Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 32
1 32 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Framtíð úthafsveiða / UM ALLAN heim stefnir í átök um veiðiréttindi á úthafínu, sem er afleiðing aukinnar tækni við veiðar. Japanir deila við Rússa um yfírráð veiðiréttinda við Kúril-eyjar og Kamtsjatka. Spánveijar og Portú- galir deila við Frakka og Breta um veiðiréttindi og veiðiaðferðir á tún- físki í Atlantshafi, Nýfundnalend- ingar veija veiðiréttindi sín á Stóra- banka langt út fyrir 200 mílna land- helgina, o.s.frv. Án efa mun átaka- svæðum fjölga í fiskveiðum á næst- unni, því að við erum aðeins að byija á framtíðinni hvað úthafsveið- ar varðar. íslenzki úthafsveiðiflotinn Norðmenn hafa byggt mest af íslenzka úthafsveiðiflotanum og þar af sennilega mest í skipasmíðastöð- inni í Flekkefjord. Það er því dálítið kúnstugt, þegar Norðmenn kalla belgísk rafmagnsspil íslenzku tog- aranna „leynivopn“ íslendinga. Sjálfír hafa Norðmenn notað hæg- geng vökvadrifín spil og það er aðeins ný- lega, að þeir hafa tekið upp að setja hraðgeng rafmagnsspil í sína tog- ara. Þeim er þannig ekki ókunnugt um bún- að íslenzku skipanna, þótt þeir segi annað. Um islenzku úthafs- togarana er það helzt að segja, að þeir eru að stærð og vélarafli gerðir fýrir úthafsveið- ar, en eru notaðir til veiða innan 200 míln- anna, þar sem þeir hafa fengið mestan hluta kvótanna. Þeir eru ekki útbúnir til að nýta nema þriðjung aflans, eins og verksmiðjutogarinn Siglir frá Siglufirði sýndi strax í fyrstu veiði- ferðinni, þegar sannaðist að 2A hlut- ar aflans er úrgangur, sem hjá flest- um öðrum skipum er rennt á færi- bandi í hafíð. Þar liggur þessi úr- gangur og rotnar, en ýldan og fýlan fælir allan físk burtu. í ár er helzt að fínna þorsk á grunnslóð, þar sem þessi skip hafa ekki fengið að veiða og hafa því ekki skilið úrgang- inn eftir á botninum. Þessi úrgangur eykst ár frá ári meðan þessi sóðalegu vinnubrögð eru látin viðgangast, en rotnunin er hæg og tekur mörg ár. Óstjóm- in í fískveiðum er óveij- andi, bæði á þessu sviði sem öðrum, þótt út- gerðir og stjómvöld sinni þessu engu. Ýldu-kenningin íslendingar eiga nú talsvert á annað hundrað úthafsveiðiskipa, sem henta ekki til veiða innan fisk- veiðilögsögunnar, þótt þau hafi flest Önundur Ásgeirsson Maestro Maestro Maestro Heppnir Maestro-korthafar: Á óperusýningu með Kristjáni Jóhannssyni í boði Maestro Handhafar Maestro-debetkorta geta nú átt von á óvæntum glaðningi - miða á óperusýningu með meistaranum sjálfum, Kristjáni Jóhannssyni. Um er að ræða 50 miða á sýningu Þjóðieikhússins á Valdi örlaganna eftir Giuseppe Verdi þar sem Kristján verður í aðalhlutverki. Þann 15. september verður dregið úr nöfnum allra þeirra sem hafa fengið sér Maestro debetkort frá upphafi og fram að útdráttardegi og fær hver vinningshafi tvo miða á viðkomandi sýningu. D E B E T K O R T MEISTARIÁ SÍNU SVIÐI! Sæktu strax um MAESTRO debetkort í bankanum þínum eða sparisjóði. Það er aðeins vika til stefiiu! Norðmenn eiga engan sjálfstæðan rétt til stjórnunar fískveiða á Svalbarðasvæðinu um- fram aðrar aðliggjandi þjóðir, segir Onundur Ásgeirsson, og stað- hæfir, að samningar við þá séu viðurkenning á sjálftöku þeirra til stjórnunar fískveiða á svæðinu. fengið þar kvóta. Afleiðingarnar eru þegar komnar í ljós. Helztu hrygn- ingarstöðvar