Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 17 ERLEIMT Kim Jong-il senn í embætti Seoul. Reuter. KIM Jong-il, elsti sonur Kim Il-sungs fyrrverandi forseta Norður- Kóreu, verður útnefndur forseti landsins á morgun, föstudag, á stofndegi ríkisins. Eitt stærsta blað Suður-Kóreu, Chosun Ilbo, skýrði frá þessu í gær. Blaðið sagði ennfremur að Kim yrði út- nefndur formað- ur Verkamanna- flokks Norður- Kóreu, komm- únistaflokks landsins, á stofn- degi flokksins, 10. október. Blaðið bar fyrir sig ónafngreind- an japanskan heimildarmann sem það sagði hafa verið nýlega á ferð í Norður-Kóreu. Fréttin var send frá fréttamanni blaðsins í Peking. Þar sagði að heimildarmaðurinn hefði séð listamenn í Mansudae- listamiðstöðinni í höfuðstaðnum Pyongyang vera mála risastórar andlitsmyndir af Kim Jong-il og borða sem á stóð „útnefning ást- sæls leiðtoga félaga Kim Jong-il til forseta." Starfsmenn miðstöðv- arinnar hefðu tjáð honum að nota ætti myndirnar og borðana 9. september. Háttsettur suður- kóreskur embættismaður dró sannleiksgildi' fréttarinnar í efa í gær. Hann sagðist efast um að embættistaka væri yfirvofandi þar sem engin merki hefðu sést að undanförnu sem bentu til þess að Æðstaráðið, löggjafarsamkunda landsins sem formlega yrði að leggja blessun sína yfír útnefn- ingu, yrði kallað saman á næst- unni. Haft hefur verið eftir norð- ur-kóreskum embættismönnum að Kim, sem af opinberri hálfu hafði verið tilnefndur sem eftirmaður föður síns, hafi í raun haft forystu landsmála á höndum mörg undan- farin ár. Þeir segja drátt þann sem orðið hafi á formlegri valdatöku megi rekja til þess að þjóðarsorg vegna fráfalls Kim Il-sungs í júlí sé enn ólokið. Reuter Sprenging í lögreglustöð TÍU manns að minnsta kosti biðu bana er tvær eða þrjár sprengingar urðu í lögreglustöð, austurhluta Moskvu í gær. Astæður sprenginganna voru ó\jósar í gærkvöldi. Hrundi húsið að hluta til grunna. Á myndinni vinna slökkviliðsmenn að björgunarstörfum í rústunum. Forystugrein Stavanger Aftenblad um veiðár í Smugunni Vilja viðurkenna hagsmuni Islands Samstarfs er þörf og þröngsýni Is- lendinga undrunarefni ÍSLENDINGAR og Norðmenn þurfa að gera sér Ijóst að tími er til kominn til að leysa ágreininginn um veiðar í Smugunni. Sökum hagsmuna Rússa er hættan sú að deila þessi verði alþjóðleg og Norð- mönnum ber að fallast á þá kröfu íslendinga að þeir fái úthlutað kvóta á þessu hafsvæði. Þessi sjón- armið koma fram í forystugrein norska blaðsins Stavanger Aften- blad, sem birtist í gær. í forystugreininni segir að sú ákvörðun Rússa að senda eftirlits- skip í Smuguna eigi að vera bæði íslendingum og Norðmönnum áminning þess efnis, að setja beri deilu þessa niður. Norðmenn geti ekki litið á ágreining þennan sem deilu við nágrannaþjóð. Hættan sé sú að upp rísi alþjóðleg deila. „Norðmönum ber að viðurkenna kröfu íslendinga um að þeim verði úthlutað kvóta bæði með tilliti trl sögunnar og líffræði hafsins. Einnig ber að viðurkenna hversu yfirgnæfandi hagsmunir eru í húfi fyrir bræður okkar i _vestri,“ segir í forystugreininni. „í Noregi eru sjávarafurðir um tíu prósent af útflutningsverðmætinu. Það er mikið. En það er ekkert við hliðina á því sem við á á íslandi þar sem um 80% útflutningsverðmæta koma úr sjávarútvegi." segir þar ennfremur. Norðmenn sýni aðgát Höfundur leiðara Stavanger Aftenblad telur að Norðmenn þurfi að sýna fyllstu aðgát er þeir tali um réttindi strandríkja með tilliti