Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 3>g> MINIMINGAR KRISTRUN GUÐMUNDSDÓTTIR <+■ Kristrún Guð- * mundsdóttir fæddist á Ketilvöll- um í Laugardals- hreppi í Ámessýslu hinn 2. apríl 1924. Hún lést á heimili sínu í Kristjanstad í Sviþjóð hinn 10. október síðastlið- inn. Foreldrar Kristrúnar voru Karólína Amadótt- ir og Guðmundur Ingimar Njálsson á Böðmóðsstöðum í Laugardalshreppi og var Kristrún fjórða barn þeirra hjóna í 14 baraa hópi. Systkini hennar em Guðbjöm, f. 1920, Ólafía, f. 1921, Aðalheiður, f. 1922, Jóna Sigríður, f. 1925, Valgerður, f. 1927, Fjóla, f. 1928, Lilja, f. 1928, Njáll, f. 1929, Ragnheiður, f. 1931, Árni, f. 1932, Guðrún, f. 1933, d. 1974, Herdís, f. 1934, og Hörð- ur f. 1936. Kristrún giftist Þórði Halldóri Guðlaugssyni, f. 1915, d. 1993, og eignuðust þau átta börn. Þau em Hugrún, f. 1942, Hrafnhildur, f. 1944, Kristrún Kirrý, f., 1946, Loftur Steinar, f. 1948, Kolfreyja, f. 1955, d. 1983, Kristín, f. 1956, Halldór, f. 1957, og Helga Mar- ín, f. 1961. Annar maður Kristr- únar var Einar Jónsson og áttu þau saman einn son, Hlyn, f. 1967. Öll böm Kristrúnar era búsett í Svíþjóð. Hún átti 25 bamabörn og sex barnabama- böm. Minningarathöfn um Kristrúnu fór fram á heimili hennar í Svíþjóð hinn 21. októ- ber. Bálför hennar fór fram í Svíþjóð 24. október. MIG LANGAR í fáum orðum að minnast mágkonu minnar, Krist- rúnar Guðmundsdóttur frá Böð- móðsstöðum. Hún var sterkur per- sónuleiki, sem vakti hvarvetna at- hygli, bæði fyrir gjörvuleik og fram- komu. Ekki verður þetta úttekt á lífshlaupi hennar, stikla þó á stóru. Set mig í fyrstu í spor ungrar stúlku og upprennandi, hlaðinnar róman- tík og glæstum fyrirheitum. Það var á þeim árum þegar ung- ir menn og konur drukku í sig ljóð Davíðs frá Fagraskógi, kvæðið um dalakofann hennar Dísu. Einnig um eitthvað sem kemur, eitthvað sem fer, eitthvað sem hlær og grætur. Að ekki sé talað um unglingana sem þeystu um vorsins grænu skóga. Nú svo voru líka til kvæði þótt ekki væru eftir Davíð, kvæði þess er gekk upp á hamar- inn sem hæst af öllum ber. Hamingjuna hafði ég í hendi mér. Björt var hún sem lýsigull og brothætt eins og gler. Það var einmitt um þetta leyti, sem ég kynntist fyrst högum Kristrúnar. Mikið fannst mér hún þá kát og skemmtileg, hugmyndarík og að því er virtist sátt við tilveruna. Hún vildi hafa glaum og gleði í kringum sig, hafði frásagnar- og leikhæfi- leika. Hún var ekki sátt við neina lognmollu það þurfti að vera ein- hver gerandi í tilverunni, enda varð sú raunin á. Kristrún var ung að árum þegar hún hélt að heiman í atvinnuleit. Fljótt kynntist hún ungum manni og glæsilegum, Halldóri Guðlaugs- syni, þau ákváðu að lifa lífínu sam- an og hófu búskap í Reykjavík á stríðsárunum. Ekki varð þar auður í búi, en brugðu nokkuð fljótt á það ráð að hefja sveitabúskap, keyptu jörðina Öndverðanes í Grímsnesi og áttu þá jörð um tíma. Þungt var fyrir fæti þar býst ég við og sam- rýmdist ekki kvæði Davíðs, þar sem sungið var um vorsins grænu skóga. Einnig mætti ætla að þau hjón hafí ekki átt skap saman. Sambúð þeirra lauk þar á haustdögum 1962. Börn þeirra voru átta, þau elstu um og yfír fermingu. Öll voru þau gullfal- leg. Var hér um að ræða mjög erf- itt tímabil hjá þeim Kristrúnu og Halldóri. Lá nú leið Kristrúnar til Reykjavíkur en átti jafnframt at- hvarfs að vænta austur í