Morgunblaðið - 16.09.1994, Page 9

Morgunblaðið - 16.09.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 9 FRÉTTIR Páfi heimilar stúlkum að vera messuþjónar *------------------------------i---- Islenskar stúlkur þjóna JÓHANNES Páll II. veitti í vor konum leyfi til að starfa sem messuþjónar innan kaþólsku kirkjunnar. I sumum kirkjum heimsins haf;i stúlkur starfað sem messuþjónar áður en leyfið var veitt en í fyrsta skipti í sögu ka- þólsku kirkjunnar á Islandi hafa tvær stúlkur fengið þjálfun sem slíkir og þjónuðu þær sl. sunnu- dag í morgunmessu í Kristskirkju. Þriðja stúlkan er í þjálfun. „Hafa staðið sig frábærlega" Séra Jakob Roland, prestur kaþólska safnaðarins hér, segir að nú hafi um 20 ungir menn hlot- ið þjálfun sem messuþjónar og starfi sumir þeirra sem sjálfboða- liðar árum saman, en sá sem lengst hafi gegnt starfi messu- þjóns hérlendis hefur starfað í eina tvo áratugi. Stúlkurnar tvær, Kristín Guð- mundsdóttir, tvítug, og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, þrettán ára, hafa verið virkar í unglingastarfi safnaðarins og segir Sylvía að þær hafi haft áhuga á starfi messuþjóns um tíma, en ekki átt kost á því fyrr en í vor. „Þær hafa reynst frábærlega og gefa strákunum ekkert eftir,“ segir séra Jakob. Kristín er fædd inn í kaþólska söfnuðinn en Sylvía tók kaþólska trú um tíu ára aldur. Sylvía segir að karlar innan kirkjunnar hafi Morgunblaðið/Gunnar Lund SÉRA Jakob Roland fær aðstoð hjá messuþjónum sínum, Krist- ínu Guðmundsdóttur og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur. flestir tekið þeim vel og séu hlynntir því að stúlkur fái að starfa sem messuþjónar, „þótt ég hafi heyrt að sumum finnist erfitt að vei\jast þessari nýbreytni," segir Sylvía. Hún segir þær stallsystur gjarnan vilja starfa innan ka- þólsku kirkjunnar framvegis, en þó sé fátt í boði og hún hafi alls engan áhuga á því að verða nunna. „Það er stöðugt verið að þræta um hlutverk kvenna innan kaþólsku kirkjunnar, og ég held að innan tíðar komi að því að konur fái að vígjast til prests, en persónulega efast ég um að þær fái að verða biskupar eða kard- ínálar og örugglega aldrei páfar, segir Sylvía. Borgarstjórn ræðir endurbyggingu Iðnós Endurskoðað- ar áætlanir ekki kynntar Flestir þættir vanmetnir í upphafi ENDURBYGGINGARNEFND kynnti ekki í borgarráði eða í borg- arstjórn endurskoðaðar kostnaðar- áætlanir við endurbyggingu Iðnós. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sagði að það hefði ekki verið gert fyrr en hún hefði kallað eftir þeim. Inga Jóna Þórðardóttir borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mót- mælti ummælum borgarstjóra um að framkvæmdir við Iðnó væru í ólestri. Öllum hefði verið ljóst að frumkostnaðaráætlunin hefði verið pf lág. I minnisblaði borgarlögmanns, sem borgarstjóri las á fundi borgar- stjórnar í gær, kemur fram að í samningi um kaup á Iðnó hafi borg- in tekið að sér að kosta viðgerðir á húsinu. Fyrsta áætlun upp á 107 millj. hafi verið kynnt í borgarráði og á fjárhagsáætlun borgarinnar 1993 voru 40 millj. til framkvæmda og hönnunar. Eftir að framkvæmdir hófust hafi endurbyggingarnefnd hússins óskað eftir að byggingardeild endurskoðaði kostnaðinn á grunni þeirra gagna sem þá lágu fyrir. „Endurskoðaða áætlunin sem var Í50 millj. miðað við fyrri forsendur var ekki lögð fyrir borgarráð' en við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 1994 voru 40 millj. til framkvæmda 0g hönnunar við Iðnó,“ segir í-minn- isblaðinu. „I ræðu borgarstjóra við framlagningu fjárþagsáætlunar er þess getið að fjárveitingin miðist við að ljúka frágangi hússins að utan og byrja á ýmsum verkþáttum inni.