Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Tengsl Mitterrands við fasista og Vichy-stjórnina opinberuð í nýrri bók Forsetinn segist ekki hafa neitt að fela NÚ ÞEGAR hillir undir lok hálfrar aldar stjórnmálaferils Francois Mitterrands, forseta Frakklands, velta menn því fyrir sér hvemig viðskilnaður hans við embættið verður. Ákvæði í stjómarskrá landsins koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosn- ingum á næsta ári og því mun hinn 77 ára Mitterrand yfirgefa forseta- höllina eftir ijórtán ára setu. Hann vill að sín verði minnst fyrir glæst- an stjómmálaferil og þann sess sem hann hefur áunnið sér í sögu Frakklands og Evrópu eftirstríðs- áranna. Bók, sem út kom í Frakk- landi í síðustu viku kann hins veg- ar breyta þar nokkm um. Hún ber heitið „Frönsk æska“ - Francois Mitterrand 1934-1947 og er eftir franska rannsóknarblaðamanninn Pierre Péan. Þar er leitað svara við þeirri spumingu sem hefur brannið á vöram Frakka; hvað gerði Mit- terrand fyrir og á meðan heims- styijöldinni síðari stóð? Margt það sem Péan dregur fram í dagsljósið kemur þeim á óvart sem hafa heyrt um fórnfúst starf Mitterrands í frönsku and- spymuhreyfingunni í stríðinu. Það sem mesta furðu vekur er þó lík- lega aðalheimildarmaður Péans, forsetinn sjálfur, sem veitti höfund- inum óheftan aðgang að einka- skjölum sínum. Péan hefur eftir Mitterrand að hann hafí ekkert að fela og muni aðstoða hann. Félagi í hægriflokki Þeir era hins vegar margir sem furða sig á því hversu opinskár forsetinn er um ýmislegt í fortíð sinni. Meðal þess sem Péan komst að var að þegar sósíalistinn Mit- terrand var 18 ára gekk hann í ungliðahreyfingu hægriflokksins Eldkrossins (Croix-de-Feu) og er til mynd af honum frá árinu 1935, þar sem hann heldur á mótmæla- spjaldi þar sem á stendur „Farið heim, útlendingar". Péan upplýsir að Mitterrand hafi átti vini í Cagoule, neðanjarð- arhreyfingu fasista, sem stóð fyrir pólitískum morðum og árásum á gyðinga. Er Mitterrand varð innan- ríkisráðherra eftir stríð, reyndi hann að leysa félaga í Cagoule úr fangeisi. MITTERRAND segist ekki hafa neitt að fela og aðstoð- aði bókarhöfund eftir megni. Mitterrand virti og vann fyrir Philippe Pétain marskálk, leiðtoga Vichy-stjómarinnar sem var lepp- stjóm Þjóðveija í heimsstyijöldinni síðari. I nóvember 1941 var Mit- terrand sæmdur æðstu heiðursorðu Vichy-stjómarinnar. Hann var um áratugaskeið náinn vinur René Bosquet, yfirmanns Vichy-lögregl- unnar, sem gerði hvað hann gat til að komast hjá réttarhöldum vegna hlutdeildar hans í því að safna saman gyðingum á meðan á hemámi Þjóðveija stóð. Bosquet var myrtur á síðasta ári en í bók Péans segir að Mitterrand hafi síð- ast boðið Bosquet til kvöldverðar árið 1986. Mitterrand gekk til liðs við and- spyrnuhreyfinguna 1943, ári síðar en hann hefur hingað til haldið fram. Árið 1943 höfðu líkur á sigri bandamanna í stríðinu aukist mjög. Heilög andspyrnuhreyfing Slíkar upplýsingar væra einfald- lega pólitískt sjálfsmorð fyrir stjóm- málamann sem hygðist bjóða sig fram til embættis. Franska and- Á KÁPU bókar Péans eru myndir af Mitterrand ung- um þar sem hann hittir Pétain. spymuhreyfmgin er Frökkum nán- ast heilög enda teljast í