Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D 203. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Heim eftir hálfa öld BANDARÍSKI fáninn var dreg- inn niður í síðasta sinn í banda- rískri herstöð i Þýskalandi við hátíðlega athöfn í gær. Hersetu fyrst og síðar hervernd Banda- ríkjamanna í landinu er þar með lokið eftir 49 ár eða frá því að Þriðja ríkið féll 1945. Lottóæði í Þýska- landi Bonn. Reuter. LÚTERSKA kirkjan í Þýska- landi lagði í gær til að lottó- vinningurinn sem draga á út á laugardag, yrði gefinn til hjálp- arstarfs en hann fer nú að nálgast tvo milljarða ísl. kr. Hefur algjör lottógeggjun grip- ið þýsku þjóðina og mikið er um, að fólk komi frá nágranna- löndunum til að kaupa miða. Þar sem lottómiðar eru seld- ir vinnur afgreiðslufólkið með- an það stendur í fæturna svo mikil er ásóknin í miðana. Lík- urnar á því að hreppa stóra vinninginn eru þó ekki nema einn á móti 140 milljónum en fáir setja það fyrir sig. í gam- anþætti í sjónvarpi í síðustu viku var því haldið fram, að lottóið nú væri bara sviðssetn- ing fjármálaráðuneytisins og tilraun þess til að fjölga krón- unum í kassanum og því trúðu margir og reiddust ákaflega. Hringdu svo margir í sjón- varpsstöðina að símkerfið datt út og talsmaður fjármálaráðu- neytisins varð að lýsa yfir, að ekkert væri hæft í þessu. Þá hafa yfirmenn á sumum vinnu- stöðum bannað fólki að fylla út lottóseðla í vinnutímanum. Vinningurinn er svo hár að þessu sinni vegna þess, að eng- inn hefur haft réttu tölurnar frá því í drættinum 26. júní. Lífeyrisgreiðslur að sliga ítalska ríkið Þriðjuiigur útgjalda Róm. Reuter. LÍFEYRISGREIÐSLUR ítalska rík- isins eru að ríða fjárþag þess á slig en þær eru hærri á Ítalíu en víðast hvar annars staðar. Meira en þriðj- ungur ríkisútgjalda fer í þessar greiðslur en lífeyrisþegar eru 20 milljónir en landsmenn allir um 57 milljónir. Búist er við, að hallinn á lífeyris- sjóði ríkisins verði um 3.230 millj- arðar ísl. kr. á þessu ári og 3.530 milljarðar 1995 en það er helmingi meira en áætlaður fjárlagahalli á því ári. Fréttir um þessa stöðu urðu til, að_ gengi ítölsku lírunnar féll. Á Ítalíu geta karlrnenn farið á eftirlaun 61 árs að aldri og konur 56 ára gamlar. Grískættaðir menn dæmdir í Albaníu Fjölgað í gríska landamæraliðinu Tirana, Aþenu. Reuter. ALBANSKUR dómstóll fann í gær fimm Albani af grískum ættum seka um að hafa njósnað fyrir Grikkland og dæmdi þá sex til átta ára fangelsis. Grikkir brugðust við dómunum með því að kalla heim sendi- herra sinn í Tirana, höfuðborg Albaníu, og ætla að mótmæla þeim hjá ýmsum alþjóðastofnunum. Mikil spenna er milli landanna vegna þess máls og í gær ákvað gríska stjórnin að fjölga í herliði sínu á landamær- unum. Grikkir halda því fram, að réttar- höldin yfir mönnum hafi verið póli- tísk og tilgangurinn sá að hræða gríska minnihlutann í Suður-Alban- íu. Hafa þeir svarað þeim meðal annars með því að reka frá Grikk- landi 45.000 Albani, aðallega ólög- lega innflytjendur. Auk þess að vera dæmdir fyrir njósnir, voru mennirnir fímm dæmdir fyrir ólöglega vopnaeign en fallið var frá ákæru um landráð. Að sögn dómarans höfðu útsendar- ar grísku stjórnarinnar látið þá fá meira en níu milljónir ísl. kr., sem þeir áttu síðan að nota til vopna- kaupa í Grikklandi. Vopnunum hefði síðan átt að dreifa meðal manna af grískum ættum og styrkja þá í að segja skilið við Alb- ahiu og tengjast Grikklandi. Lög- fræðingar mannanna