Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Beijavinir farnir að athuga móann Laxamýri, Morgunmblaðid. BERJAVINIR eru farnir að athuga móann og virðist sem nokkuð mis- jöfn uppskera verði eftir svæðum. Ur Köidukinn hafa þær fréttir borist að þar verði lítil ber en á Hvamms- heiði verða bæði bláber og aðalblá- ber. Svo virðist sem krækiberjablóm- in hafi frosið á nokkrum stöðum í maí, þannig að ekki verður mok af krækibeijum eins og stundum er. Vanalega fer fólk ekki að tína af krafti fyrr"en um 20. ágúst, en í bestu árum hefur tínslan byijað tíu dögum fyrr. Kalt vor og kaldur júní- mánuður gera það að verkum að ber eru ekki enn þroskuð þrátt fyrir ein- stakt tíðarfar síðustu vikurnar. Góð berja- spretta í Mjóafirði Egilsstöðum, Morgunblaðið ÚTLIT er fyrir góða beijasprettu í Mjóafírði, bæði krækiber og aðalblá- ber. Aðalbláberin eru sætari og betri nú en í fyrra þar sem sumarið hefur verið hlýtt. Ferðalangar á leið tii Mjóafjarðar eru farnir að skreppa út í móa og tína upp í sig. Lítil sem engin beijaspretta er á Borgarfirði eystri, ekki nema á svæð- um þar sem snjór hafði legið lengst yfir. Sama er víðar á Fljótsdalshér- aði, vísar hafa ekki náð sér á strik og spurning hvort kalt vor og miklir þurrkar í sumar eigi sök á því. Hrútaber eru farin að roðna í Hallormsstað og verður nóg af þeim þegar þau verða tilbúin til tínslu seint í ágúst- og byijun september. Reykhólahreppi, Morgunblaðið BLÓMGUN krækibeijalyngs var með albesta móti í vor og svo var einnig um aðalblábeijalyng. Hins vegar gæti það dregið eitthvað úr þroska hve mörg blóm voru á hveiju lyngi. Eftir um 10 daga ætti beija- spretta að vera orðin góð en auðvit- að fer það allt eftir tíðarfari hve berin þroskast hratt. Krækiberin eru orðin svört en þau eru ekki orðin nógu safamikil ennþá. Berja- uppskera frekar lítil Blönduósi, Morgunblaðið BERJASPRETTA í nágrenni Blönduóss er ekki meiri en í meðal- lagi að sögn kunnugra. Astæðuna telja menn vera kuldatíð þegar blómgun lyngsins stóð sem hæst. Beijaland sem hér um ræðir er í Vatnahverfi, Röðli og í svokall- aðri Kúagirðingu. Að sögn við- mælenda Morgunblaðsins gerðu þeir sér von um góða berjaupp- skeru miðað við hagstætt veðurfar allan júlímánuð. Þess ber þó að geta að sögn heimildarmanna að kalt var þegar blómgun beija- lyngsins stóð sem hæst og ræður það mestu hvernig staðan er í dag. -----♦ ------- Börnin orð- in berjablá Borgarnesi, Morgunblaðið. BÖRNIN í Borgarnesi urðu fyrst beijablá fyrir nokkrum vikum síð- an en fullorðna fólkið telur rétt að bíða í um viku enn áður en það hefur beijatínslu. í Borgarfirði eru krækiber víða orðin vel sprottin og töluvert af þeim víðast hvar. Sums staðar er jafnvel „allt svart“ eins og einn viðmælenda Morgunblaðsins í Norðurárdal orðaði það. Af blá- beijum virðist einnig ætla að verða töluvert en var fólk sammála um að þau ættu lengra í land. Lítið er af aðalblábeijum í Borg- arfirði, helst uppi á afréttum og „þangað nenna fáir að fara eftir beijum" eins og kona í Hítardal orðaði það. Voru viðmælendur sammála um að það hefði viðrað mjög vel fyrir beijasprettu í sumar og þá hefði vorið einnig verið gott. Berjaspretta er með því besta sem gerist Apótekarafélag íslands um lyfsöluleyfi dýralækna Fái með sér lyf í vitjanir í ATHUGASEMD Apótekarafélags íslands við frumvarp til núgildandi lyfjalaga