Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 47 BRÉF TIL BLAÐSINS Nokkur orð um ábyrgð bréfbera Á eftir bolta kemur barn - á eftir bréfberatösku kemur bréfberi Frá Normu E. Samúelsdóttur: MYNDARLEGUR maður hjólar eftir göngubrautinni og kemur auga á bréfberatöskuna bláu sem stendur þar hjá, en hún, bréfberinn sjálfur, við miðjan aldur, að leita að ákveðinni götu, sem þurfti að bera póstinn til. Hjólreiðamaðurinn snýr allt í einu við hjóli sínu, að töskunni, og fer að gá ofan í hana! Yfir sig gáttuð á þessu hátterni kallar kon- an hið snarasta þar sem hún geng- ur í átt að umræddri tösku. „Vant- ar þig eitthvað?" (Innra með henni hljómaði þetta „hvern andsk... ertu að vaða ofan í töskuna sem ég sé ein um?“) Maðurinn virðist ekki heyra til hennar, og hún álítur að þetta sé einhver úr þessu hverfi (en hún er í aukavinnu og því ekki kunnug hér) og spyr því til að fá útskýringu „Hvar átt þú heima?...“ Ábyrgðarfullt fólk Þetta var nú svosem ekki merki- legt atvik í sjálfu sér, en er samt kveikjan að greinarkorni í Morgunblaðinu 18. ágúst sl. þar sem maður að nafni Hlynur Ant- onsson ræðir um ábyrð yfirhöfuð, og ekki síst töluvert ábyrðarleysi umrædds bréfbera, og tel ég það skyldu mína að hreinsa aðra bréf- bera af svona ábyrgðarleysistali og um leið minnast eilítið á starf bréfbera (sem er dálítið öðruvísi en önnur störf) og velst yfirleitt mjög ábyrgðarfullt fólk til þessara starfa, það gefur augaleið að ann- að er ekki mögulegt. Jú, jafnvel þótt þeir séu ómerktir og létt- klæddir á sumardögum! Ég skal strax játa að ég, undir- rituð, sem er víst umræddur bréf- beri, sagði við umræddan Hlyn, að honum kæmi ekki við hvernig ég ynni mína vinnu, vegna þess að ég taldi hann ekki vera þess umkominn, og það væru mínir yfírmenn sem það gerðu, og hing- að til hafði ég (eins og reyndar flestallir bréfberar aðrir) ekki fengið margar kvartanir vegna slakrar heimtu bréfkoma. Vinnutilhögun bréfbera Auðvitað er enginn fullkominn en mér fínnst orðið tímabært að ræða mál bréfbera almennt. Bréfberar byrja vinnu snemma að morgni (7.30) og flokka póst dagsins, þ.e. póstur ákveðins bréf- bera er flokkaður innbyrðis og allir fá sinn bunka í kassann sinn, sem síðan er raðað upp í hólf. Síð- an flokkað í smáatriðum, tekin frá þau bréf sem þarf að skrifa nýtt heimilisfang á, (en það er gert í heilt ár, og allt reynt til að þeir, sem flytja milli staða, breyti heim- ilisfangi sínu svo þessi skriffinnska minnki svo hægt sé að komast út með póstinn. Litlir gulir miðar eru límdir á bréf með þessari bón!) Síðan er bréfunum raðað eftir húsum, hvar í húsunum viðkom- andi býr (og vinnur hver bréfberi að sjálfsögðu eftir sínu eigin kerfi, sumir hafa bréf sem eiga að fara í kjallaraíbúð efst í bunkanum og fara þangað fýrst o.s.frv.) Þetta tekur allt mislangan tíma frá degi til dags, og svo í sumarfríum fastr- áðins starfsfólks er sumarafleys- ingafólk í störfunum, einnig er veikindi herja á starfskrafta Pósts og síma, þá tekur bréfberi að sér að bera út þann póst í aukavinnu og það þegar sá hefur lokið við að bera út í sitt hverfi. Það táknar að þótt póstur komi ekki „á réttum tíma“, þá kemur hann alla vega seint og síðarmeir, því póstur er borinn út dag'pga, nema mannsk- ætt veður heiji á landið, en ég held að óhætt sé að segja það, sem óbreyttur bréfberi, að veður haml- ar örsjaldan bréfberum. Og ég leyfi mér að dást að ósérhlífninni oft á tíð- um, þrátt fyrir að laun fyrir þessa vinnu séu ekki til að hrópa húrra fyrir, og þakklæti sé stundum af skornum skammti — og þó. Sumir þakka fyrir. Erfitt að gera svo öllum líki Bréfberum er boðið að fara á námskeið eftir fastráðningu og læra hvemig skuli bera sig að, læra m.a. blokkskrift og sam- skiptaleiðbeiningar. Ég held að það séu engar algildar reglur í sambandi við að burð- ast með 7 kg tösku hvert skref, en maður gleymir alla vega ekki sinni tösku, og býst ekki við að þjóðfélags- þegnar almennt virði ekki friðhelgi tasknanna, því eins og undirtitill þessara lína segir, þá er bréfberinn ekki langt undan tösku sinni: eflaust að henda inn bréfi í næsta hús, til að mynda. Það er hreinlega ekki hægt að gera þetta svo öllum líki — eða hvað? Fleiri ættu að leggja orð í belg. Andlit póstþjónustunnar mun vera bréfberarnir, og þeim er stundum vandi á höndum. Það er auðvitað algjört ábyrgðarleysi, og eflaust ekki í mínum verkahring að skrifa um ofangreint, en mér fannst tilefni til þess, og kæri mig ekki um að bréfberar séu dæmdir ábyrgðar- lausir á kostnað bréfberatösku er var í minni umsjá eitt síðdegi í ágúst sl. NORMA E. SAMÚELSDÓTTIR, bréfberi. Tilkynning frá Flugráði Frá Hilmari B. Baldurssyni: FLUGRÁÐ harmar slúður um Flug- málastjórn og aðdróttanir í garð flugmálastjóra sem birtust í Viku- blaðinu 2. september sl. Flugmálastjóri átti frumkvæði að rannsókn Ríkisendurskoðunar á fjárreiðum Flugmálastjórnar vegna meints fjármálamisferlis fýrrver- andi framkvæmdastjóra fjármála- þjónustu strax og tilefni gafst og óskaði jafnfram opinberrar rann- sóknar Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Allir flugráðsmenn staðfesta, að þeir hafa ekki rætt málefni Flug- málastjórnar við blaðamann Viku- blaðsins sem byggir hluta frásagnar sinnar á ummælum ónafngreinds flugráðsmanns. Þau ummæli eru því marklaus. Flugráð telur að flugmálastjóri hafi í alla staði brugðist eðlilega við í máli þessu. Samþykíd á fundi Flugráðs 6. september 1994. F.h. Flugráðs, HILMAR B. BALDURSSON, formaður. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fýlgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.