Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Yfir 30 tegundir af Stærðir: 36-41. Litir: Hvítur, blár, vínrauður og svart lakk POSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kringlunni, Kringluiuii 8-12, s. 689212. Domus Medica, Egilsgötu 3, s. 18519. Toppskórinn Veltusundi, y^^ngólfetorgj^súni^l^^^^ AÐSENDAR GREINAR Frumvarp til nýrra grunnskólalaga Réttur þúsunda barna til sérkennslu að engu gerður NU LIGGJA fyrir frumvarpsdrög til laga um grunnskóla eftir tveggja ára vinnu sér- stakrar nefndar ráð- herra. í þeim lagadrög- um sem nú liggja fyrir er sérstakur réttur þús- unda grunnskólabama til sérkennslu að engu gerð- ur. Þúsundir bama sem eiga v margvíslegum námsörðugleikum eiga nú ekki lagalegan rétt til sérkennslu samkvæmt fmmvarpsdrögunum. í 54. grein núverandi grunnskólalaga er laga- legur réttur þessara bama enn betur tryggður en fram kemur í 2. grein laganna (markmiðsgrein). I núver- andi lögum er tekið fram að böm sem eiga við námsörðugleika, fé- lags- og tilfínningalega örðugleika og/eða fötlun eigi rétt á sérkennslu. Sérkennsla er í núverandi sér- kennslureglugerð skilgreind sem kennsla sem feli í sér verulegar breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsað- stæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðmm nemendum er boðið upp á. Til þess að tryggja fjármagn til sérkennslu til við- bótar við aðra kennslu, er í sér- kennslureglugerð sett inn ákvæði sem tryggja nem- endum innan grunnskólans upphæð til sérkennslu sem í dag nemur 450 miljónum króna. (Hér er ekki tekið með íjármagn sem fer til barna í sérskólum.) Samkvæmt 36. grein frumvarps- Arthur Morthens Afcfosoft Iflilílflfl CO-ÐEVEIOPER SekviceNews Með varaaflgjafa frá APC tryggir þú fyrirtækisins og dregur úr bilanatíðni tölvubúnaðarins um allt að 70% APC varaaflgjafinn verndar ekki eingöngu búnaöinn fyrir spennufalli, spennutruflunum og spennutapi, heldur kemur hann í veg fyrir að starfsfólk þitt geti ekki unnið eöa þurfi aö endurvinna verkefnin vegna ofangreindra þátta. Meö APC varaaflgjafa eykst framleiðnin og starfsöryggi sem leiðir af sér betri þjónustu viö viöskiptavini sem tryggir svo betri afkomu rekstursins. HEFUR ÞU HUGLEITT.. ...að 70% allra bilana í tölvu- búnaði er vegna rafmagnstruflana? EVTE Lab's Choice ...varaaflgjafi er eina lausnin sem þú hefur til aö vernda bæði tölvuna og þau gögn sem I henni eru fyrir rafmagns- truflunum? ...að þremur mánuðum eftir að tölvan var tekin í notkun eru gögnin sem hún hefur aö geyma oröin verömætari en tölvan sjálf? ...hversu mikill tími myndi sparast ef skyndilegt rafmagnsleysi heföi engin áhrif á tölvuna þína og þú gætir unnið áfram hindrunarlaust? ...aö ódýrasti APC varaaflgjafinn er ódýrari en 3 til 5 tíma útkall tölvu- viögerðarmanns? PREFERRED a s. American Power Conversion er einn af stærstu framleiöendum varaaflgjafa í heiminum. APC hefur fengiö fleiri alþjóðleg verðlaun fyrir framleiöslu sína en allir samkeppnisaöilarnir til samans. Verð fró kr. PC World 20 Best Upgrades Net'Abré Tesfed and Approved 21.000 m/VSK NÝHERJI SKAPTAHLlO 24 - SlMI 69 77 OO Alltaf skrefi á undan Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Að óbreyttu frumvarpi munu þúsundir barna sem eiga við námsörð- ugleika að stríða missa núverandi rétt til sér- kennslu, segir Arthur Morthens, og það stríð- irgegnjafnrétti. draganna eru gerðar fjölmargar veigamiklar breytingar á núverandi lögum hvað varðar réttindi barna: - Réttur barna sem eiga við námsörðugleika að stríða til sér- kennslu er felldur niður. - Réttur þessara barna til sér- staks fjármagns sem notað er þeim til góða með sérkennslu er felldur niður. - Réttur þessara barna til kennslu sérmenntaðs kennara er felldur niður. - Réttur þessara barna til reglu- gerðar sem kveður nánar á um rétt- indi þeirra og útfærslu á sérkennslu er felldur niður (þetta á við öll börn sem þurfa á sérkennslu að halda). - Sérkennsluráðgjöf er felld niður. - Sérkennsluhugtakið er fellt nið- ur. Jafnframt er heitið „sérkennari" sem fagheiti á kennurum með sér- menntun í sérkennslufræðum fellt niður. Þörf nemenda fyrir sérkennslu Talið er að allt að 20% barna í grunnskólum hafí þörf fyrir sér- kennslu ýmsra hluta vegna. í rann- sókn dr. Sigríðar Valgeirsdóttur sem birt var af hálfu menntamála- ráðuneytisins 1992 er þörfin talin 18%. í sérkennslukönnun sem Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur ger- ir árlega kemur í ljós að skólarnir telja að um 2.400 börn þurfi á sér- kennslu að halda á ári hveiju eða um 20% nemenda. Jafnframt kemur fram að um 1.800 hundruð þessara barna þurfa á sérkennslu að halda vegna námsörðugleika af ýmsu tagi. Ef frumvarpsdrögin fara óbreytt í gegn eiga þessi börn ekki rétt á sérkennslu. Hér er um að ræða