Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 36
26 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR JÓHANNAFANNEY ÓLAFSDÓTTIR + Jóhanna Fann- ey Ólafsdóttir fæddist 1. apríl 1917 á Sellátranesi í Rauðasands- hreppi. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Reykjavík 31. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Pétursson —“og Gróa Brands- dóttir (af Kolsvík- urætt), sem bjuggu þá á Sellátranesi en fluttu að Hænuvík í sömu sveit árið 1926. Hjónin eignuðust 12 börn og lifa tvö enn, Kristinn, fyrrverandi póstur og bóndi í Hænuvík, og Dagbjörg, fyrrum húsmóðir í Hænuvík en nú búandi á Pat- reksfirði. Jóhanna fór að heim- an 1934, þá 17 ára, fyrst til Patreksfjarðar og síðan til Reykjavíkur þar sem hún var vinnukona í húsi eins og al- gengt var um sveitastúlkur á --- • þeim tíma. A þessum árum kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Haraldi Ágústi Snorrasyni, málara. Gengu þau í hjónaband og hófu búskap saman í Reykjavík árið 1937. Þau Haraldur bjuggu alltaf í Reykjavík, voru í leiguíbúð á Hverfisgötu 90 í 20 ár, en síðan frá 1958 í eigin íbúð í Gnoðar- vogi 28. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Ólafía Kristrún, Adólf Steinar, Lilja og Fjóla. Þau hafa eignast 13 barnabörn og tíu barnabarnabörn. Á upp- vaxtarárum Jóhönnu var berklaveikin skæð og skarðaði systkinahóp hennar. Sjálf þurfti hún að beijast við þann sjúkdóm snemma á búskapar- árum sínum og dvaldi þá tæpt ár á Vífilsstaðahælinu. Með heimilisstörfum vann Jóhanna nokkuð úti, einkum á seinni árum, svo sem hjá Sláturfélagi Suðurlands og eftir 1970 við fiskvinnslu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og síðan Granda hf. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. JÓHÖNNU tengdamóður mína sá ég fyrst fyrir 26 árum og það hef- ur verið mér mikil gæfa að eiga hana að vini síðan. Á heimili þeirra Haralds var alltaf gott að koma og húsráðendur höfðu lag á að láta gestinn fínna sig velkominn. —Jóhanna var húsmóðir þeirrar gerðar að þar virtust borðin dekk- ast af sjálfu sér og aldrei neitt skorta. Islensk gestrisni í bestu merkingu þess orðs var í öndvegi. Jóhanna var heimakær en ferðað- ist þó nokkuð á síðari árum. Hún fór meðal annars tvisvar til frænd- fólks í Vesturheimi og síðara skipt- ið ein á ferð, „mállaus manneskj- an“, eins og hún sjálf orðaði það, og sýnir það best áræði hennar. Nokkrar ferðir fórum við saman og er hún minnisstæð sem kátur og frumlegur ferðafélagi. Þar ber hæst vikuferð um æskustöðvar hennar í Rauðasandshreppi þar sem hún var hinn glaði leiðsögu- ■'■"rnaður sem öll hús stóðu opin. Síðustu árin fór heilsu Jóhönnu að hraka og þá kom best fram kjarkur hennar og æðruleysi. Aldr- ei kvartaði hún þrátt fyrir miklar þjáningar og henni tókst að'smjúga úr höndum dauðans jafnvel þegar öll sund virtust lokuð. Fáa hef ég vitað lifa betur samkvæmt þeirri lífsspeki sem felst í eftirfarandi vísu: Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega. Það er þó alltaf búnings bót að bera sig karlmannlega. Um miðjan ágúst ákvað Jó- ->*anna að gangast undir aðgerð sem hún vissi að gæti orðið henni ofviða. Vonin um þjáningaminna líf var henni meira virði en hræðsl- an við dauðann. Sjúkrabíl vildi hún ekki frá heimili sínu og með bros á vör gekk hún til móts við lækni sinn á áfangastað. Eg veit að hún hélt óhrædd í þá ferð sem okkur öllum er búin en enginn veit hvar lýkur. Læknum hennar, þeim Theódór Sigurðssyni og Jóni Högnasyni, eru hér fluttar hugheilar þakkir _*f>,vo og öðru hjúkrunarfólki, sem annaðist Jóhönnu síðustu stund- irnar. Aðstandendum Jóhönnu og ást- vinum öllum sendi ég samúðar- kveðjur með þeirri ósk að birtan af minningu hennar verði sorginni fljótlega yfírsterkari. j Hafí hún þökk fyrir samveruna. Björn Pálsson. Lífið er mér ekki blaktandi kertaljós sem brennur hægt niður. Það er dýrlegur kynd- ill sem ég hef fengið í hendur um stund. