Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 48
. -48 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Kommandeur Wallner ÍDAG 08 ótiofnítnot n Uýðlm glUpunum fímm - þríggja kafbáta, bírgðaskipsins SBwöutfl" 00 dráttarbátsíns §el|mncn", sem líggja við landfestar í Reykjavíkurhöfn Miðbakka fijóðö Óðíenöíngum 09 oðtutn nljngamönnum nð oftoðn slupín Laugardaginn, 10. september 1994 frá kl. 13.00 —17.00. í 1 HLEÐSUISKRÚFIÁRN i tösku, 2.4 V með 13 skrúfbitum. Vcrð aðiens kr. 1.690. BORVÉL 500 W meö höggi. Stigiaus hraðastilling 0-2500 sn./min.fyrir trö. mölm og stein, Verð aðeins kr. 3.700. SMERGEL 400 W, fint og gröft smergeihjól, 150 x 20 mm. Verð aðeins kr. 2.800. LOFTPRESSfl, 320 L/mín. 100 L tankur, 3 hö, einfasa, Verð aðeins kr. 47.200. Margar gerðir fóanlegar. LÍMQYSSfl f tösku Verð aðeins kr. 990. LÍMBYSSaSETT i tösku. Verð aðeins kr. 2.200 álVERKFfERflTflSKfl með fatranlegri innröttingu, Verð aðeins kr. 1.890. HLEÐSLUBORVÉLIN SEM SLEGIÐ HEFUR I GEGNI . 12V, stiglaus, rafeindastýrð 1 hraðastilling.allt að 550 sn./mfn. 3/8 patróna, stillanlegt ótak upp kg/cm. Snúningur afturóbak og al Taska með hleðslutarki, skrúfbltur og borum fylgir. Verð aðeins kr. 11.200. Öll verð eru^” staðgreiðsluverð. Oplð mónudogq - föstudaga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. I hverjum mánuði bjóðum við valin verkfazri, sem nauðsynleg eru á hverju heimili á tilboðsverði. COSPER ÞESSAR stúlkur héldu tombólu nýlega í Jörfabakk- anum og færðu Blindrafélaginu ágóðann sem varð 886 krónur. Þær heita Lovisa Anna Finnbjörnsdótt- ir og Ema María Dungal. BRIPS Umsjón Guóm. Páll Arnarson LAUFDROTTNINGIN lítur út fýrir að vera gagnslaust spil, en þegar upp er staðið kemur í ljós að hlutverk hennar er stórt. Raunar gengur úrspil sagnhafa út Útspil: tígulgosi. Sagnhafí þarf ekki að ganga í neinar grafgötur um það hvar háspilin liggja. Austur á örugglega rauðu kóngana og ÁK í laufi. Þess vegna drepur hann strax á tígulás og spilar öllum trompunum. Hugmyndin er að þrengja að austri og senda hann síðan inn til' að spila upp í hjartagaffalinn: á drottningar hans þrjár. Norður Austur gefur; enginn á ♦ - hættu. V ÁD Norður ♦ D ♦ Á83 ▼ ÁD87 ♦ ÁD Vestur ♦ 65 Austur ♦ 6543 ♦ - ♦ - Y 10 llllll ¥ KG Vestur Austur ♦ 106 llllll ♦ K ♦ 7 4 G4 ♦ GIO ♦ ÁK Y1094 *KG82 Suður ♦ G106432 111111 ♦KSð + G92 ♦ ÁK108 ¥ 65 Suður ♦ 9 ♦ KD109652 ♦ D7 V 65 ♦ 97 ♦ D7 Vestur Norður Austur Suður 1 grand* 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass •15-17 Lokastaðan gæti verið þessu lík. Suður spilar tígli og bíður rólegur eftir tveimur síðustu slögunum. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags EKKERT TIL AÐ HREYKJA SÉR AF I MORGUNBLAÐINU í fyrradag gaf að líta iitla frétt á baksíðu þar sem stóð að ekið hefði verið yfir tvær tófur. í mínu ungdæmi var það ekki talið til afreka að murka lífið úr saklausum dýrum og þaðan af síður að það væri fréttamatur. Einhveiju sinni þegar ég var að keyra bílinn minn hljóp tófa í veg fyr- ir hann og ég slökkti ljós- in til þess að dýrið gæti áttað sig og hlaupið í burtu, sem það og gerði. Hjalti Björnsson Tapað/fundið Gleraugu á Grensásdeild HRINGT var frá Grensásdeild Borgarspít- alans og sagt að þar væru tvenn gleraugu búin að liggja í nokkum tíma. Bæði gleraugun eru vönduð og sterk. Eig- endur geta fengið nánari upplýsingar í síma 696710 eða með því að koma í móttökuna. Sjúkramerki tapaðist TAPAST