Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 52
M 0994 52 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 16500 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverulegum atburðum. Lögga á ekki fyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo ólíklega færi að hann fengi vinning. En viti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dala! Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Stanley Tucci. Leikstjóri: Andrew Bergman („The Freshman", „Honeymoon In Vegas"). Sýnd kl. 5,7,9 og 11. GETRAUN Það gæti hent þig að vinna helgarferð með Flugleiðum til New York með gistingu á hinu stórglæsilega Plaza-hóteli. Það eina, sem þú þarft að gera, er að svara tveimur laufléttum spurningum og skila þeim í afgreiðslu Stjörnubíós fyrir 13. nóvember. Þá kemst þú í vinn- ingspott sem dregið verður úr á Bylgjunni í beinni útsendingu þann 15. nóvember 1994. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. FLUGLEIÐIR. Traustur islenskurferðofélap * STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir i Stjörnubíói og „It could happen to you" filofax. Verð kr. 39,90 mínútan. Sýnd kl. 5. KR. 800,- F. FULLORÐNA KR. 500,- F. BÖRN Sýnd kl. 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. ULFUR NICHOLSON PFEIFFLR WOLF Sýnd kl. 6.45. FOLK Hef gert allt sem menn mega ekki gera ► Ríkliarður prins af Berleburg, eiginmaður Benediktu Dana- prinsessu sem hér var í heimsókn um daginn, varð sextugur fyrir skömmu. I viðtali sem haft var við hann á Amalienborg í Dan- mörku sagði Ríkharður að hann hefði óneitanlega orðið rólegri með aldrinum. „A mínum yngri árum gerði ég allt sem maður má ekki gera. En manni var fyrirgefið af því maður var svo ungur. Það sem er leiðinlegast við að eldast er að æ fleiri vinir hverfa - oft af því þeir hafa lifað óskynsamlegu lífi.Sjálfur hef ég breytt um lífsstíl. Aður drakk ég alltaf fjóra til fimm whisky- sjússa í einum rykk og varð full- ur og vildi slást. I dag drekk ég ekki sterk vín. Við Benedikta erum meira að segja hætt að fá okkur sherrystaup fyrir morgun- verðinn. Svo fæ ég mér orðið miðdegislúr í tuttugu mínútur á dag, sagði Ríkharður m.a. í um- ræddu afmælisspjalli. Ríkhaður og Benedikta eiga þijú börn sem öll eru uppkomin. Sonurinn Gustav mun taka við nafnbót föður sína og höllinni Berleburg í fyllingu tímans. Rík leigumóðir ► Sænska stúlkan Linda Olsson sem býr skammt fyrir utan Stokk- hólm svaraði á dögunum auglýs- ingu frá 56 ára gömlum fjármála- manni frá Sviss. Fjár- málamaður- inn óskaði eft- ir að komast í samband við ungastúlku sem vildi fæða honum barn ogerfingja. Fyrir utan margar milljónir króna í pening- um bauð hann leigumóðurinni til- vonandi að fá fjögurra herbergja íbúð með glæsilegu útsýni og ein- asta sein hann vildi fá í staðinn var að vera öðru hvoru samvistum við erfingjann ófædda. Linda þessi og vinkona hennar fengu sér í glas og svöruðu þessu bréfi og gleymdu svo öllu saman þar til svar kom frá fjármálamanninum. Hann sagði í svarinu að honum litist vel á Lindu og nú ætti hún boltann. „Ég er að hugsa málið, fyrst ætla ég að hitta hann,“ seg- ir Linda. Athyglin góð Nýjar hljómplötur Hljómsveitin Spoon vakti mikla athygli í sumar, ekki síst fyrir söng söngkonunnar Emiliönu Torr- ini. Fríðrik Júlíusson, trommuleikari sveitarinn- ar, segir að á breiðskífu hennar, sem kemur út á mánudag, sannist að á Spoon eru fíeiri hliðar en sú sem hæst bar í sumar. HUÓMSVEITIN Spoon komst á allra varir í sumar fyrir lagið