Morgunblaðið - 28.10.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.10.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 21 LISTIR HILDURvið eitt verka sinna. Hildur sýnir í Café Mílanó HILDUR Waltersdóttir opnar sýningu á nýjum verkum í Café Mílanó, Faxafeni 11, á morgun, laugardag, kl. 17. Hildur útskrifaðist með BFA-gráðu frá Rockford Col- lege, Illinois, Bandaríkjunum í maí sl. og hefur hún tekið þátt í fimm samsýningum þar vestra. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hérlendis. Þema sýn- ingarinnar er Afríka, en lista- konan sækir myndefnið sitt til Kenýa, þar sem hún bjó um tíma. Verkin eru að mestu unnin í olíu á striga, en einnig eru verk unnin með kolum á pappír:-- Hulda sýnir í Slunkaríki SÝNING á ljósmyndaverkum Huldu Ágústsdóttur verður opn- uð í Slunkaríki á Isafirði á morg- un, laugardag, kl. 16. Hulda lauk námi við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1990 og framhaldsnámi við Pratt Institute í New York. Sýningin er opin alla daga frá kl. 16-18 nema mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og henni lýkur 13. nóvember. Þorgerður sýnir pappírs- myndverk ÞORGERÐUR Hlöðversdóttir opnar sýningu á pappírsmynd- verkum í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg á morgun, laugardag. Fram til þessa hefur Þor- björg aðallega unnið í tau- þrykk, en að þessu sinni sýnir hún myndverk úr handgerðum pappír og ljósmyndum. Þetta er fyrsta einkasýning Þorgerðar. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 13. nóvember. EITT verka Þorgerðar. Kristín sýnir í Norska húsinu KRISTÍN Þorkelsdóttir sýnir í Norska húsinu í Stykkishólmi um helgina. A sýninguni verða vatnslita- myndir, flestar málaðar á Vesturlandi. Á opnunardaginn um klukkan þijú syngur Yng- veldur Ólafsdóttir mezzósópr- an. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 2-6 e.h. Oryggi Aðaldalsins Hringur Jóhannesson: Sólstöðubikar. 1994. MYNDIJSI Listasafn ASÍ/ Gallcrí Fold MÁLVERK/ PASTELMYNDIR HRINGUR JÓHANNESSON Listasafn ASÍ: Opið alla daga (nema miðvikud.) kl. 14-19 til 6. nóvember. Aðgangur 200 kr. Gallerí Fold: Opið mánud.-laugard. kl. 10-18 ógsunnud. 14-18 til 6. nóvember. Aðgangur ókeypis. SÍÐUSTU ár hefur komið fyrir, að sami listamaður sé með fleiri en eina sýningu í gangi samtímis; þann- ig getur viðkomandi kynnt fleiri en eina hlið á sínum viðfangsefnum, án þess að ijúfa heild hverrar sýningar fyrir sig. Páll Guðmundsson mynd- listarmaður var stórtækur á þessu sviði, þegar hann hélt þijár ólíkar sýningar í sama mánuði fyrir rúmum tveimur árum; hver þeirra bar sinn sérstaka svip og gaf listunnendum tækifæri til að nálgast listhugsun Páls eftir mismunandi leiðum. Með sýningum sínum nú hefur Hringur Jóhannesson brugðið á þetta ráð, en í Listasafni ASÍ getur að líta hálfan ijórða tug olíumálverka sem hann hefur unnið á síðustu tveimur árum, en í Gallerí Fold er að fínna pastelmyndir, sem eru að mestu frá sama tíma. Þannig eru skyldir miðlar kynntir á sama tíma, og list- unnendur sem skoða báðar sýningamar sjá að þeir gefa lista- manninum frábrugðin tækifæri til að nálgast viðfangsefni sín í myndfletinum. Myndefni Hrings eru listunnendum löngu kunn, enda hafa þau