Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um hreina kyn- þætti o g óhreina Opið bréf til Magnúsar Þorsteinssonar KÆRI Magnús! Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu sem þú hefur sett af stað um kynþáttamál. Mörgum fínnst að skoðanir eins og þínar ættu ekki að fá að sjást eða heyrast, af því að þær geta kynt undir fordómum og vakið kynþáttahatur. En nú hafa þær fengið að heyrast, og full ástæða er því til að snúast við þeim á þann hátt sem best hæfir: með rökræðu. Þegar ég var búinn að semja þetta bréf birtist orðsending til þín frá starfsbróður mínum Gísla Gunnars- syni. Ég tek undir hvert orð hans, en af því að ég nálgast málið á dálít- ið annan hátt, læt ég bréf mitt samt fara. Þú heldur því fram að þú sért ekki kynþáttahatari og segir að margir hafi sömu skoðanir og þú á kynþáttamálum. Hvort tveggja má sjálfsagt til sanns vegar færa. Á ýmsum evrópumálum er talað um rasisma, sem eiginlega þýðir kyn- þáttahyggja, það að leggja áherslu á mikilvægi kynþáttar, en það hefur oft verið þýtt á íslensku sem kyn- þáttahatur, og ekki alveg að tilefn- islausu, því að kynþáttahyggja leiðir einatt til haturs á öðrum kynþáttum. Það er ekki langt síðan kynþátta- hyggjan var tekin góð og gild af fólki sem hreint ekki vildi láta kenna sig við hatur á framandi kynþáttum. Við sumar virðulegar háskólastofn- anir á Norðurlöndum og víðar voru á fyrri hluta þessarar aldar rann- sóknarstofnanir sem fengust við kyn- þáttarannsóknir og menn veltu fyrir sér leiðum til að bæta kynstofna. Svo kom Hitler og kom óorði á þetta allt saman. En aftur og aftur hefur kyn- þáttahyggja, og reyndar kynþátta- hatur, því miður, látið á sér kræla í Evrópu og víðar, og þú hefur kvatt þér hljóðs um nauðsyn þess að vemda hreinleika hins norræna kynstofns. Mig langar þess vegna til þess að rökræða við þig og skoðanabræður þína um kynþáttahyggj- una í allri vinsemd. Mannkynið er allt af einni rót — um það eru Biblían og erfðafræðin sammála — en fólk hef- ur á löngum tíma greinst eftir útliti og menningu í ólíka kyn- þætti sem svo eru kallaðir, þótt erfitt sé, og raunar ókleift, að draga nokkur skýr mörk milli einstakra kynþátta. Sá sem ferð- ast um Norðurlönd kynni t.d. að verða í mestu vandræðum að skilgreina sérkenni nor- ræna kynstofnsins. Nema auðvitað að hann hafi fyrirfram ákveðið að hverju hann er að gá (ljósu hári og bláum augum t.d.) og taki ekki mark á öðrum einstaklingum en þeim sem samræmast þeirri ímynd. Samkvæmt kynþáttahyggjunni ganga flokksein- kenni að erfðum og þá ekki bara ytra útlit, svo sem háralitur og húð- litur, heldur einnig ýmis skapgerða- reinkenni. Kynþáttahyggjumenn gera sér grein fyrir því að kynþætt- irnir eru í raun og veru blandaðir, og þess vegna láta þeir sig dreyma um að hreinrækta kynþætti, og þá einkum sinn eigin, svo að eðliskostir hans megi njóta sín sem best. Fyrir- myndin er sótt til búfjárræktar. Hinu halda kynþáttahyggjumenn ekki á lofti að með hverri þjóð eða kyn- þætti er mikill munur einstaklinga að gáfum, skapgerð og hvers konar atgervi, en engum vísindalegum stoðum hefur tekist að renna undir tilgátur um að einn kynþáttur sé gáfaðri eða betur gerður en annar. Kynþáttahyggja byggist alltaf í raun á hugmyndum um að erfðaeig- inleikar eins kynstofns séu betri en annars og leiðir til að menn líta nið- ur á þá sem þeir telja af óæðri eða lakari kynþætti. Þaðan er stutt yfír í hatur, ef árekstrar verða. Andúð á fólki sem er frábrugð- ið því sem maður er vanur að útliti og hátt- um er afar rík í mann- eskjunni. En þroskað fólk reynir að sigrast á þessari andúð eins og myrkfælni og öðrum til- fmningum sem ekki eiga sér skynsamlegar orsakir og geta leitt menn til að gera alls konar vitleysu. Kynþáttahyggja get- ur virst meinlaus