Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 19
URVERINU
Sævar Gunnarsson kjörinn formaður Sjómannasambandsins
Kemur ekki til greina að
líða slíka kjarasamninga
Morgunblaðið/Sverrir
ÓSKAR Vigfússon fráfarandi formaður Sjómannasambands Is-
lands árnar Sævari Gunnarssyni nýkjörnum formanni heilla í nýju
starfi.
SÆVAR Gunnarsson var í gær
kjörinn formaður Sjómannasam-
bands íslands. Tveir voru í kjöri til
formanns, -Sævar sem kjörnefnd
gerði tillögu um og Sigurður Ólafs-
son frá ísafirði og hlaut Sævar 40
atkvæði en Sigurður 18. Konráð
Alfreðsson var kjörinn varaformður
sambandsins, Elías Björnsson frá
Vestmannaeyjum ritari og Jónas
Garðarson, Reykjavík, gjaldkeri.
Ályktanir þings Sjómannasambands íslands
Útgerð og vinnsla aðskilin
ÞING Sjómannasambands Islands
hefur samþykkt ályktun þess efnis
að beina því til samtaka útvegs-
manna að sameinast samtökum sjó-
manna í kröfu á hendur stjórnvöld-
um um að aðskilja með lögum tengsl
útgerðar og fiskvinnslu með því að
gera að skuyldu að allur afli sem
seldur er innanlands verði seldur á
uppboðsmarkaði. Slík krafa sé í sam-
ræmi við núgildandi ákvæði kjara-
samninga milli útvegsmanna og sjó-
manna þar sem segir að útgerðar-
maður skuli tryggja sjómönnum
hæsta gangverð fyrir aflann.
í upphaflegri tillögu sagði að til-
raun til að koma á fijálsu fiskverði
hafi mistekist vegna þess að í 80%
tilvika er seljandi og kaupandi einn
og sami aðilinn. Þar sagði ennfrem-
ur að það sé óraunhæf krafa að all-
ur afli sé seldur á markaði nema
með beinum stjómvaldsaðgerðum,
vegna þess að fiskkaupendur eigi
og séu enn að eignast fiskveiðikvóta
þann sem gefinn er út fyrir hvert
fiskveiðiár. Það stefni í óefni hvað
þetta varðar þar sem kvótinn sé að
færast á færri og færri hendur.
Einföldun skattstigans
Þá styður þingið ákvörðun fjár-
málaráðherra um einföldun skatt-
stigans með afnámi hátekjuskatts.
Þingið telur að auknar áherslur þurfi
að leggja á skattaeftirlit og inn-
heimtu þannig að allir greiði til sam-
félagsins það sem þeim ber.
Sjómannasambandið beinir því til
sjómanna sem ráða sig á hentifána-
skip að kynna sér vel launakjör,
trygginga og öryggismái, „því þau
eru ekki mönnum bjóðandi," segir í
ályktuninni. Þingið hvetur stjórnvöld
til að leyfa hvalveiðar eigi síðar en
næsta vor. Allar rannsóknir bendi
til þess að hvalastofnar hér við land
þoli að veiðar verði hafnar að nýju.
U ppsagnarf r estur
sjómanna
Sambandið beinir einnig ein-
dregnum tilmælum til Alþingis að
breyta 9. grein sjómannalaga um
uppsagnarfrest sjómanna á íslensk-
um fiskiskipum. Uppsagnarfrestur
nú er sjö dagar en þingið krefst
þess að hann sé minnst einn mánuð-
ur.
Sjómannasamband íslands telur
brýna nauðsyn til að þyrla sé stað-
sett úti á landsbyggðinni með tilliti
til þess hvei-su langt flug getur orð-
ið verði sjóslys eða annars konar
slys á þeim slóðum. Þingið hvetur
hagsmunaaðila til að taka höndum
samn svo hægt verði að taka tilboði
Grönlandsfly umk þyrlu á Egilsstöð-
um nú í vetur til reynslu.
