Morgunblaðið - 05.11.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 37
MINNINGAR
SVAVA
BENEDIKTSDÓTTIR
+ Svava Bene-
diktsdóttir var
fædd á Kambshóli
í Víðidal 14. apríl
1911. Hún lést á
heimili sínu i Kolu-
gili i Víðidal 26.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sig-
ríður Friðriksdótt-
ir og Benedikt
Benónýsson.
Svava var elsta
dóttir þeirra, en
auk hennar áttu
þau hjónin Unni,
f. 1912, d. 1968, Elísabetu, f.
1914, d. 1991, Friðrik, f. 1915,
d. 1973, Benóný, f. 1917, d.
1991, og Jóhann, f. 1919, og er
hann einn eftirlifandi systk-
inanna. Svava réðst sem ráðs-
kona að Dæli til Jónasar
Björnssonar bónda þar. Þau
eignuðust tvær dætur, Helgu
Birnu, f. 1932, d. 1979, og Sig-
ríði Benný, f. 1933. Helga gift-
ÞEGAR við kveðjum ömmu okkar,
Svövu Benediktsdóttur frá Kolugili,
hrannast upp yndislegar minningar
frá liðnum árum. Sem börn dvöld-
umst við flest sumur hjá ömmu og
Bjössa. Þar vorum við mest við leik
en fengum líka að aðstoða við ýmis
störf þegar við vorum nógu gömul
til að gera gagn.
Amma var um margt sérstæð
kona. Hún var mjög víðlesin og
mátti furðu gegna hve fróð hún var
um hin ólíkustu efni. Eitt sem ein-
'kenndi hana var hve óbifanleg hún
var í skoðunum sínum. í samskipt-
um við aðra var hún mjög hreinskil-
in og sagði ætíð það sem henni bjó
í brjósti. Margar minningar eru úr
eldhúsinu hjá henni ömmu. Þar var
oft setið lengi dags og rætt um
allt milli himins og jarðar. Amma
hafði gaman af að segja sögur af
ýmsu sem fyrir hana hafði borið á
lífsleiðinni. Enginn hló hærra né
innilegar en hún þegar sagt var frá
einhveiju skondnu, láku þá tárin
oft niður kinnarnar, svo innilega
var hlegið.
Frá unga aldri var amma sér-
stakur náttúruunnandi og dýravin-
ur. Engin dýr, hvorki stór né smá,
voru henni óviðkomandi en hestar
voru þó í sérstöku uppáhaldi. Seinni
árin þegar hún hafði ekki heilsu
lengur til að fara á hestbak var það
hennar yndi að tala um hesta og
fylgjast með heimahestunum eða
öðrum hestum sem leið áttu um.
Sem dæmi um hve glögg hún var
á hesta var þegar hún fór í stóð-
hestaréttirnar í Víðida! í fyrra. Smá
ráðstefna var í gangi vegna hests
sem ekki var markaður. Kallað var
til bónda eins, sem þótti líklegur
eigandi og hann spurður hvort hest-
urinn væri úr hans stóði. Bóndinn
virti hestinn fyrir sér en var ekki
viss í sinni sök. Þá kallaði amma
hátt og skýrt: (Víst áttu hestinn,
ég held ég þekki hann nú á svipn-
um.) Auðvitað hafði hún á réttu að
standa.
Lífsförunautur ömmu, Björn Ax-
Sóiira*ðingar
i»lóui»>k*r?*y(iní:'ifin
ví-» nli i.rkiiirr'
inavördustíg 12,
ö Beru'stadastrætis.
mihÍ )
ist Ágústi Frankel
og eiga þau fimm
börn: Dagbjörtu
Kristínu, Jónas
Inga, Unni Svövu,
Svölu og Hörpu
Hrönn. Sigríður á
tvo syni með fyrri
eiginmanni: Pétur
og Svavar Jóhann-
essyni. Seinni
maður hennar er
Hreinn Kristjáns-
son og eiga þau
eina dóttur saman,
Aðalheiði. Árið
1943 hófu Svava
og Björn Axel Gunnlaugsson
búskap á Kolugili. Þau eignuð-
ust tvo syni, Gunnlaug, sem lést
barn að aldri, og Sigurð, f.
1951, bónda á Kolugili. Hans
kona er Jónína Sigurðardóttir.
Börn þeirra eru: Gunnlaugur
Agnar, Ásdís Olga, Björn Vign-
ir og Gerður Rósa. Útför Svövu
fer fram frá Víðidalskirkju í
dag.
el Gunnlaugsson, eða Bjössi eins
og við kölluðum hann alltaf, lést
7. maí síðastliðinn. Amma hafði
alltaf verið mjög ern andlega, en
augljóst var að þessi missir reyndi
mjög á hana. Samband þeirra hafði
alla tíð verið einstaklega gott og
máttu þau vart hvort af öðru sjá.
Við þökkum þeim hjartanlega fyrir
samfylgdina og óskum þeim alls
góðs í nýjum heimkynnum.
Við látum hér fylgja með kvæði
sem amma hélt mjög mikið upp á
og er eftir bróður hennar Benoný
heitinn Benediktsson, sem var
þekktur skákmeistari á sinni tíð.
Logn er og kyrrð, ei kvikar alda á sæ,
kðgrað er loft og gyllt af morganroða,
reykimir hefjast hátt frá hveijum bæ,
í haffleti skyggðum Qöilin blá sig skoða.
