Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 29

Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 2$ »UMÁL Ljósmynd/Guðlaugur Tryggvi Karlsson JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra flytur ræðu við athöfnina í Óportó í maí 1992, er utanrík- isráðherrar EFTA- og ESB-ríkja undirrituðu ESB-samninginn. Nú er framtíð þessa mikilvæga samnings í nokkurri óvissu. ESB-ríkjanna ef ísland stæði fyrir utan Evrópusambandið." Oruggur aðgangur að innri markaðnum? í áþekkri skýrslu um áhrif aðildar, sem unnin var fyrir sænsku stjórnina á sínum tíma, er komist að þeirri nið- urstöðu að EES-samningurinn gefi ekki örugga aðild að innri markaðnum til lengri tíma litið. Of mikil óvissa ríki um framtíð samningsins og ESB- ríkin geti einhliða sett reglur sem gilda á öllu efnahagssvæðinu. Þrír þeirra er áttu þátt í gerð skýrslunnar skrif- uðu fyrr í mánuðinum blaðagrein, þar sem þeir færa rök fyrir því að nefnd- in er samdi skýrsluna hafí ef eitthvað er verið of varkár í spádómum sínum. Greinarhöfundar segja að þeir, sem gagnrýnt hafí niðurstöður nefndarinn- ar, telji EES-aðild gefa jafnöruggan aðgang að innri markaðnum og ESB- um allar nýjar reglur. EFTA-ríkin verða að samþykkja þær eða hafna.“ Tveir norskir prófessorar, Kjell A. Eliassen og Ole Gjems-Onstad, voru einnig svartsýnir er þeir héldu fyrir- lestra í Handelshoyskolen BI um fram- tíð EES ef Norðmenn hafna ESB- aðild. Lagaprófessorinn Gjems-Onstad sagðist vera þeirrar skoðunar að taka yrði EES-samninginn upp á nýjan leik ef einungis Norðmenn og íslendingar stæðu eftir, þar sem ekki yrði hægt að viðhalda trúverðugleika stofnan- anna. Hann útilokaði ekki að Evrópu- dómstóllinn og framkvæmdastjórnin hreinlega tækju yfír það vald sem hingað til hefur legið hjá stofnunum EFTA. Eliassen taldi að sama skapi að erfítt yrði að viðhalda smækkaðri út- gáfu af EFTA. „Við munum í auknum mæli hafna ESB-tilskipunum ef við EES-samningurinn getur stað- ið þótt stofnanir breytist Ekki er víst að það sé endilega nauðsynlegt að taka upp EES-samn- inginn sjálfan til þess að aðlaga stofn- anirnar að fækkun í EFTA, eins og norski prófessorinn, sem vitnað var til hér á undan, telur. Raunar munu EFTA-ríkin, sem eftir verða, örugg- lega leggjast mjög eindregið gegn þvi að samningurinn verði endurskoðaður, einkum af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er eðlilegt að EFTA- ríkin vilji koma í veg fyrir að hróflað verði við efnislegu innihaldi samnings- ins, en Carlos Westendorp, Evrópu- málaráðherra Spánar, krafðist þess í síðustu viku að samningurinn yrði tekinn upp og EFTA-ríkjunum, sem eftir yrðu, yrði gert að greiða meira í þróunarsjóð EFTA fyrir fátækari ríki ESB. Verði samningaviðræður hafnar Hverjir verða hvar? ÞAÐ skiptir talsverðu máli fyrir framtíð EES-samningsins og aðlögun stofnana hans að nýjum aðstæðum, hvaða ríki verða í EFTA og hver í ESB um áramótin. Svíar og Norðmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. aðild. Þar með væri efnahagslega séð nær enginn munur á ESB- og EES- aðild. (Áþekkum röksemdum hefur einnig töluvert verið haldið á lofti hér á landi.) Þremenningarnir segjast hins vegar vera þeirrar skoðunar að EES-samn- ingurinn haldi ekki til langframa. Hann sé ágæt bráðabirgðalausn með- an beðið sé eftir aðild en ekki trúverð- ug langtímalausn á tengslunum við ESB. Tvennt hafi gert það að verkum að ókostir EES hafí ekki verið nægilega ræddir. 