Taboo, sem glumdi í sífellu í útvarpi. Lagið var og prýðilegt popp með eftirminnilegum söng ungrar söngkonu, Emiliönu Torrini. í kjöl- farið var hljómsveitin svo iðin við að spila um_ land allt, á böllum og' tónleikum, á milli þess sem hún ræddi við út- gáfyfyrirtæki um út- gáfu á breiðskífu sveit- arinnar. Á endanum fór svo að Spoon ákvað að gefa sjálf út, til að halda öllum þráðum í eigin höndum, og kem- ur fyrsta breiðskífa sveitarinnar út í dag. Hljómsveitina Spoon, sem er ársgömul í núverandi mynd, skipa Friðrik Júlíusson á trommur, Hös- kuldur Örn Lárusson á gítar og söng, Hjörtur Gunniaugsson á gítar, Ingi S. Skúlason á bassa og Emiliana Torrini söngur. Friðrik segir að kjarni hljómsveitarinnar sé eldri, en hann og Emiliana hafi komið inn í hana um síðustu áramót. Þá hafi nokkur laganna á plötunni þegar verið til, en síðan hafi þetta undið upp á sig, en Höskuldur semur flest laganna og bróðir hans sér um text- ana. Friðrik segir að sveitin hafi vitan- lega stefnt að því að gefa út plötu sem bráðast, en rekur aðdraganda þess að sveitin tók upp í sumar til þess að Spoon hitaði iðulega upp fyrir Nýdanska og Jón Olafsson meðlimur Nýdanskrar eggjaði sveit- ina lögeggjan að gera eitthvað en hanga ekki inni í bílskúr. „Eðilega leist öllum vel á að gera eitthvað slíkt svo við slógum til, tókum bankalán og reyndum að gera þetta eins vel og unnt var, hafa upptökurn- ar ekki síðri en gengur og gerist, en samt gera ódýra plötu,“ segir Friðrik, og bætir við að piötuna hafi sveitin tekið upp að mestu leyti í maí. Afbragðs auglýsing Spoon setti síðan eitt lag á segul- band fyrir útvarpsstöðvar sem sló rækilega í geng. Friðrik tekur ekki undir það að það hafi ekki verið snjallt að senda frá sér svo vinsælt lag án þess að breiðskífa fylgdi strax í kjölfarið. ,,Við vildum frekar kynna hljómsveitina vel en að vera að gefa út plötu með hljómsveit sem enginn þekkti," segir hann og bætir við að lagið hafi verið betri auglýsing en þau hafi gert sér vonir um. Við ætluðum að setja annað lag í spilun, en þetta fór inn fyrir nánast tilvilj- un,“ segir Friðrik, og segir að á plötunni séu fleiri sterk lög, það sé engin spurn- ing. „Við vitum vitanlega ekki hverj- ar viðtökurnar eru, en ég vil taka það fram að Tabú er ekki dæmigert fyrir okkur að neinu leyti, það eru ljölmörg og fjölbreytt lög á plöt- unni, sem þau Emiliana og Höskuld- ur syngja til skiptis.“ Öll athygli af hinu góða Sem vonlegt er taka fjölmiðlar því fagnandi hendi þegar ný stjarna kemur fram á sjónasviðið og þannig hefur Emiliönu verið hampað mikið í fjölmiðlum, en minna borið á hljóm- sveitinni. Friðrik segir að Emiliana hafi ekki borið það með sér að hún ætti eftir að vekja þetta mikla at- hygli fyrir söng sinn; „þetta leit ekkert of vel út til að byija með“, segir hann og hlær, „en svo allt í einu gjörbreyttist hún og fór að syngja af fullum krafti“. Friðrik tel- ur þá athygli sem Emiliana hefur fengið alla af því góða og ekkert við öðru að búast. „Fjölmiðlar vilja alltaf draga fram einn hljómsveitar- meðlim og beina sviðsljósinu að hon- um og við eru alls ekki óánægðir með það, öll þessi athygli kemur okkur til góða og verður vonandi til þess að fólk taki frekar eftir plöt- unni.“ Eins og áður segir gefur Spoon sjálf út breiðskífuna, sem kemur út í dag, en útgáfuteiti og tónleikar sveitarinnar verða 8. nóvember næstkomandi. Morgunblaðið/RAX FRIÐRIK Júlíus- son trommuleikari Spoon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.