Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Troðfoll kirkja þegar séra Solveig Lára messaði eftir tveggja mánaða leyfi: -ál -' \ ■ | N. 1 t>ú' SKflCT EKKi 2- Þúskrltekki 3. ÞÚ ÓKF\LT EKKt 4 ÞÚ SKRCr EKKl 5. ÞÚ SKRCT EKi 6. Þú skrot EK s. þú SKRU EKK, O) pú SK*U EW<' 10 ' Það er alveg ótrúlegt hvað kirkjusóknin eykst gífurlega við að strika yfir nr. 7 og 10 minn herra . . . Menntamálaráðheira kynnir nýja mennta- stefnu á fundaferð Viðvaranir við Deildar- tunguhver STJÓRN Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar ákvað í gær að setja upp sérstök viðvörun- arskilti við inngang hvera- svæðisins við Deildartungu- hver. Þá verður svæðið við hverinn, þar sem leyfð er umferð, afmarkað með við- vörunarstreng. Spænsk kona brenndist illa þegar hún féll í hverinn 25. ágúst sl. Konan var að taka mynd þegar slysið varð og stóð upp á steyptum vegg við hverinn. Konan brendist upp að mitti og á handleggjum. í bókun stjómar Hitaveit- unnar í gær segir að stjórnin harmi mjög slysið. Ákveðið hafi verið að grípa til ofan- greindra varúðarráðstafana, jafnframt því sem hitaveitu- stjóra sé falið að leita sam- ráðs við Náttúruverndarráð, sem umsagnaraðila um staði á náttúruminjaskrá, um frek- ari ráðstafanir. Af gjörgæsludeild Spænska konan liggur enn á Landspítalanum. Hún hefur nú verið flutt af gjörgæslu- deild, en nánari upplýsingar um líðan hennar fengust ekki í gær. ÓLAFUR G. Einarsson, mennta- málaráðherra, mun halda nokkra fundi í einstökum fræðsluumdæm- um á næstu vikum og efna til op- inna umræðufunda um nýja menntastefnu. Á fundunum verða kynntar til- lögur nefndar um mótun mennta- stefnu, sem hafa verið lagðar fram á þessu ári, og verður almenningi gefinn kostur á að beina fyrirspurn- um og athugasemdum beint til menntamálaráðherra. Að sögn ráð- herra verða ábendingar þessar gagnlegar við hugsanlegar endur- bætur á nýjum frumvörpum til laga um grunnskóla og framhaldsskóla, en stefnt er að því að leggja þau fram á Alþingi í haust. Fyrsti umræðufundurinn var haldinn í Garðabæ síðastliðið mánu- dagskvöld. Eftir að ráðherra hafði kynnt tillögur nefndarinnar spunn- ust fjörugar umræður um þær og menntakerfið í heild sinni. Helgi Jónasson, fræðslustjóri í Reykja- nesumdæmi, taldi að tillögur nefnd- arinnar væru mjög til bóta og í því sambandi skipti meginmáli að öll ábyrgð á framkvæmd grunnskólans yrði færð yfír til sveitarfélaga. Siíkt væri tímabært nú en hefði ekki verið það fyrir tuttugu árum. Þá hefði viss togstreita ríkt milli skóla og sveitarfélaga en ekki væri leng- ur um slíkt að ræða og því væri best að grunnskólinn yrði hluti af þjónustukerfi sveitarfélaga. Helgi lagði áherslu á að Alþingi gæfi sveitarfélögunum fjárhagslegt svig- rúm til að efla grunnskóla ef af breytingunni yrði. Ekki þörf á hámarksfjölda Talið barst meðal annars að fjölda nemenda í bekkjardeildum í grunnskóla og agavandamálum. Ölafur G. sagði að nefndin hefði ekki talið þörf á að kveða á um hámarksfjölda í hverri bekkjardeild í lögum og yrði sveitarfélögum treyst til að ákveða slíkt. Sigurveig Sæmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hofsstaðaskóla, sagðist hafa kynnst því í Hollandi að kennurum þætti ekki tiltökumál að hafa rúm- lega þrjátíu nemendur í bekk. Sig- rún Gísladóttir, skólastjóri Flata- skóla og bæjarfulltrúi í Garðabæ, sagði þá að mikill munur væri á hollensku þjóðfélagi og íslensku. íslensk börn væru ekki eins öguð og hollensk böm. Annar fundar- gestur sagði að það væri örugglega hluti af vandamálinu að á Islandi væri ekki skipt í bekki eftir getu. Það væri slæmt að vera með 28 nemendur með ólíka námsgetu og þar að auki væru yfirleitt um 10% hópsins erfíðir nemendur. Mun betra væri að halda uppi aga ef raðað yrði í bekki eftir námsgetu. íslendingar eru í 18. sæti á Ól. ÍSLENDINGAR eru í 18. sæti með 10 vinninga eftir 5. umferð í Ólymp- íuskákmóti 16 ára ogyngri á Möltu. Rússar eru efstir með 17 vinninga af 20, því næst koma Grikkir með 15 vinninga, og [Jngverjar, Pólverj- ar, Úkraínumenn og Þjóðverjar eru í þriðja til sjötta sæti með 12'/2 vinn- ing. Bjöm Þorfínnsson vann sina skák, Bragi Þorfinnsson gerði jafn- tefli og Amar Gunnarsson og Matt- hías Kjeld töpuðu sínum skákum í fimmtu umferð. Bragi hefur unnið flestar skákir íslensku keppendanna eða 4 af 5, Jón Viktor 2 af 4, Matthías Kjeld 2 af 5, Arnar 1 af 5 og Björn einu skák sína. Yngri en 20 ára Helgi Áss Grétarsson gerði jafn- tefli við danska alþjóðameistarann Steffan Pedersen í fjórðu umferð Heimsmeistaramóts skákmanna 20 ára og yngri í Brasilíu á þriðjudag. Upp kom slavnesk vörn og var skákin í jafnvægi til enda. Eftir fjór- ar umferðir er Helgi í 11.