Laugardal. Ekki er úr vegi að nefna elsta bróður hennar, Guðbjörn, í þessu sambandi, en hann lét henni í té sumarhús sitt í lengri eða skemmri tíma. Einnig á hann víst margan bitann í hópnum hennar þau árin. Á þessum árum eignaðist Krist- rún dreng sem hún gaf nafnið Hlyn- ur og er Einarsson. Þegar hér var komið var heilsa Kristrúnar ekki nógu sterk. Tók hún nú þá ákvörðun að flytjast til Svíþjóðar en sum böm hennar höfðu þá fest þar rætur. Eignaðist Kristrún brátt íbúð í Svíþjóð á sænska vísu, kom sér upp fallegu heimili. Hún hafði sum bama sinna undir sínum verndar- væng, þau er enn vom að vaxa úr grasi, þó sérstaklega Hlyn sem enn var á bamsaldri. En römm er sú taug, leið hennar Leiðrétting í minningargrein Gunnars Á. Gunnarssonar um Brand Jón Stef- ánsson á blaðsíðu 32 í Morgunblað- inu 22. október síðastliðinn var aukið inn orði, og breytti það merk- ingu heillar setningar. Hér birtist að pýju kaflinn sem setningin var í: „í mínum huga er minningin um Brand samofin náttúmfari þess Birting afmælis- og minningargrehm Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tjl birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar I símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega linulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. lá aftur til íslands. Þá var Hlynur litli betri en enginn við hlið móður sinnar, því hún þurfti á aðstoð að halda, hún var hvorki heilsuhraust né ung lengur. Þessi íslandsdvöl varð ekki löng, því leið hennar lá á ný til Svíþjóðar. Nokkrar snöggar heimsóknir gerði hún til gamla Fróns á þessum tíma sem við getum kallað á lokakafla leiðarinnar. Kristrún var kjarkmikil kona og dugleg að ferðast. Nokkrar ferðir átti hún yfír Atlantsála. Nú lá leið- in um hið óræða djúp. Minningarat- höfn um hana fór fram í Svíþjóð 21. október. Systkini Kristrúnar sem gátu mætt ,á heimili Herdísar systur hennar minntust þeirrar stundar í sameiningu. Við skiljum fátt eitt sem fyrir ber, en sambandið á milli einstak- linga er sterkara en það að með orðum sé auðvelt að greina. Herdís vaknaði við það aðfaranótt þess dags að hún söng hið kunna og hugljúfa kvæði M.J.: Hjá vöggu minni mamma söng í myrkum næturskugga. Þetta tóku þau systkini sem skila- boð frá þeim fyrir handan, skilaboð um heimkomu og innri frið. Kvæðið sungu þau og gerðu um leið stundina ógleymanlega. héraðs sem hann unni og starfaði fyrir svo lengi; hann var rammur að afli, hann var skapríkur og stolt- ur, hann var örlátur og hlýr. Ég og systkini mín minnumst þessa lit- ríka föðurbróður okkar með eftirsjá og þökk.“ Hlutaðeigandi eru inni- lega beðnir afsökunar á mistökun- um. Nú er Kristrún horfin sjónum. Við sjáum hana þó fyrir okkur, gersónugerð hennar ógleymanlega. Ég gæti hugsað mér hana sitjandi við arineld minninganna eins^og segir í niðurlagi kvæðis Davíðs Stef- ánssonar: Ég sit við eldinn síðkvöldum á og sveipa mig hljóður í feldinn. Fölskva á glæðumar forlaugin slá og friðlaus ég stari í eldinn... Það gripur mig seiðandi sorgblandin þrá er sólin er hnigin á kveldin. Blessuð sé minning þín, Kristrún. Ingimundur Einarsson. KKRISTALL Margar gerðir af hjólaborðum, blómasúlum, blaðagrindum, innskotsborðum ogfallegum speglum. Verð á hjólaborðum er frá Kr. 5.560.- 7 vKRISTALL Faxafeni v/Suöurlandsbraut Sími 68 áO 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.