Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 41 OLAFURINGVIEYJOLFSSON + Ólafur Ingvi Ey- jólfsson frá Sól- heimum fæddist 18. júní 1915. Hann lést í Landspítalanum 25. júní síðastliðinn. Hann var elstur fjög- urra barna þeirra Sigríðar Ólafsdóttur og Eyjólfs Jónasson- ar frá Sólheimum. Yngri börn þeirra eru Ingigerður, Guð- rún og Una, en hún er látin. Hálfsystkini samfeðra Ingva eru Steinn og Sigríður Sólbjörg, en hún er nýlátin. Ingvi átti 10 börn, 28 barnabörn og þrjú langafabörn. Fyrsta barn sitt átti hann með fyrri konu sinni, Margréti Guðmunds- dóttur', Svan, sem er kvæntur Rut Einarsdóttur og eiga þau tvær dætur, Helgu Björgu og Hörpu Rut. Helga á tvö börn, Heiðar Má og Unu Svöfu. En með eftirlifandi konu sinni, Helgu Guðbrandsdóttur, átti hann níu börn. Arndís Eria, gift Bjarna Asgeirssyni og eiga þau fjögur börn, Emmu, Asgeir, Ingibjörgu og Eyjólf Ingva. Sig- ríður, gift Jóhanni Birni Þórar- inssyni og eiga þau þrjú börn, Margréti Ónnu, Vilborgu Þór- unni og Aslaugu Helgu. Gerður var gift Birni Björns- syni, börn þeirra eru Ólafur, Hólm- fríður Birna, Gunn- ar Ægir og Helga Una. Barn Hólm- fríðar heitir Karen. Lilja, gift Guðmundi Magna Guðmunds- syni og eiga þau fjögur börn, Þor- stein, Ingva Steinar, Gunnhildi og Berglindi. Sóley, gift Guðmundi Sigurðssyni og eiga þau þijú börn, þau eru yalurj Sigurður Þór og Sigríður Ása. Ólöf, gift Jóhanni Gísla Jó- hannssyni og eiga þau fjögur börn. Þau eru Eyrún Björk, Ragnheiður ír, Helga Rún og Guðlaug Margrét. Eyjólfur, kvæntur Sigurdísi Guðmunds- dóttur og eiga þau tvö börn, Guðnýju Ósk og Heiðar Ingva. Guðbrandur, ógiftur og barn- laus. Áslaug, maki Máni Laxdal og eiga þau eina dóttur, Ingheiði Brá. Útför Ólafs Inga fór fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum. INGVI VAR á Hvanneyri tvo vetur og lærði búfræði. Hann hafði góðar gáfur og nýttist vel öll þekking. Á þessari öld mikilla framfara og breyttrar hugsunar átti Ingvi alltaf auðvelt með að tileinka sér ný sjón- armið. Má þar nefna landgræðslu og önnu framfaramál. Hann var sannar- lega barn síns tíma þó römm væri sú taug er batt hann við átthagana alla tíð. Hún slitnaði aldrei meðan hann lifði. Móður sína missti Ingvi aðeins ellefu ára gamall og hefur móðurmissirinn verið hinum ungu systkinum sár. En með góðra manna hjálp, svo sem afasystur þeirra Salóme Guðbrandsdóttur, sem alltaf var til taks, ólust þau upp í Sólheim- um en Una yngsta systirin var sett í fóstur. Ingvi var stoítur af uppruna sínum. í landi Auðar djúpúðgu er hjálparhöndin mönnum töm. Þeir liggja ekki á liði sínu þeir Dalabræð- ur og skammast sín ekkert fyrir að gefa eða þiggja. Og fljótt brugðust þeir við þegar brann í Sólheimum og fjölskyldan stóð uppi svo til alls- laus, úr því var bætt með skjótum hætti. Hver sveit hefur sín sérein- kenni og mótast menn af umhverfi sínu og þannig mótaðist frændi af hugarfari drengskapar. Öll eru börn- in hin mannvænlegustu og eru þau foreldrum sínum til sóma hvar sem á er litið. Svanur, elsti sonur Ingva, hefur verið föður sínum traustur son- ur, engu síður en hin börnin og átt sinn þátt í að skapa þá heild sem þessi stóra og samheldna fjölskylda er. Hann sýndi föður sínum mikla umhyggju í hans erfiðu veikindum. Ingvi frændi bar þess merki alla tíð að hann undi glaður við hlutskipti sitt að yrkja jörðina og koma sínum