raun allir Frakkar hafa tilheyrt henni að frá- töldum nokkram svikurum og sam- verkamönnum Þjóðveija í Vichy. En öðra máli gegnir um Mitterr- and, sem er á leið út úr stjómmál- um. Péan birtir í bók sinni bréf frá Henri Frénay, leiðtoga andspymu- hreyfíngarinnar. Aðstoðai-maður Charles de Gaulle efaðist um nýtil- komna hollustu Mitterrands við hreyfínguna, vegna tengsla hans við Vichy-stjómina. „Harmleikur Frakklands," skrifaði Frénay, „er að heiðarlegir og óvilhallir menn PÉTAIN marskálkur, leiðtogi Vichy-stjórnarinnar, heilsar Adolf Hitler í október 1940. Mitterrand bar mikla virð- ingu fyrir Pétain á sínum yngri árum. trúðu, á vissum tíma, á Pétain marskálk og lögðu traust sitt á hann. Þeir gerðu án efa mistök, en það vora sakleysisleg mistök sem við getum ekki talið glæpsamleg." Viðbrögðin í Frakklandi ein- kennast af létti yfír því að alvarleg- ar ásakanir um fortíð hans eigi ekki við rök að styðjast. Péan seg- ir Mitterrand ekki hafa verið gyð- ingahatara, við rannsóknir sínar hafí hann ekki rekist á stakt orð sem hafí bent til þess. Alain Duha- mel, stjómmálaskýrandi og blaða- maður, segir um bókina að í henni sé dregin upp mynd af Mitterrand sem þjóðernissinna, hliðhollum Pétain en ekki svikara. Samstarf Mitterrands og Péans sé merki um vilja forsetans til að koma sögu sinni á hreint. Orð Mitterrands í bókinni styðja þetta eindregið: „Á þessum umbrotatímum, þegar maður en ungur, er erfítt að velja. Ég komst bærilega frá því.“ Byggt á Time. Gröf Ceaus- escu orðin að helgi- dómi Búkarest. The Daily Telegraph. GRÖF Nicolae Ceausescu, fyrr- um einræðisherra í Rúmeníu, er orðin að helgidómi í augum fólks sem misst hefur trúna á valdhafa sem tóku við eftir að veldi komm- únista leið undir lok. Ceausescu og Elena kona hans voru leidd fyrir aftökusveit er þau náðust á flótta eftir fall hans í jólabyltingunni 1989. Voru þau greftruð hvort í sinni holu, sem 30 metrar voru á milli, í Ghencea- grafreitnum í Búkarest. Lítill tré- kross var settur á gröf einræðis- herrans þar sem á stóð „óþekkt- ur.“ Síðar settu samtök sem kalla sig Endurreisnarflokkinn stærri kross við gröfina þar sem á er letrað: Þú óþekkti. Fyrst eftir fall Ceausescu lögðu menn leið sína að gröfinni til þess að skyrpa á hana enda hafði þjóð- in liðið hörmungar undir hans stjórn og stjórnarfar eins og í lög- regluríki af verstu gerð. Goðsögn Nú hafa aðdáendur Ceausescu reist legstein úr graníti við gröf hans og er hann málaður í rúm- ensku fánalitunum. í steininn hef- ur verið meitlað: „Þú ert, þú varst og þú verður mesta hetja rúm- ensku þjóðarinnar." Og á málm- plötu sem fest hefur verið við steininn stendur: „Minning þín mun varðveitast sem goðsögn." Haft er eftir vörðum við graf- reitinn að um eitt hundrað manns komi nú á hveijum degi að gröf Ceausescu, leggi þar blóm og kveiki á kertum. Er aðallega um að ræða eftirlaunaþega sem kom- ust betur af í stjórnartíð einræðis- herrans. Stjórnmálaskýrendur segja að ástæður vaxandi stuðn- ings við einræðisherrann fyrrver- andi megi rekja til getuleysis nú- verandi ríkisstjómar sem mistekist hefur í glímunni við atvinnuleysi, vaxandi verðbólgu og önnur efna- hagsleg vandamál. Meðalmánaðartekjur á mann eru