Morgunblaðið - 05.11.1994, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
StMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
TVÖFALDUR1. vinningur
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
18 mánaða fangelsisdómur yfir 37 ára gömlum manni
Nauðgaði konu sinni
að bömuniun ásjáandi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt 37 ára garnlan mann í 18
mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðg-
að eiginkonu sinni, sem hann hafði
skilið við að borði og sæng. í dómin-
um kemur fram að ung börn fólksins
hafi orðið vitni að atburðinum.
Brotið var framið á heimili kon-
unnar í apríl sl. en hjónin höfðu skil-
ið að borði og sæng nokkrum mánuð-
um áður.
í framburði konunnar, sem var
samhljóða framburði mannsins hjá
lögreglu, kemur fram að maðurinn
ífefi komið á heimilið síðdegis þennan
dag og konan, sem hafði talið hann
vera úti á landi, hafði opnað fyrir
honum. Konan vildi ekki þýðast hann
og kom til átaka í stofunni, sem
bárust inn í svefnherbergi. Fjögurra
ára sonur þeirra og dóttir vöknuðu
og höfðu fylgt foreldrum sínum inn
í svefnherbergið.
Neitaði, játaði og neitaði aftur
Meðan maðurinn var á heimilinu
hafði vinkona konunnar hringt þang-
að en maðurinn þá svarað og skellt
á eftir að hafa haft í hótunum við
hana. Vinkonan taldi ástæðu til að
óttast að maðurinn gerði konunni
fnein og hringdi á lögreglu.
Maðurinn hafði við yfirheyrslur
neitað sakargiftum, en breytt þeim
framburði og játað og borið í megin-
atriðum á sama veg og konan. Fyrir
dómi neitaði hann á ný.
í niðurstöðum Guðjóns St. Mar-
teinssonar héraðsdómara segir með
framburði mannsins hjá lögreglu og
með samhljóða framburði konunnar
hjá lögreglu og fyrir dómi, sem fái
stoð af öðrum gögnum málsins, þ.á m.
niðurstöðum læknisrannsóknar, var
talið sannað að maðurinn væri sekur.
Hann var dæmdur í 18 mánaða óskil-
orðsbundið fangelsi og til að greiða
konunni 400 þúsund krónur í skaða-
bætur auk málsvamarlauna og sakar-
kostnaðar. Maðurinn lýsti yfir áfrýjun
dómsins til Hæstaréttar.
Morgunblaðið/Kristinn
DAGUR Sigurðsson stjórnaði
sóknarleik Islendinga og lék
að auki vel í vörninni.
*
Island o g
Svíþjóð í
úrslitum
ÍSLAND vann Spán, 22:19, á Al-
þjóðlega Reykjavíkurmótinu í
handknattleik í gærkvöldi. ís-
lenska liðið tryggði sér þar með
sigur í B-riðli, tapaði ekki leik og
er með 15 mörk í plús. Liðið leik-
ur til úrslita í dag gegn Evrópu-
meisturum Svía sem fengu fullt
hús stiga í A-riðli og eru með 21
mark í plús. Urslitaleikurinn
verður í Laugardalshöll og hefst
kl. 18 en keppnin um bronsið byij-
ar kl. 16. Athygli vekur að Sviss-
lendingar og Spánveijar urðu
neðstir í sínum riðlum, töpuðu
öllum sínum leikjum.
■ íslendingar og.../Cl
Rey nslus veitarfélög
Fundi
frestað
vegna
ágreinings
FUNDI, sem félagsmálaráðu-
neytið hafði boðað í gær með
fulltrúum sveitarféiaganna sem
ætla að taka þátt í reynslusveit-
arfélagaverkefninu, var frestað
til 25. nóvember. Fulltrúar
sveitarfélaganna óskuðu eftir
frestun þar til ágreiningur við
ríkið um greiðslur sveitarfélag-
anna í Atvinnuleysistrygginga-
sjóð hefði verið íeystur.
Sigfús Jónsson, formaður
verkefnisstjórnar reynslusveit-
arfélaga, sagðist vonast eftir
að ágreiningurinn yrði úr sög-
unni fyrir þann fund.
Ósk sveitarfélaganna kom í
kjölfar yfirlýsingar Guðrúnar
Agústsdóttur, forseta borgar-
stjómar, um að hún myndi ekki
mæta á fundinn. Viðræður
standa nú yfir milli félagsmála-
ráðherra og forystumanna
Sambands islenskra sveitarfé-
iaga um ágreininginn.
Andey í slipp
Morgunblaðið/RAX
VETUR konungur hefur barið
hraustlega á dyr. Færð hefur
valdið tjóni í umferðinni og ís
skráveifum á hafi úti. Hér gera
vaskir menn við ísskemmdir á
Andeynni í slippnum í Reykjavík.
