Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GÍSLI JÓNSSON bóndi, Blönduhlíð, Dalasýslu, andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans miðvikudaginn 7. september 1994. Svanhildur Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, og barnabörn. Móðir okkar, GUÐRÚN REINALDSDÓTTIR frá Kaldá í Önundafirði, si'ðast til heimilis að Austurbergi 34, lést þann 20. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurlaug Jónsdóttir, Reynir Ármannsson. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÁSTA HJARTARDÓTTIR Laugarnesvegi 84, Reykjavik, lést á heimili sínu þann 7. september. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Steingrimsson, Jóna Ólafsdóttir, Ástrfður Haraldsdóttir, Steingrfmur Haraldsson. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN ÓSK ÓLAFSDÓTTIR, andaðist aðfarnótt 3. september. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 9. septem- ber kl. 10.30. GunnarJónsson, Ingi Björn Sigurðsson, Elísabet Þ. Jóhannesdóttir. t Útför móður okkar, tengdmóður, ömmu og langömmu, EIRÍKU GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, áðurtil heimilis að Hafnargötu 42, Keflavfk, verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 9. september kl. 11.00 árdegis. Anna Þorgrfmsdóttir, Árni Þ. Þorgrímsson, Hólmfrfður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR SCHEVING, lést að morgni 7. september í Borgar- spftalanum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, HJÖRDÍS BÖÐVARSDÓTTIR, Heiðargerði 15, andaðist í Landspítalanum föstudaginn 2. september sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. september kl. 15.00. Eyþór Magnússon, Una Eyþórsdóttir, Jón Sigurðsson, Magnús Böðvar Eyþórsson, Sigrún Bjarnarson, Högni Böðvarsson, Þórunn Böðvarsdóttir og barnabörn. HALLDÓR JÓNSSON + Halldór Jóns- son sjómaður fæddist á Sæbóli í Grindavík 28. maí 1929. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópa- vogi 28. ágúst síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Pétursson útgerð- armaður og skip- stjóri, fæddur á Akureyri 16. nóv. 1903, sem fórst með báti sinum m.b. Afram í Faxa- flóa 22. okt. 1954, og Jórunn Ólafsdóttir, f. 17. ágúst 1908 á Jámgerðarstöðum í Grindavík, d. 22. okt. 1991 í Grindavík. Halldór var næst eldur af sex bræðmm og elst- ur, næstur á undan Halldóri, var Ólafur Valgeir, f. 24. nóv. 1927, d. 19. apríl 1930. Þá var Valur Kristinn framreiðslu- maður, yfirþjónn og barþjónn á Hótel Sögu, síðast veitinga- maður í Víðigerði í Víðidal, V-Hún., f. 8. sept. 1931, d. 29. ágúst 1991. Fjórði er Guðmund- ur Ágúst framreiðslumaður, yfirþjónn og barþjónn á Hótel Sögu, nú starfandi símasmíða- meistari, f. 20 júní 1938. Næst- yngstur var Ólafur Valgeir, f. 26. maí 1942, hann dó aðeins sex mánaða gamall. Yngstur var Dagbjartur Már útgerðamaður, skipstjóri og veit- ingamaður í Víði- gerði í Víðidal, f. 4. jan. 1945, fórst við annan mann á báti sínum m.b. Jó- hannesi í Húnaflóa 25. nóv. 1990. Hall- dór gekk að eiga Regínu Gunnars- dóttur, f. 7. sept. 1929, d. 23. feb. 1994. Þau giftu sig í Laugarneskirkju 29. sept. 1962. Þau eignuðust tvær dætur, Jórunni. f. 28. nóv. 1962, gift Ragnari Óla, f. 19. júlí 1961, þau eiga þijú böra, og Esther, f. 14. apríl 1965, gift Guðmundi Smára, f. 15. apríl 1965. Þau eiga tvær dætur. Regína átti fyrir eina dóttur, Hrefnu Gunnlaugs, f. 17. apríl 1948, gift Óla Viktorssyni, f. 20. jan. 1936, þau eiga tvö börn. Ungur hóf Halldór sjómennsku. Hann varð aðeins í þremur skipsrúmum alla sina sjómenn- skutíð sem spannaði hálfa öld. Hann var fyrst á Amfirðingi, síðan á Þorsteini GK og loks sl. 20 ár á Pétri Jónssyni RE. Allt vom þetta mikill afla- og happafley. Útför Halldórs Jóns- sonar fór fram frá Fossvogs- kirkju í gær. EKKI hvarflaði það að mér að hann Dóri, en svo var hann kallaður, myndi falla frá svona skyndilega. Hann var tengdapabbi minn, hress og kátur á Iaugardegi og allur á sunnudegi. Lagðist upp í rúm og sofnaði og vaknaði síðan ekki aftur, aðeins 65 ára og kenndi sér hvergi meins. Hann var búinn að sjá á eft- ir eiginkonu sinni, tveimur bræðrum og móður sinni á örfáum árum yfir móðuna miklu. Það er mikið lagt á suma í þessu lífi, en aldrei sá mað- ur nein svipbrigði á honum. Dóri var einstaklega ljúfur og góður maður. Ég fékk að kynnast honum í 15 ár og það eru allt góðar minningar sem ég á um þann tíma. Aldrei sá ég hann reiðast enda var hann yfirvegaður