Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR OLAFUR BRIEM + Ólafur Briem var fæddur á Stóra-Núpi í Gnúp- verjahreppi 27. febrúar 1909. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 28. ágúst síðastliðinn. Ólafur var sonur hjónanna sr. Ólafs Valdi- marssonar Briem og Katrínar Helga- dóttur frá Birtinga- holti. Systkini Ólafs voru Valdimar, sem dó ungur, Jóhann Kristján listmálari og Olöf, húsfreyja á Stóra- Núpi. Ólafur lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1929 og meistaraprófi í íslensk- um fræðum við Háskóla íslands 1936. Hann var kennari á Laugarvatni 1937-1983, Jengst við Menntaskólann. Ólafur fékkst jafnframt kennslu við rit- og fræðistörf, einkum á sviði goðafræði og bókmennta. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. ÞEGAR fréttist um lát Ólafs Briem hrönnuðust minningamar upp. Einna hugstæðust er heimsókn hans til Uppsala hinna fornu. Þegar hann hélt af stað upp á grafarhaug- ana dró hann af sér skóna í virðing- arskyni við fomkonungana sem þar hvíla. Slíks var að vænta af manni sem hafði skrifað mikið um heiðinn sið, um Vanastríðið og fjölmargt annað á sviði fommenningar okkar. Ekki þurfti langrar kynningar við þegar maður skynjaði að Ólafur var ekki maður sem áleit þekkingu og hrifningu sína sitt einkamál. Hans æðsta ósk var að deila visku sinni og tilfinningum með öðrum. Hann var í senn fræðimaður og fræðari. Þekkingu sinni og rannsóknum kom hann á framfæri á prenti í mörgum ritsmíðum. Samt var það miklu meira sem hann innblés öðr- um í samtölum þar sem þekking hans, fróðleikum og persónuleiki naut sín ríkulega. í umræðum um kraftaskáld, ættfræði, ekki síst Briemsættarinnar, og öðrum menn- ingarmálum þjóðar sinnar, naut háttvísi hans og gamansemi sín að fullu. Við sem nutum vináttu hans allt frá þeim tíma þegar hann dvaldist við Uppsalaháskóla minnumst hans með þakklæti og virðingu. Upp á Ólaf má heimfæra orð Fornólfs um frænda hans og nafna Ólaf Davíðsson: En fræði og sapir söplands sakna manns úr ranni. Viltu taka upp verkin hans og verða þar að manni? Bo Almqvist. Einn af góðvinum okkar, Ólafur Briem fyrrverandi menntaskóla- kennari að Laugarvatni, lést 28. september síðastliðinn, eftir lang- varandi veikindi. I raun má segja að Ólafur hafi dáið fyrir nokkrum árum þegar hann hné niður þar sem ERFIDRYKKJUR perlan sími 620200 hann var á gangi úti á götu og hjartað stopp- aði skyndilega. Tíma- glasið var þá ekki tæmt hjá Ólafi. Hjartasér- fræðingur sá út um stofugluggann á heim- ili sínu hvað var að gerast og gerði hár- réttar aðgerðir og ráð- stafanir á stundinni því að þá gat hver sekúnda ráðið úrslitum. Undra- máttur nútíma lækna- vísinda gerði það kleift að Ólafur var lífgaður við og komst til sæmi- legrar heilsu um tíma. Sjálfur gerði Ólafur góðlátlegt gaman að öllu umstanginu þegar hann var í heljar- greipum og var vakinn til lífsins aftur. Ólafur varð fyrir fleiri áföll- um vegna veikinda, mörgum erfið- um, en andlegri reisn hélt hann til hinstu stundar. Ólafi Briem var eðlislægt að skapa gleði og kátínu gagnvart ýmsu sem sumum fannst jafnvel alvarlegir hlutir, en það gerði hann eingöngu þegar það snerti hann sjálfan. Hann gat sagt sögur, bráðfyndnar og skemmtileg- ar