Ráðstefna um nám og kennslu í lagadeild
Hugmyndir um
BA- próf í lögfræði
SVEINBJÖRN Björnsson háskóla-
rektor varpaði fram þeirri hugmynd
á ráðstefnu laganema um nám og
kennslu í lagadeild Háskóla íslands
í gær að tekið yrði upp styttra nám
í lögfræði en til embættisprófs sem
gæti til dæmis tekið þijú ár og lok-
ið með BA-prófi. Lagadeild Há-
skóla íslands væri óþarflega lokað-
ur heimur og þyrfti hún að bjóða
upp á námskeið fyrir fólk úr öðrum
deildum og styttra nám sem gæti
til dæmis mætt þörfum allra þeirra
sem falla ár hvert í almennri lög-
fræði og bíða þar skipbrot en það
eru þrír af hveijum fjórum sem
prófíð þreyta.
Laganemar og kennarar við
deildina troðfylltu Norræna húsið
í gær og fékk hugmynd rektors
misjafnar undirtektir. Þorgeiri Ör-
lygssyni prófessor fannst hug-
myndin athyglisverð og gæti
styttra nám til dæmis hentað þeim
sem vildu leggja fyrir sig fasteigna-
sölu og störf hjá sveitarfélögum.
Arnljótur Björnsson prófessor kvað
þetta framkvæmanlegt_ en myndi
kosta mikla peninga. Ýmsir aðrir
tóku aftur á móti ilia í að draga
úr kröfum til nemenda í lögfræði
með nokkrum hætti.
Hvað mæla prófin?
Hjá laganemum kom fram
gagnrýni á fyrirlestraformið í
lagadeild og prófin, sem væru
þannig samin að utanbókarlær-
dómur skipti mestu. í erindi sál-
fræðinganna Friðriks Jónssonar
og Guðmundar Arhkelssonar kom
fram, að athugun á prófum í laga-
deild undanfarin ár sýndi að óljóst
væri um hvað væri verið að spyija
og að einstakar spurningar hefðu
of mikið vægi. Loks reyndi drjúgur
hluti spurninga á lagaprófum
fremur á upprifjun námsefnis en
að próftakar sýndu skilning á
fræðunum.
Talið að EES-samningurinn geti staðið óbreyttur þótt fækki í EFTA
Innri samningi EFTA
um stofnanir breytt
SÉRFRÆÐINGAR EFTA-ríkjanna og fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins telja, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins, að samning-
urinn um Evrópskt efnahagssvæði geti staðið
óbreyttur, þótt aðlaga verði stofnanir svæðisins
vegna fækkunar í EFTA. Nægilegt sé að breyta
innri samningi EFTA um dómstól og eftirlitsstofn-
un samtakanna. Þannig yrði komizt hjá flóknu
staðfestingarferii og nýjum samningaviðræðum,
þar sem ESB-ríki kynnu að setja fram nýjar kröfur.
íslendingar rækju stofnanir með
sömu nöfnum
Morgunbiaðið hefur upplýsingar um að íslenzk-
ir fulltrúar hafi rætt óformlega við embættismenn
framkvæmdastjórnar ESB í Brussel um það
hvernig aðlaga megi stofnanir þær, sem settar
voru á fót með EES-samningnum, að því að Is-
lánd verði hugsanlega eitt eftir í EFTA.
í þessu sambandi er rætt um að íslendingar
myndu áfram reka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
og EFTA-dómstólinn og stofnanirnar myndu
áfram bera sömu nöfn.
Rætt um fækkun í starfsliði ESA
Rætt hefur verið um að fækka í starfsliði ESA
niður í u.þ.b. sjö manns. Yfirmaður stofnunarinn-
ar yrði íslenzkur, en starfaði algerlega sjálfstætt
og ESB yrði að samþykkja tilnefningu hans.
í EFTA-dómstólnum myndi aðeins sitja einn
fastráðinn, íslenzkur dómari, en dómstóllinn hefði
lista meðdómenda frá ESB-ríkjunum og íslandi,
sem dæma myndu með honum í sérhveiju máli,
þannig að tryggt væri að dómarnir hölluðust
ekki að íslenzkum hagsmunum. Kæmi hins vegar
upp að EFTA-dómstóllinn túlkaði reglur Evrópska
efnahagssvæðisins á annan hátt en Evrópudóm-
stóliinn, yrði að taka það upp í sameiginlegu
EES-nefndinni, en hún myndi einnig starfa áfram,
í raun sem tvíhliða nefnd íslands og Evrópusam-
bandsins.
Ekki liggur fyrir hver gæti orðið kostnaðar-
auki íslendinga af því að standa éinir undir stofn-
unum EFTA, en slegið hefur verið á að kostnað-
urinn gæti farið úr um 70 milljónum á ári í tvö-
falda þá upphæð.
■ Óviss framtíð EES/28