Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 17 ERLENT Flugstjóri Airbus-þotu með 160 innanborðs reyndi lendingu þrátt fyrir illviðri Allir komust lífs af Seoul. Reuter. FARÞEGAÞOTA frá suður-kóreska flugfélaginu KAL brotlenti og sprakk í lendingu á eynni Cheju í gær. 160 voru um borð og sluppu allir lifandi. Flugvélin var af gerðinni Airbus 300-600. Talsmaður flugfélagsins sagði að flugstjórinn hefði verið að reyna að lenda þrátt fyrir illviðri, rigningu og storm. Vélin hefði lent á flugbrautinni, en vegna hvassviðris barst hún út af brautinni, rakst á girðingu og sprakk. Vélin staðnæmd- ist um 100 metra frá sjó. Farþegum og áhöfn tókst að komast út um neyðarútgang örskömmu eftir að vélin brotlenti. Margar sprengingar munu hafa orðið rétt eftir að allir voru komnir út úr vélinni. Reuter Á sjónvarpsmyndum mátti sjá sprengingar verða í flaki Airbus-flugvélarinnar, þar sem það lá utan brautar á eynni Cheju. Einungis fremsti hluti vélarinnar og stél var heillegt. Skoðanakann- anir í Danmörku SF treyst- ir stöðu sína Kaupmannahöfn. Reuter. DÖNSK verðbréf féllu veru- lega í verði á þriðjudag eftir birtingu skoðanakönnunar, sem bendir til að vinstri flokk- ar verði við stjóm að loknum næstu kosningum. Boða verð- ur til kosninga ekki síðar en í desember. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin, sem birtist í Danmörku frá því í júní. Samkvæmt Gallupkönnun- inni, sem gerð var fyrir Berl- ingske Tidende halda núver- andi stjómarflokkar, Jafnað- armannaflokkurinn, Miðdemó- krataflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Radikale, ekki stjórnamieirihluta. Smáflokkar standa tæpt Tveir stjórnarflokkanna, kristilegir og miðdemókratar, ná ekki einu sinni þeim tveim- ur prósentum sem þarf, til að ná manni á þing. Flokkarnir gætu hins vegar myndað stjórn ásamt Sósíalíska þjóðar- flokknum, SF. Er þetta talið munu auka þrýsting á Poul Nyrup , Rasmussen forsætis- ráðherra að taka upp samstarf við sósíalista. Blokk hægriflokkanna hef- ur þó lítið minna fylgi en vinst- riflokkarnir og munar einungis tveimur prósentustigum á fylkingunum, ef Framfara- flokkurinn er talinn með hægriblokkinni. Ótti við SF Ástæða verðfallsins á verð- bréfum er sögð vera ótti við að Sósíalíski þjóðarflokkurinn muni eiga aðild að næstu stjóm. Em tillögur hans í efna- hagsmálum ekki taldar líkleg- ar til árangurs. Atvinnuleysi í Danmörku er nú 12,3% og vill flokkurinn fjölga opinberum starfsmönnum og stytta vinnuvikuna í þijátíu stundir til að draga úr því. Vaxandi óánægja ungverska minnihlutans í Rúmeníu Vilia heimastióm Búkarest. Reuter. UNGVERSKI minnihlutinn í Rúm- eníu lagði í gær fram kröfur um heimastjóm. Marko Bela, leiðtogi Sambands Ungverja í Rúmeníu (SUR) setti kröfumar fram. Rúm- enskir stjórnmálaleiðtogar brugðust ókvæða við, og sakaði einn þeirra Ungveijana um að vilja valda þjóð- ernisólgu. Sagði hann Ungveija, bæði innan Rúmeníu og utan, vilja breyta landamærum Rúmeníu. „Þetta er fráleit krafa, sem ætti ekki að vera til í siðuðum þjóðfélögum." Alls búa um 1,6 milljónir Ungveija í Rúmeníu, og em um 7% af íbúum landsins. Leiðtogar SUR hafa farið þess á leit við stjóm Ungveijalands, sem réði í Transylvaníuhéraði í Rúmeníu fyrir heimsstyijöldina fyrri, að tekið verði tillit til krafnanna í sáttmála sem ríkin vinna að sín á milli. Bela sagði að SUR krefðist viður- kenningar á sérstöðu þeirra svæða í Transylvaníu þar sem væm „þétt samfélög Ungveija." Slík svæði ættu að mynda bandalag og ungverska ætti að njóta sömu viðurkenningar og rúmenska. „Á þessum svæðum ætti ungverski minnihlutinn að ráða meira um ákvarðanir í mennta- sg menningarmálum,“ sagði Bela. Rúmenía hefur ekki enn komið á tvíhliða vináttusamningi við Ung- veijaland, eitt fárra ríkja í Mið-Evr- ópu, eftir hmn Sovétríkjanna. Að sögn talsmanns flugfélagsins vora átta manns fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að minniháttar meiðslum þeirra. Hann sagði orsök siyssins vera stormsveip sem fór yfir eyjuna, sem er suður af Kóreuskaga. Embættismaður í samgönguráðu- nejdinu sagði hins vegar að fiugvélin hefði verið komin of langt inn yfir brautina áður en hún lenti, og ekki haft nægilega brautarlengd til þess að staðnæmast. Þess vegna hefði verið reynt að komast aftur á loft, en það ekki tekist. Veðurstofa Suður- Kóreu hafði gefíð út viðvöran vegna stormsveipsins. Nákvæm rannsókn á orsökum slyssins er hafin. Haft var eftir einum farþeganna að gífurleg skelfíng og óreiða hefði ríkt í vélinni eftir brotlendinguna, og hefðu ekki komið til yfirvegaðar leiðbeiningar áhafnarinnar hefði get- að farið mun verr. isienska tómatsósan sem þotti bera. af! Matgæðingar DV mátu gæði 14 mismunandi tegunda af tómatsósum og gáfu okkar tómatsósu hæstu einkunn. Tómatsósan fékk 14 stig af 15 mögulegum hjá matgæðingunum og þótti þeim hún bera af. Tilvitnun í DV þann 24.06 1994 „Bæði Dröfn og Úlfar gáfu henni hæstu einkunn og sagði Úlfar hana vera fallega á litinn með lúmskt dimmt bragð. Sigmar sagði hana hafa mjög gott tómatbragð." Við hjá Vogabæ hf. erum að vonum glöð yfir þessari niðurstöðu enda höfum við lagt okkur fram við að finna og þróa gott tómatsósubragð. Veldu íslensku tómatsósuna og finndu hvað hún er góð! N\l /y VOGABÆR 190 Vogar Sími: 92- 46525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.