afkomendum á legg. Það þurfti þó oft mikla þrautseigju og kjark til að takast á við amstur og þá ábyrgð sem því fylgir að koma á legg stórum barnahóp, en hann var ekki einn um það. Helga, kona hans, er einhver iðjusamasta kona sem ég hef kynnst og henni fellur aldrei verk úr hendi. Hún er með eindæmum nýtin með það sem hún hefur handa á milli og öll börnin þeirra níu að tölu fengu alla þá umhyggju og ástúð sem hugs- ast getur. Sama má segja um önnur börn er voru undir þeirra umsjá. Það var alltaf eitthvað staðfast og traust sem mætti manni þegar við heimsótt- um Ingva og Helgu. Fátækt og ríki- dæmi breytti ekkert þeirra heimili. Ingvi var mikill grínisti en fór vel með það. Hann gat oft lumað á hnyttnum svörum, og glettnin skein svo skemmtilega úr bláum augum hans. Hlýtt hjarta hans sló í takt við gróandann í jörðinni og sálinni. Hann var notalegur maður að umgangast og auðvelt að iáta sér þykja vænt um hann. Tilfinningin fyrir landinu býr í mönnum eins og Ingva og hann teygaði í sig angan moldarinnar, sem hann hefur nú sameinast. Hann gaf henni mikið og hún honum. Andi hans mun svífa yfir Sólheimalandinu yndislega sem mér finnst fegursti staður á jörðu, heiðarnar og vötnin og grænu grundirnar sem hann plægði. Áfram verður þar athvarf hans eins og allra þeirra sem gefa sig landinu. Söknuðurinn er sár þeim er misst hafa, en minningin er falleg um þennan mæta mann, sem skyldi eftir fijósamt land þar sem áður voru móar og mýrar. Heiðruð skal minning hans. Með hluttekningu. Halldóra Gunnarsdóttir. SKARPHÉÐINN ÓSKARSSON + Skarphéðinn Óskarsson var fæddur að Haukabrekku á Skógarströnd 26. desember 1921. Hann lést 15. ágúst síðast- liðinn og fór útförin fram frá Snóksdalskirkju 20. ágúst. KVEÐJUSTUND. Við stöndum hníp- in og vitum ekki hvað segja skal. Þannig vilja forlögin hafa það og við getum ekkert annað en sætt okkur við að nú verður engu breytt. Eftir svo góðar samverustundir verður kveðjustundin sárari og söknuðurinn meiri. En minningarnar, þær lifa. Fyrstu kynni mín af tilvist Skarp- héðins voru fyrir nokkrum árum, þegar tengdamóðir mín hringdi til okkar og sagði eftir töluvert hik, að hún vildi bara láta okkur vita, áður en við fréttum það frá öðrum að hún ætti vin. Þetta sagði hún að væri hreint ágætur maður sem ætti svo mörg áhugamál lík hennar, væri afar tónelskur og spilaði svo skemmtilega á harmonikku. Það væri nú ef til vill skrýtið að svona gamlingjar væru að draga sig saman en þannig væri þetta nú. Frá þessari stundu sá ég þróast eitt fallegasta og heilbrigðasta sam- band karls og konu þar sem ástin, hlýjan og tillitssemin var alltaf það sem mestu máli skipti. Við hin höfum oft staldrað við og hugsað sem svo: Já, þeta er nú alveg ótrúlegt. Skarphéðinn var skemmtilegur maður. Hann hafði ákveðnar skoð- anir og lá ekki á þeim. Hann var hnyttinn í tilsvörum og gat rætt um flesta mögulega og ómögulega hluti á sinn sérstæða hátt. Fór þá ekki á milli mála að þarna var maður sem hugsaði margt og velti hlutunum fyrir sér. Hann var mikill ákafamað- ur og stundum bar hugurinn hann mun hraðar en líkaminn gat með góðu móti sætt sig við. Svo voru það rólegu stundirnar, þegar hann sat í hominu sínu og tottaði pípuna eða dundaði við smíðar í litla skúrnum við hliðina á húsinu smáa. Eitt var þó öllu fremra. Það var harmonikk- an, fylginautur hans alla tíð, sem