þorsksins, sem eru eða voru á hraunbotnum víða í kring um landið, hafa verið sléttaðar út af skipum með allt að 5.000 ha. aðalvélum. Síðan er '* lk hlutum alls aflans dreift yfir botninn og látinn úldna þar. Hrygningaifiskurinn hef- ir þegar flúið ýlduna, sem fylgt hefír þessarri ráðsmennsku á öllum beztu veiðislóðum landsins. Það er óhjákvæmilegt að tekin verði upp ný vinnubrögð. Væri öllum þessum flota beint á úthafsveiðar myndu þau fljótlega valda sama skaða þar og gerst hefír innan fisk.veiðilögsög- unnar. Úthafsveiðar eru íslending- um nauðsyn ef þeir ætla áfram að nýta þessi skip til veiða. Útgerðar- menn ættu því að vera fyrstir manna til viðurkenna nauðsyn skipulagn- ingar úthafsveiða, því að þeir eiga allt sitt undir því, að framhald geti orðið á úthafsveiðunum. Það vantar ekki frekari sannanir fyrir skemmd- unum á fískislóðunum innan lögsög- unnar og sama mun gerast við út- hafsveiðamar. Það er þegar aug- ljóst, að kvótar innan lögsögunnar eru nú gagnslitlir fyrir þennan stóra úthafsveiðiflota og það er því sjálf- gert að hætta verður að úthluta honum kvótum. Kvótakerfíð er í raun sjálfdautt úr ýldu. Það er nógur annar veiðifloti til til að ná heimiluð- um afla með öðmm veiðarfærum án þess að skemma umhverfi físksins. Réttur til úthafsveiða Frá lokum síðari heimsstyijaldar- innar hafa íslendingar verið frum- heijar í fiskveiðimálum og markað stefnuna um fiskveiðireglur. Út- færslur fískveiðilögsögunnar úr þrem sjómílum í fjórar, með lokun fjarða og flóa, síðan í 12 sjómílur, þá f 50 mílur og að endingu í 200 mílur 1975, eftir að Hafréttarráð- stefnan hafði fallist á röksemdir íslendinga, var samfelld sigur- ganga. Eftir það má segja að fisk- veiðistefnan hafí farið út af sporinu. I byijun áttunda áratugarins hefst bygging skuttogara, sem beint var að veiðum innan 200 mílnanna. Samtímis hefst tímabil „einkavina- væðingarstefnu" framsóknar- manna, sem fólst í því að nýjum skipum var úthlutað af ráðherrum til gæðinga sinna. Sem dæmi um þá ráðsmennsku er, að árið 1980 voru teknir í notkun 22 nýir skuttog- arar, þar af fóru 18 til stuðningsliðs framsóknarmanna, en 4 flutu með til annarra, svona til að réttlæta misgerðirnar. Framsóknarmenn höfðu þá fundið upp þá snjöllu að- ferð, að létta skuldabyrði útgerðar- og vinnslufyrirtækja með því að „afskrifa skuldirnar með gjaldþroti" og gleyma þeim síðan. Þetta er það, sem fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri mælti með, og sem sjóðir og bankar hafa síðan mátt þola, en samfélagið borg- ar. Strax eftir ákvörðun Hafréttar- ráðstefnunnar 1975 um almenna 200 mílna fiskveiðilögsögu fyrir all- ar fiskveiðiþjóðir ákváðu Norðmenn einhliða og heimildarlaust 1977 að taka upp 200 mílna fískveiðilögsögu á Svalbarðasvæðinu, sem innifelur Bjarnarey og Jan Mayen, og Norð- menn nefna nú ranglega „verndar- svæði“ sitt. Það hafa aldrei verið stundaðar neinar veiðar frá Sval- barða og því verður ekki byggður neinn veiðiréttur Norðmönnum til handa á þeim forsendum. Fiskveiði- lögsaga er því aðeins gild, að veiði sé í raun stunduð frá viðkomandi landi. Svo er ekki um Svalbarða og ekki heldur um NA-Grænland. Þessi landsvæði hafa því ekki fiskveiðilög- sögu. Svalbarði er og verður alþjóð- legt fiskveiðisvæði, en spurningin er á hvem hátt á að stjórna þessu svæði og hveijir eiga að fá rétt