Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ SVALBARÐAMÁLIÐ Anton Ingvason stýrimaður á Hágangi við heimkomuna Morgunblaðið/Þorkell ANTON Ingvason stýrimaður og Friðrik J. Arngrímsson, lög- maður Útvegs hf., fengu afhenta blómvendi frá útgerðinni við komuna til landsins í gær. Rögnvaldur Hannesson um Svalbarðadeiluna Seldar verði aflaheimildir „Tek með mér boga og örvar í næsta túr“ ANTON Ingvason, 1. stýrimað- ur á Hágangi II, kvaðst við komuna til landsins í gær ekki iðrast þess að hafa gripið til vopna á miðunum við Sval- barða. Hann sagði að skipverj- um á Hágangi hefði stafað hætta af framferði norsku varðskipsmannanna sem reyndu að trufla veiðar togar- ans og því hafi verið nauðsyn- legt að grípa í taumana. Að sögn Antons var haglabyssan sem hann hleypti af hlaðin haglaskotum sem höglin höfðu verið fjarlægð úr. Hann fullyrti sem fyrr að hafa beint skotun- um til himins. Málið er loftbóla Framhaldið leggst vel í Ant- on en mál hans verður tekið fyrir í Noregi 1. nóvember. Hann kvaðst sannfærður um að verða saklaus fundinn. „Það þýðir ekki að hengja bakara fyrir smið.“ Að mati Antons er málið í heild sinni ekkert annað en loftbóla. Hann kvaðst hiklaust mundu grípa til samskonar aðgerða lendi hann í svipaðri aðstöðu á ný. „Þegar maður veit ekki hverrar þjóðar þessir menn eru þýðir ekkert annað en að hrekja þá á braut.“ Anton sagð- ist þó ekki viss um að hagla- byssan fræga færi á loft aftur. „Ætli ég taki ekki með mér boga og eldörvar í næsta túr.“ SKYNSAMLEG lausn á Svalbarða- deilunni væri að mati Rögnvaldar Hannessonar, prófessors við versl- unarháskólann í Bergen, að selja eða leigja útgerðarfyrirtækum í aðildarríkjum Svalbarðasáttmálans aflaheimildir á svæðinu. Honum finnst eðlilegt að hagnaðurinn rynni til gæslu og rannsókna á svæðinu. Afgangurinn færi hins vegar til Alþjóðlega hafrannsóknaráðsins. Rögnvaldur sagði grundvallar- atriði að hafa yrði stjórn á veiðunum við Svalbarða enda gæti frjáls að- gangur komið harkalega niður á þorskstofninum við Svalbarða. Hvað svæðið sjálft varðaði sagðist hann telja eðlilegast að líta á það í samhengi við Svalbarðasáttmál- ann. „Ef við lítum þannig á málið hafa öll ríki sem hafa gerst aðilar að sáttmálanum rétt til að hagnýta sér náttúruauðlindir á Svalbarða, jafnt auðlindir í landi og sjó. Hins vegar fara Norðmenn með yfirráð yfir Svalbarða og verða þess vegna að hafa stjórn á hagnýtingu þess- ara auðlinda. Þ'að sem mér fyndist skynsamlegast að gera í málinu er að selja eða leigja til skamms eða langs tima aflaheimildir. Þannig ættu útgerðarfyrirtæki í aðildarríkj- um Svalbarðasáttmálans kost á að kaupa eða leigja veiðiréttindi á þessu svæði í samkeppni." Hagnaður Hann sagði að í framhaldi af hugmyndinni kæmi auðvitað upp sú spurning hvað ætti að gera við hagnað vegna sölu eða leigu veiði- heimiida enda ættu Norðmenn ekki svæðið fremur en aðrar aðildarþjóð- ir. „Peningar vegna sölu eða leigu veiðiheimilda færu auðvitað fyrst og fremst til að standa straum af gæslu og rannsóknum á svæðinu. Mér hefur svo dottið í hug að af- 1 gangurinn yrði notaður til að , styrkja alþjóðlega hafrannsóknar- i áðið, sem að veitir veiðiráðgjöf um norðaustanvert Atlantshaf, og að- ildarríki ráðsins eru mörg hver þau sömu og eru aðilar að Svalbarða- sáttmálanum. Þannig myndu mörg landanna sem eru aðilar að Sval- barðasáttmálanum fá að njóta góðs af þeim tekjum sem kynnu að afl- ast af þessum veiðiheimildum." Norðmenn óttast óhefta alþjoðlega rányrkju við Svalbarða Segja „gullæði“ hafa gripið um sig á Islandi Ósló. Morgunblaðið. GÍFURLEG verðmæti eru í spilinu þegar þorskveiðar við Svalbarða og í Smugunni eru annars vegar. Telja Norðmenn að íslenskir og færeyskir togarar muni hugsanlega ná að veiða þorsk að verðmæti um fimm milljarða íslenskra króna á þessu ári, verði ekkert að gert. Hingað til hafa íslensku skipin veitt um 15 þúsund tonn af þorski að mati norsku strandgæslunnar og er aflaverðmæti þess afla á bil- inu 150-180 milljónir norskra króna. Samkvæmt heimildum Aft- enposten gæti ársaflinn hins vegar numið allt að 50 þúsund tonnum þar sem fjöldi togara undirbýr nú veiðar á Svalbarðasvæðinu. Veiði þar hefur ávallt verið betri en í Smugunni, sem liggur lengra til norðausturs. Norskir fjölmiðlar segja að nú hafi gripið um sig „gullæði" meðal íslenskra útgerðarmanna í kjölfar þess að fallið var frá