Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lagaákvæði um
fullvinnslu um
borð endurskoðuð
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur ákveðið að láta endurskoða
ákvæði laga um fullvinnslu botn-
fiskafla um borð í veiðiskipum sem
tóku gildi í júnímánuði 1992. Jafn-
framt hefur ráðuneytið ákveðið að
fresta um eitt ár gildistöku ákvæðis
reglugerðar um 60% nýtingu þorsks,
ýsu og ufsa hjá eldri fullvinnsluskip-
um meðan endurskoðun fer fram.
I lögum um fullvinnslu botn-
fiskafla um borð í veiðiskipum var
mörkuð sú meginstefna að öll skip
sem fullvinna botnfisk um borð
skyldu koma með allan afla að landi,
þar með talið slóg og fiskúrgang sem
til félli við vinnsluna. Var þeim skip-
um sem vinnslu höfðu hafið fyrir
gildistöku laganna eða smíði var
hafin á fyrir 22. júní 1992 veittur
frestur til 1. september 1996 til að
fullnægja þessu ákvæði. Nýjum skip-
um var ekki veittur neinn frestur í
þessu efni. Jafnhliða þessu voru
gerðar auknar kröfur til eldri full-
vinnsluskipa um nýtingu aukaafla
og fiskúrgangs og var m.a. ákveðið
í reglugerð að fyrir fiskveiðiár það
sem hæfist 1. september 1994 bæri
þeim að hafa náð 60% meðalnýtingu
á þorski, ýsu og ufsa. Nú hefur ráðu-
neytið ákveðið að fresta fresta um
eitt ár gildistöku þessa ákvæðis
reglugerðarinnar.
Framkvæmdastj ór i Sambands sparisjpða um niðurfell-
ingu þjónustugjalda hjá Sparisjóði Ónundarfjarðar
Breytir ekki gjaldtöku
Nýtt
fangelsi rís
FRAMKVÆMDUM við ný-
byggingu fangelsisins á Litla-
Hrauni miðar vel að sögn Har-
aldar Johannessen formanns
framkvæmdanefndar. Búið er
að steypa upp tvær af þremur
hæðum hússins og hluta þriðju
hæðar. Gert er ráð fyrir að
húsið verði tekið í notkun
næsta vor. í nýbyggingunni
verður rúm fyrir 50 til 55 af-
plánunarfanga en samtals
fjölgar fangaplássum úr 51 í
87 á Litla-Hrauni með tilkomu
þessa nýja fangelsis.
JÓN Magnússon lögfræðingur og
framkvæmdastjóri Neytendafélags
höfuðborgarsvæðisins telur
ákvörðun Sparisjóðs Önundarfjarð-
ar um að fella niður þjónustugjöld
af hinu góða og vonandi leiði hún
til þess að fleiri taki slíka ákvörðun
og í framtíðinni verði gjaldtaka
bankanna talin ólögleg. Sigurður
Hafstein framkvæmdastjóri Sam-
bands sparisjóða segir ákvörðun
sparisjóðsins engu breyta.
Segir Jón Magnússon að von-
andi leiði fyrirhugaður fundur
samtakanna með bönkum og við-
skiptaráðuneyti til þess að hægt
sé að ná samkomulagi og bankarn-
ir leggi þjónustugjöld á það sem
teljist þjónusta og annað ekki.
Hann segir ennfremur að hann
vonist til þess að samstaða lána-
stofnana verði rofin í kjölfar
ákvörðunar Sparisjóðs Önundar-
ijarðar.
Sigurður Hafstein fram-
kvæmdastjóri Sambands spari-
sjóða segir að ákvörðun Sparisjóðs
Önundarfjarðar hafi engin áhrif á
afstöðu sparisjóðanna, sem sé
óbreytt. „Við vorum búnir að und-
irbúa gjaldskrána lengi og ræki-
lega og það hefur ekkert gerst sem
breytir þeirri ákvörðun. Lögum
samkvæmt er Sparisjóðunum
heimilt að hafa samráð um vexti
og þjónustugjöld.
