Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H JPtripraM&Ml STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. SEXTÍU ÁRA SÓKN í BARENTSHAF VEIÐAR íslendinga í Barentshafi síðustu misseri hafa hleypt illu blóði í frændur okkar Norðmenn. Þeir hafa stór orð um að íslenzkir sjómenn virði ekki norsk boð né bönn um veiðar á þessu hafsvæði; taki nánast afla þar ófrjálsri hendi. Þeir staðhæfa meðal annars að íslendingar eigi ekki hefðarrétt til veiða norður þar, en slíkan rétt tengja þeir veið- um á svæðinu síðustu tíu árin, sem verður að teljast furðu skammur tími í tengslum við „sögulegan rétt“. íslendingar byggja ekki veiðar sínar í Barentshafi á hefðar- rétti, enda viðurkenna þeir ekki slíkan rétt annarra á íslands- miðum. Þeir telja sig vera að veiða á alþjóðlegu hafsvæði með sama rétti og aðrir, sem þangað sækja afla. Þeir hafa jafn- framt marglýst því yfir að þeir vilji semja um ábyrga heildar- veiði á svæðinu, með og ásamt samningum milli þjóðanna um önnur álitaefni, svo sem veiðar á karfa á Reykjaneshrygg, veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum, veiðar á loðnu og veiðar á rækju á Dohrnbanka. Það vekur hins vegar furðu þegar talað er um hefðarrétt að Norðmenn slá nánast þagnar- striki yfir fyrri veiðar íslendinga í Barentshafi, sem staðið hafa með hléum allar götur síðan 1930. í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag er ítarleg fréttaskýr- ing um veiðar íslendinga á þessu umdeilda hafsvæði. Þar kem- ur fram að íslendingar hófu þorskveiðar norður þar árið 1930, sem stóðu með hléum í þrjá áratugi. Það voru stærstu togarar íslendinga á þeim tíma, Hannes ráðherra og Garðar, sem hófu þessar sögulegu veiðar, en fyrir voru bæði frönsk og rússnesk veiðiskip á miðunum við Bjarnarey. A ofanverðum sjöunda áratugnum tók síðan síldarflotinn upp þráðinn. Og árið 1975 sóttum við 25 þúsund tonn af ioðnu í Barentshafið. „Oftast var veitt vestast í hafinu við Bjarnarey og Svalbarða," segir í fréttaskýringu blaðsins, en „einhver skip voru þó á þeim slóð- um sem í dag kailast Smugan og önnur fóru austar, jafnvel svo langt að sást til Novaya Zemlya. Undantekningarlaust fengu íslenskir sjómenn að draga fisl? úr sjó óáreittir, enda var þetta löngu fyrir daga 200 mílna landhelginnar." í fréttaskýringu blaðsins er saga íslenzkra veiða í Barents- hafi rakin mun ítarlegar en hér er eftir haft. „Það hefur ein- kennt sögu íslenzka fiskveiðiflotans á þessari öld,“ segir í niður- stöðum frásagnarinnar, „að þegar illa hefur fiskast á heima- miðum hefur alltaf verið sótt á fjarlæg mið.“ Þjóð, sem bygg- ir atvinnu og afkomu á veiðum og vinnslu nytjafiska í jafn ríkum mæli og við íslendingar, á vart annarra kosta völ þegar heimamið bregðast. Það sem hefur breytzt er á hinn bóginn það að nú er réttur okkar til veiða í Barentshafi dreginn í efa. Við byggjum veiðisókn okkar á þessi norðlægu mið að vísu ekki á hefðarrétti, heldur á sóknarrétti á alþjóðleg haf- svæði. En Ijóst er engu að síður, hvað svo sem herskáustu Norðmennirnir í þessum veiðiréttarmálum segja, að íslenzkir sjómenn hafa með hléum sótt á þessi umdeildu norðlægu mið í iiðlega sex áratugi! Það hefur vafizt fyrir íslendingum, sem hafa ríkulegan áhuga á norrænu samstarfi, að íslenzk fiskiskip eigi ekki, að mati norskra stjórnvalda, að fá að sitja við sama veiðiborð á þessu hafsvæði og ýmsar aðrar þjóðir, til að mynda Pólverjar. Að vísu má ekki gleyma því að um þijátíu af hveijum hundr- að Norðmönnum töldu í skoðanakönnun að íslendingar ættu rétt til einhverra veiða á Svalbarðasvæðinu. En ríkisstjórn norskra sósíaldemókrata