úr daglega lífinu, en alltaf var góðsemin og kærleikurinn í önd- vegi. Ólafur var djúpvitur maður, landskunnur fræðimaður og elsku- legur samstarfsmaður, jafnt í leik og starfi. Löng samfylgd með hon- um sem samkennara og heimilisvini í Húsmæðraskóla Suðurlands gefur okkur tilefni til kveðjuorða og þakk- lætis. í fjörutíu ár var hann stunda- kennari við skólann að undanskild- um tveim skólaárum þegar hann tók kennaraorlof og var skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Ólafur var meira en móðurmáls- kennari nemenda við Húsmæðra- skólann, sem var ómetanlegt, hann sótti sinn kost í skólann til margra ára, var heiðursgestur í öllum fagn- aði sem haldinn var í skólanum og vinur allra kennaranna frá fyrstu tíð._ Ólafur sýndi oft vináttu sína í verki á sinn sérstaka hátt. Minnis- stæður er okkur hinn frægi kvenna- frídagur sem haldinn var hér á landi 24. október 1975. Þegar við komum heim úr skólanum um eftirmiðdag- inn fundum við ilmandi kaffilyktina anga um heimili okkar í Heima- kletti. Ólafur tók á móti okkur með kaffi og meðlæti og máttum við hvergi koma nærri nema að njóta veitinganna. Hann bætti um betur og bauð öllum kennurum skólans til kvöldverðar heim til sín og úr varð hin ánægjulegasta veisla. í skálaræðu _sem flutt var á heið- ursdegi í lífi Ólafs komst merkur vinur hans svo að orði að hann væri dekurbam húsmæðraskólans. Sannara væri að segja að allir skól- amir á Laugarvatni væru dekur- börn Ólafs, því að hann stóð alla tíð sem hervörður um heill þeirra og framgang. Þegar Ólafur hætti kennslu við Menntaskólann að Laugarvatni fyrir aldurs sakir fannst fólki að staðurinn yrði and- lega fátækari ef Ólafur flytti í burtu. Honum var því fundinn bú- staður í gamla húsmæðraskólanum, þar sem hann bjó þar til að hann af heilsufarsástæðum fluttist til Reykjavíkur. Útivera og gönguferðir vom snar þáttur í lífi Olafs. Eftir að við kynnt- umst Ólafi hrifumst við af þessu áhugamáli hans og fórum með hon- um margar ógleymanlegar göngu- ferðir, Það má segja að varla sé sá íjallstoppur séður frá Laugarvatni, LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 sem við ekki klifum undir öruggri forystu Ólafs. Þegar um merka sögustaði var að ræða tók hann gjarnan með sér heimildir um þá og las upphátt þegar á leiðarenda var komið. Af öllum okkar göngu- ferðum er okkur ef til vill efst í huga ferðin á Gullkistu, Skjaldbreið og Langjökul. Hvort sem göngu- ferðirnar vom langar eða stuttar vom þær af gamansemi Ólafs nefndar „viðringur". Sumarið 1968 fórum við ásamt Ólafi í ferðalag um söguslóðir Ítalíu á vegum dönsku ferðaskrifstofunn- ar Tjæreborg. Keyrt var um Þýska- land til Rómar með viðkomu á helstu söguslóðunum. Hvar sem farið var á þeirri löngu leið þekkti Ólafur hvert ömefni og sögu. Róm þekkti Ólafur eins og innfæddur væri og undir leiðsögn hans skoðuð- um við merkustu sögustaðina og munum við ávallt búa að þeirri fræðslu. Samkvæmt ferðaáætlun Tjæreborg átti að aka fram hjá borginni Ravenna. Það fannst Ólafi ótækt með öllu og fýrir hans orð var gert nokkuð ferðahlé svo að þeir sem áhuga hefðu gætu séð gröf Dantes. Þegar til Feneyja kom langaði Ólaf til að sjá fræga ljóna- styttu sem hann þekkti úr sögunni en