Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 13 NEYTEIMDUR M E J2JU1 VIKUNNAR Verðmunur á bílaleigubílum í Höfn allt að 30% ÞAÐ ER ekki ódýrt að leigja bíl í viku í Kaup- mannahöfn nú í sept- ember en getur þó mun- að miklu eftir ferðaskrif- stofum. Haft var sam- band við fjórar ferða- skrifstofur og spurt hvað vikan kostar. Úrval-Útsýn og Alís bjóða sínum viðskipta- vinum upp á bíla frá Europecar og þá er verð- ið til muna lægra en hjá Flugleiðum og Sam- vinnuferðum-Landsýn sem eingöngu bjóða bíla frá Hertz. Úrval-Útsýn er einnig með bíla frá Hertz og þá er verðið það sama og hjá Fiugleið- um og Samvinnuferðum-Landsýn. Spurt var um bíl í C-flokki sem eru á stærð við Ford Sierru og beð- ið um hann á Kastrup. Ef bílaleigubílar eru teknir á Kastrup-flug- velli bætast ofan á hundrað krónur dansk- ar, sem er rúmlega ell- efu hundruð íslenskar krónur. Hjá Alís og Úrvali- Útsýn þarf auk þess að greiða þúsund krónu bókunargjald hafi far- seðillinn ekki verið keyptur hjá þeim. Hjá Flugleiðum og Samvinnuferðum-Land- sýn er ekki hægt að fá bíl nema farseðillinn sé keyptur hjá þeim líka. Innifalið í verðinu hjá öllum fjór- um ferðaskrifstofunum er ótak- markaður akstur, kaskótrygging, þjófatrygging og virðisaukaskattur. Frystið íslenska grænmetið AÐ UNDANFÖRNU hefur verið hægt að kaupa íslenskt spergilkál á innan við tvö hundruð krónur kíló- ið, gulræturnar hafa verið seldar á innan við hundrað krónui' kílóið og svo mætti áfram telja. Það borgar sig að kaupa ríkulega af íslenska grænmetinu þegar það er á hagstæðu verði og nota í græn- metisrétti eða frysta til vetrarins. Ekki er hentugt að frysta allt grænmeti, agúrkur í heilu lagi eru ekki góðar úr frysti, kartöflur eru afleitar nema um smælki sé að ræða og tómata þarf að merja, flá eða sjóða til að vel takist. í bæklingnum F'rysting matvæla sem Kvenfélagasamband íslands gefur út segir að yfirleitt sé best að frysta grænmeti sem venjulega er soðið en síður það sem venjulega er borðað hrátt. Allt grænmeti sem venjulega er soðið áður en það er borið fram verður að hita eða sjóða og kæla áður en það er fryst. Yfirleitt er um stuttan suðutíma að ræða en þó mismunandi hversu langan tíma hver grænmetistegund þarf. Blómkál þarf 4-8 mínútna suðu ef um heila hausa er að ræða en í hríslum 2-3 mínútur. Spergilkál þarf 2-4 mínútna suðu fyrir fryst- ingu og papriku má frysta hráa sé hún hreinsuð og skorin í ræmur^ Rósakál geymist vel í frosti og suðu- tíminn er 2-4 mínútur. Mjög gott er að geyma soðið og nota í súpur eða sósur. Auðvitað er best að grænmeti sé sem ferskast þegar það er fryst. Þegar nota á grænmetið er talið æskilegast að það nái ekki alveg að þiðna áður en það er soðið. Fros- ið grænmeti þarf stuttan suðutíma og best að sjóða það í sem minnstu vatni og salta með varúð. Hvað kostar bílaleigubíllinn í viku í Kaupmannahöfn hjá íslenskum ferðaskrifstofum Alís_____________ Úrval/Útsýn Flugleiðir Kr. 24.500 1)&2) Kr. 26.6701)&2) " • !v. 