Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FINNBJORN HJARTARSON + Finnbjörn Hjartarson prentari var fædd- ur á ísafirði 19. október 1937. Harin varð bráðkvaddur að kvöldi 14. nóv- ember 1994. For- eldrar hans voru Jón Hjörtur Finn- bjarnarson, prent- ari frá ísafirði, lát- inn 1977, og Jens- ' ína Sveinsdóttir frá Gyllastöðum í Reykhólasveit, sem lifir son sinn. Systkini hans eru: Hjörtur, Kolbrún, Her- mann, Sveinn er dó ungur, Matthías, Elísabet Guðný og Sveingerður. Hálfsystur hans eru Margrét og Nína Hjartar- dætur. Hinn 19. október 1958 kvæntist Finnbjörn Helg^u Guð- mundsdóttur sem er dóttir Guð- mundar H. Oddssonar skip- stjóra, látinn 1983, og Laufeyj- .,. ar Halldórsdóttur, sem býr nú hjá dóttur sinni. Börn þeirra eru: Oddur Krisfján, kvæntur Björgu Dan Róbertsdóttur og t ---- SKYNDILEGA er komið að leiðar- lokum í jarðvist vinar dckar, Finn- bjarnar Hjartarsonar. í sína hinstu för lagði hann upp fyrirvaralaust, eins og í margar aðrar ferðir, þegar skundað var vestur eða bara út í sólskinið og vorið. Margs er að minn- ast við leiðarlok. Vinátta sem varað hefur í næstum hálfa öld ber í skauti sér fjársjóð minninga sem vinir varð- veita og orna sér við þar til þráður- inn verður tekinn upp á ný. Upphaf ^þessarar löngu vináttu á rætur sínar eiga þau tvo syni, Guðmund Helga og Finnbjörn; Guðrún; Guðmundur Helgi; Jensína Helga og Jón Hjörtur. Finnbjöm nam prentiðn í Prent- smiðjunni Eddu og tók sveinspróf 1960. Starfaði hann þar og á Dagblað- inu Tímanum í tíu ár og síðan hjá Blaðaprenti og Prentstofu G. Ben. þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki. Frá árinu 1981 hafa hjónin átt og rekið prentmsiðj- una Hagprent hf. Finnbjörn var varaformaður HÍP um tíma. Hann tók þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins 1979 og sat í fulltrúaráði hans ¦ í mörg ár. Hann var formaður hverfafé- lags sjálfstæðismanna í Lang- holtshverfi til margra ára og skrifaði fjölda blaðagreina um trúmál og þjóðmál. Utför Finn- bjarnar fer fram frá Dómkirkj- unni í dag. að rekja til gamla Skátaheimilisins við Snorrabraut, sem var á þeim tíma eins og annað heimili okkar. Skáta- starfið og samvera okkar í „heimil- inu" styrkti vináttubönbdin og fljót- lega urðu „Refir", flokkurinn okkar, föst „húsdýr" þar á bæ. Starfið var fjölþætt. Farið í ferðir sumar sem vetur, meðal annars um tíma tekinn í fóstur skáli á Hellisheiði, Jötun- heimar. Ferðir í Jötun voru margar og j)áskaútilegur ógleymanlegar. Arin færðust yfir og félagarnir d t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR LEIFSDÓTTUR, Skarðshlíð 10c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og F.S.A. Olga Loftsdóttir, Haukur Meldal, Sturla Meldal, Hólmfríður Meldal, Ingvi Meldal, Frosti Meldal, Sverrir Meldal, og barnabörn. Hólmsteinn Snædal, Kristleifur Meldal, Gu&mundur Meldal, Sigurður Hrólfsson, Svanhildur Sigtryggsdóttir, Svanhvít Sigf úsdóttir t Innilegar þakkrr fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar og frænku, ÖIMNU RAGNHEIÐAR SVEINSDÓTTUR. Þorgerður Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson, Hallsteinn Sveinsson og aðrir ættingjar. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug'og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU VATNSDAL PÁLSDÓTTUR. Jón Karlsson, örn Karlsson, Ingibjörg Óladóttir, Eygló Karlsdóttir, Benjamín Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. svipuðust um eftir kvonfangi, sem ótrúlega oft fannst í röðum skáta- systra. Finnbjörn hafði næmt auga fyrir fegurð og kvenkostum. Hneigð- ist hugur hans að vinkonu okkar, Helgu, og fljótlega varð ljóst að ævivegur þeirra yrði sameiginlegur. Einn af öðrum bættust ungar í hreiðrið. Fimm börn uxu og döfnuðu í óvenjulega stórum og kærleiksrík- um fjölskyldufaðmi, þar sem allir rúmast: Feður, mæður, tengdadóttir, barnabörn og systkini. Hvorki skorti húsrými né hjartarúm fyrir vinafjöld heimilis Finnbjarnar, sem stóð öllum opið, og var öllum velkomin dvöl um lengri eða skemmri tíma. Fáir rækt- uðu vináttuna sem hann og þökkum við fyrir að vera í þeim stóra hópi. Finnbjörn lærði ungur prentiðn og varð hún starfsvettvangur hans. Síðústu árin áttu þau hjón Hagprent hf. og ráku það saman. Áhugamál Finnbjörns tengdust meðal