Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
FIMMTUDAGUR11..ÁGÚST1»94 29 .
RAFN ALEXANDER
SIGURÐSSON
UM og upp úr síðustu aldamótum
hófst í landinu öflug þjóðarvakning
er borin var uppi af fólki sem var
staðráðið í að taka til hendi og
færa hér flest til betri vegar. Þetta
fólk sýndi með góðum verkum sín-
um og miklu áræði og dugnaði, að
hér var hægt að vinna mikil afrek
og láta drauma fyrri tíðar manna
rætast. Fyrir einarða framgöngu
þessa fólks hófst íslensk þjóð úr
sárri fátækt og umkomuleysi til
bjargálna og framfara, frelsis og
sjálfstæðis. I virðingarskyni tölum
við stundum um þetta fólk sem
aldamótamenn sem lyftu þjóðinni
upp úr öskustónni, mörkuðu braut
til bættrar afkomu og lögðu grunn
að manndómi, menningu og gróandi
þjóðlífi í landinu. Kynslóðir þær sem
á eftir fylgdu hafa síðan byggt á
traustri undirstöðu aldamótamann-
anna og fylgt í slóð þeirra við að
efla og styrkja þjóðlíf hins unga og
fijálsa íslands. Einn þessara dug-
andi aldamótamanna sem sannar-
lega markaði spor í framfarasögu
þjóðarinnar var Rafn Alexander
Sigurðsson, skipstjóri, en um þessar
mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu
hans.
Rafn var fæddur hinn 11. ágúst
1894 að Sæbóli á Ingjaldssandi í
fjörðum vestra. Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður Ólafsson, bónda á
Skriðnafelli á Barðaströnd, Bjarna-
sonar, og Dagbjört Helga Jónsdótt-
ir, bónda á Læk í Dýrafirði, Bjama-
sonar. Auk Rafns áttu þau tvær
dætur sem upp komust. Oddný Sig-
urrós var eldri og Ólafía yngri en
hann, báðar síðar húsmæður í
Skagafirði, en þriðju dótturina
misstu þau nýfædda. Rafn ólst upp
með foreldrum sínum sem dvöldust
í húsmennsku hjá vinafólki á Sæ-
bóli sem og víðar. Sigurður stund-
aði sjómennsku á sumrin og ýmis
störf í landi á vetrum. Snemma fór
Rafn að vinna fyrir sér hjá vanda-
lausum og mun fyrst hafa farið sem
vikapiltur að Næfranesi, þegar
hann var átta ára að aldri.
Nokkru eftir aldamótin varð
breyting á högum þeirra Sigurðar
og Dagbjartar. Þau höfðu löngum
átt einhvem bústofn á hús-
mennskuárum sínum og um vorið
1906 hófu þau sjálfstæðan búskap
á hálfri jörðinni Ketilseyri í Dýra-
firði á móti Ólafi Bjarnasyni, föður-
bróður Dagbjartar, og konu hans
Sveinbjargar Einardóttur. Sonur
þeirra var Haraldur Ólafsson, síðar
skipstjóri, og vom þeir Rafn mjög
á líku reki. En jafnframt búskap
stundaði Sigurður þó sjómennsku
sem fyrr. Þegar skip hans kom inn
um hvítasunnuna þetta sama vor,
var ákveðið að Rafn fengi að fara
með föður sínum á sjóinn í næstu
ferð, enda þá kominn nokkuð á
tólfta ár. Var þessi ferð upphafið
að löngum og giftudrjúgum sjó-
mennskuferli hans.
Vorið 1908 hélt Sigurður á Ket-
ilseyri að venju aftur til veiða og
þá á skipinu Volunteer frá Þing-
eyri. Rafn hafði mikinn áhuga á
að fara með honum í þessa ferð,
en eitthvert hugboð föður hans olli
því, að hann fékk ekki leyfi til þess.