er m.a. lagt til að apótek geti séð dýralæknum fyrir lyfjum í vitjanir, líkt og viðgangist víða á landsbyggðinni, þar sem samstarf sé milli heilsugæslulækna og apóteka um svonefnda vakttösku sem er eign apóteksins en læknar nota í vitjun- um. Fyrir þetta greiddu apótekin þjónustugjald sem ákveðið væri af lyfjagreiðstunefnd. Með þessu móti gætu bændur hafið meðferð strax með lyfjum sem þeir fengju afhent af dýralækni en síðar send frá apó- tekinu lyf til framhaldsmeðferðar. Apótekarafélagið minnir á at- hugasemdina í fréttatilkynningu. Fram kemur að félaginu þyki lögin í heild illa unnin og að mörgu leyti afleit, „. . . og segir það eitt meira en mörg orð, að setja þurfti bráð- birgðalög fyrir gildistöku þeirra. Veik von er þó við það bundin að þverpólitísk nefnd. . . nái að lag- færa helstu annmarka laganna, áður en þau koma til fullra framkvæmda 1. nóvember 1995.“ Lyf afgreidd án lyfseðils Vitnað er í fréttatilkynningu Dýra- læknisfélagsins frá 6. ágúst. En í henni segir m.a.: „. . . stjóm Dýra- læknisfélags íslands hefur hvatt fé- lagsmenn sína til að fara að núgild- andi lyfjalögum þó þau séu erfið fyr- ir alla aðila í framkvæmd og treystir stjómin því að lyfsalar virði reglur um lyfseðlaskyldu dýralyfja ekki síst með tilliti til hollustu íslenskra land- búnaðarafurða." Apótekarafélagið segir að orðin megi skilja sem svo að dýralæknar efist um að apótekarar fari eftir sett- um reglum. Stjóm Apótekarafélags- ins vill koma á framfæri að henni er kunnugt um að í a.m.k. einu héraði hafí verið afgreidd lyfseðlaskyld dýra- lyf til bænda án lyfseðils útgefnum af dýralækni. Hafí það verið gert að beiðni yfirdýralæknis og i samráði við héraðsdýralækni annars héraðs þar sem ekki hafí fengist dýralæknir til að gegna starfí héraðsdýralæknis við- komandi héraðs. Þessi beiðni hafi ekki verið afturkölluð. í niðurlagi segir að Apótekarafélag íslands kjósi frekar viðræður og sam- start en ritdeilur. Það eitt geti leitt til þess að markmið laganna „að tryggja eftir föngum gæði og öryggi lyfja og lyfjaþjónustu" verði náð, bæði fyrir menn og málleysingja. Laugavegi 41 Sími 13570 Skóverslun Þórðar Kirkjustræti 8 Sími 14181 Fiske-safnið við Cornell-háskóla * Islensku bækurnar eru í góðum höndum Nýlega heimsóttu þeir Einar Bene- diktsson, sendi- herra, og Kristján Karls- son, rithöfundur, bóka- safn Cornell-háskólans í íþöku í New York-ríki. Þar er að finna Fiske- safnið, sem er þriðja stærsta safn íslenskra bóka, með um 37 þúsund bindi. Safnið er kennt við auðkýfinginn og bóka- safnarann Willard Fiske, sem gaf haskólanum safnið og íjármuni til að standa straum af umsjón þess. Nýr bókavörður var ráðinn til safnsins í vor og undanfarið hefur verið unnið að umtalsverðum breytingum á því. - Hvernig stóð á ferð ykkarKristjáns tilíþöku? Cornell-háskólinn, sem á þetta mikla safn íslenskra bóka, er að endurskipuleggja safnið með athyglisverðum hættj og hefur verið í sambandi við sendi- ráðið í Washington, sem hefur fylgst með endurskipulagning- unni. Þegar að ég fékk upplýsingar hjá háskólanum um hvað stæði til ráðfærði ég mig við Kristján Karlsson, rithöfund, en hann var á sínum tíma bókavörður við Fiske-safnið. Hann tók við af Halldóri Hermannssyni, sem um áratugaskeið var bókavörður þess og afkastamikill fræðimaður á sviði íslenskra fræða. Kristján var bókavörður við