persónuleiki. Dóri var góður.verkamaður og vann verk sín vel. Allir er unnu með honum geta borið honum samviskusemi, heiðarleika og dugnað hans vitnis. Ég held að enginn hafi heyrt hann kvarta eða kveinka sér. Ávallt hægt að treysta að hann gerði allt vel sem hann var beðinn um. Hann var virki- legur vinur vina sinna. Aðeins langar mig að minnast á þau hjónin. Þau áttu fallegt heimili og voru góð heim að sækja. Hjá þeim var allt í röð og reglu. Þau veittu dætrum sínum það besta upp- eldi sem til er og búa þær að því alla ævi. Þau hjónin og dætur þeirra ferð- uðust mikið innanlands hér áður fyrr og erlendis líka, en dætumar voru farnar að búa og byijaðar að byggja upp sín heimili, þá ferðuðust þau hjónin utan tvisvar til þrisvar á ári. Það ríkti gífurleg hamingja og samheldni í þessari fjölskyldu og mun svo áfram verða. Bamabörnin eigá eftir að sakna t Ástkær stjúpfaöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJARTUR CECILSSON, Grundargötu 17, Grundarfiröi, veröur jarðsunginn frá Grundarfjarðar- kirkju laugardaginn 10. september kl. 16.00. Kristín M. Guðmundsdóttir, Guðbrandur Jónsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kristján B. Larsen, Ingunn L. Guðmundsdóttir, Guðjón B. Baldvinsson, Hraundís Guðmundsdóttir, Björn Oddsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Unufelli 30, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 3. septem- ber verður jarðsungin frá Garðakirkju laugardaginn 10. september kl. 13.00. Magnús H. Gíslason, Jón Hjörtur Magnússon, Ida Átladóttir, Ingólfur Már Magnússon, Rúnar Þröstur Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, Edda Magnúsdóttir, Magnea Helga Magnúsdóttir, Sigrún Agnes Njálsdóttir, Herdís Hafsteinsdóttir, Jóhann Hauksson, Arnar Sverrisson, Sigurður Ingvar Hjaltason, Hrafn Magnússon, Heiða Björk Jónsdóttir og barnabörn. þeirra mikið, enginn afi og amma í Kópavogi til að heimsækja, því það var mjög mikið umj það að þau væru heimsótt, eða að þau heim- sæktu börn sín og barnabörn. Þau hjónin vom ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á. Þau tóku vel á móti mér er ég kynnt- ist Jórunni dóttur þeirra sem var ung, en þau höfðu skilning á þessu. Ég á þeim allt að þakka. Dóri átti það til að vera launstríð- inn og þá máttu nú menn passa sig. Elsku Dóri, þakka þér fyrir allar þær stundir er þú veittir mér og mínum, þeim mun ég aldrei gleyma. Við munum sakna þín mikið og kveðjum þig með sámm söknuði. Ég veit að nú hefur þú sameinast þeim er þú unnir mest og horfnir vom á braut. Jórunn Esther og Hrefna, þið sjáið á eftir yndislegum pabba og stjúppabba, barnabömin sjá á eftir yndislegum afa, Guð- mundur sér á eftir kæram bróður, og allir þeir er þekktu hann vissu hversu góðan mann hann hafði að geyma. Megi góður Guð geyma ykkur öll. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briein.) Ragnar Óli Ragnarsson. Ég var nýkomin heim og bjóst við að foreldrar mínir væru að vinna, en svo var ekki. Ég spurði af hverju þau væru heima og þá sagði mamma að það hafði komið svolítið upp á og ég spurði hvað væri að. „Hann afi þinn í Kópavogi er dáinn.“ Ég trúði þessu ekki, hann sem var svo hress og góður maður. Hann var orðinn mjög ein- mana eftir að hann missti konuna sína í febrúar sl. Við fjölskyldan reyndum að hressa hann aðeins við og gera honum lífið skemmtilegt. En nú verða engin amma og afí á jólunum og jólin verða ekki eins og áður. Síðan ég var lítil hef ég oft farið í heimsókn til þeirra og aðalat- riðið var að fá ís og mun ég sakna þess mjög mikið. Nú verða ég víst að kveðja hann afa minn, sem ég mun aldrei aftur sjá, með þessari kveðju: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vep fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. (Úr 23. Davíðssálmi) Sofðu rótt, elsku afi, og guð varðveiti þig meðan þú sefur. Blessuð sé minning þín. Sigurbjörg Dóra. Kveðja Ég vil kveðja áfa minn með fáein- um orðum og þakka honum fyrir góðu stundirnar sem ég átti með honum. Alltaf þegar ég kom í heim- sókn bauð hann og amma mér ís og horfði ég svo á myndbandsspólu. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa í Kópavogi. Með þess- ari kveðju vil ég senda honum sálm er hljóðar svona: Nú legg ég augun aftur. Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín verði vöm í nótt.. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Erla Bára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.