Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 J MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þeir hoppa ekki upp úr, þessir pottormar, meðan ég hef þig, Kristín mín. Hugmyndir um flutning ÍS til Akureyrar Engin umræða inn- an fyrirtækisins Lúðvíks minnst á Alþingi LÚÐVÍKS Jósepssonar, fyrrverandi ráðherra og alþingismanns, var minnst á Alþingi í gær. Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingi, rakti æviferil Lúðvíks og sagði að við fráfall hans væri séð á bak mikilvægum forustumanni á vettvangi þjóðmálanna. „Hann var fastur fyrir bæði í sókn og vörn, talaði rökfast og af þekkingu á högum lands og þjóðar. Hann lifði og starfaði á miklum breytinga- og framfaratímum þjóð- arinnar og lagði þar fram starfs- krafta sína á ýmsum sviðum,“ sagði Salome. -----»-»-♦---- Þjálfun flug- virkja hafin INNAN Landhelgisgæslunnar er undirbúningur að komu nýju björg- unarþyrlunnar kominn vel á veg. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar eru þessar vikurnar á námskeiðum þar sem farið er yfir gerð og bún- að þyrlunnar. Búið er að undirbúa þjálfunarnámskeið fyrir flugmenn Landhelgisgæslunnar. Áætlað hefur verið að nýja björgunarþyrlan komi til landsins í maí eða júní á næsta ári. Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að ekkert bendi til annars en að sú áætlUn standist. Hugsanlegur flutningur og viðskiptin við SH eru aðskilin mál ENGIN umræða hefur verið innan íslenskra sjávarafurða hf. um að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins til Ákureyrar, að sögn stjórnarfor- manns. Sú hugmynd var kynnt á bæjar- stjórnarfundi á Akureyri í síðustu viku að íslenskar sjávarafurðir hf. flyttu höfuðstöðvar sínar til bæjar- ins gegn því að Útgerðarfélag Akureyringa gengi í fyrirtækið og segði sig úr Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Að sögn Halldórs Jónssonar, stjórnarformanns ÚA, hefur þetta mál ekki komið til umræðu í stjórn fyrirtækisins. Hann sagði mikil- vægt að litið yrði á þetta sem tvö aðskild mál, þ.e. annafs vegar hugsanlegan flutning ÍS til Akur- eyrar og hins vegar hvort ÚA ætti viðskipti við íslenskar sjávar- afurðir eða Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. „Á hvetjum tíma erum við að sjálfsögðu með ýmis mál inni á okkar borði til skoðunar, og það er auðvitað bæði gott og hollt að líta bæði í eigin barm og í barm þeirra sem við eigum viðskipti við. En ég undirstrika að í mínum og okkar huga eru þetta í reynd tvö mál og mikilvægt að þetta sé meðhöndlað sem slíkt. Auðvitað geta ýmsar hugmyndir fæðst á ýmsum stöðum og það er þá bara spurningin hvernig menn spila úr þeim,“ sagði hann. Ekki komið til ÍS með formlegum hætti Hermann Hansson, stjórnar- formaður íslenskra sjávarafurða hf., sagði að umræddar hugmynd- ir hefðu ekki komið til fyrirtækis- ins með neinum formlegum hætti, og hann sagði að þær hefðu held- ur ekki verið ræddar þar óform- lega svo honum væri kunnugt um. „Eg veit ekki hvort þetta er eitt- hvert spjall á Akureyri,“ sagði Hermann, og sagðist ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort flutningur til Akureyrar væri raunhæfur eða fýsilegur kostur fyrir fyrirtækið. Hermann sagði að meðan sala á Sambandshúsinu, þar sem ís- lenskar sjávarafurðir eru til húsa, væri ekki frágengin, lægi ekki fyrir hvert fyrirtækið færi. „Eftir að fréttir um væntanlega sölu hússins bárust hefur verið boðið fram mikið af húsnæði í Reykjavík og víðar en satt að segja er ekki farið að skoða þau mál enn,“ sagði Hermann. Misjafnar undirtektir Ásthildur Gísladóttir, formaður Starfsmannafélags íslenskra sjáv- arafurða, sagði að starfsmenn hefðu rætt sín á milli í gærmorgun um mögulegan flutning til Akur- eyrar og hugmyndin hefði fengið misjafnar undirtektir. „Það eru margir sem ekki myndu vilja yfir- gefa Reykjavík og skyldmenni sín hér,“ sagði Ásthildur. Um 60 manns vinna hjá fyrir- tækinu í Reykjavík, á aðalskrif- stofu, umbúðalager og þróunar- stöð. Ásthildur sagði að þótt fyrir- tækið yrði flutt þyrfti áfram að vera starfsfólk í Reykjavík en þaðan er framleiðsluvörum skipað út. Ný norræn rannsókn Straumhvörf í meðferð krans- æðasjúklinga A NÝLOKNU hjarta- þingi í Dallas í Bandaríkjunum var kynnt norræn rann- sókn sem vakti mikla at- hygli og er talið að hún valdi straumhvörfum í meðferð á kransæðasjúkl- ingum. Rannsóknin hefur staðið í tæp sex ár og náði til 4.444 sjúklinga á 94 sjúkrahúsum á öllum Norðurlöndum. Guð- mundur Þorgeirsson yfír- læknir á Landspítala, sér- fræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum, var fulltrúi Islands í stjóm rannsóknarinnar og