Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 9 FRÉTTIR STARFSFÓLK íslandsbanka plantar birki á uppgræðslusvæði á Haukadalsheiði. Ný sending af CCCLcCceCe^ buxum Tískuverslunin Guðrún, Rauðarárstíg. <0> ÖRYGGISSKÓR Stáltá og stálþynna í sóla. Stórfelldar breytmgar í Haukadalsheiði HAFNAR eru stífluframkvæmdir við Sandvatn á Haukadalsheiði. Framkvæmdirnar eru á vegum Landgræðslu ríkisins, en fjár- magnaðar með peningagjöf sem íslandsbanki og starfsfólk hans færði Landgræðslunni í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Með þessum framkvæmdum er stefnt að því að jafna yfirborð Sandvatns og halda því í fullri stærð allt árið. Vatnsborðið hefur verið mjög breytilegt. Þegar Sand- vatn er stærst nær það yfir 1.000- 1.500 hektara, en stundum er það aðeins smádreitill. Á þurrkatímum á sumrin eru því geysimiklir sand- og auraflákar óvarðir. Þarna er mikið fínefni sem fykur upp við minnsta vind og veldur mikilli gróðureyðingu, sérstaklega sunn- an og austan við vatnið. Vanda- málið hefur vaxið ár frá ári, því jökulvatnið Farið fyllir stöðugt meira upp í vatnið með sand- og aurframburði úr Hagavatni. Jafn- framt hefur útrás vatnsins grafið sig niður. Þær aðgerðir sem nú hefur ver- ið ráðist í munu færa undir vatn u.þ.b. 1.300 hektara af fokefnum, sandi og aur og mun Sandvatn þá verða varanlega allt að þvi 10 sinn- um stærra en það er venjulega síð- sumars. Þar með verður Sandvatn eitt af stærstu vötnum landsins. Heiðin verði skógi vaxinn Haukadalsheiðin hefur verið eitthvert mesta uppblásturssvæði landsins, en undanfarin ár hefur verið unnið mikið starf að upp- græðslu. Stefnt er að því að heiðin verði í framtíðinni eins og hún var fyrr á öldum, þegar mestur hluti hennar var skógi vaxinn. Land- græðslustjóri telur að það að hækka vatnsborð Sandvatns og halda því stöðugðu með stíflugerð sé alger forsenda þess að björgun- arstarfið á Haukadalsheiði geti borið árangur. Framkvæmdum við stíflugerð- ina verður lokið nú í haust og er búist við að Sandvatn verði búið að ná fullri stærð næsta sumar. í framhaldinu verður síðan hafin ný sókn á þeim hluta heiðarinnar sem hefur verið friðaður fyrir beit. Plantað verður birki, víði, bauna- grasi, melgresi og lúpínu, auk þess sem haldið verður áfram að sá fræi og dreifa áburði með flugvél Land- græðslunnar. Hluti af framlagi ís- landsbanka og starfsfólk hans mun renna til þeirra aðgerða og mun starfsfólk bankans taka þátt í starfinu. Sérstaklega hagstœtt verð Skeifan 3h - Sími 81 26 70 - FAX 68 04 70 Vinnuvernd í verki VILTU VERSLA ÓDVRT FYRIR SKÓLANNl Peysur frá 1.900 Kjólar frá 2.990 Buxur frá 2.990 Lilja Notað leður jakkar 3.000 Frakkar 3.500 fíUHJ Hlaupakettir 1 tonn 5.500 2 tonna 7.446 Fást nú með 10% stgr afslætti STÁLMÓTUN Úlpur frá 3.000 Háskólabolir 2.200 Allt vandaðar þýskar vörur. X o9 Buxur, bolur og vesti 2.995 Barnapeysur Barnakot Gallabuxur 2.900 Barnabuxur 2.200 stærðir 2-14 GALLAB UXNAHO RNIÐ Vindjakkar 3.990 Gallajakkar 3.990 Gallavesti 2.990 FlasK Skólatöskur frá 990 Stílabækur frá 80 Pennaveski 500 Möppur frá 200 RITFÖNG OG ÍÞRÓTTAVÖRUR FAXAFENI 10 ® 689666 Skór frá 990 Gallafatnaður I úrvali fj+tt oý þztt*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.