annars útiveru, eins og laxveiðum, skíða- og gönguferðum. Vestfírðingurinn Finnbjörn var stórbrotinn persónuleiki, líkur því landslagi sem ól hann. Römm er sú taug er dregur föðurtúna til og oft ¦ var því farið vestur. Festi hann kaup á jörðinni Galtahrygg í Heydal með það fyrir augum að dvelja þar á ævikvöldi með sínum, sér og fjöl- skyldunni til ánægju. Skjótt skipast veður í lofti og kveðjustund er runnin upp. Finn- björn er horfinn, skarðið verður ekki fyllt. Vinir standa hnípnir í varpa með minningar um góðan dreng. Að leiðarlokum biðjum við góðan Guð að'blessa hann og allt sem hon- um var kærast hér á jörð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. (V, Briem.) Skátahópurinn. Enn á ný hefur dauðinn knúið dyra og nú var það vinur minn Finn- björn Hjartarson, sem numinn var á brott frá okkur. Áfallið er mikið og ef til vill enn meira fyrir þá sök að það kom mjög snöggt, allt of fljótt og siðast en ekki síst misstum við sem þekktum Finnbjörn góðan og mikinn vin. Missirinn er þess vegna sérstaklega sár og erfiður að sætta sig við. Maður hugsar yfirleitt ekki út í það, að dauðinn er jafn eðlilegur hlutur og það að fæðast, anda, næ- rast og lifa yfirleitt. Það er í raun furðulegt hvað þessi lokaatburður í lífinu er á einhvern hátt meðhöndlað- ur á annan hátt en allir aðrir þættir lífsins. Sennilega er ástæðan sú að þessi atburður hefur meiri áhrif á þá sem eftir lifa, vini og ættingja, heldur en flest annað sem lífið ber í skauti sér. Þeir sem deyja hljóta hins vegar að vera á sinni náttúru- legu ferð til annarra heima, sem við ekki þekkjum. Trúin á að sú sé raun- in hjálpar þeim sem eftir lifa að sætta sig við orðinn hlut. Finnbjörn, eða Bubbi eins og hann var kallaður, hefur verið stór partur af mínu lífi frá því ég fæddist. Þau hjónin Helga og Bubbi eru æskuvin- ir foreldra minna og hafa samskipt- in verið mikil í gegnum tíðina. Mik- ill vinskapur og samskipti okkar Gumma, sonar þeirra Helgu og Bubba, varð til þess að við Bubbi urðum mjög nánir vinir. Auðvitað er ógerlegt að lýsa með tæmandi hætti í grein sem þessari þeim manni sem Bubbi hafði að geyma. Ekkert heimili hef ég þekkt eins gestrisið og heimili þeirra Helgu og Bubba í Norðurbrúninni. Það var einmitt þar, heima í Norðurbrún í faðmi fjöl- skyldu og vina, sem Bubba leið best. Hann hafði sérstaka unun af því að taka á móti gestum. Engum er þar úthýst og allir fínna sig þar vel- komna, enda er það enginn smá hópur vina sem heldur tryggð við fjölskylduna í Norðurbrúninni. Bubbi var óþreytandi við að rétta þeim sem þess þurftu hjálparhönd. Hann var manna örlátastur við þá sem þurftu stuðning og taldi slíkt aldrei eftir sér, sama hvernig áraoMijá honum sjálfum. Við Bubbi ræddum oft hin ýmsu mál og oft vorum við ekki á sama máli. Aldrei sköpuðust þó ill- deilur eða óvinskapur þó tekist væri á um málefni, til þess var vináttan of djúp og ávallt höfð í öndvegi. Miklu frekar var að vináttan yrði enn tryggari og traustari með árun- um. Það er mér sérstaklega minnis- stætt frá mínum yngri árum hvað Bubbi var alltaf tilbúinn til að setj- ast niður og spjalla við okkur Gumma eða taka þátt í gríni sem var í gangi hjá okkur félpgunum í það og það skiptið. Bubbi virtist hafa jafn gaman af að umgangast alla aldurshópa sem ráku inn nefið í Norðurbrúninni, og var áberandi hvað hann var barngóður. í seinni tíð hafa samskipti okkar Önnu Maríu, konu minnar, við fjöl- skylduna í Norðurbrúninni verið jafnvel enn meiri en áður, bæði hér heima og á jörðinni þeirra í Mjóa- firði í ísafjarðardjúpi. Sá staður á landinu togaði meira í Bubba en flestir aðrir. Það leyndi sér ekki hvað honum leið vel fyrir vestan, umkringdur fjölskyldu og vinum, skipuleggjandi hvar skyldi nú byggja húsið, hvernig væri best að rækta upp ána o.fl. o.fl. Þetta eru dýrmæt- ar minningar. Nú er skarð fyrir skildi, þegar Finnbjörn er fallinn frá. Minningar eru það eina sem við, sem eftir lif- um, erum skilin eftir með. Minning- ar um góðar samverustundir, og gegnheilan vinskap. Það eru einmitt þessar minningar sem eiga að hjálpa okkur að yfírstíga sorgina og ná áttum á ný. Með söknuð í hjarta, en vissu um að Bubbi hafi nú náð saman við vini og ættingja sem falln- ir eru frá, kveðjum við nú þennan góða vin