ylja ykkur um ókoinna tíð. Eiríkur Ólafsson. Elsku afi okkar er nú farinn frá okkur og kominn heim til Guðs. Þó stundirnar með afa væru ekki margar, biðum við bræðurnir aHtaf spenntir að komast á sumrin í sveit- ina til afa og ömmu á Grund. En leiðin á milli staða er svo löng og þegar við vorum komin af stað var alltaf spurt: „Erum við ekki að fara að koma heim til afa og ömmu?“ því þar var svo margt hægt að gera og skemmtilegast var að fá að skoða allt dótið hans afa. Við bræðurnir kveðjum þig nú, afi, og þökkum fyrir þær samverustundir sem við áttum með þér. Guð veri með þér. Elsku amma, við hugsum vel til þín og biðjum Guð að styrkja þig í sorg þinni. Þessi dagur nú úti er, en náttar tíð að höndum fer. Guð minn góður, ég gef mig þér, gættu nú enn i nótt að mér. Veittu mér, Drottinn, værð og ró, vek mig í réttan tima þó. Líkaminn sofi sætt sem ber, sálin og andinn vaki í þér. (Sigurður Jónsson) Ingólfur Helgason og Guðni Helgi Helgason. Fleiri greinar um Gunnar Jónus- son bíða birtingar ogmunu birt- astnæstu daga. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem ljallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓN ÁRSÆLL JÓNSSON, Grensásvegi 56, andaðist á elliheimilinu Grund þriðjudaginn 9. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Esther Jónsdóttir, Ólafur G. Jónsson. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KARÍTAS INGIBJÖRG RÓSINKARSDÓTTIR, Túngötu 20, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar þriðjudaginn 9. ágúst. Lydía Rósa Sigurlaugsdóttir, Erling Sigurlaugsson, Ingibjörg Sigurlaugsdóttir og tengdadætur. t Bróðir okkar, ÓLAFURSKAFTASON, Hátúni 12, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 9. ágúst. Eva Skaftadóttir, Gunnar Skaftason. + Móðir mín, VALGERÐUR INGIBERGSDÓTTIR, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkju- bæjarklaustri, mánudaginn 8. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörg Ingimundardóttir. + Ástkær sonur okkar, bróðir og barna- barn, BJÖRGVIN ÖRNÓLFSSON, Efra Núpi, Miðfirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Örnólfur Björgvinsson, Sigurrós Indriðadóttir, Valur Örnólfsson, Anna Örnólfsdóttir, Sigurður Örnólfsson, Björgvin Eiríksson, Anna Jónsdóttir, Indriði Einarsson, + Útför STEINARS ÁGÚSTSSONAR, Áshamri 32, Vestmannaeyjum, sem lést i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 7. ágúst, fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 13. ágúst kl. 14.00. Ættingjar og vinir. + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARÍTAS KRISTÍN HERMANNSDÓTTIR, Garðarsbraut 44, Húsavík, sem andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur 5. ágúst, verður jarðsungin frá Húsavík- urkirkju mánudaginn 15. ágúst kl. 11.00. Steingrímur Birgisson, Birgir Steingrímsson, Steinunn Áskelsdóttir, Ásgeir H. Steingrímsson, Anna Guðný Aradóttir og barnabörn. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS MAGNÚSSONAR fyrrverandi bónda á Ferjubakka, Mýrarholti 14, Ólafsvík, fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður að Miklholti sama dag. Svanur Kristjánsson, Edda Layfey Pálsdóttir, Helgi Kristjánsson, Sonja Guðlaugsdóttir, Magnús Kristjánsson, Jónína Eyvindsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Sigþór Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL H. ÁSGEIRSSON flugumferðarstjóri, Smáraflöt 9, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Guðný Einarsdóttir, Jóhanna G. Möller, Gunnlaugur Y. Sigfússon, Sigríður K. Pálsdóttir, Snæbjörn Þ. Ólafsson, Ásgeir Heiðar Pálsson, Ingiríður Olgeirsdóttir, Einar K. Pálsson, Jóhann Georg Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. + SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR fyrrverandi hótelstjóri Hótels Hveragerðis, Smáratúni 15, Selfossi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Ferðir með Sérleyfisbifreiðum Selfoss frá Selfossi og Hveragerði kl. 13.00. Haraldur Hálfdánarson, Helga Eiríksdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, SKAPTI ÓSKARSSON, Hólavegi 26, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Skagfirðinga. Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Esther Skaptadóttir, Sigríður Skaptadóttir, Anna Skaptadóttir, Margrét Skaptadóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og útför sonar okkar, föður, bróður og mágs, LEIFS GUNNARS JÓNSSONAR pípulagningarmanns, Hringbraut 75, Reykjavík. Jón Óskar Karlsson, Emilia Katrín Leifsdóttir, Friðrik S. Jónsson, Stefanía Maria Jónsdóttir, Þór Ólafsson Hulda Friðriksdóttir, Karl Már Leifsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.