Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 9

Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 9 FRÉTTIR STARFSFÓLK íslandsbanka plantar birki á uppgræðslusvæði á Haukadalsheiði. Ný sending af CCCLcCceCe^ buxum Tískuverslunin Guðrún, Rauðarárstíg. <0> ÖRYGGISSKÓR Stáltá og stálþynna í sóla. Stórfelldar breytmgar í Haukadalsheiði HAFNAR eru stífluframkvæmdir við Sandvatn á Haukadalsheiði. Framkvæmdirnar eru á vegum Landgræðslu ríkisins, en fjár- magnaðar með peningagjöf sem íslandsbanki og starfsfólk hans færði Landgræðslunni í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Með þessum framkvæmdum er stefnt að því að jafna yfirborð Sandvatns og halda því í fullri stærð allt árið. Vatnsborðið hefur verið mjög breytilegt. Þegar Sand- vatn er stærst nær það yfir 1.000- 1.500 hektara, en stundum er það aðeins smádreitill. Á þurrkatímum á sumrin eru því geysimiklir sand- og auraflákar óvarðir. Þarna er mikið fínefni sem fykur upp við minnsta vind og veldur mikilli gróðureyðingu, sérstaklega sunn- an og austan við vatnið. Vanda- málið hefur vaxið ár frá ári, því jökulvatnið Farið fyllir stöðugt meira upp í vatnið með sand- og aurframburði úr Hagavatni. Jafn- framt hefur útrás vatnsins grafið sig niður. Þær aðgerðir sem nú hefur ver- ið ráðist í munu færa undir vatn u.þ.b. 1.300 hektara af fokefnum, sandi og aur og mun Sandvatn þá verða varanlega allt að þvi 10 sinn- um stærra en það er venjulega síð- sumars. Þar með verður Sandvatn eitt af stærstu vötnum landsins. Heiðin verði skógi vaxinn Haukadalsheiðin hefur verið eitthvert mesta uppblásturssvæði landsins, en undanfarin ár hefur verið unnið mikið starf að upp- græðslu. Stefnt er að því að heiðin verði í framtíðinni eins og hún var fyrr á öldum, þegar mestur hluti hennar var skógi vaxinn. Land- græðslustjóri telur að það að hækka vatnsborð Sandvatns og halda því stöðugðu með stíflugerð sé alger forsenda þess að björgun- arstarfið á Haukadalsheiði geti borið árangur. Framkvæmdum við stíflugerð- ina verður lokið nú í haust og er búist við að Sandvatn verði búið að ná fullri stærð næsta sumar. í framhaldinu verður síðan hafin ný sókn á þeim hluta heiðarinnar sem hefur verið friðaður fyrir beit. Plantað verður birki, víði, bauna- grasi, melgresi og lúpínu, auk þess sem haldið verður áfram að sá fræi og dreifa áburði með flugvél Land- græðslunnar. Hluti af framlagi ís- landsbanka og starfsfólk hans mun renna til þeirra aðgerða og mun starfsfólk bankans taka þátt í starfinu. Sérstaklega hagstœtt verð Skeifan 3h - Sími 81 26 70 - FAX 68 04 70 Vinnuvernd í verki VILTU VERSLA ÓDVRT FYRIR SKÓLANNl Peysur frá 1.900 Kjólar frá 2.990 Buxur frá 2.990 Lilja Notað leður jakkar 3.000 Frakkar 3.500 fíUHJ Hlaupakettir 1 tonn 5.500 2 tonna 7.446 Fást nú með 10% stgr afslætti STÁLMÓTUN Úlpur frá 3.000 Háskólabolir 2.200 Allt vandaðar þýskar vörur. X o9 Buxur, bolur og vesti 2.995 Barnapeysur Barnakot Gallabuxur 2.900 Barnabuxur 2.200 stærðir 2-14 GALLAB UXNAHO RNIÐ Vindjakkar 3.990 Gallajakkar 3.990 Gallavesti 2.990 FlasK Skólatöskur frá 990 Stílabækur frá 80 Pennaveski 500 Möppur frá 200 RITFÖNG OG ÍÞRÓTTAVÖRUR FAXAFENI 10 ® 689666 Skór frá 990 Gallafatnaður I úrvali fj+tt oý þztt*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.