Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUÐAGUR 8. SEFPEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Áhugi á heilsdagsvistun í grunnskólum vaxandi Líklegt að takist að koma öllum börnum fyrir í vetur FJÖLDI umsókna hefur borist til grunnskóla Reykjavíkur um heils- dagsvistun fyrir yngstu nemendur skólanna í vetur. Búist er við að takast muni að koma öllum börnunum fyrir, en til þess þurfa skólar í einhveijum tilfella að leigja húsnæði utan skólalóðarinn- ar. Viktor Guðlaugsson, forstöðu- maður skólaskrifstofu Reykjavík- ur, segir að ekki liggi enn fyrir hversu margir muni nýta sér þjón- ustuna, en þátttakan fari greini- lega enn vaxandi. Guðmundur Sighvatsson, yfír- kennari í Austurbæjarskóla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þangað hefðu borist rúmlega 100 umsóknir. „í fyrra könnuðum við hve margir myndu hugsanlega sækja um heilsdagsvistun fyrir Listrænn mávsungi „HANN kom hérna vælandi af túninu og var greinilega villtur. Við reyndum að gefa honum að borða, vatn, brauð og rækj- ur, og kölluðum svo á lögregí- una. Vonandi hefur hún komið honum niður að sjó,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, starfs- maður Kjarvalsstaða, um mávs- unga sem sótti safnið heim í hádeginu í gær. Á myndinni til hliðar sést Þröstur Thoraren- sen, einn gesta listasafnsins, aðstoða við að fæða fuglinn á stéttinni við Kjarvalsstaði. ----» - ■ Kartöfluupskeran með mesta móti Undirboð og slagur á markaðnum ALLT útlit er fyrir að kartöfluupp- skeran sem nú stendur sem hæst verði með besta móti í ár, og að sögn Sigurbjarts Pálssonar, for- manns Landssambands kartöflu- bænda, eru veruleg undirboð og slagur á markaðnum. Hann segir dæmi um að útsöluverðið sé kom- ið undir 50 krónur kílóið. Hann sagði alveg ljóst að uppskeran í ár verði vel yfír meðallagi, sem er í kringum 8 þúsund tonn, en í fyrra var uppskeran um 4 þúsund' tonn. Sigurbjartur sagði í samtali við Morgunblaðið að það væru blendn- ar tilfínningar sem rótuðust í kart- öflubændum þegar uppskeran væri jafn góð og í ár, og því mið- ur væri ekki einungis hægt að kætast yfír henni. Reynslan hefði sýnt að þetta þýddi ekkert annað en undirboð á markaðnum og það hefði sýnt sig glögglega í haust. „Það er verulegur slagur, en það er alltaf ókyrrð á þessum tíma þegar menn eru að koma sér fyrir fyrir veturinn. Ef það eru líkur á framboði fara menn alveg ótrúlega neðarlega með verð, og maður er að heyra um útsöluverð sem er undir 50 kr. kílóið. Hlutur bóndans er kannski 50-60% af því verði, þannig að það er komið langt nið- ur fyrir allt velsæmi,“ sagði hann. böm sín og miðað við þær niður- stöður áttum við von á 70-80 börnurn," sagði Guðmundur. „Nú eru umsóknir 102 talsins og við höfum þegar tekið 35-40 börn formlega inn. Ég hef von um að málið leysistá morgun, en þá fáum við svör um leiguhúsnæði sem við höfum falast eftir hér í hverfínu." 6-9 áraböm Guðmundur sagði að leitað væri eftir heilsdagsvistun fyrir 6-9 ára böm, þ.e. þann aldurshóp sem ekki gæti séð um sig sjálfur að MARKAÐSVIRÐI tíu af stærstu hlutafélögum landsins hækkaði um samtals 2,8 milljarða króna í júní, júlí og ágúst. Sumarmánuð- ina þijá voru viðskipti með hluta- bréf með mesta móti á Verðbréfa- þingi íslands og námu alls um 200 milljónum króna. Þingvísitala hlutabréfa hefur hækkað um 11,5% þessa þijá mánuði og eru hagstæð milliuppgjör ýmissa fyrir- tækja talin ráða nokkru um aukna bjarsýni fjárfesta. Markaðsvirði Eimskips hækkaði um 738 milljónir Viðskipti með bréf í Eimskipafé- lagi Islands voru 44 milljónir króna í sumar. Markaðsvirði félagsins hækkaði um 738 milljónir, eða úr loknum venjulegum skólatíma. „Oftast er farið fram á að bömin séu hér eftir að skóla lýkur um hádegi og fram til kl. 15. Annars er allur gangur á þessu og fyrstu börnin koma til okkar kl. 7.30 og þau síðustu fara héðan kl. 17.30.