Morgunblaðið - 05.11.1994, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Hæ, Kalli... fyrirgefðu að Ég hef haft um
ég skuli vekja þig, en ég margt að hugsa und-
gat ekki sofnað... anfarið...
Mér finnst gott að tala
við þig, því þú ert svo
góður hlustandi...
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Enn af fuglum
Fugla hvað? - Hvað er nú það?
Frá Árna Waag:
ÓLAFUR Torfason birtir bréf í
Morgunblaðinu 23. október sl. þar
sem hann veltir upp þeirri spurn-
ingu hvort ímynd Fuglaverndarfé-
lags íslands sé orðin vafasöm.
Hann veltir fyrir sér þeirri spurn-
ingu hvort starf félagsins sé með
þeim hætti að fæla áhugafólk um
fugla frá því að gerast félagar.
Ég vil þakka Olafí sérstaklega
fyrir vangavelturnar og ekki síst
fyrir málefnalega umfjöllun hans.
Vandratað er meðalhófíð.
Tilgangur félagsins
Fuglaverndarfélag íslands var
stofnað á sínum tíma í því augna-
miði að stuðla að vemdun fugla-
stofna og búsvæða þeirra á ís-
landi. Sennilegt er að íslenski haf-
örninn væri horfínn sem varpfugl
hér á landi ef stofnun félagsins
hefði ekki komið til. Þá ekki síður
en nú töldu menn að stöku tegund-
ir væru í útrýmingarhættu. Þrátt
fyrir tilvist félagsins hafa stofnar
fuglategunda farið þverrandi og
ein þeirra, keldusvínið, sennilega
horfið með öllu sem varpfugl hér
á landi. Flórgoði, þórshani o.fl.
fækka hröðum skrefum. Svo lengi
sem við teljum náttúru landsins
skipta einhveiju máli er mikilvægt
að halda uppi vörnum. Til þess að
vera í stakk búin til að sinna þessu
megin hlutverki félagsins verður
að auka tölu félaga og virkja þá
eins og Ólafur réttilaga segir í
grein sinni. Enn fremur bætir það
fjárhag félagsins svo að unnt verði
að veita betri þjónustu og mögu-
leika til að gera okkur kleift að
ná aðalmarkmiðum félagsins. Ég
legg mikla áherslu að fuglaskoðar-
ar geti hist til að sinna áhuga-
máli sínu. Besta verndunin er
vissulega fólgin í því að vekja
áhuga sem flestra á Móður nátt-
úru, því honum fylgir gjarnan
þekking og þekkingunni fylgir
virðing.
Sjónarmið geta stangast á
Reglulega koma upp mál þar
sem stangast á hagsmunir ?mann-
félagsins" og hinnar stórbrotnu
náttúru okkar. Fuglaverndarfélag
íslands hefur á engan hátt hamlað
gegn eðlilegri framþróun fram-
kvæmda hvers konar. Við viljum
sýna sveigjanleik og skilning í
starfí okkar eins og löng saga fé-
lagsins reyndar sýnir. Við höfum
þó alltaf reynt að benda stjórnvöld-
um og öðrum þeim sem stjórna
hvers konar framkvæmdum á að
fara með ýtrustu varfærni þegar
til framkvæmdanna kemur. Það
af náttúrunni sem tekið er er glat-
að að eilífu. Svo bregður þó við
að sjónarmið stangast illilega á.
Gott dæmi um það er vegagerð
yfir Gilsfjörð. Ekki skal hér rakin
saga þessa máls að öðru leyti en
því að fjörur og leirur Gilsfjarðar
eru einstakar í sinni röð og gegna
ótrúlega miklu hlutverki í náttúru-
fari lands okkar.
Vanda þarf valið á vegastæði
Styrinn um væntanlega vega-
gerð hefur ekki staðið um hvort
eigi að byggja brú, heldur hvar
hún eigi að vera. Tveir möguleikar
á vegastæðum eru fyrir hendi.
Öðru er ætlað að vera yst úti við
fjörðinn en hinu 6 km fyrir innan.
Þessi spotti gerir gæfumuninn.
Fyrri leiðin mun eyðileggja fjörð-
inn að mestu vegná'þess að sjó-
skipti geta ekki orðið. Ef hinn
kostujjnn er tekinn mun búsvæði
fugla og náttúrufar svæðisins að
lang mestu leyti halda sér í upp-
haflegri mynd. Þess skal getið hér
að ef fyrri leiðin verður valin höf-
um við Íslendingar framið þau
mestu umhverfísspjöll á fjörum og
leirum sem um getur. Við teljum
eindregið að innri leiðin eigi að
verða fyrir valinu. Með því er
sæst á málamiðlun sem felur í sér
að hagsmunir beggja fara saman.
Við í Fuglaverndarfélagi íslands
teljum að þetta sé eina leiðin til
sátta. Er því sanngjarnt að halda
því fram að FVÍ sé með öfgar?
Þá má líka spyrja hvort rétt sé
að leggja árar í bát og horfa á
slysið gerast. Við teljum að rétt
sé að halda málinu til þrautar
þegar ekki er í neinu hlustað á
málamiðlun okkar.
Höfum skyldum að gegna
gagnvart náttúrunni
Islendingar hreykja sér mjög
af óspilltri náttúru sinni. Við meira
að segja græðum stórfé af henni
með ferðamönnum er hingað
leggja leið sína til að njóta fijáls
lífríkis íslands. Slíkum unaðsreit-
um fækkar stöðugt í heiminum.
Sé til málamiðlun eigum við að
nota hana. Fuglaverndarfélagið
hefur þessi sjónarmið að leiðar-
ljósi. Markmið okkar er fyrst og
fremst að fræða, skapa áhugafólki
skemmtilegan vettvang til fugla-
skoðunar, en líka að láta í okkur
heyra þegar okkur sýnist stefna í
voða. Eins og áður var sagt; þegar
ósnortin náttúra raskast er hún
sem slík horfin að eilífu. Við viljum
að fá að njóta hins besta í um-
hverfi okkar og teljumst líka hafa
þær skyldur gagnvart afkomend-
um okkar að varðveita þær. Þessu
markmiði getum við náð með
áhugaverðum skoðunarferðum,
fræðslu og rökstuddum ábending-
um.
Ég ítreka þakkir til Ólafs Torfa-
sonar fyrir að hefja umræðuna og
vona að ég hafi svarað einhveiju
af spurningum hans.
ÁRNIWAAG,
formaður FVl,
Álfhólsvegi 16, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an‘, hv*ort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.