'jjj,'35.800 Samvinnuferðir/Landsýn______________________________________ 1)&3> - - 'J 35.800 1)&3) 1. Kr. 100 danskar, kr. 1.150-1.200 íslenskar, bastast ofan á sem er skattur á Kastrup. 2. Kr. 1.000, bókunargjald, ef flugmiði er ekki keyptur á sama stað. 3. Viðkomandi þarf að bóka flug hjá sömu ferðaskrifstofu tll að geta leigt þar bíl. Greiðslukort tryggja leigu- taka og fjölskyldu Farþegar í bílaleigubíl eru ekki tiyggðir samkvæmt þessum skilmál- um ferðaskrifstofanna en sé borgað með greiðslukorti er leigutaki tryggð- ur svo og maki og böm og því óþarfi að kaupa sérstaka farþegatryggingu þegar til útlanda er komið. Það tíðk- ast víst erlendis að ota sérstakri farþe- gatryggingu að þeim sem eru að koma til að ná í bíl en samkvæmt upplýsing- um greiðslukortafyrirtækja er það óþarfi. Þá mun venjuleg ferða-, sjúkra- og slysatrygging sem keypt er hér heima í flestum tilfellum líka ná yfir akstur í bílaleigubíl. Að sögn Lám Ingadóttur hjá Visa er sá sem greiðir ákveðinn hluta bíla- leigubíls með Visa-korti tryggður í bílaleigubíl svo og maki og börn hans fram að 23 ára aldri. Hjá Eurocard fengust svipuð svör. Grétar Haraldsson segir að leigutaki sé tryggður í bílaleigubíl, maki hans og börn undir 23 ára aldri, sé hluti ferðar greiddur með Euro. dóttir í verslun sinni. Tískuverslun í Stykkishólmi Stykkishólini - Fyrir nokkru opnaði Birna Elínbjörg Sigurðardóttir sér- verslun í Stykkishólmi sem er í versl- unarhúsi því sem verslunin Hólma- kjör rak áður um langt skeið versl- un, en hætti rekstri fyrir nokkru síð- an. Á boðstólum í tískufataversluninni verður úrval allskonar unglinga fatn- aðar og eins verður dömu- og herra- fatnaður á boðstólum. Er ekki vafi að þarna er bætt úr brýnni þörf og þó ekki sé langt til Reykjavíkur er ljómandi að þurfa ekki lengra en í þessa búð til að fá sér slíkan fatnað. Þá mun eigandi hafa hug á því að úrval verði sem mest. Jöfur Tveed ullarjakkar Terylene ullarjakkar Ullarjakkar Terylene ullarbuxur Pils úr gæðaefnum frá frá kr. 11.900 frá kr. 11.900 frá kr. 11.900 frá kr. 4.900 frá kr. 4.900 Klæðskerasaumur Það er minna mál en flestir halda að fá sér klæðskerasaumu föt og verðið kemur ykkur þægilega á óvart. SAUMASTOFA-HEILDVÉRSLUN milliliðalaus viðskipti Nýbýlaveg 4, (Dalbrekku megin) Kópavogi, sími 45800. dtLAVEGUR •jfniiM a i DALBREKKA AUÐBREKKA Islenskt, iá takk Samkvæmisdansar Hjón - Pör - Einstalingar - Einkatímar - Opið hús fyrir keppnisdansara. DANSSKÓLIHERMANNS RAGNARS Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík, Símar 687480 og 687580 Kennslustaðir: Faxafen 14 - Frostaskjól íþróttahús Digraness Við erum mætt til leiks. Innritun daglega frá kl. 13-19 Nú er stundaskráin komin. Við finnum tímann íyrir þig og þína. Skóli hinna vandlátu Þar sem þú ert Áralöng reynsla af danskennslu. Ný sveifla á gömlum grunni. - Stendur enn á gömlum merg - Nýjustu dansarnir: DOOP og KAHLÚA GROOF, HIP HOP, MAMBO OG SALSA. Nýjustu danslögin á geisladiskum. tryggir rétta tilsögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.