Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 37 + Gísli Sigurbjörn Benediktsson var fæddur 27. desember 1915 á Mosfelli í Svína- vatnshreppi í A- Húnavatnssýslu. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu i Neskaupstað 2. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Fr. Þor- láksdóttir og Bene- dikt Helgason, bóndi þar. Systkini Gísla voru: Helga, húsmóðir, Seljateigi, Reyðarfirði, látin; Zóphanías, skósmiður, Reykja- vík; María, húsmóðir, Reykja- vík; Ingigerður, húsmóðir, Eskifirði, nú í Hafnarfirði; Jón, bifreiðarstjóri, Reykjavík, látinn; Helgi, verzlunarmaður, HORFINN er sá sem mér var hjart- kærastur frænda, enda fylgd hans hinn eðlilegi og snari þáttur lífs- göngu minnar. Heit er mín þökk, hugumklökk mín kveðja, þegar minn góði frændi er genginn og endurminningar einar eftir. En minningarnar eru líka margar og dýrmætar, munahlýjar munu þær orna mér, allar á einn veg, svo umhyggjusamur og hlýr sem hann var mér í elskusemi sinni alla tíð - allt frá fyrstu sporum til hinzta dags. Við kvöddumst fyrir fáum dög- um, fullvissir þess að til beggja vona gæti brugðist um aðra endur- fundi, enda heilsa hans þá svo undratæp orðin. Oft hafði innileiki Hvammstanga, lát- inn; Aðalheiður, hús- móðir, Reykjavík, nú í Hafnarfirði; Þórður, skólastjóri, Egilsstöð- um, látinn; Margrét, húsmóðir, Selfossi; Guðrún, húsmóðir, Reykjavík; og Stein- grímur, húsasmíða- meistari, Hafnarfirði. Gísli kvæntist 4. nóv- ember 1938 Guðrúnu Björgu Elíasdóttur frá Reyðarfirði, fædd 11. september 1907, dáin 29. maí 1965. Fóstursonur þeirra er Þórir Gíslason. Gísli var bóndi í nær- fellt aldarfjórðung og verka- maður og verkstjóri í yfir 20 ár. Útför hans verður gerð frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 8. september. hans og ástúð komið skýrt fram á kveðjustundum, en aldrei sem nú. Þakklátum huga skal hún geymd sem og allar aðrar stundir. Gísli var tilfinningamaður þó hann vildi mega dylja það sem bezt, enda kjarkurinn og karlmennskan, þorið og þrautseigjan, sem ein- kenndu hann á ytra borði. En stutt var í glitrandi glettnina, sem engan særði, en vakti upp einlægan hlát- ur, kærleikurinn átti þar öruggt skjól. Minningarnar mætu á ég einn og sá sjóður er dýr, því sem barn hændist ég svo að honum, að gjarn- an vildi ég fylgja honum fótmál hvert og eiga á kyrrum stundum athvarf hjá honum einnig. Mér varð hann því einstaklega undurkær og sá kærleikur kulnaði aldrei. Þegar ég man fyrst eftir mér bjó hann í Seljateigi, æskuheimili mínu, og enn man ég undraglöggt, hversu sátt ég grét, er þau hjón fluttu að Stuðlum, þegar ég var sex ára og hve fögnuður minn var mikill þegar þau komu á ný heim að tveim, löng- um árum liðnum. Gísli var einn úr tólf systkina- hópi, fæddur í Húnaþingi, þar sem foreldrar hans, þau miklu sæmdar- hjón, bjuggu, oft við erfið kjör. Fósturmóðir mín var einmitt elzt þeirra systkina, en hana átti ég sem beztu móður. Barnungur fór Gísli að heiman og víst mun um það að vinnuharka þeirra tíma fór ekki framhjá hinum unga dreng, sem aldrei kvartaði og átti kapp og stolt að farsælum förunautum. Ævilangt bar hann merki erfiðrar æskutíðar, en á allt það var aldrei minnzt. Hann varð fljótt mjög vel sterk- ur, fimur og fótfrár mjög, áræðinn og ósérhlífinn með afbrigðum. Ung- ur fór hann austur á Reyðarfjörð til systur sinnar og mágs, foreldra minna, og á Reyðarfirði átti hann heima upp frá því. Gísli var hneigður mjög til bú- starfa, afar góður og glöggur fjár- maður og fórst hvaðeina vel úr hendi við sveitastörfin. Mér er sér í lagi minni af hve mikilli list hann bar upp heysæti svo unun hrein var á að horfa, en Gísli var verkhagur