lítið breyst um langan tíma; Aðaldal- urinn er honum óþrjótandi uppspretta viðfangsefna, þar sem litið er til hins smá- gérða eða auvirðilega í landinu — starar í mýri, þúfnakolla, úthaga í leysingu og árinnar, sem liðast um sveitina. Þetta myndefni er sundur- greint, umvafið eða leyst upp í mildri birtu þokunnar, speglað eða brennt ljósi sólar, allt eftir því sem dagsstund sköpunarinnar býður upp á. Loks hefur verið áberandi í verkum Hrings á hvem hátt nálægð mannsins hefur verið gefin í skyn með því að sýna t.d. fallnar girðingar, yfirgefin tól og tæki, hús og jafnvel skugga — án þess þó að persónur komi fram. Þessi mannlega tilvísun hefur skapað vissa dulúð og um leið verið sérstök í lands- lagsmálverkinu hér á landi. Á sýningunum að þessu sinni er það fyrst og fremst landið og ljósið sem listamaðurinn er að fást við. Pastelmyndimar eru bæði sjálfstæð myndverk sem slík, en um leið kveikj- ur að málverkum, og sjá má dæmi þess hér, t.d. í myndinni „Gamla heyið“ (nr. 15), sem verður síðan að olíumálverki undir öðm heiti. Hér er pappírinn afar virkur í myndunum; Hringur notar ýmist brúnan eða grá- an pappír, og pastellitimir verða skýrir og hreinir á þessum gmnni. Sjónarhornið er sem fyrr nokkuð sérstakt, þar sem listamaðurinn sér ofan í landið fyrir fótum okkar, og greinir í sundur smáatriði þess; hins vegar grípur hann oft til þess að tengja þröngt sviðið umhverfinu með speglun víðara sviðs, t.d. siglingu skýja á himni, regn á vatni o.s.frv. Á stundum er þó litið upp á við, og opnast þá ekki síðri sýn, eins og t.d. í „Hvönn og Kinnafjöll" (nr. 8). í olíumálverkunum er þetta þrönga myndsvið einnig áberandi, en um leið er mikilvægi speglunarinnar jafnvel enn meira. I þeim miðli nær Hringur fram miklum tærleika litarins, og ljós- ið myndar sterk form, þar sem því er endurkastað af vatnsflötun, líkt og í „Sólstöðubikar" (nr. 23). Olíumálverk Hrings em áhrifa- mest við nokkra nálgun, en dofna við meiri fjarlægð. Sé síðan litið yfír salinn í heild, er ljóst að hér er flest afar kunnuglegt, og jafnvel um of; sýningin samanstendur að mestu af lahdslagsminnum úr öryggi Aðal- dalsins, sem Hringur hefur unnið með lengi, og þó tæknileg úrvinnsla sé vissulega góð, þá vantar hér nær alveg þá spennu, sem hin magnaða mannlega fjarvera hefur svo oft skapað í verkum hans. Hér situr því eftir nokkur tóm- leikatilfinning, sem er ný reynsla fyrir undirritaðan gagnvart verkum Hrings. Ef til vill er nóg unnið úr Aðaldalnum, og tími kominn til að leita á ný mið. Eiríkur Þorláksson ITOIun.__ atvlnnu. 1____ verslum I heima verslum heima! snyrtipinnar & bómullarslcífur eru framleidd á Hvammslanqa? Skarp hf.s. 95-12418,95-12818, fax 95-12418. Teg. 34 St. 36-41 Litur: Svartur. kr. 4.795,- Útsölustaðir: i-skór, Kringlunni, Rvík. Skór og skart, Laugavegi 16, Rvík. ómarkaður RR, Skemmuvegí 32, Kópavogi. C Skóhöilln, Bæjarhrauni, Hafnarfirði. • Skóbúðin, Hafnargötu 35, Keflavik • M.H. Lyngdal, Hafnarstræti 1 skóverslun, ut 23,Vestmannaeyjumi Selfoss, Austurvegi 13-15, Selfi KUNIGUND SKoiavoroustig ö, s. yi-ic54öy. C ■ ' : ^ ' ' ðfrítt stál með tvöföldum botni ttar frá 11. og pottar upp í 151.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.