sinnti hluta sjúklingahópsins hérlendis, sem í voru 150 manns. Aðrir læknar sem tóku þátt í rannsókninni hér voru Gunnar Sigurðsson yfír- læknir á Borgarspítala, Jón Þór Sverrisson, hjartalæknir á Akur- eyri og Jón Högnason, hjartalækn- ir á Landakoti. „Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort með því að lækka kólesteról verulega í sjúklingum með kransæðasjúkdóm, væri hægt að hafa áhrif á heildar lifun þeirra. Þetta hefur ekki verið gert á sam- bærilegan hátt í nægilega stórri rannsókn. Allir í hópnum voru sjúklingar með staðfestan krans- æðasjúkdóm, um 80% þeirra höfðu fengið kransæðastíflu og hinir voru með áreynslubundinn brjóst- verk eða sýnt hafði verið fram á kransæðaþrengsl með hjartaþræð- ingu eða áreynsluprófi. Með því að gefa lyfið „simvastatin", en það og skyld lyf hafa verið í notkun í átta ár hérlendis og erlendis, var kólesteról í blóði lækkað um 25% og sk. vont kólesteról, LDL, lækk- að um 35%, ásamt því að sk. gott kólesteról, HDL, var hækkað um 8%, Útkoman er í stuttu máli sú að það var 30% lækkun á dánartíðni þegar allar dánarorsakir í hópnum voru taldar, en 42% lækkun úr dánartíðni af völdum kransæða- stíflu, 35% fækkun á bráðainn- lögnum á sjúkrahús vegna hjarta- sjúkdóma og um 30% minni þörf fyrir kransæðaaðgerðir og krans- æðavíkkanir. Auk þess varð sú óvænta niðurstaða, þar sem það atriði var ekki þungamiðja rann- sóknarinnar, að uppundir 30% fækkun varð á heilablóðföllum í þessum hópi. Lyfið virðist því hafa áhrif á allt slagæðakerfið þegar komin er æðakölkun. ----------- í fyrri rannsóknum hafa verið gerðar hjartaþræðingar á öll- um þátttakendum, fyrir og eftir, er gefið hafa vísbendingar um að þrengslin hætti að þróast til verri vegar með þessari lyfjameðferð og gangi jafnvel til baka að einhveiju leyti. Þetta er þó ekki mikilvægasta nið- urstaðan. Hitt skiptir mestu máli að eiginleikar sjúkdómsins breyt- ast, þannig að aðkallandi vanda- málum sem tengjast æðakölkun, eins og stífla í kransæð, fækkar verulega. Þetta var geysilega já- kvæð niðurstaða og afgerandi vegna þess til hversu margra ein- staklinga hún nær. í upphafi ótt- uðust menn jafnvel að þessi lyf gætu e.t.v. aukið tíðni krabba- meins, tíðni þunglyndis og sjálfs- víga í tengslum við þunglyndi o.s.frv., auk grunsemda um að lyfin myndu ekki gagnast fólki Guðmundur Þorgeirsson ►Guðmundur Þorgeirsson er fæddur á Djúpavík 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966 og Cand. med. prófi frá HÍ 1973, áfangaprófi að doktorsprófi við Case Western Reserve Únivers- ity í Bandaríkjunum 1977 og Ph.D. gráðu við skólann ári síð- ar. Hann tók bandarískt lækna- próf sama ár, bandarískt sér- fræðipróf í lyflæknisfræði 1980 og í bjartasjúkdómum 1983. Hann hefur starfað í Bandaríkj- unum og á Islandi. þegar öllu væri á botninn hvolft, þar sem aðrir sjúkdómar kæmu í staðinn. Rannsókn okkar hrekur nær alfarið þessar grunsemdir.“ - Verða lyfin þá fastur liður í meðferð kransæðasjúkadóma? „Líklegt er að grunnmeðferð verði að lækka kólesteról þegar búið er að staðfesta kransæða- sjúkdóm, á sama hátt og lækka þarf of háan blóðþrýsting. Til þessa hefur meðferðin gjarnan snúist um að tengja framhjá þrengslum eða beita lyfjum sem víkka æðar almennt eða draga úr súrefnis- og blóðþörf hjartavöð- vans. Með lyfjunum getum við beinlínis skotið á sjálfa meinsemd- ina í slagæðaveggnum. Notkun lyfjanna hérlendis hefur verið nær einskorðuð við verulega hækkaða blóðfitu, enda hafa menn vitað að kólesteról er áhættuþáttur og með því að draga úr því minnka líkur á kransæðasjúkdómum. Grund- vallarafstaðan hefur verið að gera það með breytingu á mataræði. Lyfin hafa verið notuð sem viðbót þegar hún hefur ekki skilað tilætl- --------- uðum árangri. Rann- sóknin bætir við upp- lýsingum um að þeir sem komnir eru með kransæðasjúkdóm, jafnvel þótt að kóleste- Gróði allra með krans- æðasjúkdóma ról þeirra sé fyrir neðan meðaltal hjá íslendingum almennt, græða til jafns við hina á lyfjagjöf. Lyfgjagjöfin er sem sagt ávinning- ur fyrir alla sem komnir eru með kransæðasjúkdóm, því ef sjúkling- ur er með kransæðasjúkdóm er hann með of hátt kólesteról „fyrir sig“. Rannsóknir Bandaríkjamanna hafa leitt í ljós að aðeins 20% sjúkl- inga með kransæðasjúkdóma eru á lyfjum sem lækka kólesteról. Nú þegar niðurstöður okkar liggja fyr- ir, er augljóst að þetta hlutfall mun hækka til muna og hlutur þessara lyfja í meðferð sjúklinga verður aukinn. Meðferð með kólesteról- lækkandi lyfjum verður grundvall- armeðferð og í því felast straum- hvörf á þessu sviði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.