1 fyrsta lagi sé skammur tími liðinn frá því að samningurinn tók gildi og í öðru lagi hafi hann undir eins fallið í skugga aðildarumræðunn- ar. Síðar segja þeir: „Grundvallarveik- leiki EES-samningsins er að EFTA- ríkin missa öll áhrif á eigin lagasetn- ingu á þeim sviðum sem samningurinn nær til. ESB-ríkin taka ein ákvörðun höfnum ESB-aðild. ESB mun heldur ekki hafa tíma til að koma til móts við okkur í sameiginlegu nefndinni í nauðsynlegum mæli til að geta þróað EES-reglukerfíð. Smám saman verður því ekki lengur um sameiginlegan markað að ræða. Það er ekki ásættan- legt fyrir atvinnulífið," sagði Eliassen. Hann var EB-andstæðingur í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 1972 og telur að besti kosturinn fyrir Noreg hefði verið óbreyttur EES-samningur, þ.e. með óbreyttri EFTA-stoð. Þó að þessi mál hafi verið lítið til umræðu hér á landi er ljóst að þessi umræða á ekki síður við hér. En burt- séð frá þeim vandamálum, sem snúa að eðli EES-samningsins, er allflókið tæknilegt viðfangsefni að aðlaga stofnanir EES ef t.d. aðeins Noregur og ísland verða eftir í EFTA, eða jafn- vel ísland eitt, þannig að þær haldi trúverðugleika sínum. Ákveðnar hug- myndir um þá aðlögun liggja fyrir. að nýju, eru EFTA-ríkin farin að hætta sér inn á óþekkt svæði, þar sem hinar og þessar nýjar samningskröfur yrðu settar fram af hálfu ESB-ríkja. Spánveijar, sem í EES-viðræðunum tengdu alltaf saman þróunarsjóðinn og fiskveiðiheimildir, gætu til dæmis krafíst aukinna veiðiheimilda í lögsögu EFTA-ríkja. Vafasamt er að niður- staða slíks samningaferlis yrði EFTA- ríkjunum í hag. I öðru lagi myndu breytingar á EES-samningnum sjálfum þýða að hann yrði að fara aftur í gegnum stað- festingarferli Evrópusanibandsins: samþykkt í ráðherraráði, atkvæða- greiðslu í Evrópuþinginu og staðfest- ingu þjóðþinga aðildarríkjanna (og EFTA-ríkjanna - hver vill aðra 100 klukkutíma umræðu á Alþingi?). EFTA-ríkin vilja þess vegna halda því, sem þau hafa fast í hendi. Ekki er sennilegt að Spánveijar hafí sitt fram. EES-samningurinn er vissulega Ovæntir gallar hafa komið í Ijós uppsegjanlegur, hvort sem er af hálfu ESB eða EFTA-ríkjanna, en til þess að ESB segi honum upp, þurfa öll aðildarríkin að samþykkja það og í þeirra hópi mun ísland, eða önnur EFTA-ríki, sem kunna að sitja eftir, alltaf eiga bandamenn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það því sameiginlegt álit sendimanna EFTA-ríkja í Brussel og lögfræðinga framkvæmdastjórnar ESB að EES-samningurinn geti staðið óhreyfður. í honum er vísað til þeirra stofnana, sem nefndar eru hér að framan, en um innra fyrirkomulag mikilvægustu stofnananna, þ.e. Eftir- litsstofnunar EFTA og EFTA-dóm- stólsins, er hins vegar kveð- - ið á í samningi milli EFTA- ríkjanna og sérfræðingar telja að með breytingum á þeim samningi megi koma . fram nauðsynlegri aðlögun stofnananna. Lögfræðingar, sem greinarhöfundar hafa rætt við, telja ekkert því til fyrirstöðu að EES-samn- ingurinn standi, jafnvel þótt hugtakið „EFTA-ríkin“ í __ samningstextanum þýddi í rauninni ísland eitt. Hvað ef ísland verður eitt eftir? Lítum þá nánar á hvemig hugsan- lega mætti aðlaga stofnanir EFTA að verulegri fækkun í samtökunum og byijum á því hvernig fyrirkomulagið gæti orðið, ef