til veiða þar. Stjórnun fiskveiða á úthafinu Aðgerðir Norðmanna gegn veið- um íslendinga, bæði í Smugunni og Svalbarða, hafa sannfært íslend- inga um að taka verður upp alþjóð- lega stjómun á öllum veiðum á út- hafínu. Það er ekki hægt að treysta því að ein þjóð gæti hlutleysis í stjómun einstakra veiðisvæða á út- hafínu, eins og Norðmenn hafa sannað með einhliða aðgerðum og reglugerð þeirra nú. Því getur ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um stjórnun fískveiða á úthafínu, sem nú situr í New York, varla komist að annarri niðurstöðu en þeirri, að það verði að skipa fjölþjóðlegar stjómir til slíkrar stjómunar. Jafn- framt má ætla, að veiðisvæðum utan 200 mílnanna verði skipt milli að- liggjandi þjóða og því ætti að stjórna veiðum á Svalbarðasvæðinu og Smugunni á þann hátt. Samningar íslendinga við Norðmenn ganga því í þveröfuga átt og væru viðurkenn- ing íslendinga á rétti Norðmanna til stjórnunar á veiðunum. Norð- menn hafa þegar sannað, með því að úthluta „kvótum" til Póllands og EB-landanna, og útiloka íslendinga frá öllum veiðum með einhliða reglu- gerð, að þeir eru ekki færir um að taka að sér slíka stjórnun og því verður að fara dómstólaleiðina eða leita til ákvörðunar Sameinuðu þjóð- anna um veiðarnar við Svalbarða. Norðmenn segjast byggja sjálf- tekna stjómun sína á „vemdarsvæð- inu“ við Svalbarða á sögulegum rétti, nánar til tekið tíu árum frá 1967 til 1977, þegar einhliða út- færsla þeirra átti sér stað. Þetta sannar aðeins heimildarleysi þeirra til útfærslunnar, því að engin ein þjóð getur áunnið sér slíkan sögu- legan rétt á 10 ámm. Slíkur sögu- legur réttur er alls ekki til. Ný stjórnun á fískveiðiheimildum verð- ur ekki sett nema með alþjóðlegum reglum. Noregur hefir engan sérrétt í þeim málum. Þegar Norðmenn gerðu kröfu til „yfírráða" yfir Svalbarðasvæðinu eftir fyrri heimsstyijöldina gerðu þeir jafnframt kröfu til yfírráða yfir NA-Grænlandi, sem þeim var synjað um enda höfðu þeir aldrei nýtt það land. Hins vegar fengu þeir stjóm- sýslulegan umráðarétt yfir Sval- barðasvæðinu, sem sömuleiðis var „einskismannsland", a.m.k. að því er varðaði fískveiðar. Enn er engin útgerð stunduð frá Svalbarðasvæð- inu né frá NA-Grænlandi og það getur ekki verið nein landhelgi þar sem engin útgerð er til staðar. Þess vegna er allt Svalbarðasvæðið opið haf og veiðar á svæðinu öllu hljóta því að teljast fískveiðisvæði þeirra landa er að því liggja eða umlykja það. Þessi lönd eru: Rússland, Noreg- ur, Færeyjar og ísland. NÁ-Græn- land telst ekki með, því að þaðan em engar fískveiðar stundaðar. Eðlilegasta leiðin fyrir íslendinga væri að leita aðstoðar Sameinuðu þjóðanna um þessa úrlausn deilunn- ar við Noreg og myndi eflaust vera fljótvirkara en að reka það fyrir alþjóðlegum dómstóli, enda myndi slíkur dómstóll væntanlega aðeins geta kveðið upp dóm í samræmi við alþjóðlegar reglur, sem settar væm af SÞ. Fram til þess tíma, að hafizt verður handa um stjórnmálalegar aðgerðir, er nauðsynlegt að íslenzk- ur veiðifloti haldi áfram veiðum á öllu Svalbarðasvæðinu, þar með tal- ið í Smugunni, sem er hluti þess. Framtíð allra úthafsveiða frá íslandi veltur á því, að áfram sé haldið að veiða á Svalbarðasvæðinu. Undan- sláttur leiðir til ófarnaðar. Höfundur er fyrrverandi forstjóri OLÍS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.