Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 33 I I I I < < I < < < < < < < < < j < < < < HANNA LÍSBETJÓN- MUNDSDÓTTIR + Hanna Lísbet Jónmunds- dóttir fæddist 27. septein- ber 1948 á Akureyri. Hún lést á Landspítaianum laugardag- inn 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. ágúst. Ljós var kveikt, það lýsir enn og ljósið heillar, seiðir menn, og hugsjón tendrar huga minn þar hljómar: Vertu viðbúinn. (H. Zophaníasson.) HANNA Lísbet var ávallt viðbúin, hún var sannur skáti og minningin um hana mun lýsa okkur vinum hennar um ókomin ár. Hún er horfin sjónum okkar langt um ald- ur fram. Lífsvilji hennar var mik- ill og þrek hennar til að takast á við erfiðan sjúkdóm var undravert og samt hafði hún alltaf tíma til að hjálpa öðrum sem áttu við sama vandamál að glíma. Sem betur fór stóð Hanna Lísbet ekki ein í þess- um áralöngu veikindum því hún átti góðan og umhyggjusaman eiginmann og tvo efnilega og góða syni. Jón stóð við hlið hennar og var stoð hennar og styrkur allan þennan erfiða tíma. Starf hans útheimti þó talsverða fjarveru frá heimilinu og var það honum ekki auðvelt eins og á stóð en hún vissi að hugur hans var hjá henni. Það var Hönnu Lísbet mikið kappsmál að skátahópurinn kæmi við hjá honum á árlegum sumarferðum okkar og nytum gestrisni hans. Síðastliðið vor komum við einmitt til hans í Búrfellsvirkjun, en þá gat Hanna Lísbet ekki verið með okkur. Oft ræddi hún við okkur um dalinn sinn, Svarfaðardalinn, sem var henni svo kær. Þegar við hjón- in komum þangað í fyrsta sinn var Hanna Lísbet aðeins ellefu ára, hörku dugleg telpa sem var farin að hjálpa til á fjölmennu heimili. Lítið vissum við þá, sem vorum að heimsækja son okkar sem var í sveit á næsta bæ, að Hanna Lís- bet ætti eftir að verða okkur svo mikils virði í leik og starfí í félagi okkar eldri skáta í Hafnarfírði og því síður að hún myndi kveðja svo snemma. Við, sem vorum í skemmtinefnd í þessu félagi síð- ustu þrjú árin, áttum oft erindi við hana og nutum góðs af frá- bærri hjálpsemi hennar sem við þökkum. Hún las jólasögu fyrir börnin á jólafundum í skálanum okkar við Hvaleyrarvatn, en á síð- asta jólafundi bað hún okkur að fá einhvern annan í þetta sinn. Þetta sagði okkur sína sögu því að við vissum hversu mjög hún mat það að vera með einmitt á þennan hátt. Á árshátíð okkar í vetur kom hún meira af vilja en mætti og gladdist með okkur, en þegar hún treysti sér ekki til að vera lengur þá dró hún sig hljóð- lega í hlé til að trufla ekki gleði vina sinna. Jón bar okkur síðan kveðju hennar. Við biðjum Jóni og sonum þeirra blessunar Guðs á þessum tíma sorgar og söknuð- ar. Við sendum þeim og foreldrum hennar samúðarkveðjur. Við mun- um minnast hennar með söknuði en jafnframt með gleði yfir því að hafa fengið að kynnast henni og mannkostum hennar, minnug þess að sórgin og gleðin eru sem nánar systur, aldrei fjarri hvor annarri. Við kveðjum Hönnu Lís- bet með „Kvöldsöng kvenskáta“. Sofna drótt Nálgast nótt. Sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt. Hvíldu rótt. Guð er nær. (Hrefna Tynes.) í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Eg hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (Tómas Guðmundsson.) Mig langar að minnast með örfáum orðum Hönnu Lísbetar Jónmundsdóttur, sem lést á Land- spítalanum laugardaginn 20. ág- úst. Ég