segjast ætla að áfrýja dómunum. Strax og dómarnir höfðu verið kveðnir upp kallaði gríska stjórnin heim sendiherra sinn í Tirana „til skrafs og ráðagerða" en nokkru áður hafði hún tilkynnt, að fjölgað yrði í gríska herliðinu við albönsku landamærin. Var það sagt gert til að ólöglegir innflytjendur kæmust síður til Grikklands frá Albaníu. Hugmyndir kristilegra demókrata í Þýskalandi vekja deilur Hafna tillögum um tveggja þrepa ESB Bonn. Rcutcr. Bílþjófn- aðaplága Berlín. Reuter. ÞJÓÐVERJAR hafa hvatt til, að bifreiðaskráning verði sam- ræmd í öllum Evrópusam- bandsríkjunum til að draga úr bílþjófnaði en eftir að kommúnisminn hrundi og múramir féllu er hann orðinn að plágu í Evrópu. Manfred Kanther, innanrík- isráðherra Þýskalands, hefur lagt fram áætlun þar sem gert er ráð fyrir samræmdri ESB-skráningu og að þannig verði gengið frá skjölum, að ekki sé hægt að falsa þau. Þá er einnig hvatt til, að allir bílar verði með búnað til að koma í veg fyrir, að þeim verði stolið. Smygl á stolnum bílum er orðið alvarlegt vandamál í Evrópu og flestir enda þeir í einhvetju Austur-Evrópuríki og allt austur til Kákasusríkja og Kazakhstans. 1992 var leitað að 1,8 milljónum bíla, sem stolið var í ESB-ríkjun- um, og hafa 760.000 ekki fundist. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær, að að- ildarríkjum Evrópusambandsins, ESB, væri ekki hægt að skipta í fyrsta flokks og annars flokks ríki og lagði áherslu á, að Þýska- land og Frakkland ætluðu sér ekki að gerast einhveijir yfirboðarar innan þess. Er yfirlýsingin svar fijálsra demókrata við þeirri tillögu kristilegra demókrata, flokks Helmuts Kohls kanslara, frá í fyrri viku, að efnahagslega sterkustu ríkin innan ESB hafi með sér náið samstarf. Kinkel sagði, að ESB-ríkjunum yrði aldrei skipt upp í fyrsta og annars flokks enda væri hugsjónin um evrópska einingu marklaus ef öll ríkin 12 og hugsanlega 16 fyr- ir áramót stæðu ekki saman. Tiliaga Kristilega demókrata- flokksins, CDU, er um, að Þýska- land, Frakkland, Beigía, Holland og Lúxemborg sameinist um gjaldmiðil og annað náið samstarf sem fyrst en önnur ríki komi síðan inn þegar þau eru tilbúin til þess. Engin lokuð klíka Þessar hugmyndir hafa vakið mikil viðbrögð og óánægju innan ESB og John Major, forsætisráð- herra Bretlands, vísaði þeim á bug í ræðu í hollensku borginni Leiden í gær. Sagði hann, að ekkert at- hugavert væri við það, að ríkin færu misjafnlega hratt í einingar- málunum en eitt væri þegar þau ákvæðu það sjálf og annað þegar þeim væri beinlínis skipað á hinn óæðri bekk. „Það er ekki og á aldrei að verða einhver lokuð klíka innan ESB,“ sagði Major. Edouard Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, lagði til í síð- ustu viku, að takmarkaður íjöldi ESB-ríkja hefðu með sér nánara samstarf en önnur í gjaldmiðils- og varnarmálum en í gær sagði talsmaður hans, að hann væri ekki hlynntur hugmyndum kristilegra demókrata í Þýskalandi. Gore í friðarferð AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna, kom til írlands í gær og lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við friðarum- leitanir á Norður-Irlandi. Rúm vika er síðan Irski lýðveldisherinn tilkynnti um vopnahlé í baráttunni gegn yfirráðum Breta en breska stjórnin vill láta á það reyna í þrjá mánuði áður en viðræð- ur hefjist við fulltrúa hans. Gore er hér með Alberí Reynolds, forsætisráðherra Irlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.