jafngildi 6.000 króna, atvinnu- leysi er 10,5% og verðbólga um 40%. Það geta margir boðið tölvu á 99.900 En hvar færðu mest fyrir peningana? Eins og við var að búast reyna keppinautar okkar aö jafna tímamótatilboð okkar á fullbúinni 486 tölvu. Það er auðvelt að jafna veröið okkar en ekki innihald pakkans. Gerðu þinn eigin samanburð, því eftir að þú ert búinn að borga situr verðið ekki eftir heldur tölvan sjálf - og hún þarf að standa undir væntingum þínum - Það gerir Mitacl 486SX-25 Intel örgjörvi __________________________ VESA Local bus - 7 tengiraufar _______________________ Uppfæranleg (Pentium _______________________ 4MB minni (stækkanlegt i 64MB) ______________ ' 256KB flýtiminnl (eykur afköst um 50%) __________________________ Rúmgóöur borö- eöa Mini-tower kassi _____________________________ Afkastamikill S3 skjáhraöall (14M WinMarks) _____________________ 1MB skjáminni -16.7 milljón litir á skjál _______________________ 214MB haröur dískur __________________________ 14" tölvustýröur S-VGA litaskjár __________________________ Sýniralltaö 1280x1024 punkta __________________________ 3.5'' drif 1,44MB -102 hnappa lyklaborö _________________________ MS-D0S 6.2 - Windows 3.1 og mús __ Framleldd skv. IS0 9001 gæöavottun __________________________ Verö aöeins kr. 99.900 staðgrertt _____________________ Æ i/Tlf'fí TM \Ét"‘ SkiphoHi 50c -105 Reykjavik Z/t_/ UlJ \Ah.r\ lVV7 Sími620222-Fax622654 Frjósemi minnk- að um helming Líkur á samhengi ýmissa efnasambanda og minni frjósemi karla Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKAR rannsóknir benda til þess að sterkar líkur séu á samhengi ákveð- inna efna í umhverfinu og minnkandi fijósemi karla. Efnin sem um ræðir era margvísleg, en eiga það sameiginlegt að hegða sér eins og kvenkyns- hormón. Úttekt á frjósemi karla frá tuttugu löndum sýnir að frjósemi hef- ur minnkað um helming undanfarin fimmtíu ár. Rannsóknirnar eru unnar í sam- vinnu bandarískra og danskra vís- indamanna og taka annars vegar til áhrifa ýmissa efna í umhverfinu og hins vegar til minnkandi fijósemi. 1 samtali við Niels E. Skakkebæk, yfírlækni á Ríkisspítalanum, í danska blaðinu Politiken segir hann að þótt ekki sé hægt að sanna sam- hengi þarna á miili séu líkurnar yfir- gnæfandi. Þar með standi mannkyn- ið frammi fyrir ógnarlegum vanda, þar sem viðkoma þess sé í hættu. Rannsóknir hafa sýnt að fjölmörg efni, allt frá eitri eins og DDT og díoxíði til ýmissa plastefna, hegða sér eins og kvenkynshormónið estrógen þegar þau berast út í nátt- úruna. Tilgáta vísindamannanna er að þegar í móðurkviði geti karikyns- fóstur orðið fyrir skaðlegum áhrif- um. Þegar kynfærin myndast er náttúrulegt estrógenmagn móður í lágmarki. Ef hún fær hins vegar estrógen úr umhverfinu, getur það haft þau áhrif að eistu barnsins verði mjög lii.il. Það getur haft áhrif á ftjósemi þess sem fullvaxta karl- manns, auk þess sem þessi auka- estrógenskammtur eykur líkur á krabbameini í eistum. Efnin safnast saman í náttúrunni, en berast einnig í menn og þar sitja þau föst, svo skaðlegra áhrifa þeirra getur haldið áfram að gæta, jafnvel þó magn þeirra í náttúrunni minnki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.