og meirihluti Norðmanna í tilvitnaðri skoðanakönnun hafa tekið afdráttarlausari afstöðu gegn veiði- hagsmunum fámennustu sjálfstæðu Norðurlandaþjóðarinnar, sem háðust er sjávarútvegi allra þjóða við Norður-Atlantshaf, en eðlilegt verður að teljast, sérstaklega í ljósi þess að réttur Norðmanna til yfirráða á þessu úthafi er vægt til orða tekið umdeilanlegur — og alls ekki viðurkenndur. Allar götur frá því ísland var numið frá Noregi fyrir meir en ellefu öldum hafa Islendingar og Norðmenn ræktað sín í milli frændsemi, menningarleg tengsl og vináttu. Það segir sína sögu um þessi gamalgrónu tengsl þjóðanna, að íslenzkir sagnaritarar skráðu fyrr á öldum Noregssögu af engu minni alúð og vandvirkni en íslandssögu. Með sameiginlega sögu að baklandi, í Ijósi norrænnar samvinnu á 20. öldinni og þeirr- ar staðreyndar, að báðar þjóðirnar teljast í fremstu röð lýðræð- isþjóða, ættu þær að geta sett niður deilur sín á milli við samn- ingaborðið. Þær — sem og aðrar fiskveiðiþjóðir við Norður-Atl- antshaf — þurfa að ná heildarsátt um ábyrga og skynsama nýtingu nytjastofna sjávar á þessum svæðum, þ. á m. þorsks, karfa, loðnu og síldar. í þeim efnum má hlutur Islendinga, sem eiga nánast allt sitt undir sjávarútvegi komið, ekki eftir liggja. Og sízt af öllu ættu Norðmenn að níðast á íslendingum einum þjóða. Það er a.m.k. ekki þjóðareining um það í Noregi — hvað sem Gro Harlem líður! GRUNNSKÓLAR Hver á að borga aukinn kostnað? Heildarkostnaður við grunn- skólann var á árinu 1993 tæplega 9,9 milljarðar. Hlutur ríkisins var rúm- lega 5,2 milljarðar og hlutur sveitarfélaga tæplega 4,7 milljarðar. Hlutur sveitarfélaganna skiptist þannig að um 3,2 milljarðar fóru í rekstur og 1,5 milljarður til fjárfestinga. Nú er talað um að sveitarfélögin taki við nær öllum kostnaði við rekstur grunnskólans eða sem nemur 4,9 milljörðum. Rík- ið mun áfram sinna verkefnum sem kosta rúmar 300 milljónir. Þeirra stærst er rekstur Námsgagnastofn- unar. Þó að þessar tölur liggi á borðinu eru menn ekki alveg sammála um hvað rekstur grunnskólans kostar eða öllu heldur hver kostnaðurinn verður í framtíðinni. Það liggur fyrir að ef öll ákvæði grunnskólalaga yrðu látin koma til framkvæmda yrði kostnaður við rekstur grunnskólans um 400 milljónum hærri en hann er í dag. Þá hefur ekki verið tekið tillit til þess kostnaðar sem fylgir frum- varpi til nýrra grunnskólalaga, en frumvarpið verður lagt fram á Al- þingi í haust. Tilfærslunni fylgir hagræðing Olafur G. Einarsson, menntamála- ráðherra, sagði að taka yrði tillit til nýrra grunnskólalaga þegar tekju- stofnar yrðu fluttir til ______ sveitarfélaga í tengslum við þetta mál. Hann sagð- ist gera ráð fyrir að nokk- ur hagræðing yrði af til- færslunni og eðlilegt væri Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, segist ekki geta lofað því að undirbúningi að færslu grunn- skólans til sveitarfélaganna verði lokið um næstu áramót eins og kennarar og sveitarstjórnarmenn vilja. Hann segir þó í samtali við Egil Ölafsson að engin ástæða sé til að fresta málinu. Kostnaður við grunnskóiann mun aukast að sú hagræðing skiptist á milli rík- is og sveitarfélaga. Hann vildi þó e.kki nefna tölur í þessu sambandi. Ólafur sagðist heldur ekki geta svar- að því hvað sveitarfélögin fengju marga milljarða við tilfærsluna, en það væri alveg ljóst að það yrði að taka tillit til framtíðarkostnaðar við rekstur grunnskólans þegar dæmið yrði gert upp. Það þyrfti að taka tillit til nýrra laga og nýs kjarasamn- ings við kennara. Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði fyrir ári og hafði það verk- efni að meta kostnað við flutning grunnskólans leggur til að sveitarfé- lögin fái aukna hlutdeild í stað- greiðslunni sem nemur 2,2-2,4%. Sveitarstjórnarmenn eru ekki fylli- lega sammála um hvort þetta er nóg. Ólafur G. sagði ekki óliklegt að tekjur verði fluttar til sveitarfé- laga í þrepum. Mörg sveitarfélög ráði ekki við kostnað við einsetningu grunnskólans og taka verði tillit til þess. Hver á að skattleggja? Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var á Akur- eyri'í siðustu viku heyrðust þær radd- ir að sveitarstjórnarmenn ættu ekki að vera að velta þessu máli fyrir sér öllu lengur heldur taka við grunn- skólanum eins og dæmið stæði í dag. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, sagði að ef rekstur grunnskólans kallaði á meiri fjármuni ættu sveitarstjórnarmenn einfaldlega að hækka skatta í stað þess að krefjast þess af ríkinu að það hækkaði skattana fyrir þá. Margir sveitarstjórnarmenn gagn- rýndu þetta viðhorf harðlega og bentu á að aðstæður sveitarfélag- ________ anna til að takast á við þetta verkefni væru mis- jafnar. Mörg sveitarfélög hefðu þurft að leggja tugi milljóna í atvinnulífíð. Sel- “““ tjamarnes hefði ekki þurft leggja krónu í atvinnulífið en að skólanna. Eins og nærri má geta er kennurum umhugað um að halda sínum réttindum þegar nýr aðili fer að greiða þeim laun. Jafnframt hafa þeir hug á að nota tækifærið og krefjast hærri launa, en óánægja er meðal kennara með launakjör sín. Menntamálaráðherra hefur raunar bent kennurum á að með þessari til- færslu skapist aðstæður fyrir kenn- ara til að bijótast út úr núverandi launakerfi. Þetta gerði hann í viðtali í Morgunblaðinu 10. apríl í vor. Ólafur G. sagðist standa við þessa yfirlýsingu, en hann sagðist ekki vera sannfærður um að nýr kjara- samningur þyrfti endilega að leiða til þess að heildarlaunakostnaður myndi aukast. Það þurfi að breyta sjálfu kerfinu í þá veru að hætta að greiða kennurum fyrir hvert viðvik, heldur semja um föst laun. Þetta muni m.a. leiða til þess að yfirvinna kennara minnki. „Þegar um er að ræða gjörbreytt fyrir- ___________ komulag á vinnutilhögun þá viðurkennir auðvitað viðsemjandinn að það verði að bijóta upp samningana. Eg hef sagt að kennarar Staðai félaga mis hefði fengið um 40 milljónir auka- lega í tekjur með breytingu á tekju- stofnalögum sem gerð var á síðasta vetri. Samband sveitarfélaga hefur krafist þess að tekið verði tillit til misjafnrar stöðu sveitarfélaga við tilfærsluna. Fullur vilji er til þess hjá ríkisvaldinu að verða við þessum kröfum. Þegar liggja fyrir tillögur um að hluti staðgreiðslunnar renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og að reglum um framlag úr sjóðnum verði breytt. eigi að notfæra sér þetta tækifæri til þess að bijótast út úr þessu launa- kerfi opinberra starfsmanna,“ sagði Ólafur. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að vissulega væri hugur í kenn- urum að knýja á um hærri laun í þeim kjaraviðræðum sem framundan væru. Hann sagði nauðsynlegt að hefja samningavinnuna strax, en tók jafnframt fram að ekki yrði hægt að ljúka henni fyrr en ljóst væri hvernig ný grunnskólalög litu út. Fara kennarar á biðlaun? Kennarar vilja hærri laun Togstreitan milli ríkis og sveitar- félaga um flutning grunnskólans til sveitarfélaga snýst ekki síst um laun kennara og annarra starfsmanna Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um lífeyrismál og réttindamál kennara skilaði skýrslu í vor, en efni hennar hefur enn ekki verið gert opinbert. Eiríkur sagði að þessi réttindamál kæmu til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.