ísland verður eitt eftir. • í fyrsta lagi gæti ráðherrasam- starfíð í EES-ráðinu haldið áfram samkvæmt EES-samningnum. Það eina, sem breyttist, væri að sumir EFTA-ráðherrarnir færðust yfír á Evrópusambandið. • Það sama myndi eiga sér stað hvað varðaði sameiginlegu EES-nefndina. Hún yrði þá í rauninni tvíhliða nefnd íslands og ESB, en einstök ESB-ríki æt.tu jafnframt seturétt á fundum hennar. Þetta fyrirkomulag væri sam- bærilegt við sameiginlega nefnd ís- lands og ESB, sem starfar samkvæmt fríverslunarsamningnum við Efna- hagsbandalagið frá 1973. • Hvað Eftirlitsstofnunina varðar, er ljóst að hún verður að vera áfram við lýði, eigi annars vegar ESB að vera sátt við eftirlit með EES-samningnum og hins vegar íslensk fyrirtæki, sem nú þegar hafa leitað réttar síns hjá ESA nokkrum sinnum. Umfang henn- ar yrði hins vegar að minnka veru- lega, ættu íslendingar að geta staðið undir henni einir. Rætt hefur verið um að vegna þess hvað íslenskt atvinnulíf sé einhæft og yfirsýn um það auðveld, mætti losna við ýmsa sérfræðinga hjá ESA og komast af með u.þ.b. sjö manna stofn- un. Yfírmaður hennar yrði ---------- íslenskur, en hann yrði að velja í nánu samráði við Evrópusambandið, þannig að fulltrúar þess geti treyst því að hann gæti hiutleysis. Eins og fulltrúamir í ESA nú mætti hann ekki taka við neinum pólitískum fyrirmælum og hann myndi sjálfur sjá um að ráða starfsfólk. Þessi yfirmaður myndi einn skrifa undir úrskurði Eft- irlitsstofnunarinnar. • Hvað dómstólinn varðar yrðu úr- skurðir Eftirlitsstofnunarinnar áfram áfrýjanlegir til hans. Þar yrði hins vegar aðeins einn fastráðinn dómari, sem yrði íslenskur, en ESB yrði að samþykkja hann. Sú hugmynd hefur verið sett fram að gerður verði listi meðdómenda, íslenskra og frá ESB- ríkjunum, ogtveirþeirra myndu dæma með fastráðna dómaranum í hverju máli. Þetta ætti að tryggja að ESB treysti því að dómarnir hallist ekki að hagsmunum íslendinga, en dóm- stóllinn getur auðvitað þurft að dæma um rétt fyrirtækja eða einstaklinga frá ESB-ríkjum á íslandi, rétt eins og í málum, sem aðeins snerta íslenska aðila. Komi hins vegar j ljós að dómar EFTA-dómstólsins og Evrópudóm- stólsins gangi í 'mismunandi áttir, verður sameiginlega EES-nefndin að taka málið upp. • Ákveðin vandkvæði væru á því að aðlaga þingmannanefnd EES að fækkun í EFTA-hópnum. Kveðið er á um það í EES-samningnum sjálfum að 33 þingmenn frá ESB ogjafnmarg- ir frá EFTA sitji í nefndinni og það væri hæpið að senda rúmlega helming Alþingis á þingmannanefndarfund, yrði Island eitt eftir! Sennilega mætti þó ganga frá þessu máli með óform- legu samkomulagi um að tilnefna að- eins hluta þeirra fulltrúa, sem um ræðir. Tvöföldun kostnaðar? Ekki liggur fyrir hvað fyrirkomulag af þessu tagi myndi kosta íslendinga. Núverandi kostnaður íslands við stofnanir EFTA er um 70 milljónir króna á ári, en slegið hefur verið á að hann myndi tvöfaldast og verða 140-150 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur fyrirkomulag, sem svip- ar til þess, sem hér er rakið, verið rætt óformlega í samtölum íslenskra embættismanna og embættismanna framkvæmdastjórnar ESB. Engar formlegar viðræður geta hins vegar hafíst eða niðurstaða fengist í málið fyrr en eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna í Noregi 28. þessa mánaðar. Fyrr verður ekki ljóst hvaða ríki