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stend- ur til að hann megi loga eins skært og hátíðlega og frekast er unnt, áður en ég rétti hann áfram til næstu kynslóðar. (G.B. Shaw) Þessi fleygu orð geta vel átt við Jóhönnu ömmu. Nú þegar hún hefur afhent okkur kyndilinn, munum við gera okkar besta til þess að hann logi skært og hátíð- lega áfram. Það er skrýtið til þess að hugsa að amma sé dáin. Hún skilur eft- ir margar minningar. Við munum eftir öllum hlýju ullarsokkunum og vettlingunum sem hún pijónaði handa okkur. Reyndar ekki bara handa okkur öllum heldur fyrir alla sem vildu þiggja af henni þessar flíkur. Það var sama hvort það voru vinir eða aðrir fjölskyldumeðlimir, ef hún átti eitthvað til að gefa sem gat hlýjað okkur þá var hún ánægð ef við þáðum það. Oft hafa kaldir fíngur og tær notið hlýjunnar sem pijónlesið hennar ömmu veitti. Við munum eftir að alrei fórum við svangir frá ömmu. Það var alveg sama hversu þjáð og lasin hún var. Hún sá ætíð fyrir því að við fengum að borða og drekka. Ánægðúst var hún þó ef hún gat gefið okkur nýbakaðar kleinur eða pönnukökur. Oft feng- um við nesti með okkur heim, einn til tvo kleinupoka. Ekki skipti það hana heldur máli, þó vinir okkar fylgdu með í heimsóknirnar til þeirra afa og ömmu, alltaf var nóg til að gefa. Við munum eftir hvað amma hafði mikinn áhuga á því hvernig okkur gekk í skólanum, í íþróttum eða því sem við höfðum fyrir stafni. Það var henni hjartans mál að allt gengi vel, þótt hún gerði aldrei kröfur til okkar. Hún gladdist yfir árangri okkar og ef við vorum ekki ánægðir með árangur okkar átti amma það til að hughreysta okkur og styrkja. Við munum Jóhönnu ömmu fyrir hjartahlýju, góðmennsku og gjafmildi. Hún gaf af því að hún hafði þörf fyrir það og naut þess að sjá alla glaða. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allar samverustundirnar. Páll Ágúst, Jóhann Fannar og Guðni Birkir. í dag er til moldar borin amma mín Jóhanna Fanney Ólafsdóttir, eða Hanna amma eins og hún var kölluð af ömmubörnunum. Fregn- in um fráfall hennar kom ef til vill ekki á óvart þar sem hún hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Ekki er hægt að segja að hún hafi verið kröfuhörð kona á lífsins gæði en jákvæð og ánægð var hún með allt sitt. Hjartahlýju átti hún næga og aldrei lastaði hún neinn, sama hvað henni mislík- aði. Velferð annarra var alltaf í fyrirrúmi hjá henni, hún var auka- atriði. Er hún lá sjúk á sjúkra- húsi þá sagðist hún vera í hvíldar- innlögn, það amaði ekkert að sér, hún hefði það svo gott hjúkrunar- konurnar dönsuðu í kringum sig. Þannig var amma. Þegar ég hugsa til baka er ég var barn þá man ég að mér fannst alltaf svo gott að koma í heim- sókn til ömmu og afa. Græni skápurinn í eldhúsinu sem hafði svo margt góðgætið, það var alla- vega miklu betra en það sem var til í skápunum heima. Svo var að fara inn í stofu til afa til að at- huga birgðirnar í góðu skúffunni hans. Með bros á vör og pakksaddur fór maður heim. Er ég varð eldri og byijaði að búa, þá vildi amma alltaf vera að gefa okkur eitthvað matarkyns og ekki þýddi að mótmæla. Æ, elsku besta, taktu þetta. Hvað heldur