Var í staðinn ákveðið að hann færi
með í næstu veiðiferð. Volunteer
kom aftur á tilsettum tíma inn á
Þingeyri, en þá kom Sigurður ekki
með. Daginn eftir kom sóknarprest-
urinn í heimsókn að Ketilseyri og
flutti Dagbjörtu og börnunum þá
sorgarfregn að Sigurður hefði fallið
fyrir borð á hafi úti og drukknað.
Þetta var að vonum reiðarslag fyrir
fjölskylduna og tilveran ótrygg, eft-
ir að heimilisfaðirinn var horfinn.
Dagbjört bjó þó áfram á Ketilseyri
til fardaga 1909, er hún fluttist að
Þingeyri.
Rafn fermdist um vorið sem hann
missti föður sinn. Upp úr fermingu
réðst hann sem vinnumaður til
Friðfinns Þórðarsonar á Kjarans-
stöðum, sem er næsti bær við Ket-
ilseyri. Þar leið honum vel og má
segja að Friðfinnur gengi honum í
föðurstað að nokkru
leyti. Um haustið til-
kynnti bóndinn vinnu-
manni sínum að í stað-
inn fyrir kaup skyldi
hann kosta hann til
náms í Núpsskóla, sem
séra Sigtryggur Guð-
laugsson hafði þá stofn-
að fáum árum áður og
naut mikils álits. Rafn
fór í skólann og vann
síðan áfram á Kjarans-
stöðum um sumarið
1910, en fór þá annan
vetur til séra Sigtryggs
og lauk öllu því námi
sem þar stóð til boða.
Vorið 1911 hóf hann sjómennsku
og var um skeið á skonnortunni
Hafrúnu frá Flateyri. En í sláttar-
byijun sneri hann heim að Kjarans-
stöðum og hjálpaði þar til við hey-
skap og önnur bústörf nokkuð fram
á haustið.
En um þessar mundir fór útþráin
að bærast í bijósti Rafns. Hann
gerði sér snemma ljóst að fá tæki-
færi gáfust til að koma sér áfram
í lífinu og verða að manni eins og
það var kallað í því fásinni, deyfð
og kyrrstöðu sem ríkti í sveitum
þar á heimaslóðum. Því vildi hann
breyta til, freista gæfunnar annars
staðar og jafnframt sjá sig um í
veröldinni. Mun hann snemma hafa
einsett sér að læra allt sem hann
gæti um sjómennsku og siglingar,
fara í skóla og taka síðan að sér
skipstjórn í fýllingu tímans. Líkt
og margir aðrir ungir menn á Vest-
fjörðum gerðu í þá daga, komst
hann í nóvember 1911 með enskum
togara til Grimsby, þá 17 ára að
aldri.
Þar ytra hitti hann brátt kunn-
ingja frá æskuárum, þá Jón og Gísla
Oddssyni frá Sæbóli, sem þar voru
búsettir og urðu síðar skipstjómar-
menn. Greiddu þeir götu hans með
ráðum og dáð og komst hann brátt
í skipsrúm. Byijaði þar með sjó-
mennska hans á erlendum skipum
og ævintýralegum siglingum um
heimshöfin í stríði og friði næstu
fimm ár. Var hann fyrst á enskum
togurumm sem háseti og bátsmaður
og síðar á kaupförum og þá meðal
annars í siglingum til Norður- og
Suður-Ameríku sem og til Mið-
jarðarhafslanda. Einnig starfaði
hann við kolaflutninga fyrir breska
sjóherinn og tók þátt í ýmsum öðr-
um áhættusömum siglingum á
árum fyrri heimsstyijaldarinnar.
Fylgdu þessum störfum ýmsar
mannraunir og munaði oft mjóu að
illa færi, svo að fáir eða engir yrðu
eftir til frásagnar. Einn félaga hans
á þessum árum var Einar Oddur
Kristjánsson frá Þorfínnsstöðum og
síðar Flateyri í Önundarfirði. Sigldu
þeir saman á ýmsum skipum og
urðu góðir vinir, svo að á öldum
áður hefði verið sagt að með þeim
væri fóstbræðralag.