“ Hækkun vegna sviðs Síðan segir að áætlun, sem gerð var í febrúar 1994, hafi sýnt að kostnaður yrði 173,3 millj. „Nefndin óskaði samanburðar á frumkostnað- arhugmynd og þeirri nýju,“ segir í minnisblaðinu. „Hækkunin frá 150 millj. króna áætluninni skýrist að hluta til með tæknibúnaði vegna sviðs og fleira sem er í seinni áætlun- inni en ekki þeirri fyrri.“ Endurbygg- ingarnefndinni hafi verið ljóst að ekki hafi verið um endanlega áætlun að ræða þar sem hönnun var ekki iokið. Því var ný áætlun gerð í júlí sem gerir ráð fyrir að kostnaður verði 183,6 millj. Þessi áætlun á að vera nokkuð nákvæm, segir í grein- argerð borgarlögmanns. Flest vanmetið Loks segir að þegar bornar eru saman frumkostnaðarhugmyndin og sú áætlun sem liggi fyrir komi í ljós að flestir þættir hafi verið vanmetnir í upphafí. Frumhugmyndin byggist á ágiskun án úttektar á ástandi húss- ins. Kostnaður við lagnir í húsinu hafi hækkað um 21 milíj., frágangur inni um 17 millj. og hönnun hafi farið verulega fram úr áætlun. Lækkun á olíuverði í Smug’unni OLÍUFÉLÖGIN hafa samþykkt að lækka verð á gasolíu til skipa í Smug- unni um rúmlega 15% og hefur lækk- unin þegar tekið gildi. Pétur Sverris- son hjá LÍÚ sagði að lækkunin hefði náðst með samvinnu olíufélaganna og LIÚ og gildir hún næstu 3-4 vikur. Pétur sagði að að þeim tíma liðn- um yrði olíuþörf íslensku skipahna í Smugunni metin á nýjan leik og verð- ið endurskoðað. Hann sagði þá verð- lækkun sem náðst hefur vera í átt- ina, en á tímabili var olíuverð í smug- unni 30% hærra en hér á landi. Mörg íslensku skipanna sem stunda veiðar í Smugunni geta keyrt á svar- tolíu, en að sögn Péturs er ekki hægt að afgreiða svartolíuna með góðu móti til skipa á hafi úti, og því stendur hún ekki til boða í Smug- unni. Norskt olíuskip sér um að af- greiða olíuna til íslensku skipanna. -----» ♦ ♦---- Vígsla á fósturreit DUFTREITUR, sem helgaður er fósturlátum, verður vígður í Foss- vogskirkjugarði laugardaginn 17. september kl. 13.30. Safnast verður saman til kynning- ar og helgistundar í Bænahúsinu, en síðan haldið í duftreitinn, þar sem vígsla og fyrsta greftrun fer fram. Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprest- ur Ríkisspítala, annast um vígsluna. Framvegis er gert ráð fyrir að jarð- sett verði mánaðarlega í reitinn. Undirbúningsvinna að duftreit þessum var unnin af Kirkjugörðum Reykjavíkur og starfsfólki á Land- spítalanum í samræmi við óskir, sem komu fram hjá foreldrum. Ný sending frá Daniel D. TESS NeSst viS V. Dunhaga, A sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, lauqardaqa kl. 10-14 BESTA SKOSMIÐASTOFAN I BÆNUM opnar fimmtudaginn 22. september. Vel unnið en ekki vélunnið! Sveinn Jón Jónsson skósmiður Leynimel 13 Nýsendingaf náttfíUnaúi frá LadyPiroIa ■/ /S/7o' oÆy^iý sending °-i/v sá tilpum og útigöllum ^rrábcirt \?erö FIORII.OIO | Borgarkringlunni, sími 689525. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 62 milljónir Vikuna 8. til 14. september voru samtals 62.035.493 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 08. sept. Mamma Rósa, Kópavogi. 135.197 10. sept. Hótel Örk, Hverageröi.. 295.374 10. sept. Háspenna, Laugavegi.... 58.145 11. sept. Keisarinn............... 74.764 11. sept. Mamma Rósa, Kópavogi... 83.065 12. sept. Hanastél, Kópavogi..... 127.088 12. sept. Háspenna, Laugavegi. 70.730 14. sept. Háspenna, Hafnarstræti. 252.230 Staða Gullpottsins 15. september, kl. 13:00 var 3.746.674 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gulipottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.