þú að ég hafí við allt þetta að gera? Hann afi þinn kaupir alltaf svo mikið inn. Álltaf að gefa var það sem hún hafði svo gaman af. Er ég eignaðist börn var hún eins, að rétta smáaur að þeim eins og hún orðaði það, keyptu eitthvað fallegt. Fjölskylda mín fluttist til Dan- merkur og bjuggum við þar í tvö ár. Sigldi amma út til okkar, eins og hún orðaði það, í heimsókn. Ekki var veðrið upp á það besta, rigning og sólarlítið en það fannst henni fínt, annars væri bara alltof heitt, þetta væri nú fínt ferðaveð- ur. Fórum við í dagsferð til Þýska- lands, alveg yndisleg ferð. Þar var verið að spila þýska músík úti á götu. Við settumst niður og feng- um' okkur kaffi, alveg draumur sagði amma, viltu ekki fara inn og versla eitthvað fyrir börnin heima, hér ætla ég að sitja og njóta þess að hlusta á músíkina. Elsta barnið mitt var með í för og hún rómaði hann í bak og fyr- ir að hann væri svo skemmtilegur ferðafélagi. Oft er búið að rifja upp þetta ferðalag. Er við komum heim þá bauð hún honum með sér í ferðalag vestur á firði, já hún vildi hafa ferðafélagann með sér og áttu þau eftirminnilega ferð saman. Spilaði hún einnig mikið og vildi hafa ömmubörnin með sér í félagsvist, þóttu það eftirminni- legir dagar. Ég og fjölskylda mín eigum eftir að lifa lengi með góðar minn- ingar um elskulega og glaða konu í hjartanu sem vildi gera gott úr öllu og hafa allt eins og best verð- ur á kosið. Hönnu ömmu kveð ég sem góðan vin og þakka sam- fylgdina öll árin sem við áttum saman. Nú er hún í góðum hönd- um. Guð blessi hana og veiti henni gott skjól. Björk Tryggvadóttir. í dag kveð ég langömmu mína, vin minn sem ég átti góðar stund- ir með við spjall, ferðalög og spila- mennsku. Þetta voru sameiginleg áhugamál hjá okkur. Ég vil minn- ast hennar með þessu sálmaversi: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé Iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Tryggvi Björgvinsson. + Ólafía Guðríður Jóhannesdóttir fæddist í Skálholt- svík í Hrútafirði 10. desember 1913. Hún lést á Land- spítalanum 3. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson og Sigur- rós Þórðardóttir, bændur þar og var hún ein af 11 systk- inum. Eftirlifandi systkini Ólafíu eru: Jón, bóndi í Skál- holtsvík, Rannveig, búsett á Akranesi, Sigríður Jóna, Reykjavík, og Þórdís, Reykja- vík. Olafía ólst upp í foreldra- húsum til fimm ára aldurs, en fór þá í fóstur í Guðlaugsvík og var þar til 17 ára aldurs. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1943. Ólafía giftist Einari Júliussyni 1945 og bjuggu þau alla tíð í Kópa- vogi. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: Helga Sigurrós, f. 1947, Herdís Júlía, f. 1947, Sigríður Jóhanna, f. 1950, Sig- rún Ólöf, f. 1952, Jón Magnús, f. 1955, Ólöf, f. 1959. Bama- börnin era 13 og barnabarna- börnin sex. Útför Ólafíu fer fram frá Kópavogskirkju í dag. ÓLAFÍA Jóhannsdóttir var rúm- lega áttræð að aldri er hún lést. Fyrir okkur fyrrum samstarfsfólk hennar á bæjarskrifstofum í Kópa- vogi kom þetta að vissu leyti á óvart. Kannski gerðum við okkur ekki grein fyrir því að Lóa, eins og hún var gjarnan kölluð, gæti horfið okkur svona skyndilega. Eflaust höfðum við ekki hugsað út í það að tíminn líður og aldurinn færist yfír okkur öll. Ólafía starf- aði í innheimtunni á bæjarskrifstof- unum frá 1965 til 1989, en síðustu árin var hún í hlutastarfí. Reyndar er hægt að segja að flestöll búskaparár sín í Kópavogi hafí hún unnið fyrir eða hjá sveitar- félaginu eða frá því að eiginmaður hennar, Einar Júlíusson, varð + Brynhildur Sigurðardóttir, kennari, var fædd í Reykja- vík 29. apríl 1949. Hún lést að heimili sínu 11. