Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 43 ____STÓRMÓT í SVISS_ Kasparov verður að sigra! SKAK Störmöt Crcdit Suissc bankans í Sviss höíst 3. scpt- cmber GARY Kasparov er í því erfiða hlutverki hér á stórmóti Credit Suisse í Horgen í Sviss að hann verður að sigra og það helst með miklum mun! Heimsmeistari at- vinnumannasambandsins PCA hefur ekki átt sérlega góðu gengi að fagna í ár. Fyrst kom áfallið í Linares þegar erkióvinurinn Karpov sló honum rækilega við. Hann hefur ekki náð að sigra á neinu af þremur atskákmótum Intel og PCA og var sleginn út af tölvu í síðustu viku í London. Kasparov hefur að vísu náð að sigra á fjögurra manna móti í Amsterdam í vor en í ágúst varð hann að deila efsta sætinu á móti í Novgorod í Rússlandi með Vasílí ívantsjúk frá Úkraníu. Þeir Karpov, Anand, ívantsjúk og Kamsky eru ekki á meðal þátt- takenda í Horgen og þótt mótstað- an sé engan veginn auðveld dugar nú ekkert annað en sigur, sérstak- lega eftir áfallið gegn tölvunni. Kasparov byrjaði vel með sigr- um á yngsta stórmeistara heims, Leko frá Ungveijalandi, og Þjóð- vetjanum Lutz. En síðan tókst honum ekki að vinna vænlega stöðu gegn Benjamin, Bandaríkj- um, og gerði síðan einnig jafntefli við Gavrikov frá Litháen sem nú teflir fyrir Sviss. Seinna jafnteflið fór í skapið á heimsmeistaranum, hann hellti sér yfir andstæðinginn fyrir að hafa tvívegis truflað sig með jafnteflisboðum. Þetta nýttu þeir Viktor Kortsnoj, 63ja ára, og Joel Lautier frá Frakklandi sér til að komast í efsta sætið með Kasparov. Stað- an eftir fjórar umferðir er þessi: I. -3. Kasparov, Kortsnoj og Lautier 3 v. 4.-5. Jusupov, Þýskalandi, og Shirov, Lettlandi, 2V4. 6. -7. Nokolic, Bosníu, og Benj- amin 2 v. 8. -10. Gelfand, Hvíta-Rúss- landi, Leko og Lutz IVi v’. II. Gavrikov 1. v. 12. Miles, Englandi, Vi v. Það fer einnig fram annað mót hér í Horgen þar sem bestu sviss- nesku skákmeistararnir beijast ásamt nokkrum erlendum stór- meisturum. Staðan: 1.-2. Hodgson, Englandi, og Hug, Sviss, 3 v. 3.-6. Margeir Pétursson, Ziiger, Sviss, Hickl, Þýskalandi, og Magem, Spáni, 2Vi v. 7. -8. Schlosser, Þýskalandi, og Brunner, Sviss, 2 v. 9. Landenbergue; Sviss, IV2 v. 10. -11. Godena, Italíu, og Fior- amonti, Sviss, 1 v. 12. Masserey, Sviss, V2 v. Hetja heimamanna er að sjálfsögðu aldursforseti móts- ins, Viktor Kortsnoj. Hann er í góðu formi um þessar mundir og hefur sjaldan verið grimm- ari. Strax í fyrstu umferð gerði hann ungu kynslóðina að gjaiti með því að hrista glæsilegan nýjan leik fram úr erminni — og það óundirbúið. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Christopher Lutz Slavnesk vörn 1. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rf3 - Rf6, 4. Rc3 - e6, 5. Bg5 - dxc4, 6. e4 — b5, 7. e5 — h6, 8. Bh4 — g5, 9. Rxg5 — hxg5, 10. Bxg5 — Rbd7, 11. exf6 — Bb7, 12. g3 - c5, 13. d5 - Db6, 14. Bg2 - 0-0-0, 15. 0-0 - b4, 16. Ra4 — Da6 Gary Kasparov. Hér er 16. — Db5 miklu algeng- ara, en Lutz beitir hugmynd sem Hollendingurinn Piket kom með gegn honum sjálfum á móti í Amsterdam í ágúst. 