að hverju sem gengið var s.s. srníð- ar hans báru vott um. Gísli stund- aði búskap drjúgan hiuta starfsævi sinnar, áður hefi ég getið um Selja- teig og Stuðla, en 1946 reisti hann sér notaleg húsakynni í landi Selja- teigs, nefndi þar Fögruhlíð og þar bjó hann til ársins 1961, að hann fluttist út á Reyðarfjörð, keypti húsið Brekku þar og bjó allt til endadægurs þar. En einn bjó Gísli ekki. Hann kvæntist Guðrúnu Björgu Elíasdótt- ur árið 1938, en hún lézt á bezta aldri árið 1965. Hún Gunna, eins og ég kallaði hana jafnan, var mik- il ágætismanneskja, fáskiptin og dul, en því meiri vinur vina sinna, gestrisin vel og veitti öllum sem bezt hún kunni og óteljandi voru handtök hennar í annarra þágu, ættmenna sem vandalausra og aldr- ei um endurgjald spurt. Gunna mín varð mér einkar kær, enda naut ég hennar hljóðlátu ástúðar allt frá barnsárum. Hún var afar farsæl kona, vinnusöm og verkadjúg, myndvirk var hún svo sem mjög flíkin frá henni sannaði, smekkleg og velvirk í senn. Hennar góða minning er vel geymd. Þau hjón ólu upp dreng, Þóri, verkamenn á Reyðarfirði, urðu hon- um sem beztu foreldrar og hann þeim umhyggjusamur sonur, sem sannaðist aldrei betur en í erfiðum veikindum föður hans. Þórir er afar vel gerður maður, leikari og söng- maður góður, sem langt hefði náð á þeim sviðum, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Eftir að búskaparárum lauk vann Gísli hjá Fiskverkun G.S.R. meðan þrek entist og var þar verkstjóri í fleiri ár og lét sá starfi mjög vel. Einkum kunnu unglingarnir vel að meta leiðsögn hans og spaugsama alúðina og munu margir minnast áranna hjá Gísla með ærnu þakk- læti. En verkstjórinn vann gjarnan mest sjálfur, enda honum tamast að láta aldrei verk úr hendi falla og ganga að hveiju einu með harð- fylgi og kappsemi, hlífandi sér aldr- ei við því erfiðasta. Hann var enda það sem kallast hamhleypa til vinnu og langur gat vinnudagurinn orðið, því engum kunni hann um viðvik að neita og þeim hjálpaði hann helzt sem örðugt áttu. Greiðvikni hans var engu lík, alltaf hlaupið til, þó erfiði nóg væri að baki. En Gísli var Iíka maður glaðværð- ar og félagslyndur var hann mjög, skemmtilega ræðinn, skýr í hugsun og m.a. var hann spilamaður ágæt- ur. Bamgóður var hann svo af bar, böm löðuðust að þessum ljúfa og smáglettna manni, sem allt vildi fyrir þau gera. Börnin mín og bama- bömin eiga af því einstaklega hug- ljúfa sögu sem ég veit þau þakka af alhug og geyma í hjarta sér. Gísli var einnig maður íhygli og alvöru, enda greindur vel, ákveðinn í skoðunum og fastur fyrir. Hann gegndi alllengi trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélags Reyðarfjarð- ar, stéttvís og hollráður, heill í öllu. Hann var félagshyggjumaður í merking beztri. Það húmar að í huga mínum og minna, þegar Gísli frændi minn er kvaddur hinztu kveðju. Fyrir hugar- sjónum leiftra myndir frá liðinni tíð, sólstöfum slungnar, yljaðar ást- úð og mikilli mildi. Vestanblærinn fer vermandi um flekkinn, heyhirð- ing í algleymingi, frændi minn góð- ur gengur vasklega til verks, en gefur sér þó tíma til að svala for- vitni hnokkans, broshýr og elsku- legur sem alltaf. Þannig líða mynd- ir hjá utan enda, umvafðar sólskini. Við Hanna og allt okkar fólk höfum margt og mikið að þakka. Þóri frænda mínum sendum við samúðarkveðjur og biðjum honum blessunar. Honum Gísla eru ástarþakkir færðar við leiðarlok, fyrir allt og allt. Megi sá alvaldur sem hann trúði og treysti á leiða sinn ljúfa þegn inn til ljóssins heima. Blessuð sé hans merlandi bjarta minning. Helgi Seljan. GISLIS. BENEDIKTSSON model 79 2 ÞORPIÐ AVALLT I TISKU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.