Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Fulltrúi Egyptalands harðorður á Kaíró-ráðstefnu Páfagarður sakaður um Kaíró. Reuter. GESTGJAFAR mannfjöldaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaíró, Egyptar, sökuðu í gær fulltrúa Páfagarðs um að vilja ráðskast með umheiminn. „Við virðum Páfagarð, við virðum páfann en við sættum okkur ekki við að nokkur þröngvi skoðunum sínum upp á aðra. Ef þeir ætla ekki að semja um málin hvers vegna komu þeir þá?“ spurði Maher Mahran er fer með fólks- fjölgunarmál í stjóm landsins. Páfa- garður er nú í fararbroddi fáeinna kaþólskra ríkja, einkum í Rómönsku Ameríku, sem neita að samþykkja málamiðlun er náðist á þriðjudag um fáeinar setningar í 114 blað- síðna yfirlýsingu ráðstefnunnar. Umrædd ríki vilja kveða skýrar á um bann við því að fóstureyðingar verði notaðar sem ráð við ofijölgun. Mahran sagði Egypta vilja leyfa fóstureyðingar eingöngu í þeim til- vikum er líf móður væri í hættu. Hann réðst á bókstafstrúarmenn múslima sem hafa gagnrýnt ráð- stefnuna harðlega fyrir meintan stuðning lokaskýrslunnar við fóst- ureyðingar og lauslæti. Hann sagði að þeir hefðu ekki einu sinni lesið skýrsluna. Einhveijum hefði allt í einu dottið í hug að segja að ráð- stefnan væri siðlaus. „Síðan höfum við leyft öllum sem vilja ráðast á þróun, fjölskylduáætlanir og an'nað gott að Ieika hér lausum hala... Það hefur sljákkað nokkuð í þeim núna, þeir eru að ná lendingu, von- andi ekki brotlendingu". Aróðursstríð Fulltrúar á ráðstefnunni rekast hvarvetna á áróðursspjöld hópa, annars vegar þeirra sem vilja banna allar fóstureyðingar og telja fóstrið eiga að njóta mannréttinda alveg frá getnaði, hins vegar hópa sem ósveigjanleika ^ Reuter KYNNINGARBÁSAR tveggja hópa sjást hér hlið við hlið á svæði þar sem frjáls félagasamtök halda fundi sína á Kaíró-ráðstefnunni. Annar er hlynntur rétti til fóstureyðinga, hinn á móti. vilja leyfa konum að ákveða sjálfar hvort þær vilji fóstureyðingu. Marg- ir vilja að aðgerðin sé kostuð af ríkinu; fátækt eigi ekki að stjórna valinu. Daginn fyrir ráðstefnuna hvatti Nafis Sadik, stjórnandi hennar, fréttamenn til þess að líta ekki á atburðinn sem fund um fóstureyð- ingar, þá myndu þeir láta eitt eða tvö deiluefni skyggja á megin- markmiðið sem var að fjalla um offjölgun í heiminum og ráð við henni. Viðvörunarorð Sadiks hafa ræst. Tillitssöm ráðgjöf í síðustu útgáfu væntanlegrar lokayfirlýsingar er því skýrt vísað á bug að fóstureyðingar geti verið þáttur í fjölskylduáætlunum er hafa að markmiði að draga úr offjölgun. Aðildarríkin eru hvött til að sinna vanda þeirra kvenna sem láta eyða fóstri án þess að allrar varúðar sé gætt og læknishjálp sé viðunandi. Ríkin eru einnig hvött til þess að efla fjölskylduáætlanir til þess að dregið verði úr fóstureyðingum. Leggja verði þunga áherslu á að koma í veg fyrir óæskilega þungun og konur eigi að hafa aðgang að vandaðri og tillitssamri ráðgjöf. Páfagarður, sem einnig berst gegn getnaðarvörnum, vill að bætt verði við setningu þar sem segir að ekkert í lokaskjalinu megi skilja sem svo að verið sé að „lögfesta á alþjóðlegum vettvangi réttinn til fóstureyðinga". Bandaríkin og fleiri ríki fullyrða að andstöðuríkjuunum hljóti að að nægja að láta bóka andstöðu sína við ákveðna hluta skjalsins, þ.e. setningar þar sem vikið er að fóstureyðingunm. Bretland Vilja þjóð- aratkvæði um forseta Lundúnum. The Daily Telegraph. UNGLIÐAHREYFING Frjálsra demókrata í Bretlandi hefur lagt til að efnt verði til þjóðaratkvæðis um hvort leggja beri konungdæm- ið niður eftir daga Elísabetar drottningar og kjósa forseta, sem ekki hafí framkvæmdavald. Tillaga ungliðanna verður rædd á flokksþingi Fijálsra demókrata eftir tíu daga._ Tillagan olli upp- námi