Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 45

Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ Ný íslensk stuttmynd frumsýnd í kvöld HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ og Filmumenn hefja sýningar á nýrri íslenskri kvikmynd frá Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöld, í Há- skólabíói. Kvikmyndin heitir Negli þig næst og er um 40 mínútur að lengd. Hér er um að ræða gamans- ama spennumynd sem gerist að öllu leyti á Akureyri. Sakaður um morð Myndin fjallar um ungan, lau- slátan mann sem er skyndilega sakaður um að hafa myrt eina af þeim fjölmörgu konum sem hann hefur deilt rúmi með. Maðurinn reynir svo að hreinsa sig af þessum ásökunum en sekk- ur þá bara dýpra og dýpra í fenið. Auk Negli þig næst verður mynd- in Spurningin um svar sýnd (25 mín.). Þriðja mynd Filmumanna Negli þig næst var tekin sumar- ið 1993 á SP-Betu og öll eftir- vinnsla unnin veturinn 1993- 1994. Það er kvikmyndafélagið Filmumenn sem stendur að gerð myndarinnar og er hún þriðja myndin sem Filmumenn gera á jafnmörgum árum. Myndinni leikstýrir Sævar Guð- mundsson en hann leikstýrði einn- ig fyrri myndum Filmumanna. Handritshöfundur ásamt Sævari Guðmundssyni er Oddur Bjarni Þorkelsson sem samdi uppruna- legu söguna. Öll tónlistin í myndinni er frumsamin, þar á meðal eru tvö lög sem komist hafa hátt á vin- sældalistum, þ.e. Tómarúm með Fantasíu og Selmu Björnsdóttur og titillagið, Negli þig næst, sem Fantasía og Stefán Hilmarsson flytja. Tónlistina sömdu Trausti H. Haraldsson, Jón Andri Sigurð- arson og Borgar Þórarinsson. Þor- valdur B. Þorvaldsson útsetti tón- listina ásamt Fantasíu. Textana í þessum lögum samdi Oddur Bjarni Þorkelsson. í aðalhlutverkum kvikmyndar- innar eru þau Hafþór Jónsson, Amar Tryggvason, Kristján Krist- jánsson, Hanna Ólafsdóttir og Tinna Ingvarsdóttir. __________________________FRÉTTIR Englafræðingur heldur fyrirlestur o g námskeið versluninni Betra Líf í Borgarkringlunni. Bandaríkjakonan Karyn Martin-Kuri er einn þekktasti „engla- fræðingur" heims í dag. Hún hefur upplif- að nærveru englanna frá barnæsku og unnið með englaorkuna í rúmlega 25 ár, bæði sem fyrirlesari og í einstaklingsráðgjöf. Hún var í forsvari fyr- ir fyrstu „englaráð- stefnunni" í Banda- ríkjunum árið 1992, þeirri næstu árið 1993 og fýrstu alþjóðlegu svo upp á einkatíma. Skráning á ráðstefnunni um engla á Italíu í námskeið og í einkatíma, svo og maí á þessu ári, segir í frétt frá allar nánari upplýsingar, er að fá í Nýaldarsamtökunum. KARIN Martin-Kuri dvelur á vegum Nýald- arsamtakanna á ís- landi dagana 9.-15. september. Hún heldur fyrir- lestur í bíósal Hótels Loftleiða föstudags- kvöldið 9. september kl. 20.30 og fjallar um tengsl fólks við vernd- arengil sinn. Helgina 10. og 11. september heldur hún námskeið og kennir hvemig hægt er að breyta eig- in lífi með aðstoð engl- anna. Dagana 12.-15. september býður hún Karin Martin-Kuri englafræðingur. F.v. Eiríkur Þorsteinsson, BV, Ingvar Valdimarsson, Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar, Jón Gunnarsson, Gunnar Bragason, Bjarni Axelsson, Björn Hermannsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, Bjarni Sighvatsson, Aðalsteinn Leifsson, Arnfinnur Jónsson, Magnús Eggertsson, BV, og Gunnlaugur Erlendsson, BV, um borð í Þór. 50. st|órnarfundur Landsbjargar STJÓRN Landsbjargar hélt 50. fund sinn í Vestmannaeyjum föstudaginn 26. ágúst sl. en samtökin vom stofn- uð á Akureyri 28. september 1991. í Vestmannaeyjum starfar elsta björgunarsveit landsins, Björgunar- félag Vestmannaeyja, stofnuð 1918. Hún er aðildarsveit Landsbjargar og ein öflugasta björgunar- og hjálpar- sveit hér á landi. A síðasta ári festu Björgunarfélagsmenn kaup á nýjum og öflugum björgunarbáti, björgun- arskipinu Þór. Bátur þessi er tæplega 15 m. langur og er með tvær 480 hestafla Volvo Penta vélar. Gang- hraði hans er a.m.k. 30 mílur á klst. I bátnum eru sæti fyrir 16 farþega en einnig er unnt að flytja 3 menn á sjúkrabörum. í áhöfn Þórs em venjulega 4-6 menn. Björgunarskip- ið Þór er þannig einn öflugasti björg- unarbátur okkar íslendinga. Stjórn Landsbjargar lýsti á fundi í Vest- mannaeyjum yfír mikilli ánægju með þetta þrekvirki en björgunarskipið Þór kostar nú fullbúið 34 milljónir króna og voru kaupin að langmestu leyti fjármögnuð með sjálfsaflafé Björgunarfélagsmanna. Ólafur Proppé formaður Landsbjargar færði Björgunarfélagi Vestmannaeyja 2.000.000 kr. sem stjóm Landsbjarg- ar ákvað að veita úr styrktarsjóði Landsbjargar til kaupanna á Þór. FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 45 ' * ÚTIVISTARFÓLK, vant og óvant hestum, er boðið velkomið i hrossasmölun á Laxárdal. Reiðhestar verða við hæfi. Austur-Húnavatnssýsla Almenningi boðið 1 hrossasmölun FJÓRÐA haustið í röð bjóða bænd- ur í A-Húnavatnssýslu gestum, hestamönnum og óvönum að taka þátt í hrossasmölun. Smalað verður á Laxárdal við Blönduós fyrir há- degi laugardaginn 17. september. Því næst er stóðið rekið að Skrapa- tungurétt og um kvöldið snæðir hópurinn saman á Hótel Blönduósi. Réttarstörf hefjast um kl. 10 að morgni sunnudagsins 18. septem- ber og standa frameftir degi. Inn- heimt er pakkaverð fyrir eftirtalda þjónustu: ferðir, reiðhesta við hæfí hvers og eins, reiðtygi, leiðsögn, nesti, málsverð og gistingu í tvær nætur. Hægt verður að velja um bændagistingu á Geitaskarði í Langadal eða gistingu á Hótel Blönduósi. Á hótelinu og Geita- skarði má fá allar nánari upplýs- ingar. FORELDRA OG B A R IN A Nú er að heijast námskeið þar sem foreldrum Wilhelm Norðfjörð gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: •aðstoða börn sín við þeirra vandamál. •að leysa úr ágreiningi án þess að beita vaidi. •byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. Hugo Þðrísson Upplýsingar og skráning eftir kl. 16.00 og um lielgar í síma 621132 og 626632.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.