enginn annar í hópnum kannað- ist við. Upphófst nú löng leit á gondólum og göngum um brýrnar og meðfram síkjunum og voram við orðin vondauf um að finna þetta fræga Ijón. Að lokum hittum við erlendan háskólamann sem_ kom Ólafi á sporið. Þannig var Ólafur Briem, hann gafst aldrei upp við fyrirætlanir sínar. í Sorrento ákvað Ölafur að við sigldum í Bláa hellinn á Capri og um leið á slóðir I’Arrab- iata, því að vinur okkar og sam- kennari, Þórður Kristleifsson, sem nú er 102 ára, hafði jafnan notað þekkta sögu bundna þessari sigl- ingaleið við þýskukennslu sína við Menntaskólann að Laugarvatni til margra ára. Við Bláa hellinn var brim, svo að þangað komumst við aldrei inn, en í tilefni þessarar ferð- ar var Þórði sent kort frá okkur og l’Arrabiata. Ferðin til Ítalíu gleymist seint. Ölafur var ókvæntur og eignaðist ekki börn, en hann átti sitt annað heimili hjá Jóhanni bróður sínum og fjölskyldu. Fjölskylduböndin vora afar náin og kærleiksrík á báða bóga. Dætrum þeirra hjóna og dóttursyni var Ólafur sem annar faðir. Það er vissulega sárt að sjá að baki góðvini eftir áratuga einlæga vináttu sem aldrei_ bar skugga á. Við kveðjum Ólaf Briem með djúpri virðingu, þakklæti og söknuði. Jensína Halldórsdóttir, Gerður H. Jóhannsdóttir. Það mun sammerkt okkur öllum að eiga þátt í að móta það um- hverfi sem við hrærumst í, með ein- um eða öðrum hætti. Það fer svo eftir efnum og ástæðum hvemig til tekst. Gott dæmi um mann sem hafði áhrif á umhverfið og gerði það litríkara var Ólafur Briem. Fyrsta minningin um Ólaf er frá árinu 1952. Þá voru bændur í Mýr- dal í hestarétt í gömlu Klettsrétt- inni við Litla-Hvamm. Þá renndu þar að glæsibifreiðar og út stigu þeir Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni, Ólafur Briem og Sveinn Pálsson ásamt ungu fólki með hvíta kolla nýstúdenta. Þetta vora fyrstu nemendurnir er hlutu fulla stúdentsmenntun á Laugar- vatni. Reyndar tóku þeir prófin í Menntaskólanum í Reykjavík en stunduðu nám sitt undir leiðsögn áðumefndra heiðursmanna að ógleymdum Þórði Kristleifssyni og fleirum. Það var verkfall í Kletts- rétt þennan dag meðan hópurinn stóð við og þótti mikill heiður að komu þessara höfðingja og var sem umhverfið stækkaði við komu þeirra. Nú, þegar Ólafur Briem er allur, verður mér hugsað til áranna sem við áttum samleið hér á Laugar- vatni. Þegar hann kom til að bjóða velkomna unga samstarfsmenn og fagna komu þeirra á skólasetrið. Þegar hann leiddi okkur ungu kon- umar í Lindina og kynnti okkur fyrir þeim Jensínu og Gerði sem tóku okkur að sér upp frá því og leyfðu okkur að njóta þeirra menn- ingarstrauma er jafnan léku um það hús. Fannst mér þessi fyrsta heim- sókn nokkurs konar vígsla í samfé- lagið. Ólafur vildi gjaman hafa hlutina í föstum skorðum og kom hann á ýmsum siðum og venjum sem síðan festust í sessi. Sem dæmi má nefna gönguferðir sem hann nefndi viðr- inga, en þeir vora afar mismunandi eftir lengd o.fl. Var vinkona hans ein honum hjálpleg við að nefna hina ýmsu viðringa sem spönnuðu allt frá beibíviðringi (sem var t.d. frá Laugarvatni og inn að Stekká eða jafnvel upp að Jónasi) til garpa- viðrings sem gat farið upp í nokk- urra stunda fjallgöngu. Viðringur gat svo, hvort sem hann var