og jafnvel heillandi við fyrstu sýn, en þegar farið er að hyggja nánar að hvaða afleiðingar það hefði að beita henni af fullri samkvæmni, kemur annað í ljós. Kynræktun eða kynhreinsun verður ekki við komið nema einstaklingar séu sviptir frelsi sem búfé, annað- hvort með stjóm á makavali eða með því að hindra ákveðna einstaklinga í að eignast afkvæmi. Fátt þykja nú orðið sjálfsagðari mannréttindi en að einstaklingar fái að stofna til sam- bands við hitt kynið og eignast af- kvæmi, og okkur þykir nú líka sjálf- sagt að fólk fái að velja sér maka eftir eigin geðþótta, en sá geðþótti gengur einatt þvert á kynþáttamörk- in. Hreinræktun kynstofna, sem í raun gæti ekki orðið annað en hrein- ræktun ákveðinna útlitseiginleika, er ekki annað en rugl og hugarórar á okkar dögum, nema menn vilji taka upp harðúðugt einræði yfir persónu- legum málum. Hætt er líka við að þolinmæði kynbótamanna muni fljótt þijóta og gripið verði til þess ráðs að flýta fyrir með brottrekstri fólks frá eignum og óðulum, svo að ekki sé minnst á hina endanlegu lausn Hitlers gagnvart gyðingum. Lýðræðis- og menningarhefð Vésteinn Ólason Vesturlanda er reist á þeirri dýr- mætu hugmynd að hver og ein mann- vera sé í raun óviðjafnanleg, eitthvað einstakt. Fyrir kristnum mönnum felst gildi einstaklingsins í ódauð- legri sál, aðrir líta á þetta manngildi sem sjálfgefna frumforsendu menn- ingarinnar. Þess vegna á hver mann- vera að fá að njóta lífs síns og þeirra krafta sem í henni búa að svo miklu leyti sem það er hægt án þess að það komi niður á frelsi annarra. Af þessu leiðir að allir einstaklingar eru í raun jafnverðmætir, hvaða gáfur sem þeir hafa hlotið í vöggugjöf og hvernig sem þeir líta út. Við getum ekki bent á einn flokk manna og sagt að fólk úr þeim flokki sé göf- ugra eða betra, verðmætara, en fólk úr öðrum flokki. Við getum ekki metið einstaklinginn eftir því hvaða kynþætti við teljum að hann tilheyri. Það er ósiðlegt og leiðir til ills. Kyn- þáttahyggjan spillir okkur sjálfum og menningu okkar. í nafni hennar Biblían og erfðafræðin eru sammála um að mannkynið sé allt af einni rót, segir Vésteinn Ólason, sem staðhæfir, að kynþáttahyggja spilli okkur sjálfum og menningu okkar. hafa menn unnið hryllileg grimmdar- verk, sem mannkynið fær aldrei bætt fyrir, og því miður gerist það enn. Þýsku stúdentarnir sem sendu þér línu um daginn vita þetta vegna reynslu þjóðar sinnar, og af' því að þeir vilja Islendingum vel vara þeir við skoðunum sem oft heyrðust í landi þeirra í upphafi aldar. Þá töldu margir þær meinlausar og áhuga verðar, enda var þeim sjálfsagt stundum haldið fram án meðvitaðrar haturstilfinningar. Við vitum hvernig fór. Ef þér finnst þetta tal um mann- gildi nokkuð almennt, Magnús, og ef til vill fremur ópersónulegt, ekki í neinum tengslum við þínar skoðan- ir og tilfinningar — þú vilt bara hafa í kringum þig fólk af þínu eigin sauðahúsi — þá skal ég nú setja málið fram með persónulegu dæmi. ■ Fyrir tæpum aldarfjórðungi ættleidd- um við hjónin sex mánaða gamla stúlku frá Kóreu, og síðan hefur hún verið íslendingur; dálítið frábrugðin félögum sínum í útliti, en engum til meins né ama; okkur og mörgum öðrum ti! yndis og gleði. Nú er hún búin að eignast lítinn dreng sem á ljóshærðan íslenskan pabba. Þessi drengur er af óhreinum kynþætti samkvæmt þínum skoðunum, en lif- andis ósköp fínnst okkur hann hraustlegur og fallegur, og hrein- ræktaður einstaklingur. Við getum ekki fyrir okkar litla líf komið því inn í hausinn á okkur að íslandi eða ís- lensku þjóðinni hafi verið spillt með einhveijum hætti, þótt þessir ein- staklingar, sem ekki eru af „hreinum norrænum kynstofni", hafi bæst í hópinn. i Hingað flytur líka fólk á fullorðins- aldri úr ýmsum heimsálfum og af ýmsum ástæðum. Ég hef verið svo heppinn að hafa lítils háttar kynni af nokkrum nýbúum frá Víetnam sem komu hingað fyrir alllöngu. Þetta fólk hefur með aðdáunarverð- um dugnaði gerst nýtir íslenskir þjóð- félagsþegnar. Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp nýbúa sem hafa auðgað þjóðlíf okkar og menningu, og ég tala ekki um hve mörg dæmi væri hægt að taka um farsæla kyn- blöndun hjá öðrum þjóðum. En ég skal ekki lengja mál mitt með því. Ég býst við að þú, og kannski fleiri, spyiji nú hvort ég ætli að neita því að margs konar vandamál hafi fylgt innflutningi mikils mannfjölda úr öðrum heimsálfum til Evrópu. Nei, ég neita því ekki, en það hefur ekkert með hreinleika kynþátta að gera. Þau vandamál eiga sér efna- hagslegar, félagslegar og menning- arlegar ástæður. Ég veit því miður ekki hvernig á að leysa allan þann vanda sem stafar af örbirgð, ófrelsi og misrétti í miklum hluta heimsins, en ég held að meiri von sé til að við finnum á honum einhveija réttláta og mannúðlega lausn ef við höldum fast við þá trú að mannkynið sé eitt og hvert mannlíf óendanlega mikils virði en með því að mikla fyrir okkur mun kynþáttanna og byggja mann- held skilrúm milli þjóða og einstak- linga. | Með kærri kveðju, Reykjavík, 2. sept. 1994. Höfundur er prófessor ííslenskum bókmenntum. Dýr eru ekki skyn- lausar skepnur lega og á sómasamleg- an hátt, á dýrið að lifa. I þessu tilfelli var þáttur fréttamanna öm- urlegur og næstum óskiljanlegur. Hefðu þeir birt fréttina með það í huga að hún hafði verið til þess fallin að slíkir atburðir gerðust ekki oftar, hefði um- fjöllunin hugsanlega átt rétt á sér, en það var nú öðru nær. Það var ekki annað að sjá og heyra, en þetta skyldu böm taka sér til eftir- breytni. Nú er það svo að Grétar Eiríksson sleðum og murka úr honum lífið með því að aka yfir hann. Þá hljóp önnur hetjan með það í blöðin að honum hefði tekist með hjálp nokk- urra manna að króa af mink í húsakrók, þar sem hann vann á dýrinu með skóflu. Báðum þessum afrekum var vel lýst í blöðunum á sínum tíma með viðeigandi ljósmyndum. Eitt sinn var ég gest- ur á sveitabæ, þar sem fenginn hafði verið op- inber minkabani til að vinna greni. Um kvöld- FÖSTUDAGINNN 19. ágúst sl. birtist í DV stórfrétt (að mati blaða- manns) á öftustu síðu blaðsins ásamt stórri mynd af tveim drengum. Frétt- in flallaði um hvemig drengimir, sem báðir eru 7 ára, fóru að því að murka lífið úr mink, er þeir rákust á í fjör- unni í Hafnarfirði, þar sem þeir voru að leik. Fréttamönnum Stöðvar 2 þótti að slíkt afrek hefði þarna verið unnið að þeir gátu ekki látið sitt eftir liggja, svo haft var viðtal við drengina í aðalfréttatíma stöðvarinnar á laug- ardag, þar sem afrekið var mun bet- ur tíundað en hjá DV. Nú er það svo að það þykir ekki til afreka eða eftirbreytni meðal sæmilega siðaðs fólks að murka lífið úr dýrum með margs konar and- styggilegheitum. I þessu tilfelli er ekki við drengina að sakast, þama vora óvitar á ferð og eru þeim því fyrirgefin þessi mi- stök í von um að slíkt hendi þá aldr- ei aftur. En það eru viðbrögð fullorðna fólksins sem vekja undrun mína og margra annarra sem ég hefi heyrt tjá sig um fréttina. Maður hlýtur að spyija sig hver eða hveijir eru svo dómgreindarlausir að bera þetta í blöð og sjónvarpsstöð, (varla hafa drengirnir gert það) í stað þess að benda þeim á að þarna hafi verið framin verknaður sem ber að varast. Sé ekki hægt að aflífa dýr snögg- sumir era haldnir næstum sjúklegri löngun til að fá af sér birta mynd í blöðunum, svo ekki sé talað um að koma fram í sjónvarpi. Frétt þessi getur því hugsanlega orðið til þess að einfaldar sálir fari að reyna að leika þetta eftir í von um frægð. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem fréttamenn falla í þá gryfju að telja níðingsverk sem fram- in eru á svokölluðum meindýrum til afreka og hetjudáða. Er þá skemmst að minnast á drápið á ísbirninum á sl. ári. Fyrir nokkrum árum var frétt í einu dagblaðanna þess efnis að nokkrir menn hefðu unnið sér til „hetjudáðar" að elta uppi ref á vél- ið, er við nutum gestrisni hjónanna, skýrði minkabaninn frá því að annar fullorðni minkurinn hefði sloppið úr grenimT, áður en hann gat unnið öll dýrin. Hann sá hvar minkurinn faldi sig í gijóturð sem hann réði ekki við að umtuma og gat heldur ekki kom- ið við byssu. Hann kastaði því bens- ínsprengju inn í urðina og lýsti því svo fyrir okkur hvernig dýrið hljóp logandi hárlaust úr grjótinu. Þegar ég kvaddi hjónin á bænum sagði húsmóðirin við mig: „Þessi maður skal aldrei framar koma undir þak í mínum húsum." Tók bóndinn undir orð hennar og ítrekaði að því mætti treysta. Ég hef grun um að þau hafi gert minkabananum það vel ljóst Hafið ávallt í huga að dýr eru ekki skynlausar skepnur, segir Grétar Eiríksson, og hvetur unglinga til að umgang- ast þau með varfæmi o g velvilja. að nærvera hans yrði aldrei óskað aftur. Nú era sumir þeirrar hyggju að þar sem minkur og refur séu skaðleg meindýr, séu þeir réttdræpir. Á því geta menn haft ýmsar skoðanir, en það breytir ekki því að það er ekki sama hvernig farið er að. Við skulum hafa í huga að dýrið er aðeins mein- dýr þegar hagsmunir dýrs og manns fara ekki saman. Þá skal dýrið víkja. Nú er það afstætt hvað er meindýr og hvenær dýr verður meindýr. Það sem að okkar hyggju er meindýr í dag, getur orðið nytjadýr á morgun, og öfugt eins og dæmin sanna. Mink- ur og refur era t.d. hin mestu nytja- dýr réttu megin við girðinguna og er þá refsivert að gera þeim mein. Æðarfuglinn varð snögglega hið mesta illfygli í Norður-Noregi fyrir nokkrum áram, þegar það borgaði sig betur fyrir æðarbændur að rækta krækling (en hann er aðalfæða æðar- fuglsins), en að gera út á dúninn. Fóra bændur fram á það við norska stórþingið, að veittur yrði fjárhags- styrkur til fækkunar æðarfugls. Það era jarðir hér á landi, þar sem svartbakur og hettumávur teljast til hinna mestu nytjafugla. Það hefur sagt mér glöggur maður, að svart- baks- eða hettumávspar gefi jafn mikið af sér og æðarpar, sé það rétt nýtt til eggjátöku. Sé jörðin við fjörð er hugsanlegt að hinum megin við fjörðinn sé æðarvarp. Þannig fara I hagsmunir tveggja bænda illþyrmis- lega að rekast á. Við skulum því fara varlega í að fullyrða nokkuð um ' hvað er meindýr eða illfygli. í umfjöllun Stöðvar 2 um atburð þann, er varð upphaf þessa bréfs, hjó ég eftir því að fréttamaðurinn gat þess að drengirnir hefðu sýnt áhuga á náttúrufræði og sýndi hann nokkrar myndir af flugum, öðram skordýram sem þeir höfðu safnað, því til áréttingar og endaði svo frétt- ina með því að líkja þeim við David i Attenborough. Það væri óskandi að drengirnir og sem flestir aðrir tækju I Attenborough sér til fyrirmyndar og eftirbreytni. Þá myndu slíkir atburð- ir, sem fréttin lýsti, ekki gerast oft- ar. Því ekkert er Attenborough fjær en slíkur verknaður. Að lokum vil ég senda drengunum mínar bestu kvðjur með ósk um að þeir fari alltaf varlega í umgengni sinni við dýr. Hafí ávallt í huga, að dýr era ekki skynlausar skepnur eins i og sumir halda. Þau vita sínu viti. Að síðustu vil ég vekja athygli á I ágætri grein eftir Pál Bergþórsson veðurfræðing, Dauðaleikur, sem birt- ist í Lesbók Morgunblaðsins þann 20. ágúst sl. P.s. Síðan þessi grein var skrifuð og send Morgunblaðinu birtist 6. sept. sl. hjá sama blaði frétt frá Eyja- og Miklaholtshreppi um að varaoddvitinn hefði unnið þá hetju- dáð að aka yfir tvær tófur viljandi. Já, miklir menn erum við, Hrólfur minn. Höfundur er tæknifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.