“ Helgi Ámason, skólastjóri Rimaskóla, sagði að hann sæi ekki enn hversu margir nemendur myndu óska heilsdagsvistunar, þar sem skólinn væri nú að flytja í nýtt húsnæði og umsóknareyðu- blöð að berast foreldrum um þess- ar mundir. „í fyrra voru bömin 5.762 milljónum í 6.500. Gengi bréfa í íslandsbanka hækkaði um 22,6% og markaðsvirðið um 813 milljónir; úr 3.600 milljónum í 4.413. Viðskipti með íslands- bankabréf voru 41 milljón í sum- ar. Þá hækkaði markaðsvirði Granda hf. um 120 milljónir, eða úr 2.080 milljónum í 2.200. Flugleiðabréf hækkuðu um 13% í sumar og jókst markaðsvirði fé- lagsins um 308 milljónir. Bréf í Hampiðjunni hækkuðu um 21,4% og markaðsvirðið jókst um 97 milljónir. Viðskipti með bréf í Þor- móði ramma voru 19 milljónir og jókst markaðsverð hlutabréfa í félaginu um 7,3% eða 45 milljónir. Bréf í Jarðborunum hf., gengu 280, en í Grafarvogi fjölgar íbúum ört og ég get átt von á að þau verði hátt í 500 í ár. Við nýtum iausar kennslustofur, sem við get- um innréttað sérstaklega fyrir þessa starfsemi, svo aðstaðan er góð. Ég á von á að við getum annað eftispurn.“ Samið við kennara Helgi sagði mikilvægast að nú hefði verið samið við kennara, sem störfuðu við heilsdagsvistunina, um að þeir fengju 12 mánaða ráðningu á ári, í stað 9 mánaða eins og verið hefði frá því að heils- dagsvistunin hófst. „Þetta ætti að auðvelda okkur að fá kennara til starfa, enda viljum við reyna að fá sem flest uppeldismenntað fólk til starfa,“ sagði Helgi. kaupum og sölum fyrir um 13 milljónir. Gengi þeirra hækkaði um 2% og þar með markaðsvirði Jarðborana um sjö milljónir. Olíufélögin hækka í verði Hlutabréf olíufélaganna hafa einnig hækkað í verði, en Olís er það eina þeirra sem skráð er á Verðbréfaþingi. Gengi Olísbréfa hækkaði um 17% og markaðsvirð- ið þar með um 234 milljónir. Hlutabréf Skeljungs hækkuðu um 11% og markaðsverð félagsins um 210 milljónir. Bréf í Olíufélaginu hækkuðu í verði um 9% og félagið er því um 285 milljónum króna meira virði. ■ Hækkun helztu hlutafélaga/B6 Sólveig stefnir á 3. sæti SÓLVEIG Pétursdóttir alþing- ismaður stefnir á 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosn- ingar næsta vor. „Ég ætla að stefna að 3. sætinu í væntanlegu prófkjöri og yrði þakklát fyrir stuðning í það sæti. Ég bað um 3. sætið í síðasta prófkjöri og þykir því eðlilegt að halda þeirri stefnu óbreyttri. Ég tel ekkert óeðli- legt við það að fleiri stefni á sama sæti. Aðalatriðið er auð- vitað að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út úr þessu próf- kjöri með tilliti til alþingis- kosninganna í vor,“ sagði Sól- veig. Alþingismennimir Björn Bjarnason og Geir H. Haarde hafa báðir lýst því yfir að þeir stefni á 3. sæti í prófkjörinu en Björn skipaði það sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosn- ingar. Sólveig Pétursdóttir skipaði 6. sætið. Markús stefnir á 4. sæti MARKÚS Örn Antonsson fyrrverandi borgarstjóri stefnir á 4. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Markús hafði áður lýst því yfír að hann myndi taka þátt í prófkjörinu og stefna á 4.-6 sæti á framboðslista. Hann sagði við Morgunblaðið í gær, að hann hefði fengið viðbrögð við þessari yfirlýsingu og verið hvattur til þess af samstarfs- mönnum og stuðningsmönn- um sínum að sækjast ákveðið eftir 4. sætinu og það myndi hann gera. Markús hefur ekki tekið þátt í prófkjöri fyrir alþingis- kosningar en hann tók þátt í prófkjöri fyrir síðustu borgar- stjómarkosningar og hlaut þá efsta sætið. Skilja bú- fé eftir á veginum LÖGREGLUYFIRVÖLD á Höfn í Hornafírði hafa þurft að aflífa og /eða fjarlægja hræ sex til átta kinda eftir að ekið hefur verið á þær á 10 km vegarkafla við bæinn síðustu tíu daga. Áhyggjur Iögreglu Þykir lögreglu mikil lausa- ganga búfjár á vegarkaflan- um, frá Höfn að Hæðargarði, áhyggjuefni. Ekki síst með tilliti til umferðar. Jafnframt átelur lögreglan viðkomandi okumenn fyrir að láta ekki vita af því að ekið hafí verið á féð. Morgunblaðið/Kristinn Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi 200 milljónir í sumar Markaðsverð tíu félaga hækkar um 2,8 milljarða Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 11,5% frá júníbyrjun til ágústloka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.