að ákæra útgerðaraðila Hágangs II, sem færður var til hafnar í Tromsa eft- ir að hafa verið tekinn við veiðar á Svalbarðasvæðinu. Betri aflahorfur en í Smugunni Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir í sam- tali við Aftenposten að 35-40 ís- lenskir togarar og um tugur henti- fánatogara muni halda til Svalbarða innan skamms. „Við eygjum mun betri aflahorfur en í Smugunni. Þar að auki er auðveldara fyrir fiskveiði- flotann að veiða í friði ef um mörg skip er að ræða. Norsku strandgæsl- unni gæti reynst erfitt að stöðva veiðar allra skipanna,“ segir Krist- ján við Aftenposten. Norges Fiskarlag, heildarsamtök norska sjávarútvegsins, hefur kraf- ist þess af norsku stjóminni að hún komi þegar í stað í veg fyrir með laga- og reglubreytingum að kvóta- laus skip geti veitt við Svalbarða. „Stærstu fískveiðiríki heims munu ekki láta það fara fram hjá sér ef fjöldi fiskveiðiskipa fær að athafna sig óáreitt á Svalbarðasvæðinu, eina hafsvæðinu í heimi, þar sem til staðar er þorskstofn í eðlilegu ástandi," segir Jon Lauritzen, upp- lýsingafulltrúi. Hann óttast að fjöldi flskveiði- skipa frá Japan, Bandaríkjunum og Chile muni streyma til Sval- barða ef Norðmönnum tekst ekki að stöðva veiðar íslendinga og Færeyinga. „Veiðar við Svalbarða hafa lengi ráðist af náttúrunni sjálfri. Erfiðar aðstæður hafa oft og tíðum leitt til að menn hafa þurft að halda af miðunum. Nú þegar menn hafa hafið árangursríkar veiðar á vemd- arsvæðinu við Svalbarða er um miklu stærra hafsvæði að ræða og allt aðrir möguleikar, sem eru til staðar,“ segir Lauritzen. Hann segir þetta geta orðið upp- hafíð af óheftri alþjóðlegri rányrkju á þeim fiskistofni, sem norsk og rússnesk stjórnvöld hafi verndað með gífurlega ströngum reglum. „Það er mjög sorglegt að það skuli einmitt vera Islendingar, sem Norð- menn hafa stutt í mörgum þorska- stríðum, sem nú hefja áhlaupið á þorskinnstæðuna, sem við höfum verið að safna saman með erfiðis- munum.“ Rúmlega tuttugu íslensk skip við veiðar í Barentshafi Hífa um leið og skip frá strandgæslunni nálgast Á ÞRIÐJA tug íslenskra skipa eða skipa sem sigla undir hentifána og eru með íslenska áhöfn eru nú á veiðum í Barentshafí, annaðhvort á Svalbarðasvæðinu eða í Smugunni, og hafa fleiri skip frá íslandi ekki verið við veiðar á þessum slóðum síðan í fyrrahaust er um 30 íslensk skip voru við veiðar í Smugunni. Björn Jónasson skipstjóri á Drang- ey SK segir ágæt aflabrögð vera á svæðinu og fiskinn mjög góðan. Talið er að 4-5 skip frá norsku strandgæslunni séu nú á þessum slóðum og segir Bjöm íslensku skip- in hífa um leið og gæsluskipin nálg- ast. Auk skipa sem gerð eru út frá íslandi eru skip frá Spáni og Rúss- iandi nú við veiðar í Barentshafí. Bjöm sagði norsku strandgæslu- skipin lítið hafa haft sig í frammi undanfarna daga, en þau sigli þó alltaf í átt til íslensku skipanna ef þau verða þeirra vör. „Við gefum þeim hins vegar ekkert færi á að nota klippurnar því við hífum áður en þeir koma,“ sagði hann, en kom- ið hefur fyrir að Norðmönnunum hefur verið neitað að koma um borð til að skoða afla og veiðarfæri. Hneykslaðir á aðgerðaleysi stjórnvalda Drangey sem er í eigu Fiskiðj- unnar Skagfirðings á Sauðárkróki hefur verið við veiðar í Barentshafí frá mánaðamótum og segist Bjöm fara styttast í að haldið yrði til hafnar á íslandi. Síðast landaði Drangey í lok júlí ásamt Hegranes- inu sem einnig er í eigu Skagfirð- ings samtals um 240 tonnum eftir veiðar í Barentshafi og var aflaverð- mætið 50-60 milljónir króna. Björn sagði að skipveijar ís- lensku skipanna í Barentshafí væm nokkuð ánægðir með þá niðurstöðu sem fengist hefði í Hágangsmálinu. Þeim fyndist hins vegar forkastan- legt að það skuli vera hægt að hand- taka íslenska ríkisborgara á alþjóð- legu hafsvæði eins og Norðmenn hefðu gert i þessu tilviki, og menn væru almennt hneykslaðir á að eng- in viðbrögð við því hefðu komið frá íslenskum stjómvöldum. „Það ber enginn á móti því að þetta er alþjóðlegt hafsvæði hvað sem allri fískveiðistjómun líður. Það var löngu vitað mál að Norðmenn hefðu ekki lagaheimild til að taka íslensku skipin því annars hefðu þeir verið búnir að því fyrir löngu síðan. Tilburðir þeirra til að klippa 1 á togvíra skipanna hljóta því að | vera alveg jafn ólöglegir. Við höld- j um því ótrauðir okkar striki,“ sagði Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.