stuttur eða langur, breyst í sálarháskaviðr- ing ef farið var á messudegi. Ólafur var höfðingi heim að sækja og vora þau mörg kaffiboðin sem hann efndi til með vinum og samstarfsmönnum. Vora þá gjarn- an rædd og brotin til mergjar þau mál sem efst voru á baugi í samfé- laginu og oft leitað leiða til bóta og uppbyggingar. Er ég ekki frá því að ýmsar hugmyndir og lausnir hafi orðið til í kaffiboðunum hjá Ólafi. Síðustu árin sem hann dvaldi á Laugarvatni bjó hann í Lindinni, þeim megin er veit að vatninu. Þar undi hann vel og jók með veru sinni, við menningarsögu þess merka húss. Leikskóli Laugardalshrepps hef- ur frá byijun verið starfræktur í Lindinni eða frá haustinu 1976. Það var þeirri stofnun ómetanlegt að vera umvafin hlýrri uppörvun og stuðningi góðra nágranna strax í upphafú Það leið vart sá dagur að Ólafur heilsaði ekki upp á nemend- ur og starfsfólk leikskólans og voru þar mörg listaverk máluð af „Óla Bím með dafinn". Síðan var hann heimsóttur, myndirnar afhentar og allir fengu kremkex og kók. Svo voru þessir einstöku „föstudagar" þegar þreyttum starfsmönnum var boðið til te- og kaffidrykkju að lokn- um_ vinnudegi. Ólafi var svo skemmtilega lagið að lyfta sér og öðrum upp úr hvers- dagsleikanum, efna til samkvæma og gera dagamun. Minnist ég m.a. menningarkvölda sem voru haldin í nokkur skipti og voru nefnd Ólafs- vökur. Bróðir Ólafs, Jóhann Briem, var mikill listamaður. Ég tel að Ólafur hafi verið það líka. Það er list að mála umhverfi sitt þeim litum, auðga það og móta, með þeim hætti sem hann gerði. Það er gott að hafa átt samleið með slíkum manni og hafa átt hann að vini. Við Öskar sendum Ijölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur. Margrét Gunnarsdóttir. Með Ólafi Briem er genginn ein- hver traustasti liðsmaðurinn í þeim samvalda hópi kennara sem unnu að eflingu Laugarvatns sem skóla- seturs á liðnum áratugum. Hann fluttist að Laugarvatni haustið 1937, þá 28 ára, gagnmenntaður í öllum bóklegum greinum og þá þegar virtur á sérsviði sínu innan íslenskra fræða, þ.e. norrænni goðafræði, en lokaritgerð hans á magisterprófi 1936 um heiðinn sið var uppjstaða í bók hans, Heiðinn siður á Islandi, sem fyrst var gefin út 1945 og er enn grundvallarrit um hugmyndaheim og trúarlíf landsmanna fyrir kristnitöku. Skól- unum á Laugarvatni helgaði Ólafur krafta sína; var fastráðinn kennari við héraðsskólann — og síðar við menntaskólann frá stofnun hans — í 40 ár samfleytt, eða til ársins 1977. Og því nær sex ár i viðbót — til ársins 1983 — kenndi hann reyndar við Húsmæðraskóla Suður- lands, en þar hafði hann verið móð- urmálskennari frá 1942. Ólafur hafði alloft orð á því að hann hefði á sínum tíma verið tregur að trúa á þá hugsjón Bjarna skólastjóra Bjarnasonar að Laugarvatni yrðu búin skilyrði til að halda fullgildan menntaskóla. Engu að síður lagði hann þeirri hugsjón allt það lið er hann mátti og það munaði um minna: Hann hafði verið skipaður í landsprófsnefnd miðskóla 1946 og á þeim vettvangi unnið að því að greiða miklu fleiri ungmennum leið til menntaskólanáms en áður hafði verið. Óumdeild fagleg og fræðileg hæfni hans og nokkurra annarra kennara héraðsskólans réð úrslitum um það að menntadeildir skólans 1947-53 