Morgunblaðið/Júlíus
GSM-farsími
GSM-farsímarnir eru fyrir-
ferðarlitlir og handliægir.
Inn í þá er rennt korti með
upplýsingum um notandann
og skráir það jafnframt notk-
un símans.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
24 punda hæng-
ur úr Bugðufossi
Það er ekki sama hvar menn eru
staddir á landinu með tilliti til
þess hvort að veiðiskapur hefur
gengið vel, sæmilega eða þaðan
af verr. Það hefur verið, eins og
nefnt hefur verið, ákaflega klippt
og skorið. Frá Dölum vestur, og
austur um allt Norðurland.
Ástandið er ekki gott þrátt fyrir
að einhver reytingur hafi komið
af smálaxi síðustu vikuna. Meira
þarf til að árnar rétti úr kútnum
og nú eru margir að auki farnir
að hugsa um næstu sumur.
Hvernig verða þau? Hvað verður
af stórlaxi í ánum á aflabrests-
svæðunum þegar jafn lítið er af
smálaxi og raun ber vitni? Og
hvemig árgangur kemur undan
jafn liðfáum göngum?
Einn sá stærsti í Laxá í Kjós...
Spænskur veiðimaður gerði sér
lítið fyrir og dró 24 punda hæng
úr Fossinum í Bugðu í Kjós á
mánudagsmorguninn. Laxinn
fékk sá spænski á flugu og var
glíman hörð. Fyrir um 30 árum
veiddi Kristján Sigurmundsson
jafnstóran lax í Laxá, en síðan
hefur enginn svo vænn veiðst í
ánni, stærst 22 punda fískur
fyrir nokkuð mörgum árum.
Rólegheit í Laxá á Ásum...
Milli 400 og 500 laxar hafa
veiðst í Laxá á Ásum og veiðin
þar verið kaflaskipt. Það hafa
komið sprettir, en síðan hefur
botninn dottið úr á milli. Árni
Baldursson sagði í samtali við
Morgunblaðið, að t.d. hefðu tveir
Bandaríkjamenn á hans vegum
verið í ánni með báðar stangirn-
ar í tvo daga fyrir skömmu og
aðeins fengið tvo laxa.
Dræmt í Dölum...
Árni Baldursson var á leið í Laxá
á Ásum er rætt var við hann,
en hefur að undanförnu verið við
veiðar í Dölunum, Fáskrúð og
Laxá. „Þetta er orðið vatnslaust
og það lítur ekki vel út því spáin
hljóðar ekkert upp á rigningu á
þessum slóðum. Þrátt fyrir þetta
er með ólíkindum hvað lax hefur
verið að skrattast upp árnar,
sérstaklega Laxá, þrátt fyrir af-
leit skilyrði. Þetta eru samt ekki
nema kannski 400 laxar sem
veiðst hafa og varla að veiðin
nái því að geta kallast sæmileg.
í Fáskrúð er ástandið enn verra,
við sáum mjög lítið af laxi og
áin hafði ekki gefið nema um
50 stykki. Ég frétti að ástandið
væri svipað í Flekkudalsá," sagði
Árni.
Byijaður að ganga í Vatnsá...
Við skiljum ekki strax við Árna,
hann er leigutaki Vatnsár við
Vík í Mýrdal og sagði hann að
á mánudaginn hefðu 17 laxar
verið komnir á land og fyrstu
göngurnar verið að skila sér síð-
ustu daga. „Ég spái eiginlega
aldrei í Vatnsá fyrr en í ágúst,
þetta er þvílík síðsumarsá. Nær
.öll veiðin í henni er tekin í ágúst
og september og hún fer batn-
andi er á Iíður,“ sagði Árni.