kynntist Hönnu Lísu, en það var hún ætíð nefnd á mínu heim- ili, fyrir um það bil 12 árum þegar við urðum nágrannar í Hafnar- fírði. Ég fann fljótt að þar hafði ég eignast góðan og traustan vin sem ávallt var reiðubúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Árin okkar í Bröttukinn urðu þó ekki nema tæplega tvö, því við höfðum fest kaup á húsi í Garðabæ. Mér er það minnisstætt að þegar líða fór að flutningum voru Hanna og Jón á leið í sum- arfrí norður í land. Ég sagði Hönnu að líklega yrðum við flutt þegar þau kæmu aftur. Þá svaraði Hanna að bragði: „Við Jón förum ekki norður fyrr en þið eruð flutt.“ Það stóð svo sannarlega heima og gengu flutningarnir afbragðsvel fyrir sig með góðri hjálp þeirra. Síðan fóru þau norður í sumarfríið sitt. Vináttan hélst þó vegalengdin ykist og alltaf voru Hanna og Jón reiðubúin að gera svo margt fyrir okkur. Hanna Lísa var sannur skáti, ávallt viðbúin. Hún var mikil úti- vistarmanneskja og dreif sig út í gönguferðir, hvort heldur sem var á köldum vetrardegi eða sólríkum sumarmorgni. Hún var einnig mik- ill náttúruunnandi og einstaklega næm fyrir fegurðinni í kringum sig. Þessi næmleiki endurspeglað- ist í frábærum ljósmyndum og list- munum sem hún vann meðal ann- ars út tré og gleri. Hanna og Jón bjuggu sér fag- urt heimili sem ber vitni um hag- leik þeirra og natni. Ég spurði Hönnu oft að því hvernig hún fyndi tíma til að gera þetta allt ásamt því að sjá um heimilið og uppeldi drengjanna, sem þau ræktu af kostgæfni, auk þess að vera virk í ýmsum félagsstörfum. Jafnframt því að vera dugleg og drífandi var Hanna Lísa raunsæ og tók engum hlut sem gefnum. Eftir að hún veiktist af krabba- meini leitaði hún sér allrar fræðslu sem henni var auðið um sjúkdóm- inn. Hún hafði kynnt sér það sem rannsakað hefur verið um lækn- ingamátt hákarlabijósks fyrir krabbameinssjúka og eygði þar von fyrir þá sem beijast við þenn- an illvíga sjúkdóm. Hún hófst þeg- ar handa við að vinna hákarla- bijóskið með hjálp og stuðningi fjölskyldu sinnar og gerðist braut- ryðjandi á þessu sviði. Verkið vann hún af þvílíkri vandvirkni að sér- hver lyfjaframleiðandi hefði mátt vera stoltur af. Nú er komið að kveðjustund. Ég var ekki viðbúin henni svo fljótt. Ég og fjölskylda mín eigum mikið að þakka. Áð hafa kynnst Hönnu Lísu og eignast vináttu hennar er okkur ómetanlegt. Við vottum ástvinum hennar innilega samúð okkar. Elsku Jón, Bjössi og Kiddi, við biðjum góðan Guð að hugga ykkur og stvrkja í sorginni. Bjarndís Eygló Indriða- dóttir og fjölskylda. Eitt blab fyrir alla! |R«(0iwnMíiiMíi - kjarni málsins! Þórdis og Benedikt. á laugardagskvöldum í opinni dagskrá „Frá og með 17. september segi ég eingöngu góðar frrair á Stöð 2“ Klukkan 20:30 laugardagskvöldið 17. september mun Ingvi Hrafn Jónsson birtast sjónvarpsáhorfendum í nýju hlutverki í fyrsta BINGÓLOTTÓ-þættinum. BINGÓLOTTÓ er æsispennandi sjónvarpsleikur fyrir alla fjölskylduna þar sem spilað er um ótrúlega vinninga í beinni útsendingu. Ef þú nærð þér í BINGÓLOTTÓ-seðil og hefur símann innan seilingar gætir þú orðið miðpunkturinn í einhverri af þeim 25 jákvæðu stórvinningsfréttum sem Ingvi Hrafn segir í þættinum. Ekki missa af honum. i ! PS. Fylgist meö kynningarþættinum á Stöö 2 kl. 20:55, sunnudagskvöldiö 11. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.