í fjarska þau rísa glæst af sólarglóð,
glitrar á snjó í fjalla efstu brúnum,
fuglarnir syngja fagran sumaróð,
foldin er letruð björtum geislarúnum.
Við vottum eftirlifandi syni og
dóttur Svövu, Sigurði Björnssyni
og Sigríði Jónasdóttur, og þeirra
fjölskyldum, okkar dýpstu samúð.
Krístín, Unnur, Svala og
Harpa Ágústsdætur, Jónas
Ágústsson og fjölskyldur.
Amma er farin til horfinna ást-
vina sinna en skilur eftir sig meira
en orð fá tjáð. Minningarnar eru
margar en þó eru nokkrar sem eru
mér að nokkru kærari en aðrar. í
barnæsku dvaldist ég stundum á
sumrin hjá henni og Bjössa bónda
hennar og lærði þær stundir fleira
en upplýsingaþjóðfélagið i dag get-
ur gefið af hreinskilni.
Amma gat ekki með orðum lýst
til dæmis hversu mjög það fór fyrir
brjóstið á henni að ég kunni ekki
Faðirvorið sjö ára gömul og lét mig
hafa það yfir hvert kvöld fyrir
svefninn. Eftir það talaði hún ekki
um trúmál en órð þurfti ekki til
skilnings á því sem að baki bjó.
Þannig var allt. Hlutimir voru
gerðir af fullri virðingu og af alúð.
Hver hönd sem eitthváð megnaði
lagði sig fram. Viðhorf hennar og
Bjössa til hlutanna voru svo ein-
staklega raunsæ, skynsamleg og
hreinskilin að ekki þurfti orðagjálf-
ur til að skilja kærleikann til lífsins
og gjafa þess, hann var þeim í blóð
borinn. Allt einkenndist af því að
gera sem best við allt og alla menn
og skepnur hvenær sem á þurfti
að halda. Þau verða mér ætíð skýr
fyrirmynd í fortíð sem framtíð.
Blessuð sé minning þeirra.
Aðalheiður.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa,
SOFFAIMÍASAR GUÐMUNDSSONAR,
Akranesl.
Sigurlaug Soffanfasdóttir,
Sverrir Sigurjónsson,
Anna Sverrisdóttir, Valgeir Einarsson,
Rafn Sverrisson, Heiðrún Björnsdóttir,
Áslaug Sverrisdóttir, Sigurður Kristjánsson
og barnabarnabörn.
t
Elskulegur vinur minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ANDRÉSPÁLSSON,
andaðist 3. nóvember í Landspítalanum.
Valdfs Pálsdóttir,
Pétur Jóhannsson, Harpa Hansen,
Jón Páll Andrésson,
Olgeir Andrésson,
Ágústína Andrésdóttir, Steinþór Gunnarsson,
Elías Birgir Andrésson, Kristín Erla Einarsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
ARÍNU ÞÓRLAUGAR
(BSENSDÓTTUR,
Seljabraut 14,
Reykjavfk.
Hulda Guðmundsdóttir,
Einar Sigurgeirsson,
íbsen Angantýsson,
Bára Angantýsdóttir,
Auður Angantýsdóttir,
Haukur Angantýsson,
Ólafur Angantýsson,
Guðrún Angantýsdóttir, Viðar Már Matthíasson
og barnabörn.
t
Móðir okkar,
ÞURÍÐUR JÓNASDÓTTIR,
andaðist þann 4. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Hera Karlsdóttir,
Hilmar Karlsson,
Guðrún Þorvarðardóttir Dyer.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát
og útför
GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR
þjóns Drottins.
Drottinn blessi ykkur öll.
Vinir og aðstandendur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar,
BALDURS S. PÁLSSONAR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiður Baldursdóttir,
Edda Jóhanna Baldursdóttir,
Erna Marín Baldursdóttir.
t
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð, vináttu og
virðingu við andlát og jarðarför systur minnar,
ÁSLAUGAR HELGADÓTTUR,
Rauðarárstíg 24,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til fyrrverandi og núverandi starfsfólks Apóteks
Austurbæjar fyrir ómetanlega aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir mína hönd og annarra ættingja,
Unnur Helgadóttir.
t
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför föður okkar, tengdaföð-
ur, afa og bróður,
HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR
húsasmíðameístara.
Sérstakar þakkir viljum við færa séra
Kjartani Erni Sigurbjörnssyni og lækn-
um og hjúkrunarfólki deildar
1-A Landakotsspítala.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og systkini hins látna.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð
vegna andláts föður okkar, tengdaföð-
ur, afa, langafa og bróður,
BRANDS JÓNS STEFÁNSSONAR,
Kirkjuvegi 3,
Vík í Mýrdal.
Jóhannes Brandsson, Þuríður Halldórs,
Hrönn Brandsdóttir, Guðjón Þorsteinsson,
Birgir Brandsson, Jóhanna Þórhallsdóttir,
Hörður Brandsson, Gréta Sigurjónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinsemd við andlát og útför elsku-
legs bróður okkar, mágs og móður
bróður,
GUÐMUNDAR YNGVA
HALLDÓRSSONAR,
Boðagranda 7,
áður Blómvallagötu 10.
Sérstakar þakkir til starfsfólks é deild
6-E, Borgarspítalanum.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Halldórsdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir,
Dóra Halidórsdóttir, Bragi Brynjólfsson
Alda Bragadóttir, HaHdór Bragason,
Elin Sigríður Bragadóttir, Brynjólfur Bragason
og aðrir aðstandendur.