deildi með honum gleði og sorgum allt til síðasta dags. Og svo var það stóra ástin í lífi hans, hún Sigga, sem hann fékk notið í alltof stuttan tíma. En þvílík- ur tími. Tími gleði, ástúðar, tónlist- ar, ferðalaga og alls hins besta sem lífið gat boðið. En sorgin er systir gleðinnar. Maðurinn með ljáinn hreif hann úr örmum vinu sinnar á harkalegan hátt eitt fagurt síðsumarkvöld og tók hann með sér í ferð til annarrar strandar. Þar á Skarphéðinn nú sinn sama- stað. Ef til vill verður hann þar í flæð- armálinu, með harmonikkuna sína og spilar fjörlegt lag þegar okkar tími kemur og við nemum þar land. Hverveit? Anna Flosadóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÁSTA KRISTIIMSDÓTTIR, Smyrlahrauni 47, Hafnarfirði, andaðist þriðjudaginn 6. september í Landspítalanum. Kristinn Ó. Karisson, Lilja Kristinsdóttir, Salóme Kristinsdóttir, Soffia Kristinsdóttir, Sigríður A. Kristinsdóttir, Ásta K. Kristinsdóttir, Karl Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Þorsteinn S. Jónsson, Hreiðar Júlíusson, Guðni S. Ingvarsson, Örn Sveinbjörnsson, Þorsteinn Heiðarsson, Sólborg Steinþórsdóttir, t Þökkum auðsýnda samúð, kveðjur, skeyti, minningarkort og blóm vegna fráfalls og jarðarfarar föður okkar, tengdaföður, afa, bróö- ur og mags, ÓLAFS ÓLAFSSONAR fyrrv. húsvarðar íLandsbókasafni. Maj-Lis Ó. Alstrup, Bo Alstrup, Dan Sommer, Ingunn Gísladóttir, Lilja María Ólafsdóttir, Anja Stella Ólafsdóttir og barnabörn, Sigri'ður Ó. Candi, Manlio Candi, Hanna Ó. Jöraensen. Uffe Jöraensen. t Bróðir okkar, STEINAR ÁGÚSTSSON, lést 7. ágúst. Útför hans fór fram 13. ágúst frá Landakirkju Vestmannaeyjum. Þökkum alla hjálp og vinsemd sem honum var sýnd í veikindum hans. Sérstakar þakkir eru færðar Guðmundi Ásbjörnssyni. Birna Benjamínsdóttir, Herbert Benjami'nsson. Faðir okkar, ANTON INGIMARSSON frá Siglufirði, Smáragrund 3, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 10. sept- ember kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Synir. + Þökkum vinarhug og samúð við fráfall, ODDS EGGERTSSONAR húsasmíðameistara, Kirkjubæjarklaustri. Ágústa Sigurðardóttii Edda Sigurdi's Oddsdóttir, Hildur Pálína Pálsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SÓLMUNDAR M. EINARSSONAR, Birkihvammi 10, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunariiðs lungnadeildar Vífilsstaðaspítala. Rannveig K. Jónsdóttir, Bára Sólmundsdóttir, Helgi Ingvarsson, Anna Sólmundsdóttir, Geir Geirsson, Einar Sólmundsson, Svanhvít K. Einarsdóttir, Jóna Sólmundsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR M. PÉTURSDÓTTUR, Suðurgötu 14, Keflavik. Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunar- liðs Borgarspítalans og einnig til heima- hjúkrunar í Keflavík. Davíð Eyrbekk, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Þórdfs Ingólfsdóttir, Þórður Steinar Gunnarsson, Helga Sigþórsdóttir, Pétur Meekosha, Kristvina Magnúsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, VALGERÐAR GUÐNÝJAR ÓLADÓTTUR, Álftamýri 4, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks Hátúni 10b og Elli- og hjúkrunarheimil- isins Grundar. Fríða Margrét Guðjónsdóttir, Ólafur Bjarnason, Garðar Guðjónsson, Guðlaug Haraldsdóttir, Magnús Guðjónsson, Hannes Guðnason, Erla Bjarnadóttir, Friðgeir Guðnason, Kristín Ragnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.