Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8; SEPTEMBER 1994 23 nú stórglæsilegan miðbæ Hafnar- fjarðar. Einnig hefur verið deilt á mig fyrir að stuðla að því að reisu- legt verslunar- og þjónustuhúsnæði hafi risið í miðbænum með stuðningi bæjarins, sem fólginn er í ábyrgðum. Þær ábyrgðir eru að fullu tryggðar í húsinu. Hagsmunir bæjarins eru tryggðir. Starfsemi í þessu húsi, sem mun kalla til sín tugi nýrra starfa í verslun og þjónustu í Hafnarfirði, mun vonandi auðga allt athafnalíf í þessum efnum. Það eru líka hags- munir stjórnenda Hafnarfjarðarbæj- ar og allra bæjarbúa. Oflugt at- vinnulíf er forsenda framfara. Eftir því var unnið. Nú berast raunar af því fréttir að nýir stjómendur í Firð- inum vilji ganga mun lengra og kaupa hluta af þessu húsnæði fyrir hundruð milljónir króna fyrir skrif- stofur bæjarfélagsins. Það er auðvit- að stefnubreyting af þeirra hálfu og umdeilanlegt, en sýnir þó að þeir hafa áttað sig á mikilvægi öflugs miðbæjar og athafnalífs í góðum bæ. Listir og menning blómstra nú í Hafnarfirði sem aldrei fyrr. Það er reynt að gera tortryggilegt þótt öll þau mál hafi verið rakin margsinn- is og um þau íjallað í bæjarráði og meðal þeirra mála sem mjög voru ofarlega á baugi í síðustu bæjar- stjórnarkosningum. I skólamálum, félagsmálum, dag- vistarmálum, umhverfismálum og nánast öllum þjónustuþáttum við íbúa bæjarins hefur orðið bylting til hins betra. Það fmna allir Hafn- firðingar. Ég hygg að þessum óhróðri um mín störf í Hafnarfirði verði best svarað með því að vekja á því at- hygli, að Alþýðuflokkurinn var um 20% flokkur 1982. Undir minni for- ystu fékk hann 35% atkvæða 1986 og tók við stjórnartaumum í bæn- um. Eftir fjögurra ára stjórn fékk hann atkvæði nærri því annars hvers bæjarbúa, eða 48% og hreinan meirihluta. í síðustu kosningum fékk hann 38% atkvæða; næst- mesta atkvæðamagn sitt um ára- tuga skeið. Flestum ef ekki öllum ofangreindum málum og raunar miklu fleirum reyndu pólitískir and- stæðingar Alþýðuflokksins að þyrla upp í kosningabaráttunni. Svipað var raunar upp á teningnum í kosn- ingabaráttunni 1990. Þeim varð ekki ágengt. Þessar „uppljóstranir“ eru því ekki eingöngu ósannar, heldur líka gamlar „fréttir". Hafnfirðingar vita þúsundum saman um Hafnarfjörð fyrr og nú — um hinn öfluga bæ sem þeir búa í eftir átta ára stjórn jafnaðar- manna. Þeir muna hvernig var á árunum þar áður. Þar er ólíku sam- an að jafna. Það eru ofangreindar staðreyndir sem fara fyrir brjóstið á andstæðing- um Alþýðuflokksins og þeir telja affarasælast að ná sér niðri á for- ystumönnum hans með aðdróttunum og slúðursögum í slúðurblöð. Ein- hver hefði haldið að nýir stjórnendur í Hafnarfirði hefðu næg verkefni við að stjórna bænum og horfa fram á veg — leggja línur um það hvernig þeir ætla að þróa mál í Hafnarfirði næstu árin. Ekkert bólar hins vegar á því. Það er áhyggjuefni. Coit 1300 GLi 1.095.000. Lancer 1600 GLXi, sjálfskiptur 1.484.000.- Afmælisafsláttur á Mitsubishi r I tilefni 15 ára afmælis Mitsubishi á íslandi seljum við á næstunni takmarkað magn Mitsubishi bíla á hreint frábæru verði! Tryggðu þér bíl í tíma. Allt að 48 mánaða greiðslutími. X, Á Lancer GLXi 4x4, með sítengdu aldrifi. 1.790.000.- HEKLA Laugavegi 170 - 174 • Sími 69 55 00 ÚÐ A MITSUBISHI l . q írv.1 ao kc nn MOTORS Höfundur er félagsmálaráðherra. Scinni hluti greinar hans, sem fjallar m.a. um heilbrigðis- ráðherratíð hans, birtist í Morgunblaðinu á morgvn. M Y N D G Á T U A U G L Ý S I N G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.