Heim til íslands sneri Rafn undir
haust 1916 og hóf þá brátt nám
við Stýrimannaskólann í Reykjavík.
Sóttist honum það með ágætum og
lauk hann fiskimannaprófí um vorið
1917. Um sumarið starfaði hann
við sjómennsku, en fór á miðjum
vetrinum eftir aftur í skólann og
lauk þá farmannaprófi um vorið
1918, þá kominn nokkuð á 24. ald-
ursár sitt. Það sumar hófst aftur
samfelld sjómennska. Meðal annars
réðist hann þá sem skipstjóri á vél-
bátinn Snorra og síðar Sindra sem
voru á útvegi Rögnvalds Snorrason-
ar á Akureyri. Ymsa harla óvenju-
lega flutninga tók hann að sér þetta
sumar eins og að flytja brúnkol
suður til Reykjavíkur .frá kola-
námunum á Tjörnesi og sækja
skipsfarm af rekavið til Jan Mayen
og flytja til Siglufjarðar. Ritaði
hann síðar greinargóða frásögn um
Jan Mayen ferðina sem þótti for-
vitnileg og harla einstæð á þeirri tíð.
Um haustið 1918 fór Rafn sem
stýrimaður á Hugin frá Reykjavík
og tók þar síðar við skipstjórn. Var
það skip einkum í salt-
fiskflutningum til Mið-
jarðarhafslanda. Stýri-
maður var hann um
skeið á togaranum
Skallagrími sem stund-
aði veiðar við Ný-
fundnaland. Einnig
starfaði hann sem stýri-
maður á vb Kakala í
bátaeftirliti við Vest-
mannaeyjar árin 1923
og 1924 og var Friðrik
Ólafsson, síðar skóla-
stjóri Sjómannaskólans
í Reykjavík, skipstjóri á
bátnum, uns Rafn tók
við af honum undir það
síðasta. Mikil og góð vinátta var
upp frá því með þeim Rafni og
Friðriki sem entist ævilangt. Eftir
það gerðist hann skipstjóri á es
Nonna frá Akureyri ogjgegndi því
starfí til ársloka 1926. I ársbyijun
1927 gekk hann í félag við Guð-
mund Kristjánsson, skipamiðlara,
og Guðmund Albertsson, fiskkaup-
mann. Leigðu þeir norskt skip sem
þeir höfðu í saltfísk- og saltflutning-
um um skeið. Gekk sú útgerð frem-
ur illa, svo að þeir félagar tóku
annað norskt skip á leigu í sama
skyni. Var Rafn jafnan um borð í
þessum ferðum og hafði þar allt
eftirlit á hendi.
Árið 1928 bauðst Rafni skip-
stjórastaða á es Langanesi frá
Reykjavík sem þá var gert út til
hákarlaveiða. Við þann óvenjulega
veiðiskap var hann þó ekki lengi,
því að sama sumar fékk hann tilboð
um að taka við skipstjóm á es
Vestra sem nokkrir Vestfírðingar
og fleiri höfðu þá keypt frá útlönd-
um. Tók hann góðu boði og fékk
fornvin sinn, Einar Odd Kristjáns-
son, með sér sem fyrsta stýrimann.
Var hann síðan með það skip sam-
fleytt til 1932, er Vestri var seldur.
Um sumarið það sama ár tók hann
við skipstjórn á es Heklu sem ný-
stofnað félag, Eimskipafélag
Reykjavíkur Hf, hafði þá keypt frá
Noregi og var Rafn einn stofnend-
um fýrirtækisins. Sat hann í stjóm
þessa félags frá upphafi og til ævi-
loka. Skipstjóri var hann á Heklu
til 1934 og Einar Oddur stýrimaður
hans. Þá tók hann við skipstjórn á
es Kötlu, sem félagið hafði þá keypt
til landsins, og sigldi á því skipi
samfleytt í næstu sex ár. Vinur
hans, Einar Oddur Kristjánsson, var
síðan skipstjóri á Heklu til 1941,
er þýskur kafbátur sökkti því skipi
úti á Atlantshafí. Sex mönnum af
áhöfninni var bjargað eftir mikla
hrakninga, en 14 fórust. Var þessi
atburður mikið áfall og harmsefni
fyrir alla þá sem þama misstu ást-
vini sína og fyrir þjóðina í heild.
