Morgunblaðið - 05.11.1994, Side 45

Morgunblaðið - 05.11.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 45 BREF TIL BLAÐSINS Ekkert mál! - Samt er íslenskt mál stórmál Frá Örlygi Sigurjónssyni: RÖNG notkun óákveðinna for- nafna í mæltu máli og rituðu er býsna algeng. Ástæðan er eflaust sú að þekking á beitingu þeirra er óljós. Aðhald frá viðtakendum eða þeim sem hlusta er lítið sem ekkert, en það er athyglisvert því á öðrum sviðum veita viðtakend- urnir sterkt aðhald og gera kröfur um rétt málfar. Hver kannast ekki við það að hafa snúið umræðum almenns efnis út i vangaveltur um tiltekið málfarslegt vafaatriði. Ég hef t.a.m. heyrt útlendinga minn- ast á hvað íslendingar ræði mikið um hvernig eigi að segja e-ð og það stundum á kostnað innihalds- ins. Glöggt er gests augað, eða öllu heldur eyrað. Allt um það. Kröfur viðtakenda málsins lúta að þekkingu þeirra á réttu málfari. Það er t.d. sjaldan leiðrétt þegar sagt er „þeim þykir vænt um hvort annað“* eða „þeir stútuðu hvorum öðrum“* eða „þau ætla að fara til hvors annars“* eða „þeir buffa hvorn annan“*. Mér virðist að oft sé það andlag setningar sem ráði falli fornafns- ins sbr. „...til hvors annars(ef.)“ ..hvorum öðrum(þgf.)“ og „...hvort annað(nf.)“ Það leynir sér heldur ekki að málnotendur hneigjast til að steypa andlag og fornafn í sama mót, svo að segja, e.t.v. vegna þess að þau standa oft hlið við hlið í setningu og í stað þess að reyna á minnið og muna í hvaða falli frumlagið var (sem oft er gleymt þegar tognar úr setning- unni) er gripið í næsta hálmstrá sem andlagið er, og fornafnið beygt í samræmi við það. Til að forðast slíkar vitleysur þarf ekki annað en að gefa meiri gaum að falli frumlagsins og beygja for- nöfnin í samræmi við það. Dæmi: „Þeim (þgf.) þykir vænt hvoru (þgf.) um annað“; „þeir (nf.) stút- uðu hvor (nf.) öðrum“; „þau (nf.) ætla að fara hvort (nf.) til ann- ars“; „þeir (nf.) buffa livor (nf.) annan“. Ruglingur Hver og hvor vilja líka ruglast saman en munurinn þar á milli er í raun sáraeinfaldur. Þegar sagt er hvor þá er átt við annan af tveimur. Dæmi: „Báðar stelpurn- ar (nf.) hældu hvor (fn.) ann- arri.“ En þegar sagt er hver þá er átt við einn af þremur eða fleir- um. Dæmi: „Allir strákarnir (nf.) hældu hver (nf.) öðrum.“ Þetta á við um einstaklinga. Þá yfir í hóp- ana. Það er mæta líkt því þegar átt er við annan hóp af tveimur þá er sagt hvorir. Dæmi: „Báðir flokkarnir (nf.) saka hvorir (nf.) aðra um e-ð.“ En séu hóparnir þrír eða fleiri er talað um hverjir. Dæmi: „Allir flokkarnir (nf.) saka hverjir (nf.) aðra um e-ð.“ Þá er ósagt um samband afturbeygðra eignarfornafna og óákveðinna for- nafna. Þau eru stundum óþægileg saman. Dæmi: „Þeir eiga sinn hvorn hestinn.“* „Þau fóru í sitt hvorum bátnum.“* „Þeir fóru sitt í hvoru lagi.“* I þessum tilfellum er svipað vandamál og áður, þ.e. að ending andlagsins „smitar“ óákveðna fornafnið. Fall aftur- beygða eignarfornafnsins á hins vegar að fylgja falli andlagsins. Dæmi: „Þeir eiga sinn (þf.) hest- inn (þf.) hvor.“ Og: „Þau fóru hvort með sínum (þgf.) báti Dg: „Þeir fóru hvor í sínu ,gi (þgf.).“ Lestur vil ég benda á gagnsemi ) lesa skáldsögu Gunnars •ssonar Ströndina í þýð- iinars H. Kvarans til að kynnast beitingu fornafna, því stundum er auðveldara að læra ýmis málfræðiatriði af samfelldum texta í meðförum reyndra manna í stað þess að kynna sér einangruð dæmi á sama hátt og maður nýtur gómsætra rétta betur með því að bragða þá en að lesa um þá í matreiðslukveri, þó ekki sé þeim það láandi sem vel líkar. ÖRLYGUR SIGURJÓNSSON íslenskunemi við HI, Dragavegi 7, Reykjavík. Siðleysi og skortur á dómgreind Frá Arna Ferdinandsyni: ÉG HEF undanfarið lesið í Morgunblaðinu um margsköttun lífeyrisgreiðslna og núna síðast 2. nóvember sl., þar sem lífeyrisþeg- ar eru hvattir til þess að tjá sig um þessi mál. Ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja og tek undir það sem þegar hefur verið bent á. Að mínu mati hafa þessir bless- aðir menn, sem við höfum stutt til þingsetu, ekki sinnt'þessari rétt- lætiskröfu okkar. Þess vegna ættu lífeyrissjóðirnir okkar að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll með þeim einfalda hætti að kaupa ekki ríkisskuldabréf, húsbréf eða fjár- festa fyrir krónu í einu eða neinu, sem ríkisvaldið bíður upp á, á meðan þessi ósómi viðgengst. Ef þetta dugar ekki má benda á að Island hefur viðurkennt Al- þjóðadómstólinn og lýtur úrskurði hans. Þess vegna ætti Félagsskap- ur eldri borgara að gera út eld- hressan félagsmann til þess að fá felldan dóm yfir þessari margs- köttun, jafnvel þótt ein lögleysan enn bætist við þá hneisu, sem lög- gjafarvaldið íslenska hefur beðið. Nú á dögum er hægt að ávaxta sjóði lífeyrisþega á marga vegu, t.d. í ýmsum rekstri hérna heima eða erlendis. Það yrði ekki ama- , legt fyrir lífeyrisþega að fá lífeyr- inn lagðan inn á erlendan banka — kannski yrði hann ekki skatt- skyldur þar. Að öllu gamni slepptu á þessi stóri hópur lífeyrisþega ekki að styðja lengur til valda þá menn sem skortir dómgreind og viðhafa slíkt siðleysi. Með samúðarkveðjum til allra, sem eru beittir ranglæti og þeirra sem beita því. ÁRNI FERDINANDSSON, Skipasundi 53, Reykjavík. Tilkynnmg fra Fyrsti jólagámurinn er í höfn Nú erum við búnir að lækka verð á bleyjum um land allt! Nú flytjum við inn og seljum Mackintosh á lægra verði en fríhöfnin i Kelflavik! ÁRÍÐANDI! Kaupum innanlands! ■ Af hverri Mackintoshdós sem keypt er innanlands fara 41% af verðinu í ríkissjóð. Slíkt gerist ekki ef keypt er erlendis og fríhafnir greiða hvorki virðisaukaskatt né tollgjöld. Kaup innanlands skapa auk þess störf við verslun, þjónustu, dreifingu, tollgæslu o.fl. fyrir utan þann óbeina skatt sem kemur öllum landsmönnum til góða. ■ Það er styttra upp á Höfða þar sem við erum en til Glasgow eða Dublin. Við flytjum okkar vörur milliliðalaust inn og erum þess vegna samkeppnisfærir í verði við útlönd. Þeir einu sem fá frið fyrir okkur eru íslenskir bændur enda þurfum við á þeim að halda. ■ í fyrsta jólagámnum eru margvíslegar vörur, allar samkeppnisfærar við erlendar verslanir, sem dæmi má nefna: Margvíslegar jóladósir með súkkulaðikexi t.d. Crawford rover 1 kg. kr. 649. Mackintosh og lúxuskonfekt frá Sviss, Belgíu og fleiri löndum. Hlýir ullarfrakkar kr. 9.992, herrajakkaföt úr ullarblöndu kr. 9.990. Stakir jakkar úr ullarblöndu kr. 6.975, spariskyrta kr. 1.330, Ódýrustu leikföng landsins frá heimsþekktum framleiðendum eins og Fisher Price, Playmobil, Matchbox, Barbie, Little tikes o.fl. Einnig fengum við Disneymyndbönd, risaúrval t.d. Mjallhvíti og Dvergana sjö kr. 1.748 og Goofy á kr. 1.188. Rafmagnsvörur t.d. Black & decker gufustraujárn kr. 2.959. Mulinex gufustraujárn kr. 2.436. Rowenta hraðsuðukanna kr. 2.435. Hinari samlokugrill kr. 2.435. og margt fleira . . . Matvara er á lágmarksverði, t.d. lítri af mjólk kr. 60 og 5% afsláttur af öllum ostum. Pöntunarþjónusta er á virkum dögum rnilli kl. 10 og 12 f.h. Versluni^ er opin öllum landsmönnum 16 ára og eldri. Allt verð sem gefið er upp í þessari kynningu er staðgreiðsluverð. . ■ Birgðaverslun F&A, Fosshálsi 27, 110 Reykjavík, sími 873211, fax 873501. Við erum sunnan við Olgerðarhus Egils og norðan við Osta- og smjörsöiuna. Athugiö breyttan opnunartíma um helgar (vetraropnunartími) Laugardagar kl. 12 til 18. Sunnudagar kl. 13 tii 18. Virka daga eins og venjulega kl. 12 til 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.