Talsverður fiskur í Gljúfurá
Talsvert er af laxi í Gljúfurá í
Borgarfirði eins og flestum ám
Borgarfjarðarhéraðs og fyrir
skömmu höfðu 83 laxar veiðst.
Síðustu vikurnar hefur laxinn átt
það til að taka mjög illa, en
veðrabrigði gætu sett allt í gang.
Fluguspil...
Eyþór Sigmundsson, „Kokkur-
inn“, sem erflestum stangaveiði-
mönnum að góðu kunnur, hefur
verið í póstkortaútgáfu síðustu
árin og skýrði fyrirtækið á sínum
tíma „Laxakort". Hann hefur nú
bætt um betur og sent frá sér
spilastokka sem hljóta að höfða
sterklega til þeirra sem bæði eru
haldnir veiðidellu og einnig ár-
áttu að grípa til spila. Eins og
sjá má af meðfylgjandi mynd eru
í stað hefðbundinna mynda af
kóngafólki, ljósmyndir af göml-
um klassískum laxaflugum og
kennir margra grasa, enda eru
alls 54 tegundir þarna að finna.
Aðeins ein fluga tengir okkur
við nýja tímann, Laxá blá Þórðar
Péturssonar, sem einnig hefur
afrekað það að komast í vöru-
lista bandaríska stórfyrirtækis-
ins Orvis. Það var Pétur Stein-
grímsson í Nesi, landskunnur
fluguhnýtari, sem hnýtti flug-
urnar sem Magnús Hjörleifsson
ljósmyndaði síðan. Litgreining
og filmuvinnsla fór hins vegar
fram í Litrófí hf. „Þetta er fyrir
nokkru komið á markaðinn og
óhætt er að segja að þetta hafi
fengið frábærar viðtökur," sagði
Eyþór kokkur í samtali við Morg-
unblaðið.
GSM-farsíma-
kerfið opnað
á þriðjudag
NÝTT farsímakerfi, GSM (Global
System Mobile) verður opnað af
Pósti & síma næsta þriðjudag.
Kerfið er stafrænt og hefur ýmsa
kostir fram yfir núverandi kerfi,
m.a. þann að ekki er hægt að hlera
símtöl í því. Auk þess eru símtæk-
in lítil og handhæg og eru ekki
bundin við farartæki eða burðar-
einingu.
Fyrst um sinn verður hægt að
nota kerfið á höfuðborgarsvæðinu,
frá Keflavík og upp á Kjalarnes
og á Akureyrarsvæðinu. Stækkun
kerfisins ræðst síðan af viðtökun-
um sem það fær.
Núverandi kerfi, NMT (Nordic
Mobile Telephone), verður starf-
rækt áfram en í því eru nú um
18.000 notendur. Forsvarsmenn
Pósts & síma vonast til að nýja
kerfið muna létta álagi af NMT-
kerfinu, þ.e. að einhverjir notendur
í NMT færi sig yfir í GSM.
GSM verður dýrara í notkun en
NMT en stofngjald og ársfjórð-
ungsgjald er lægra. Stofngjaldið í
GSM-kerfinu verður 4.358 krónur
og afnotagjaldið 1.899 krónurfyr-
ir hvern ársfjórðung. Mínútugjald
er 24,90 krónur. Laugardaga og
sunnudaga kl. 18-8 og mánudaga
til föstudaga kl. 22-8 kostar
mínútan 16,60 krónur en það er
sama mínútugjald og í NMT-kerf-
inu. Sá sem hringir úr GSM-síma
til útlanda greiðir venjulegt gjald
að viðbættum 14,94 k’rónum fyrir
hveija mínútu.
GSM-símtæki kosta hjá Pósti &
síma 48-120 þúsund krónur. Þeg-
ar viðskiptavinur hefur keypt sér
tæki fær hann númer hjá Pósti &
síma og kort sem stungið er í sím-
tækið. Á kortinu eru upplýsingar
um notandann og það skráir notk-
un símans.