innan Ihaldsflokksins og Verkamannaflokksins og nokkrir þingmenn þeirra sögðu tillöguna til marks um að Fijálsir demó- kratar væru „á villigötum". Charles Kennedy, forseti Fijáls- lyndra demókrata, kvaðst ekki vera hlynntur því að konungdæm- ið yrði afnumið en sagði rétt að ræða þetta mál vegna fréttaflutn- ingsins að undanförnu um hneykslismál barna drottningar- innar. Umræðan á meðal Frjálsra demókrata er sögð sýna þann skaða sem hneykslismálin hafa valdið konungdæminu. Reuter Hlé gert á viðræðum HLÉ var gert á viðræðum Bandaríkjamanna og Kúbu- manna um málefni flóttamanna frá Kúbu. Var það gert til þess að aðalsamningamaður Kúbu, Ricardo Alarcon, gæti snúið heim til þess að ráðfæra sig við stjórnvöld í Havana um framhald samninganna. Búist er jafnvel við að viðræður, sem liófust sl. fimmtudag í Was- hington, verði hafnar að nýju á morgun eða laugardag. Warren Christopher utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sagði að viðræðurnar hefðu til þessa verið gagnlegar og einungis væri um að ræða stutt hlé en ekki snurðu. Hermt er að enn sé hyldýpisgjá milli sjónar- miða. Bandaríkjamenn hafa boðist til að veita allt að 20.000 Kúbumönnum landvist á ári gegn því að stjórnin í Havana stöðvi flóttamannastraum frá landinu. Myndin var tekin í gær af fyrstu flóttamönnunum sem flogið var með til búða í banda- rískri herstöð í Panama. Ætl- unin er að flytja þangað allt að 10.000 Kúbumenn sem dvelj- ast nú í Guantanamo-herstöð- inni á Kúbu. 10.000 látnir í Alsír FORSETI Alsír, Liamine Zeroual, sagði í gær að um 10.000 manns hefðu látið lífið í óöldinni í landinu á síðustu 2'h ári. Það er mun meira en áður hefur verið sagt frá opin- berlega. Yfirvöld reyna nú að semja við öfgasinnaða músl- ima um frið í landinu. Skattur g,eg,n tannlæknum ÍTÖLSK skattayfírvöld hafa nú ákveðið að beina spjótum sínum að tannlæknum í bar- áttu sinni gegn skattsvikum. Áætlað er að heiidar tekjutap ítalska ríkisins af völdum skattsvika nemi um 100 tril- ljónum líra (4500 milljarðar króna) á ári. Ekki var gefin nein skýring á því hvers vegna tannlæknar er teknir fram yfir t.d. stjórnmálamenn og endur- skoðendur. Dauðalisti glæpamanna ÁSTRALSKUR stjórnmála- maður er nú í felum eftir að hann lýsti því yfir að morð á starfsbróður hans í vikunni hefði verið af pólitískum or- sökum en ekki tengt asískum glæpasamtökum eins og talið hefur verið. Um væri að ræða pólitíska valdabaráttu glæpa- foringja frá Víetnam. Segist stjórnmálamaðurinn vera næstur á dauðalistanum. Hæstir skattar í Lúxemborg ÞRÁTT fyrir að Danir greiði hæstu skattana og að Frakkar verði að láta mest af hendi til félagsmála greiða Lúxem- borgarar hins vegar hæsta heildarskatta, beina og óbeina. Námu þeir 52,7% af innan- landsframleiðslu á síðasta ári. Lægstir eru heildarskattar í Bretlandi, 31,9%. PLO-lögregla gegn Jihad PALESTÍNSKA lögreglan stendur nú fyrir fjöldahand- tökum á öfgasinnuðum mú- slimum í Jihad-samtökunum, sem myrtu ísraelskan her- mann í vikunni. Eru handtök- urnar tilkomnar vegna þrýst- ings ísraelskra yfirvalda. Tals- menn Jihad segja að hinir handteknu séu ekki skæruliðar heldur úr stjórnmálaarmi sam- takanna en 49 manns hafa verið handteknir. Asakanir um samstarf við kommúnista HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og Rudolf Scharp- ing, leiðtogi sósíaldemókrata, deildu í gær hart á þýska þing- inu og sökuðu hvorn annan um óviðurkvæmilegt makk við austur-þýska kommúnista. Sakaði Kohl Scharping um að ætla að mynda stjórn með stuðningi afturbatakommún- ista. Scharping sagði flokk Kohls hins vegar hafa innlimað austur-þýska kristilega demó- krata, þrátt fyrir að stuðning þeirra við stjórn kommúnista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.