Nokkur gagnrýni kom fram á upp-
stillingu kjörnefndar í stjórn sam-
bandsins og gáfu þrír kost á sér í
stjórnina auk þeirra ellefu sem
kjörnefnd hafði stillt upp. Þó fór
svo í atkvæðagreiðslu að allir á lista
kjörnefndar voru kjörnir. Sævar
sagði að ekki kæmi til greina að
líða það að starfskjarasamningar
áhafnir hentifánaskipa verði boðnir
til frambúðar
Sævar Gunnarsson nýkjörinn
formaður sagði í samtali við Morg-
unblaðið að með nýjum mönnum
kæmu nýir siðir. „En það er vandr-
atað í spor fyrrverandi formanns,
Óskars Vigfússonar, en ég vona
að okkur beri gæfa til að feta á
margan hátt í spor hans. Það eru
miklar breytingar á forystu sam-
bandsins og við getum áttum von
á breytingum í starfsháttum þess,“
sagði Sævar.
Afnema á hátekjuskatt
Hann sagði að sér sýndist að
helstu baráttumálin framundan
myndu snúast um fiskverð og þátt-
töku sjómanna í kvótakaupum.
„Við bindum reyndar vonir við sam-
, starfsnefnd sjómanna og útgerðar-
manna í því máli,- Síðan verða þau
skelfílegu mál sem hér hafa verið
til umræðu um starfskjör á útflögg-
unarskipum á döfinni. Við verðum
að taka á því máli með öllum tiltæk-
um ráðum. Við vitum að það eru
íslenskir útgerðarmenn sem standa
að útgerð þessara skipa og munum
leita ráða m.a. í samvinnu við
verkalýðshreyfinguna og önnur sjó-
mannasamtök og hugsanlega al-
þjóðasamtök," sagði Sævar.
Hann kvaðst taka undir allar
hugmyndir til að sporna við þess-
ari þróun, þ.á.m. tillögu Óskar Vig-
fússonar fráfarandi formanns sam-
bandsins um hafnbann á hentifána-
skipin.
„Þetta verður mál stjórnar Sjó-
mannasambandsins og það verður
tekið á því af fullum þunga. Það
kemur ekki til greina að líða það
að slíkir starfskjarasamningar
verði boðnir til frambúðar, það er
útilokað mál.“
Sævar sagði það skoðun Sjó-
mannasambandsins að afnema ætti
hátekjuskatt því hann bitnaði að
verulegu leyti á ungu fólki sem er
að byggja. „Sjómenn vinna gríðar-
lega mikið og lenda sumir þeirra
óhjákvæmilega í þessari skatt-
heimtu en þó eru aðrir afar lágir
í launastiganum. Við teljum ein-
faldlega hátekjuskatt óréttmætan
skatt,“ sagði Sævar.
Þeir sem kjörnir voru í stjórn
Sjómannasambands Islands eru
Hafþór Rósmundsson frá Siglu-
firði, Hervar Gunnarsson frá Akra-
nesi, Jón Ingi Kristjánsson Ne-
kaupsstað, Kristinn Pálsson Kefla-
vík, Oddur Magnússon Reykjavík,
Óskar Vigfússon Hafnarfirði, Rafn
Ólafsson Reykjavík, Sigurður
Ólafsson ísafirði, Sveinn Kristins-
son Akureyri, Þorsteinn Guð-
mundsson Vestmannaeyjum og
Þórður Ólafsson Þorlákshöfn.
versl íh
* %
II
m
Opnunrllml fram tll jóla
Mánud. til Fimmtud. kl. 9 -18
Föstud. 9 -19, Laugard. 9 -16
Þu finnur jólagjafirnar
örugglega hjá okkur
ijjumgar
Gjafavara - húsbúnaður,
lampar - silkiblóm - myndir,
rammar - leikföng og úrval
af smávöru á frábæru verði.
Verið velkomin í fallega
og hlýlega verslun.
Magasin
Cy Hiísgagnahöltínnl
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 91-871199