til hagsmuna úthafsveiðiþjóða. Er vísað til þess að Norðmenn hafi í gegnum árin veitt bæði síld og aðrar tegundir skammt undan ströndum íslands. „Á hinn bóginn verða íslending- ar að sýna því stjórnunarhlutverki sem Norðmenn hafa tekið á sig í Smugunni skilning. Hið sama gild- ir um eftirlit það sem fylgir þess- um skuldbindingum. Sú þröngsýni sem einkennir afstöðu íslenskra stjórnmálamanna og sjómanna er mikið undrunarefni. Málið snýst ekki einvörðungu um fisk. Takist íslendingum að tryggja hagsmuni sína með slíkri framgöngu munu aðrar þjóðir freistast til að gera það sama ann- ars staðar og í öðru samhengi." Umhverfishliðin mikilvægari Greinarhöfundur telur að nýting auðlinda í Barentshafí sé aðeins ein hlið á máli þessu. Hin snúi að umhverfinu og sé miklu mikilvæg- ari sökum þeirrar hættu sem við blasi á þeim vettangi. Hvergi í heiminum sé meira af kjarnorkuúrgangi að finna en á Kóla-skaga. Takist þeim ríkjum, sem hagsmuna eiga að gæta, ekki að koma sér saman um hvernig vinna beri saman að lausn þessa vanda, geti það haft gífurlega al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir Noreg og þýtt dauðadóm yfír fískimiðunum í nágrenni íslands. Þjóðaratkvæðiö íFinnlandi Andstaðan við ESB- aðild vex Helsinki. Reuter. ANDSTAÐAN við aðild að Evr- ópusambandinu (ESB) fer vaxandi í Finnlandi og rúmur þriðjungur Finna er nú andvígur inngöngunni. Skoðanakannanir sem birtar voru í vikunni benda til þess að forskot ESB-sinna hafi minnkað í 2-3 prósentustig, úr 20 stigum í júní og 12 stigum fyrir skömmu. Samkvæmt einni könnuninni eru 40% Finna hlynnt inngöngu í ESB 1. janúar en 37% andvíg. „Okkur finnst við hafa eflst til muna,“ sagði Esko Seppanen, þingmaður Vinstrabandalagsins og atkvæðamikill andstæðingur aðild- ar áð ESB. „Við teljum okkur geta farið með sigur af hólmi.“ Niðurstaða kannananna kom á óvart þar sem stuðningsmenn ESB-aðildar höfðu lengi haft mikið forskot. Fram að þessu hafa marg- ir gengið út frá því sem vísu að Finnar samþykki inngönguna. Voitto Helander, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Turku, sagði að ESB-sinnar hafí hugsanlega verið of vissir um sigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-aðild 16. næsta mánaðar. Fasistar? Erkki Pulliainen, þingmaður Græningja og formaður hreyfingar sem berst gegn ESB-aðild, krafðist þess í gær að Martti Ahtisaari for- seti útskýrði ummæli sem hann viðhafði í viðtali við danska sjón- varpsstöð á sunnudag. Forsetinn notaði þá orðið „fasískur“ þegar hann ræddi andstæðinga inngöngu Finna í ESB. Ahtisaari er hlynntur aðild Finna að ESB og í viðtalinu var hann spurður hvort það gengi ekki í berhögg við hefðbundið hlutleysi forsetaembættisins að hann skuli taka málstað ESB-sinna. „Það væri eins og ... að manni, sem er mikill stuðningsmaður mannréttinda, væri sagt.. .þú mátt ekki mæla með mannréttind- um. Þetta fólk, sem hefur fasískar tilhneigingar, myndi ekki sam- þykkja það.“ NEW YORK er allur heimurinn í hnotskum OSBÍHHí QflffffMIH ^ er^ew York- þúverður að upplifa hana. UvÉtffltl EH 'BWL 3næturfrá á mann í tvíbýli á Hotel Ameritania. Innifalió: Beint flug, gisting og flugvallarskattar Ldgmúla 4: sfmi 699 300, Hafnarfirði: sími 65 23 66, Keflavfk: sími 11353, Selfossi: sfmi 21666, Akureyri: sfmi 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um land allí. QATIAS-* Gildistimi: i 5. sept.'94 til 31. mars '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.