Og víst er að þetta áfall gekk afar
nærri Rafni, því að þarna sá hann
af mörgum góðum vinum og félög-
um til margra ára og þeirra á með-
al var skipstjórinn, Einar Oddur.
Sakir veikinda neyddist Rafn til
að hætta um skeið í siglingum árið
1940. Var hann þá fyrir allnokkru
sestur að í Grindavík og þar hóf
hann bátaútgerð og sinnti auk þess
að ýmsum öðrum störfum. Hann
vann á þeim ámm að samningu
reglugerðar fyrir Grindavíkurhöfn
og var formaður hafnarnefndar um
árabil. Einnig átti hann sæti í
skattanefnd Grindavíkurhrepps,
gegndi formennsku í Útgerðar-
félagi Grindavíkur og sat í stjóm
fyrirtækisins Fiskimjöls og lýsis í
sama byggðarlagi. Þá skal þess og
getið að hann var einn af stofnend-
um Skipstjórafélags íslands árið
1936 og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum á þess vegum, meðal ann-
ars sem varaformaður þess um ára-
bil og síðar endurskoðandi. Nokkuð
fékkst hann við ritstörf og eftir
hann birtust alloft greinar í Sjó-
mannablaðinu Víkingi og víðar.
Eimskipafélag Reykjavíkur seldi
es Kötlu árið 1945, en nýtt skip,
Katla II, var smíðað í Svíþjóð fyrir
félagið 1948. Rafn dvaldist þá ytra
og hafði umsjón með smíðinni,
meðan hún stóð yfir. Var hann síð-
an skipstjóri á ms Kötlu til ævi-
loka, að frátöldum nokkrum mán-
uðum 1957, er hann hafði eftirlit
með vinnu við ms Öskju, sem félag-
ið lét þá smíða fyrir sig, einnig í
Svíþjóð. Fyrir ágæt störf sín var
Rafni sýndur margvíslegur sómi við
ýmis tækifæri. Meðal annars var
hann sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu árið 1951. Þá
hlaut hann, fyrstur íslenskra skip-
stjómarmanna, viðurkenningu
Loyds í London fyrir langa og far-
sæla og áfallalausa skipstjórn. Rafn
Alexander andaðist um borð í skipi
sínu Kötlu, þá staddur í norskri
höfn, hinn 12. september 1960,
rúmlega 66 ára að aldri.
Rafn var mikill gæfumaður í
einkalífí sínu. Hann kvæntist árið
1929 Ingveldi Einarsdóttur, kaup-
manns og útgerðarmanns í Garð-
húsum í Grindavík, Einarssonar, og
k.h. Ólafíu Ásbjarnardóttur, óðals-
bónda og hreppstjóra í Innri-Njarð-
vfk, Ólafssonar, mikilli öndvegis-
og myndarkonu. Nokkru síðar
kvæntist Einar Oddur Kristjánsson
Guðrúnu Jóhönnu Einarsdóttur,
systur Ingveldar, og þar með tengd-
ust þessir æskuvinir einnig íjöl-
skylduböndum. Þeim Rafni og Ing-
veldi varð tveggja barna auðið sem
eru: 1) Ólafía, hússtjórnarkennari,
gift Niels P. Sigurðssyni, sendi-
herra. Þau eiga þijú böm, Rafn
Alexander, Karitas og Sigurð Bald-
vin. 2) Sigurður, stýrimaður og
skipstjóri og síðar kaupmaður í
Sandgerði, kvæntur Solveigu ívars-
dóttur og varð þeim þriggja barna
auðið sem em Rafn Alexander, El-
ísabet Ólöf og Ingveldur Ásdís. Öll
barnabörn Rafns og Ingveldar em
vel menntað dugnaðar- og myndar-
fólk sem haslað hefur sér völl á
hinum ýmsum sviðum þjóðlífsins.