hefur gullhúð- að sjúkramerki með læknamerkinu, sem er rauða slangan. Öðru- megin á plötunni er letur sem gefur til kynna að um sykursýki sé að ræða ásamt símanúmeri og fleiru. Ekki er vitað hvar merkið tapaðist og er skilvís finnandi vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 614895. Silfurarmband fannst SILFURARMBAND fannst nýlega við Gnoðarvog. Eigandinn má vitja þess í síma 681634. Ugla er týnd LÆÐAN á myndinni er týnd. Hún er grá- og hvítbröndótt (hvítur grunnur og gráar brönd- ur) og fór að heiman frá sér, frá Lokastíg, fyrir u.þ.b. viku. Hún er lítil og nett og þegar hún fór var hún með rauðbleika ól með merki. Hennar er sárt saknað. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beð- inn að láta vita í síma 18237. Farsi „ p«cr Pv-i-fxj, i/tkrþai eáckiC- f' Víkveiji skrifar... Fréttirnar um niðurstöður seiða- rannsókna Hafrannsókna- stofnunar eru uggvænlegar. Að mati Sveins Sveinbjömssonar fiski- fræðings er hrygningarstofn þorsks orðinn svo lítill að það sé tilviljun háð hvort við fáum góðan þorsk- stofn hér við landið. Því miður hefur okkur Islending- um gjörsamlega mistekist að stjórna þorskveiðunum allt frá því að við öðluðumst fullan rétt yfir fiskimiðunum fyrir tæplega 20 árum. Ár eftir ár var ekki hlustað á rök fiskifræðinga og leyft að veiða umfram þeirra tillögur. Þá hafa gengið sögur um það að afla sé hent fyrir borð í stórum stíl til að losna við viðurlög en ekki hefur tekist að sanna neitt í þeim efnum. xxx að er hastarlegt að ástandið skuli vera þannig á íslands- miðum að það skuli tilviljunum háð hvort þorskstofninn nær sér á strik. Kannski verða það eftirmæli þeirra kynslóða sem nú byggja landið að hafa eyðilagt fiskimiðin með græðgi? Við skulum svo sannarlega vona að svo fari ekki og að íslend- ingar hreppi stóra vinninginn í lífs- lottóinu. Víkveiji ræddi þessi mál nýlega við gegnan mann sem starfað hefur með samtökum sem kenna sig við nýöld. Maðurinn sagði að ástand fiskstofnanna kæmi nýaldarfólki ekki á óvart. Um allan heim færi maðurinn ránshendi um auðlindir jarðar og þetta háttarlag gæti kom- ið mannkyninu í koll. Sagan þekkti margar umbyltingar á langri ævi jarðarinnar. xxx Upplýsingaþjónusta banka og sparisjóða er mikið þarfa- þing. Fólk getur fengið upplýsingar um stöðu bankareikninga sinna í gegnum síma á auðveldan hátt. Hins vegar er þessi þjónusta svo mikið notuð að ekki er hægt að ná sambandi langtímum saman. Úr þessu þyrfti að bæta með fjölgun símalína. Yíkveiji fjallaði í síðustu viku um ljóðið Þú ert, eftir Gest, og hvernig söngvarar fara gjarnan rangt með ljóðlínuna: „þú ert ljósið sem lifnaði síðast.“ í kjölfarið hafa nokkrir lesendur bent á að ljóðið eigi sér skemmtilega sögu. Gestur var höfundarnafn Guð- mundar Björnssonar fyrrverandi landlæknis og alþingismanns. Hann var tvíkvæntur og eignaðist 14 börn og það yngsta var dóttirin Þórdís Osk. Um hana orti hann tvö ljóð, Þú ert, og Dísa mín góða. í því fyrra eru meðal annars ljóðlínurn- ar: „Þú ert yndið mitt yngsta og bezta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt,“ ...þú ert ljósið sem lifnaði síðast“....þú ert ósk, þú ert óskin mín“. Guðmundur lét Þórarin Guð- mundsson tónskáld fá ljóðin og Þórarinn gerði lög við þau bæði, fór heim til Guðmundar snemma morg- uns og lék þau fyrir hann. Guð- mundur varð svo hrifinn að hann kyssti Þórarin og bauð honum dús,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.