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. ágúst. Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Loks þegar hlíð fær hrim á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn i sólarlagsins eld. (Olafur Jóhann Sigurðsson.) SNEMMA árs 1993 fékk ég sím- hringingu, björt stúlkurödd spurði, hvort hún mætti koma til mín í ljósgjöf og bæn. Var það ákveðið og mætti hún nokkrum dögum seinna, svo falleg, ung kona með fjólulitaða, gulgræna og gullna liti í bliki sínu. Svo fersk og hlý. Heilsublikið sýndi veikindi jarðar- hulstursins, en hinir innri þættir sýndu þroskaða sál, bjartar tilfinn- ingar og heilan og litskrúðugan huga. Þessi stund var dýrmæt, fyrsta skref í vináttu, sem mun haldast þó farið sé frá þessum heimi. Hún kom ekki ein því syst- byggingarfulltrúi í Kópavogshreppi árið 1948. Segja má að heimili þeirra við Álf- hólsveginn hafi verið skrifstofa byggingar- fulltrúa um langan tíma og lagði Ólafía fram ófáar vinnustund- ir við að hjálpa bónda sínum við þau miklu verkefni, sem fylgdu starfi byggingarfull- trúa í nýju sveitarfélagi í hraðri uppbyggingu. Stuttu eftir að Einar hætti störfum vegna veikinda hóf Ólafía svo störf á bæjarskrifstofunum í Kópavogi og vann þar allar götur þangað til að hún lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Ólafía var ákaflega ljúf kona í viðkynningu og allri umgengni. Það var stutt í brosið hjá henni og hún var þægilegur samstarfsmaður. Hún var vinnusöm kona, eins og svo margir af hennar kynslóð, og vann utan heimilisins til margra ára jafnframt því að ala upp fjölda barna. Og þó að Ólafía fengi sinn skerf af alvöru lífsins og erfíðleik- um gat hún verið gamansöm ef því var að skipta og jákvætt hugarfar bar hana fram á veginn. Ólafía var greind kona og vel hagmælt þó svo að hún flíkaði þeirri náðargáfu ekki mikið. Það er því sjónvarsviptir að henni, en eitt er víst, það var mann- bætandi að þekkja hana og um- gangast. Við fyrrum starfsfélagar hennar hjá Kópavogsbæ sendum eftirlif- andi eiginmanni hennar, Einari, börnum hennar og öðru venslafólki okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum Ólafíu sam- fylgdina og fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Samstarfsmenn á bæjar- skrifstofunum í Kópavogi. ir, dóttir, afar og ömmur og heill vinaflokkur fylgdu með. í bænabók minni hefur r.afn hennar verið síð- an, Brynhildur Sigurðardóttir. Nafninu fylgir kraftur, söngur og ilmur. Gott er að minnast góðra, mikil guðsgjöf að kynnast geisla- brotum Guðs. Hvað er þetta líf annað en þrep í þroskaskóla almættisins, öll verð- um við að ganga þessa leið frá vöggu til grafar. Oft minnist ég þess þegar sonur minn, þá á sjötta aldursári, kom hugsandi til mín inn í eldhús, þar sem ég var eitthvað að sýsla og sagði: „Mamma, ég er búinn að finna það upp að dauð- inn gengur í arf.“ En kallið kemur misfljótt og ef við héma megin mættum ráða, myndum við vilja breyta þessu. Að þeir sem ungir eru mættu fá að vera, en aftur hjálpa þeim að ferðbúast sem búnir eru með lífs- hlaupið. En við fáum engu ráðið, sá sem öllu ræður, sá sem allt veit, stjórnar og við verðum að lúta þeirri stjórn. Góða ferð, elskulega vina, megi englar Guðs fylgja þér inn í ljós- lendur himnanna og senda þeim, sem eftir sitja og syrgja, sólar- og kærleikskveðjur. Erla. OLAFIA G. JÓHANNSDÓTTIR BRYNHILDUR SIG URÐARDÓTTIR 4 4 4 4 4 4 4 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.