Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tangó sóló LEIKUST LEIKLISTARHÁTÍÐ í MOSFELLSBÆ Leikfélag Hveragerðis: Táp og fjör eftir Jónas Ámason. Leikstjóm: Anna Jómnn Stefánsdóttir. Leikend- ur: Steindór Gestsson, Magnús Stef- ánsson, Berlind Sigurðardóttir, Nor- bert Miiller Opp, Stefán Jónsson. 27.-28. ágúst. Á LEIKLISTARHÁTÍÐ sem Bandalag íslenskra leikfélaga hélt nýlega í Mosfellsbæ sló Táp og fjör kröftuglega í gegn ef dæma má af viðbrögðum áhorfenda, sem velflestir voru áhugafólk um leikl- ist, leikendur sjálfír eða leikhús- fólk í frístundum og ber því tals- vert skynbragð á þegar vel tekst til á sviðinu. Ég hygg að dijúgan hluta af klappinu hafí Steindór Gestsson átt (og verðskuldað) því að hann vár með afbrigðum skemmtilegur sem fjósamaðurinn Lási. Jónas Ámason skrifaði skemmtilega persónu þar sem Lási er: Bróðir hans, óðalsbóndinn, stal frá honum æskuástinni, sveik af honum jörðina og nýtti sér trú- mennsku hans og hjartagæsku út í ystu æsar. En þótt fátt sé betur til þess fallið að temja mönnum æðruleysi en að moka flórinn ára- tugum saman, lifir þó enn í göml- um glæðum undir prúðmannlegu fasi fjósamannsins. Og hér skilur að mann og skepnu. í þann mund sem kýmar hans heittelskuðu em leiddar til slátranar fær Lási upp- reisn æru og gengur frakkur á vit frelsisins. Talandi um frelsi. í þessu verki þar sem dregið er úr framandleik- anum milli sviðs og sæta með sam- særishúmor nýtir Steindór sér einkar vel tækifærin til að draga áhorfendur inn í það frelsi sem felst í samsærinu milli leikenda og áhorfenda um andblæ sýning- arinnar, bæði með raddbeitingu og galsafengnu og ýktu látbragði. Þegar hann dansar tangó sóló á sviðinu dansa allir með í hugan- um og verða léttir í lund því að í þessum dansi lifnar eitt helsta persónueinkenni þjóðarinnar, fomheiðið og stolt: í andstreyminu ódrepandi seigla hugans. Sem, þótt merkilegt sé, er helgað af forlagatrúnni og því til orðin af nokkurs konar kæruleysi. Frelsi í fjötrum lífsins. Svo fer sem fer. Áðrir leikarar fara ágætlega með hlutverk sín. Eftirtektarvert er hve góð raddbeitingin er. Þar gætir eflaust kunnáttu leikstjórans, Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, en hún er talkennari að mennt. Táp og fjör er skemmtilegt verk og hefur Leikfélag Hveragerðis komið því vel til skila. Guðbrandur Gíslason Menningarmiðstöðin í Gerðubergi Fyrstu einleiks- tónleikar vetrarins GUÐNI Franzson klarinettuleikari og Gerrit Schuil píanóleikari koma fram á fyrstu einleikstónleikum vetr- arins í Gerðubergi laugardaginn 17. september kl. 17. Guðni Franzson er þekktur fyrir starf sitt með CAPUT-hópnum, Keltum og þátttöku í leik- hússtarfí. Gerrit Schuil er hol- lenskur píanóleikari, hljómsveitar- og óperu- stjóri sem undanfarið hef- ur verið búsettur við Eyja- fjörð. Hann hóf tónlist- arnám fimm ára gamall og hélt sína fyrstu tónleika níu ára. Að loknu námi við tónlistarháskólann í Rotterdam stundaði hann nám hjá Vlado PerlemUter í París og í London hjá John Lill og varð síðan einkanem- andi Kirill Kondrashin. Gerrit hefur komið fram víðsvegar um heim, leikið með þekktum söngv- urum og stjómað virtum hljómsveit- um, m.a. hollensku útvarpshljóm- sveitinni. Gerrit kemur m.a. fram sem stjómandi Sinfóníuhljómsveitar íslands í vetur auk þess að taka þátt í margvíslegum tónlistarviðburðum og leikhússtarfí. Á efnisskránni eru Phantasicstykki op. 73 og Rómönsur op. 94 eftir Robert Schumann (1810-1856) og Sónötur op. 120 nr. 1 og 2 eftir Johannes Brahms (1833- 1897). Schumann og Brahms voru samtímamenn og nánir vinir. Robert Schumann var giftur Clöru Wieck, sem var mikill píanóleikari og tón- skáld, en jafnframt dóttir læriföður Roberts. Jóhannes Brahms var einhleypur en kynni hans af Schu- mann-hjónunum áttu eftir að hafa djúpstæð áhrif á líf hans alla tíð. Schumann var eldri og virtari, en það var áhugi hans á verkum Brahms og skrif hans um þau sem vöktu athygli um- heimsins á verkum hins unga manns árið 1853. Schumann og Brahms nálguðust tónlistina á ólíkan hátt: Schumann, sonur bóksala, hafði bókmenntaleg þemu að leiðarljósi, skrifaði fantasíur og rómönsur fyrir hljóðfærin og lét klassísk form tónsmíða yfirleitt lönd og leið meðan Brahms skrifaði tón- list tónlistarinnar vegna, forðaðist prógramm-músík og hafði klassísku formin í heiðri í annars hárómantísk- um verkum. Gagnkvæm virðing var milli tónskáldanna og ekki var síðri vinátta milli Clöru og Brahms. Eftir lát Roberts árið 1856 hélst samband þeirra svo lengi sem bæði lifðu. Hver eru áhrif Clöru á verk þessara miklu snillinga? Það er spuming sem gam- an er að velta fyrir sér og því hefur efnisskráin fengið vinnuheitið „Hvar er Clara?“ GUÐNI Franzson klar ine ttuleikari. FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 19 VERKTAKAR - BÆJARFÉLÖG - VEITUSTOFNANIR Sérfræðingur frá Vermeer er staddur hjá okkur þessa dagana og kynnir beina- og stýranlega bortækni fyrir lagnir í jörðu. Vötn/ár Vegir Lagnir Mannvirki Gróður Y Skútuvogur 12A104 Reytjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.