okkar. Sameinuð munum við sem eftir lifum hjálpa fjölskyld- unni í Norðurbrúninni og hvert öðru að yfirstíga sorgina með hjálp allra minninganna um þennan indæla mann sem við öll munum sakna um ókomin ár. Helgi Jóhannesson. „Hann Bubbi er dáinn," voru orð konu minnar á þriðjudagsmorguninn var. Hann Bubbi dáinn? Það getur ekki verið, við sem vorum hjá honum og Helgu kvöldið áður í mat, þar sem allt virtist vera í stakasta lagi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessum vönduðu hjónum, þegar ég var ungur drengur, en pabbi og Finnbjörn voru búnir að vera vinir frá því að þeir voru saman í sveit á Skjaldfönn í gamla daga. Venjulega tala ég um vini pabba, ,já, hann er vinur hans pabba", en ég gat sagt um Bubba, ,já, hann er vinur minn", því alltaf var hægt að tala við hann sem vin og félaga, þótt 27 ár skildu okkur að. Já, Bubbi hafði alltaf tíma til að ræða málin, hvort sem var um lífið, tilveruna, peningamálin, vegina í Djúpinu, eða hvað sem er. Oft ræddum við í gríni hvor okkar væri nú betri bílstjóri eða hvor okkar væri sterkari. Auðvitað var hann miklu betri bflstjóri, en ég var þó sterkari. Bubbi og Helga voru mér alltaf sem foreldrar og einnig tóku þau vel á móti konu minni Kristínu, þeg- ar ég kynnti hana fyrir þeim fyrir sex árum. Seinna kom á daginn að hún og Bubbi voru náskyld. Við eigum öll eftir að sakna afa Bubba, eins og stelpurnar okkar tvær, Sólveig Steinunn og Rebekka Helga, voru vanar að kalla hann. Elsku Helga og fjölskylda, megi góður Guð hjálpa ykkur að fylla í það stóra skarð, sem fráfall Bubba hefur myndað. Ykkar vinur, Páll Halldór. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kæri bróðir. Ekki voru synir mín- ir nema tveggja, þriggja ára þegar ég kom með þá til Islands í fyrsta sinn. Þá sagðir þú: „Sendu þá til mín." Þú náðir í alla, réttir út hönd- ina og vildir þekkja alla ættingja. ¦ Claus' og Henrik synir mínir komu til þín 11-12 ára gamlir og tóku Bubbi og Helga vel á móti þeim, sýndu þeim þetta fallega land og fengu kærleik sem þeir aldrei gleyma. Claus, Henrik og Linda Björg báðu mig að færa Helgu og börnun- um kveðjur. Þau geyma minninguna um Bubba frænda sinn. Elísabet Guðný. „Jesús, láttu mig eignast þinn frið. Unn þú mér í þínum friði að sofa, í þínum friði að deyja, í þínum friði upp að rísa og í þínum friði eilíflega að gleðjast. Amen." Hann elsku Bubbi frændi er dá- inn, okkur systrum langar að minn- ast þessa góða frænda. í gegnum árin var hann okkur sem annar fað- ir og Helga eiginkona hans sem önnur móðir. Við minnumst allra gleðistundanna á heimili þeirra sem stóð okkur alltaf opið og var gott skjól á erfiðum stundum. Bubbi minnti okkur á að týnast ekki í yfirborðsmennsku og hégóm- leika heldur rækta sinn innri mann og samband sitt við Guð. Hann var góður drengur, orð hans og verk einkenndust af heilindum. Að hafa átt frænda eins og Bubba gerir okk- ur ríkari. Elsku Bubbi, við þökkum fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Myndast hefur stórt skarð í fjöl- skylduna, missir okkar allra er mik- ill, frændsemi Bubba var einstök. Hans er sárt saknað. Við og dætur okkar kveðjum þig, elsku frændi, og þökkum fyrir allar góðu minningarnar. MatthildurLaufey, Jensína Edda. Fleiri minningargreinar um Finnbjörn Hjartarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu áaga. skólar/námskeið handavinna ¦ Saumanámskeið 20% afsláttur Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. tölvur T O L V U.VK Ó L STJÓRNUNARFÉLAGS (SLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 <0> 62 1 O 66 NÝHERJI ¦ Tölvuskóli í fararbroddi öll hagnýt tölwinámskeið. Fáðu senda námsskrána. ¦ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh. - WordPerfect 6.0 fyrir Windows. - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh. - PageMaker 5.0 fyrir Windows/ Macintosh. - Access 2.0 fyrir Windows. - Paradox fyrir Windows. - PowerPoint 4.0 fyrir Windows/ Macintosh. - Tölvubókhald. - Novell námskeið fyrir netstjóra. - Word og Excel uppfærsla og framhald. - Unglinganám. - Windows forritun. Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í si'ma 616699. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 616699

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.