Fiske-safnið þegar ég kom þang- að árið 1951. Hann er því manna dómbærastur á þetta safn og hvað stæði til að gera þarna. Háskólinn hafði mikinn áhuga á að fá sendiherrann í Washing- ton í heimsókn. Kristján var á ferð um Bandaríkin og Kanada í júní og að henni aflokinni kom hann til Washington og fórum við með þeim hjónum til Cornell í lok júní. - Hvemig var heimsóknin? Þetta var mjög áhugaverð og fróðleg ferð. Búið er að endur- skipuleggja bókasafn háskólans og þar af leiðandi Fiske-safnið, sem nú er orðinn hluti af safni eldri bóka. Sumar bækurnar eru til útláns en aðrar tilheyra þeim hluta sem almenningur fær ekki beinan aðgang að. Allt hefur þetta verið endurskipulagt í nýrri bókhlöðu sem er að verulegu leyti neðanjarðar og þar er íslenska bókasafninu vel fyrir komið. - Safnið er sem sagt ekki lengur í einni heild? Safnið er enn ein heild, en það er ekki verið að klessa bókunum hverri ofan í aðra, enda hefur það enga sérstaka þýðingu. Allt bókasafnið er aðgengilegt út frá tölvuskrám sem eru notaðar til að ná í bækurnar. Það sem að skiptir mestu máli er ekki hvar þessum bókum er raðað niður í hillur heldur hvern- ig hægt er að auka notagildi þeirra í framtíðinni. - Hvernig verður það gert? Ætlunin er að tölvuvæða bókasafnið og gera það tölvutækt í gagnagrunnum og gagnanet- um. Fyrst verða bókaskrárnar gerðar tölvutækar en síðar verð- ur texti bókanna skannaður inn, þannig að hægt verður að slá Einar Benediktsson ►Einar Benediktsson, sendi- herra, er fæddur þann 30. apríl árið 1931. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1950, BA-prófi í hagfræði frá Col- gate University í Bandarikjun- um árið 1953 og MA-prófi í alþjóðafræðum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston árið 1954. Einar lagði stund á framhaldsnám í hag- fræði við London School of Economics og Háskólann í Torino á Ítalíu árin 1954-56. Hann hefur gengt ýmsum störfum fyrir Islands hönd, m.a. verið deildarstjóri í efna- hagsmálaráðuneyti, viðskipta- ráðuneyti og utanríkisráðu- neyti. Hann var skipaður sendiherra í Genf árið 1970, í París árið 1976, í London árið 1982, í Brussel árið 1986, í Osló árið 1991 og hefur nú verið sendiherra Islands í Was- hington D.C. frá því í sept- ember 1993. þeim upp í gaguagrunnum. í þetta er verið að eyða 1,6 milljón- um Bandaríkjadala. (110 milljón- ir íslenskra króna) og munu menningarsjóðir í Washingtor D.C. og háskólinn sjálfur fjár- magna þær. A þennan hátt er þetta safr að verða upplýsingaveitan um íslenskar og forníslenskar bók- menntir um heim allan. í gegnum gagnagrunna, eins og til dæmis Internet, verður hægt að fá að- gang að þessum upplýsingum. - Hvernig Ieist ykkur Kristján á þessar framkvæmdir? Þegar við Kristján höfðum numið þetta allt fögnuðum vic því mjög. Það þarf enginn ac hafa áhyggjur af því að þessc bækur séu ekki vel geymdar. Þæi eru betur geymdar en nokkri sinni fyrr. Aðalatriðið er að ní er hægt að nota þær meira og þær koma meira að gagni fyríi íslenska menningu og norrær fræði en áður. íþaka er dálítið út úr alfara- leið í Bandaríkjunum og í heimin- um, en það skiptir ekki máli þessum nýja heimi tölvuvæðing- arinnar. Fiske-safnið hlýtur framtíðinni að verða mjög leið- andi bókasafn fyrir þá sem hafi áhuga á íslenskum fræðum vest anhafs og kannski víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.