Sigurður Rafnsson féll frá árið
1985, mjög um aldur fram.
Þau Rafn og Ingveldur lifðu sam-
an í farsælum hjúskap og vom eink-
ar samhent um að skapa sér og
börnum sínum gott og fagurt heim-
ili, þar sem gestum og gangandi
var jafnan mætt af einstakri vin-
semd og alúð. Fyrstu búskaparár
sín áttu þau heima í Reykjavík, síð-
an bjuggu þau um árabil í Grinda-
vík, en fluttust aftur til Reykjavíkur
á efri ámm sínum.
Rafn skipstjóri hefur orðið minni-
stæður öllum þeim sem honum
kynntust og voru samtíða um Iengri
eða skemmri tíma. Hann var glæsi-
menni hið mesta að vallarsýn, há-
vaxinn, karlmannlegur og virðuleg-
ur í framgöngu. Fríður var hann' "
sýnum og bauð af sér góðan þokka.
Svipurinn bar vott um skapfestu
og stillingu og fas hans einkenndist
af prúðmennsku og siðfágun. Víð-
lesinn var hann og vel máli farinn.
Orðræðu sína kryddaði hann gjarna
með spakmælum og skáldlegum til-
vitnunum, þegar svo bar undir.
Glaður var hann á góðri stund og
átti til að bera ríkulega kímnigáfu,
sem hann þó flíkaði ekki hversdags-
lega. En hann var jafnframt alvöru-
maður og fastur fyrir, þegar það
átti við, og lét ógjama af því sen^*»
hann taldi sannast og réttast. Þó
var hann jafnan réttsýnn og sann-
gjarn gagnvart skoðunum annarra
og lagði sig fram um að efla frið
og góðvild meðal manna.
Eitt helsta aðalsmerki Rafns var
trygglyndi. Hann var sannur vinur
vina sinna og naut hylli allra góðra
manna. Kom það ekki hvað síst
fram í umgengni hans við skipveija
sína. Var áberandi, hversu margir
þeirra sem til hans réðustj fóru
helst ekki úr því skipsrúmi. I þeim
stóra hópi skal sérstaklega getið
þeirra Bjama Pálmasonar, skip-
stjóra, og Geirs Vilbogasonar,
bryta, þótt íjölmargir aðrir kæmur
og þar við sögu. Þá var Rafn sér-'
staklega tryggur og góður sonur
móður sinnar, Dagbjartar, sem lifði
til hárrar elli og naut umhyggju
hans og konu hans í ríkum mæli.
Sama tryggð og vinátta kom fram
hjá þeim hjónum gagnvart systram
Rafns sem og öðrum ættingjum og
tengdafólki. í huga Rafns var
frændrækni dyggð sem hann ávallt
rækti af stakri kostgæfni. í fáum
orðum sagt, þá var Rafn Alexander
þeirrar gerðar, að hverjum manni
var það ávinningur að kynnast hon-
um og njóta samvista við hann.
Má því óhikað heimfæra á hann orð
Jóns biskups Ögmundssonar, er
hann mælti um kennara sinn og
velgjörðamann, Isleif biskup, að
ávallt kæmi sér hann í hug, er hann
heyrði góðs manns getið. Og þótt
öld sé liðin frá fæðingu hans, þá
lifír minning hans áfram, því að:
„Orðstír deyr aldregi, hveim er sér
góðan getur".
Jón R. Hjálmarsson
UTSALA
Herranáttföt
CALBA
IfH
C'EST FOU LE SUCCÉS OU'ON A
PARÍSARbúðin
Austurstræti 8, sími 14266
2.500,-
Barnanáttföt
1.200,-
Barnanærfatasett
390,-
Sokkabuxur
300,-