verða í EFTA og hver í ESB. tXj Verði Norðmenn áfram í EFTA ér líklegt að svipuð lausn verði fundin, en með tveimur fulltrúum í ESA, tveimur dómurum o.s.frv. ESA yrði líka væntanlega mun fjölmennari stofnun, þótt sennilegt sé að kostnað- ur íslendinga af rekstri hennar myndi lækka eitthvað. Hins vegar gæti að- lögunin orðið flóknari með fleiri en einu EFTA-ríki, vegna þess að þau yrðu að semja sín á milli. Liechtenstein samþykkti á sínum tíma EES-samninginn, en hefur ekki getað uppfyllt hann vegna þess að Svisslendingar, sem furstadæmið var í tollabandalagi við, felldu samning- inn. Liechtenstein-búar vinna nú að því að breyta efnahagstengslum sínum. við Sviss og má búast við að þeir taki þátt í EES-samningnum upp úr ára- mótum, semjist um að Liechtenstein þvælist ekki fyrir ákvarðanatöku í EES-nefndinni vegna tengslanna við Sviss. Náist samkomulag, mun fursta- dæmið sennilega fá dómara við EFTA- dómstólinn og fulltrúa í Eftirlitsstofn- uninni. Áhrif Liechtenstein, svo og fjárframlag, yrðu hins vegar hverf- andi. Efla yrði íslenska stjórnkerfið Þótt samkomulag náist um tilhögúh stofnana sem svipar til þess, sem hér hefur verið fjallað um, fylgja henni ýmis vandamál tæknilegs eðlis. Fari svo að Islendingar verði einir eftir í EFTA, eða með Liechtenstein-búum, má búast við að efla yrði sendiráðið í Brussel og stjórnkerfið hér heima. Tengsl sérfræðinga við ákvarðana- mótunarferli ESB eru þar afar mikil- væg. Eins og áður segir hafa EFTA- ríkin best tækifæri til að hafa áhrif á nýja löggjöf ESB á stigi ákvarðana- mótunar, og þar gegna sérfræðingar lykilhlutverki. Fjögur ráðu- neyti hafa nú þegar fastan fulltrúa í Brussel, og rætt er um að nauðsynlegt verði _________ að bæta fleirum við. Þetta myndi útheimta einhvern útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. I þessu sambandi skiptir verulegu máli hversu mörg hinna EFTA-ríkj- anna ganga í Evrópusambandið. Leggist starfsemi EFTÁ í núverandi formi af, missa íslendingar aðgang að 100 manna stofnun, sem hefur verið hinni fámennu íslensku utanrík- isþjónustu til ómetanlegs gagns. Sér- fræðingar EFTA - og raunar sérfræð- ingar í stjórnkerfum hinna EFTA-ríkj- anna einnig - hafa bent íslendingum á ýmsa ásteytingarsteina í samskipt- unum við ESB og hvar líklegast sé að vandamál, sem varða íslenska hagsmuni, komi upp. Þótt það kunni að vera rétt hjá Bernitz prófessor að ísland muni ekki skipta máli fyrir hin ríkin í EFTA-stoðinni, skipta hin ríkin miklu máli fyrir Islendinga. Út frá EES-samningnum væri því æskilegast fyrir ísland að EFTA-ríkin yrðu sem flest utan ESB. Samflotið við hin EFTA-ríkin hefur í áranna rás veitt íslenskum sjónarmiðum aukið vægi. Stefnt er að fundi í EES-ráðinu 20. desember næstkomandi. Þá liggur fyrir hvaða ríki verða í ESB eftir næstu áramót og hver ekki. Ekki er ósennilegt að ráðherrarnir gefi út óformlega yfírlýsingu um nauðsynlega aðlögun vegna fækkunar EFTA-ríkjT anna og að ESB-ráðherramir feli framkvæmdastjórninni að hefja við- ræður við þau ríki, sem eftir verða í EFTA. Fram að því er allt í óvissu. Sviar og Norðmenn vita hvað þeir hafa, verði aðild samþykkt, en rétt eins og íslendingar verða þeir að hafa nokkrar hernaðaráætlanir um viðræð- ur við ESB í skúffunni, verði aðiþl felld. Varasamt að taka upp samninginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.