hlutu opinbera viðurkenningu með lagasetningu og formlegri stofnun menntaskólans 12. apríl 1953. Árin 1958-59 gegndi Ólafur starfi skólameistara við menntaskólann, enda þótti jafn- an sjálfgefið að hann hlypi í skarð- ið ef skólameistari forfallaðist í lengri eða skemmri tíma; sýnir það nokkuð hvert traust hann hafði áunnið sér. Ólafur Briem var í senn virtur fræðimaður og kennari og tókst öðram betur að sameina þetta tvennt. Kennsla hans einkenndist af fræðilegu viðhorfi og glöggri grein aðalatriða og aukaatriða, kjarna og hismis. Ógleymanlegt er hve lagið honum var að setja fram meginreglur í málfræði og setn- ingafræði í örstuttu máli og einföld- um dæmum. Víðsýni hans og yfir- gripsmikil þekking nýttist einstak- lega vel þeim nemendum sem hneigðust að kennslugreinum hans, móðurmáli, bókmenntum og sögu. Og fræðistörf hans mótuðust einnig af viðhorfi kennarans: Rit hans, Norræn goðafræði, sem fyrst kom út 1940 og hefur verið prentað fimm sinnum alls, er fyrst og fremst kennslubók og eitt aðgengilegasta rit sem völ er á um meginatriði hins forna átrúnaðar, byggt á rann- sóknum höfundar sem hann birti í ritinu Heiðinn siður á íslandi og áður er nefnt. Útgáfa Ólafs á Forn- um dönsum, 1946, myndskreytt af bróður hans, Jóhanni Briem listmál- ara, er hreinasta gersemi og til þess fallin að forða bókmenntaperh um frá_ því að falla í gleymsku. í ritinu Útilegumenn og auðar tóttir, 1959, er seiðmagn óbyggðanna milli allra lína. Vanir og æsir, 1963, er ávöxtur af goðfræðirannsóknum Ólafs á því eina skólaári sem hann naut orlofs, 1960-61, en þá var hann við nám í Uppsölum í Svíþjóð. Eddukvæðaútgáfa Ólafs, 1968, með rækilegum inngangi og skýr- ingum, er öll sniðin að þörfum nem- enda og almennra lesenda án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. I bókinni Islendingasögur og nútím- inn, 1972, leitaðist Olafur við að draga fram hið sígilda og óforgengi- lega í list íslendingasagna ef það kynni að hamla gegn því að ger- breytt þjóðlíf ýtti þeim í fjarlægð. Þá eru enn ótaldar útgáfur Ólafs á' úrvalsljóðum þeirra Davíðs Stefáns- sonar (1977) og Matthíasar Joc- humssonar (1980). í þeim báðum er að finna merkar ritgerðir Ólafs um höfundana, þar sem dregin er upp einkar skýr mynd af þeim ein- kennum sem hann taldi mest um vert í list hvors þeirra. Eftir að Ólafur hætti kennslu auðnaðist hon- um að endurskoða og gefa út að nýju tvö rit sín: Útilegumenn og auðar tóttir 1984 og Heiðinn sið á íslandi 1985, enda þótt heilsa hans væri þá nokkuð tekin að gefa sig. Hér hefur verið stiklað á stóra í ævistarfi Ólafs Briem. Eru því þó ekki gerð þau skil sem vert væri, enda ekki kostur slíks á þessum vettvangi. En ég get ekki lokið þessum minningarorðum án þess að nefna með söknuði og þakklátum huga hve dýrmæt mér og mínum var samfylgd og trygg vinátta þessa meistara míns og læriföður. Ég kynntist honum sem kennara fyrir meira en 40 árum og naut þá og æ síðan skarpskyggni hans og þekk- ingar í greinum sem mér vora hug- leiknar. Skömmu eftir að ég lauk menntaskólanámi 1957 tók hann að spenja mig hingað austur, fyrst í forfallakennslu í ársbyrjun 1959 og síðar til að kenna fyrir sig orlofs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.