böm með margvíslega náms- örðugleika s.s.: Böm með lestrarörðugleika, skrift- ar- og stafsetningarörðugleika. Börn með stærðfræðiörðugleika. Börn með skertar fínhreyfíngar. Börn með skertan málþroska og talörðugleika. Börn með væga heyrnarskerðingu. Börn sem eru seinþroska/seinfær með almenna námsörðugleika. Þessi börn njóta í dag lögboðins réttar til sérkennslu samkvæmt 54. grein grunnskólalaga og sér- kennslureglugerð. Þau em svift þessum lögbundna rétti samkvæmt frumvarpsdrögunum. Jöfnuður í skólum og misjöfn staða barna Öllum er væntanlega ljóst að börn eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Þau þroskast misjafnlega og hafa inismunandi námsíega og fé- lagslega fæmi. Þau koma úr mis- munandi félagslegu umhverfi og fá því ólíkan stuðning og atlæti heim- anað frá. Skólakerfíð hefur ekki farið varhluta af þessari staðreynd og eitthvert erfiðasta verkefni hvers kennara er að vinna að því að veita þessum mjög svo mismunandi nem- endum kennslu við hæfi hvers og eins. í velferðarríkjum hefur sá skilningur verið ríkjandi að mæta þyrfti þessum mismun nemenda með sérstakri kennslu sem kölluð er sérkennsla og þúsundir nemenda njóta í dag innan grunnskólans. Menntamálaráðuneytið, Kenn- araháskólinn og Fræðsluskrifstof- urnar hafa á undanförnum árum staðið með myndarlegum hætti um allt land að menntunarátaki til að mennta sérkennara. Nú hafa á ann- að hundrað kennarar lokið eða eru að ljúka fýrri hluta sérkennslunáms í þessu átaki. Höfuðáherslan hefur verið lögð á kennslu barna með margvíslega námsörðugleika. Jafn- framt hafa stjórnvöld á undanförn- um árum veitt auknu fjármagni til sérkennslu. Allt er þetta gert í anda þess jöfnuðar sem pólitísk sátt hef- ur ríkt um á undanförnum áratug- um. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga í núverandi mynd verður breyting á, og allt uppbyggingar- starf sérkennslunnar innan al- menna grunnskólans verður í upp- námi. Hver er tilgangurinn? Engin rök koma fram fyrir þeirri ætlun menntamálaráðherra að fella niður rétt barna með námsörðug- leika af ýmsu tagi til sérkennslu. Engin rök eru heldur sett fram fyr- ir því að að felia niður lagalega skyldu stjórnvalda til að setja reglu- gerð um sérkennslu og þannig tryggja börnum ákveðnar reglur og fjármagn til slíkrar kennslu. Engin rök eru sett fram fyrir því að fella niður lagalegan rétt barna til að njóta kennslu sérmenntaðs kennara innan almenna grunnskólans, eða af hveiju þessi réttur er einungis bundinn við kennslu í sérskólum, sem er auðvitað mjög aðgreinandi og ekki í anda blöndunar. Þau rök eru sett fram um þá ákvörðun að fella brott sérkennsluhugtakið, að það sé í mótsögn við þá stefnu um blöndun sem áréttuð er í frumvarp- inu!!! Sérkennsluhugtakið og sér- kennslan er tæki/leið sem fram hefur verið sett til að tryggja ákveðnum hópi barna lagalegan og jafnan rétt í skólum út frá þeim jafnréttissjónarmiðum sem hafa verið ríkjandi í velferðarríkjum. Tæki sem tryggir börnum sérhæfða kennslu með auknu ljármagni sem skólafólk hefur kallað sérkennslu. Leið sem farin er til að tryggja börnum námsmarkmið við hæfi, námsefni við hæfi og vandaða kennslu sem byggir á greiningu og þörfum nemenda. Hugtakið sér- kennsla er því ekki í mótsögn við hugmyndir okkar um blöndun held- ur þvert á móti. Vönduð sérkennsla í almenna grunnskólanum sem unn- in er af sérmenntuðum kennurum í nánu samráði við bekkjarkennara, þar sem námsgögn, tækjabúnaður, góð aðstaða og jákvæð viðhorf til blöndunar eru fyrir hendi er for- senda þess að blöndun fatlaðra og ófatlaðra eigi sér stað innan grunn- skólans. Hitt er svo annað að þetta fyrirkomulag má þróa og bæta með markvissri þróunarvinnu. Skóla- menn hér á landi hafa gert sér grein fyrir þessu og í því ljósi ,verður meðal annars að skoða stefnu stjórnvalda á undanförnum mörg- um árum til að styðja og styrkja uppbyggingu sérkennslunnar og rétt barna til sérkennslu. Það frum- varp til laga um grunnskólann sem nú liggur fyrir, leggur til atlögu við þá pólitísku sátt sem ríkt hefur um þá leið að nota m.a. sérkennsluna sem tæki til að styrkja jafnrétti til náms í grunnskólum. Eins og frum- varpið liggur nú fyrir munu þúsund- ir barna sem eiga við margþætta námsörðugleika að stríða missa þann rétt sem þau hafa haft til sérkennslu samkvæmt 54. grein grunnskólalaga og reglugerðar um sérkennslu. Hver tilgangurinn er með þessari gjörð er ekki gott að segja, því ekki er neinn rökstuðning að finna í greinargerð með frum- varpinu né „bláu bókinni" um þetta. Auðvitað er hægt að skilja það, að gjörningsmenn vilja ekki hafa hátt um málið og reyna að læða því í gegn í skjóli tilfærslu grunnskólans til sveitafélaganna, en ekki er það stórmannlegt. Höfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.