-21. sæti með 2'/2 vinning. Efstir eru Georg- iev frá Búlgaríu, Vescovi frá Brasil- íu og Quatar-búinn A1 Modihaki með 3 'h vinning. Merkur áfangi í samgöngumálum Bundið slitlag milli höfuðstaða N ú þegar hægt er að aka á bundnu slit- lagi frá Vík í Mýrdal norður til Húsa- víkur vaknar sú spurn- ing hvenær þess sé að vænta að hægt verði að aka á slitlagi hringinn í kringum landið? „Eg get ekki svarað því á þessari stundu. Samgönguráðherra hef- ur gefið þá viljayfirlýs- ingu að hann vilji stefna að því að ljúka lagningu slitlags á hringveginn fyrir aldamót. Þetta er háð fjárveitingum.“ Hvað á eftir að leggja á stóran hluta af hring- veginum? 300 kílómetrar eftir „Það em um 300 kílómetrar ef ég man rétt. Hringvegurinn er 1.300-1.400 kílómetrar." Hvað hefur verið lagt á marga kílómetra á ári síðustu ár? „Það hafa verið 130-160 kílómetrar á ári síðustu ár. Þetta var meira fyrir nokkrum árum og fór þá yfir 200 kíló- metra.“ Hefur verið lögð sérstök áhersla á hringveginn umfram aðra vegi? „Það er nú kannski ekki hægt að segja það. Við höfum tekið fyrir þessa umferðar- þungu vegi líka. Við teljum að út af fyrir sig sé það rétt stefna. Það þurfi að taka fyrir annað aðalvegakerfi út frá hringveg- inum samhliða. í ár hafa hins vegar verið teknir fyrir nokkuð margir kaflar á hringveginum. Samtals verður lagt á um 150-160 kílómetra í ár.“ Vom þessir síðustu áfangar fyrir norðan erfiðir? „Það var endað á nokkrum dýrum köflum, þ.e. Bólstaðar- hlíðarbrekku og Bakkasels- brekku. Þetta voru dýrar fram- kvæmdir og hefur staðið í mönnum að ráðast í þær.“ Það hefur verið talað um að fara í nokkrar mjög dýrar vega- framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu. Má gera ráð fyrir því að það verði til þess að minna verði lagt af slitlagi á lands- byggðinni á næstu árum? „Það er sennilegt að það hafí áhrif í þá átt. Það verða áherslubreytingar í þessum efnum annað slagið. Hins vegar má einnig nefna að við höfum á síðustu ámm verið í mjög dýram framkvæmdum í sambandi við Jón Rögnvaldsson ►í VIKUNNI var lokið við að leggja bundið slitlag á veginn frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Þar með má heita að hægt sé að aka á bundnu slitlagi frá Vík í Mýrdal norð- ur til Húsavíkur. Einn af þeim sem unnið hafa að þess- um framkvæmdum er Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins. Jón er 55 ára gamall og hef- ur starfað hjá Vegagerðinni frá árinu 1964, en það ár lauk hann prófi í bygginga- verkfræði í Stuttgart. Jón var umdæmis- og deildar- verkfræðingur Vegagerðar- innar, en yfirverkfræðingur varð hann 1976. Jón sat í stjórn Skáksambands íslands 1982-1992 og var forseti þess 1990-1992. Eiginkona Jóns er Ásdís Björnsdóttir, banka- starfsmaður. Þau eiga tvö börn. eins göng undir Hvalfjörð. Þau verða reyndar fjármögnuð með öðrum hætti. Það er byijað á vegi milli Norðurlands og Aust- urlands. Þar er mikið verk óunnið, en verður merkur áfangi þegar honum lýkur. Það vantar hins vegar lítið til að ljúka gerð malbikaðs vegar frá Reykjavík austur til Hafnar í Homafirði. Það eru ekki eftir nema 12 kílómetrar. Það verð- ur merkur áfangi sem mun nást innan tíðar.“ Hvað kostar að leggja slitlag á einn kílómetra? ------- „Það er óskaplega Það er dýrt að mismunandi. Á sum- leggja slitlag um stöðum þarf að á þjóðvegi bygaa upp alveg ____________ nýjan veg en annars staðar duga minni- jarðgöng, bæði í Ólafsfjarðar- múla og nú síðast á Vestfjörð- um. Það kæmi m.a. til greina, yrði sú áherslubreyting að meira fjármagn færi í vega- framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu, að það yrði dregið úr jarðgangaframkvæmdum. Um þetta hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekin. Það er víða þörf á jarðgöngum." Jarðgöng stærstu verkefnin Hveijir era stærstu áfangar sem framundan eru í vegamál- um? „Það eru náttúrlega jarð- göngin, bæði fyrir vestan og háttar breytingar. Þetta getur því verið allt frá 5 milljónum og upp í 50 milljónir." Treystir þú þér til að giska á hvað vegurinn milli Reykja- víkur og Akureyrar kostar? „Nei, það treysti ég mér ekki til að gera. Þetta er dýr vegur. Hins vegar er þörf á að endurbæta þennan veg. Víða hefur verið gripið til bráða- birgðalausna, en yfirborðið er orðið þolanlegt.“ Er fólk ekki þakklátt fyrir að fá góðan veg um heima- byggð sína? „Jú, það held ég sé óhætt að segja. Góðar samgöngur skipta ákaflega miklu máli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.