Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Deilur um hlut á rækjutogaranum Pétri Jónssyni Lét úr höfn með sextán manna áhöfn í stað tuttugu FRYSTITOGARINN Pétur Jóns- son RE 69, sem er sérútbúinn til veiða á rækju, hélt til veiða um kl. 21 á sunnudagskvöld með 16 manna áhöfn, en deilur hafa staðið um hlut áhafnarinnar undanfarna daga. Fór togarinn á veiðar í Flæmska hattinum. Pétur Jónsson kom nýr hingað til lands nýlega frá Noregi þar sem hann var smíðaður. Var áætlað að hann færi á rækjuveiðar með 20 manna áhöfn. Að sögn Kristjáns Ragnarsson- ar, formanns Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, snýst deilan um að í kjarasamningum segir að samið skuli sérstaklega um tækni- breytingar eða nýjar veiðigreinar. Sólheima- leikar um helgina SÓLHEIMALEIKARNIR verða haldnir í 5. sinn helgina 13. og 14. ágúst. Eins og oft áður fer fram keppni í íþróttum fatlaðra á laugardeginum og á sunnudegin- um fer Sólheimagangan fram og er hún opin öllum. íþróttamótið hefst kl. 13 laug- ardaginn 13. ágúst og keppt verð- ur í borðtennis, boccia og sundi. Að keppni lokinni um kl. 18 verð- ur grillveisla og diskótek síðar um kvöldið. Þátttökugjald er 600 kr. og er grillveislan og diskótekið innifalið. Allir þátttakendur fá við- urkenningarskjöld og þrír efstu í hverri grein fá að gjöf verðlauna- pening. Sunnudaginn 14. ágúst fer Sól- heimagangan fram. Þátttakendur geta valið um 5 km, 10 km eða 24 km gönguleiðir. Boðið er upp á samlokur og gos á leiðinni. „Á þessu skipi og á Sunnu frá Siglufirði fæst meiri afli vegna þess að skipin drága tvær vörpur," segir hann. „Það þýðir að það þarf fleiri menn í áhöfn til að vinna aflann. Um borð í Pétri Jónssyni er fullkomin rækjuverksmiðja og er hægt að flokka aflann mun betur eftir því á hvaða markað hann á að fara. Þessi vinnsla þýð- ir að það þarf fleira fólk á skipið.“ Hærri hlutur óréttlátur Hann segir að krafan hefði ver- ið um hærri hlut til áhafnar, sér- staklega til yfirmanna á skipinu, vegna fjölgunar í áhöfninni. „Við teljum að það sé óréttlátt að skips- höfnin fái stærri hlut vegna þess Gangan hefst kl. 13.30 og er öllum opin. Allir fá að launum verðlauna- pening. Þátttökugjald er 1.000 kr. á mann. Sólheimaleikarnir eru fastur lið- ur í starfsemi Sólheima, haldnir annað hvert ár. Stærsti hópur þátttakenda eru fatlaðir og að- standendur þeirra, en þó hafa ýmsir slegist í hópinn hin síðari ár. Tilgangurinn með leikunum er fyrst og fremst að auka fjöl- breytni í félagsstarfí fatlaðra, sýna sig og sjá aðra og efla vináttubönd. Þátttaka tilkynnist Esther Finn- bogadóttur í síma 98-64430. að aflinn er mikið meiri og tekju- möguleikar hvers skipveija meiri heldur en var á eldra skipinu," segir Kristján. Farmanna- og fiskimannasam- bandið krafðist þess að fá 33,8% fyrir 20 menn, segir hann, Sjó- mannasambandið 33,3% fyrir 20 menn en útgerðarmenn hafi boðið sömu skiptakjör og um samdist á Sunnu, eða 33%. „Það er umtalsvert meira en á venjulegu rækjuskipi og er að okk- ar mati of hátt,“ segir hann. „Þetta er dýrt skip sem þarf að standa undir með auknum tekjum. Hver einstaklingur í áhöfninni mun aug- ljóslega þrátt fyrir lægri hluta- skipti hafa meiri tekjur en ella.“ Niðjamót í golfi AFKOMENDUR Sveins Jónssonar trésmíðameistara frá Vestmanna- eyjum og konu hans Guðrúnar Run- ólfsdóttur, gangast fyrir niðjamóti í golfi að Kiðjabergi í Grímsnesi föstudag og laugardag. Golfmótið hefst klukkan 14 á föstudag og heldur síðan áfram klukkan 10 laugardag. Meðal afkomenda þeirra hjóna eru margir góðir golfleikarar og má þar nefna Birgi Leif Hafþórs- son, Bjöm Knútsson og Hans Ise- barn, svo að einhveijir séu nefndir. Golfvöllurinn að Kiðjabergi er nýr völlur, sem Meistarafélag húsa- smiða á í Grímsnesinu og þar er m.a. elzta hús í sveit á Suðurlandi, byggt 1869, sem Þorsteinn Jónsson sýslumaður reisti. Blab allra landsmanna! JHorgtmbfabifr - kjarni málsins! M SAUMASTOFA — HEILDVERSLUN milliliðalaus viðskipti Opið mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14. NYBYLAVEGUR T Toyota DALBREKKA AUÐBREKKA FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 37 FRÁ landmóti votta Jehóva sem haldið var í Kópavogi. Landsmót votta Jehóva ÞRIGGJA daga landsmót votta Je- hóva var haldið dagana 5.-7. ágúst í íþróttahúsinu Digranesi í Kópa- vogi. Einkennisorð mótsins var Guðsótti. Vottar Jehóva stunda útgáfu- starfsemi um allan heim og á lands- mótinu voru gefnir út tveir nýir bæklingar á íslensku. Annar bæk- lingurinn ber heitið Þegar ástvinur deyr... og hinn bæklingurinn ber heitið Hver er tilgangur Iífsins? Hvernig getur þú fundið hann? Hver bæklingur er 32 blaðsíður og mun verða dreift til almennings á næstunni í tengslum við opinbert kennslustarf vottanna. Alls sóttu mótið hátt á 6. hund- rað manns og voru nokkrir móts- gestir erlendis frá. í tengslum við mótshaldið voru 8 nýir vottar skírð- ir. Nú er hugað að byggingu sam- komuhúsa fyrir söfnuði votta Je- hóva í Keflavík og á Selfossi. í lokaerindi mótsins, sem Páll Ped- ersen flutti, var m.a. tilkynnt um næsta mótshald, sem verður í íþrótta- húsinu Digranesi í nóvember nk. PEYSUR BLÚSSUR PILS mmm BUXUR ■ BOLIR ^ mum wmm ■ Mak SKYRTUR ► ogfl. I ar ' mmsm wfímmsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.