17. a3 - Bxd5, 18. Bxd5 - Re5, 19. axb4 - Hxd5, 20. De2 - cxb4, 21. Rc3 — Ha5, 22. Hxa5 - Dxa5, 23. Re4 - Rd3, 24. b3 - De5 ■ b e tf a I 0 b Lutz fann ekki viðunandi fram- hald á hvítt í þessari stöðu gegn Piket og tapaði. En veldur hver á heldur! Kortsnoj hristir glæsilega mannsfórn fram úr erminni og nær stórsókn. 25. Hdl! - Rc5, 26. Dxc4 - Dxe4, 27. Db5 - Kc7, 28. Be3! - Hh5, 29. De8 - Hd5! Lutz verst vel í ákaflega erfiðri stöðu. Nú vonast hann eftir fram- haldinu 30. Hxd5 — exd5, 31. Dxf8 - Dbl+, 32. Kg2 - De4+, 33. Kh3 - Dh7+, 34. Kg4 - Dg6+ og svartur þráskákar því 35. Bg5?? má svara með 35. — Dxg5+!, 36. Kxg5 — Re6+. Nú kemur sterklega til greina á hvítt að leika 30. Hcl!, en Kortsnoj velur aðra leið. 30. Hal!? - Hd8, 31. Dxf7+! En alls ekki 31. Hxa7+?? — Kc8! og svartur vinnur. 31. - Kc6, 32. Dxa7 - Dc2, 33. h4 - Dxb3, 34. Kh2 - Bd6? í tímahraki eyðir svartur leik til einskis og það verður honum dýrkeypt. Nauðsynlegt var 34. — Dd5 og ef 35. Hcl - þá 35. - Kb5 og úrslitin eru engan veginn ráðin. 35. Hcl - Dd5, 36. Da4+ - Kc7, 37. Dxb4 - Kc6, 38. Da4+ - Kc7, 39. Db5 - Hh8, 40. Hxc5+ — Bxc5, 41. Dxc5+ og Lutz gafst upp því svarti hrókur- inn má sín lítils gegn hvíta peða- flaumnum á kóngsvæng. Það merkilega við þessa skák var að Kortsnoj ferðaðist samdæg- urs frá London þar sem hann stóð sig vel á Intel - PCA atskákmót- inu. Fyrst sló hann unga Rússann Morosevich auðveldlega út, en tap- aði svo fyrir Anand. Margeir Pétursson í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Morgunblaðið/Amór Ragnarsson SUMARBRIDS lýkur annað kvöld. Ágæt þátttaka hefir verið eftir að knattspyrnuveislunni lauk. BRIPS Umsjön Arnör G. Ragnarsson Opin sveitakeppni með silfurstigum um helgina HELGINA 10.—11. sept. verður haldið opið sveitakeppnissilfur- stigamót í Sigtúni 9. Tæplega 20 sveitir hafa þegar skráð sig til leiks og húsið tekur aðeins 30 sveitir svo það er um að gera að láta skrá sig sem fyrst. Byijað verður að spila kl. 11 báða dagana, spiluð Monrad-svei- takeppni 10 spila leikir, 5 umferð- ir á laugardag og 5 á sunnudag. Keppnisgjald er 8.000 kr. á sveit og fara 50% í verðlaun. Skráning er á skrifstofu Brids- sambands íslands í síma 91- 619360. Úrslit úr fjórðu umferð bikarkeppninnar Nú er ljóst hvaða fjórar sveitir keppa í undanúrslitum bikar- keppni Bridssambands íslands helgina 22.-23. okt. Leikjum fjórðu umferðar er lok- ið og urðu urslit sem hér segir: Sveit S. Ármanns Magnússonar vann sveit Landsbréfa með 105 IMP gegn 102 IMP. Sveit Ragnars T. Jónassonar vann sveit Hallgríms Hallgríms- sonar með 96 IMP gegn 70 IMP. Sveit Tryggingamiðstöðvarinn- ar vann sveit Magnúsar Magnús- sonar með 25 IMP mun. Sveit Glitnis vann sveit Hall- dórs Más Sverrissonar með 94 IMP gepi 61 IMP. Dregið verður í undanúrslit í lok silfurstigamóts BSÍ sunnudaginn 11. sept. Bridsfélag kvenna Aðalfundur félagsins verður hald- inn 12. september kl. 19.30 í Sig- túni 9. Venjuleg aðalfundarstörf, síðan verður létt spilamennska og eru allir félagar hvattir tl að mæta. Laugardaginn 17. september verður haldið opið tvímenningsmót í tilefni 45 ára afmælis félagsins, spilaðar verða tvær umferðir með mitchell- sniði, keppnisgjald verður 1.500 kr. pr. mann, spilað verður um silfurstig og peningaverðlaun, pör geta skráð sig í símum 32968 (Ólína), 10730 (Sigrún) og í síma BSÍ 619360. Vetrarstarfið hefst síðan af fullum krafti mánudaginn 19. sept. með þriggja kvölda tvímenning. Bridsfélag Kópavogs Vestrarstarfsemin byijar nk. fimmtudag, 8. september, með eins kvölds tvímenningi. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Spilastaður er Þinghóll, Hamraborg 11, og hefst spilamennska kl. 19.45. Skráning verður á staðnum. Nánari upplýs- ingar veitir Hafliði S. Magnússon (símar h. 672133, v. 632667) Góð aðsókn á lokadögum í sumarbrids Verulega góð aðsókn hefur verið í Sumarbrids þessa síðustu daga, en Sumarbrids lýkur með silfurstiga- móti um næstu helgi (sveitakeppni) þar sem allar bestu sveitir landsins mæta til leiks. Þeim sem hug hafa á þátttöku er bent á að láta skrá sig hið fyrsta, því einungis 25-30 sveitir fá að vera með. Þriðjudaginn 30. ágúst mættu 36 pör til leiks í Sumarbrids. Úrslit urðu: N/S: Bryajar Valdimarss. - Halldór M. Sverriss. 524 ErlaSiguijónsd.-GuðlaugJónsd. 496 A/V: ÞorsteinnBerg-JensJensson 499 Ragnheiður Nielsen - Hjördís Sigurjónsd. 497 Miðvikudaginn 31. ágúst mættu svo 34 pör til leiks. Úrslit urðu: N/S: PállÞ.Bergsson-SveinnÞorvaldsson 481 Sigrún Steinsd. -HaukurHarðarson 468 A/V: UnnurSveinsd.-IngaLáraGuðmundsd. . 553 ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 508 Fimmtudaginn 1. september mættu svo 40 pör til leiks. Úrslit í N/S urðu: Esther Jakobsd. - Aron Þorfinnsson 517 JónAndrésson-SæmundurBjörnsson 499 A/V: Óli Björn Gunnarss. - V aldimar Elíasson 528 Þórður Bjömsson - Þröstur Ingimarsson 501 Og staða efstu spilara að lokinni spilamennsku 1. september er þessi: Lárus Hermannsson 624, Páll Þ. Bergsson 508, Guðlaugur Sveinsson 484, Erlendur Jónsson 466, Þórður Björnsson 426, Eggert Bergsson 373, Gylfi Baldursson 334, Sveinn R. Eiríksson 317, Óskar Karlsson 310, Dan Hansson 299, Halldór Már Sverrisson 294. Hátt í 350 spilarar hafa hlotið stig í Sumarbrids til þessa. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudaginn 28. síðastliðinn ág- úst mættu 13 pör. IngaBemburg-VigdísGuðjónsdóttir 170 Sigurleifur Guðjónss. - Þorsteinn Erlingsson 169 BaldurHelgason-HaukurGuðmundsson 168 Þorleifur Þórarinsson - Gunnþómnn Erlingsd. 168 Meðalskor var 156. Fimmtudaginn 1. september mættu 16 pör. ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 258 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson249 Oddur Halldórsson - Þórhildur Magnúsdóttir 229 Kristinn Gislason - Margrét Jakobsdóttir 226 Meðalskor var 210. Sunnudaginn 4. september mættu 20 pör og spilað var í tveim riðlum. A-riðilI Baldur Helgason - Haukur Guðmundsson 133 JúlíusIngibergsson-JósefSigurðsson 127 ÞorleifurÞórarinss. - Gunnþómnn Erlingsd. 114 B-riðill Þórólfur Meyvantss. - Eyjólfur Halldórss. 128 Eggert Kristinsson - Viggó Nordquist 127 Margrét J akobsdóttir - Kristinn Gíslason 121 Meðalskor 108. LOKADANSLEIKUR Borðapantanir í síma 689686 Sérstakir gestir Bogomils verða Ellen Kristjánsdóttir og Mæjones Snitt °S°^ont & Skattsvikararnir FOSTUDAGSKVOLD Nýr og glæsilegur matseðill Bogomil Font og Egill Ólafsson skemmta matargestum föstudags og laugardagskvöld . •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.