Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 48
**$mi(Iafrifr blomQuol MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 22. NOVEMBER 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Nýjarjóla- skreytingar í miðbænum <**n"*í AUSTURSTRÆTI og Hafnar- stræti hafa veríð settar upp nýjar jólaskreytingar. Leita'ð var til- boða í skreytingarnar og reynd- ist hagstæðasta boð koma frá Þýskalandi. Að sögn Garðars Lárussonar deildarstjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur er kostnaður vegna j óla lýsingar í miðbænum yfir hátíðarnar 5,5 inilljónir. Um er að ræða Iýsingu í Austurstræti, Hafnarstræti, Ingólfstorgi, Vonarstræti, Kirkjutorgi, Lækjargötu, Banka- stræti, Laugavegi að Hlemmi og Skólavörðustíg. Gert er ráð fyrir að allar skreytingar verði komn- ar upp fyrir 27. nóvember en ' jólatrén verða sett upp síðar. Eins og allir vita hefur pósthúsið fengið nýjan lit, sem mun njóta sín sérlega vel í jólamánuðinum. Áhrif verkfalls sjukraliða á starfsemi sjúkrahúsanna Starfsfólk víða 30-50% færra en venjulega MIKILLAR þreytu er farið að gæta meðal starfsfólks spítalanna vegna þess ástands sem skapast hefur í kjölfar verkfalls sjúkraliða sem nú hefur staðið í eina og hálfa viku. Álag á hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki á öidrunardeildum hefur aukst mikið, og á mörgum deildum er 30-50% færra starfsfólk en venjulega. Starfsfólk á þeim deildum þar sem dregið hefur verið úr starfsemi hefur verið flutt yfír á öldrunardeildir eða þangað sem álagið er mest. Að sögn Kristínar Á. Guðmunds- dóttur, formanns Sjúkraliðafélags- ins, hefur nokkuð verið um að Fimmtungi sjúkrarúma hefur verið lokað hjúkrunarfæðingar gangi í störf sjúkraliða, en hins vegar hefði ekki verið mikið um að Sóknarkonur gangi í störf þeirra. Rúmlega fimmtungi rúma lokað Yfir fimmtungi allra sjúkrarúma á Ríkisspítölunum og Landakotsspít- ala hefur verið lokað vegna verk- fallsins. Deildum hefur verið lokað og dregið úr innlögnum og aðgerð- um, og eru nú nánast engar bæklun- araðgerðir gerðar á Landspítalan- um. Á Ríkisspítölunum hefur 120 rúmum verið lokað, á Borgarspítal- anum 67 rúmum og á Landakoti hefur 27 rúmum verið lokað. Ekkert miðað í samkomulagsátt Samninganefndir ríkisins og Sjúkraliðafélagsins hafa rætt sam- an næstum daglega síðan verkfallið hófst, en nær ekkert hefur miðað í samkomulagsátt. ¦ Yfir fimmtungi allra/25 Börn yngri en 16 Greiddu 44 millj. ískatta ALAGNING tekjuskatts og út- svars á börn innan 16 ára nam 44 milljónum króna á þessu ári. Skattskyldar tekjur þess- ara barna námu tæpum 730 milljónum króna. Þetta kom fram hjá Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra á Alþingi í gær í svari við fyrir- spurn frá Guðrúnu Helgadótt- ur,- þingmanni Alþýðubanda- lagsins. Friðrik sagði að um 10.100 börn undir 16 ára hefðu greitt tekjuskatt og útsvar í ár og því greitt að jafnaði uii) 4.400 krónur í skatt af um 72 þúsund króna tekjum. Rekstur Samskipa hf. hefur gengið betur en áætlað var Gert ráð fyrir hagnaði í ár Morgunblaðið/Sverrir REKSTUR Samskipa hf. hefur að undanförnu gengið betur en áætl- anir forsvarsmanna félagsins gerðu ráð fyrir í haust, samkvæmt upplýs- ingum Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa. Áætlanir nú gera ráð fyrir einhverjum hagnaði, en ekki 50 milljóna króna tapi, eins og áætlað hafði verið, og jafnvel um- talsverðum hagnaði þegar sölu- hagnaður skipa bætist við. Ólafur vildi ekki staðfesta þessar upplýs- ingar Morgunblaðsins. Hvassafell selt Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið að reksturinn sjálfur gengi nú betur en á fyrri hluta þessa árs og í fyrra, en vildi engar tölur nefna í þeim efnum. Skip félagsins, eins og Hvassa- fell og Helgafell, eru mun meira virði en bókfært verð þeirra segir til um. Sala á Hvassafellinu er nú á lokastigi. Kauptilboð hefur borist frá Noregi, sem Samskip telja gott, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, en ekki hefur verið gengið endanlega frá sölunrii. Einnig kemur til greina að selja Helgafellið, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, því félagið þarf að fara að endurskoða skipa- kost sinn. Ef það verður gert, áætla menn einnig umtalsverðan hagnað af þeirri sölu, þannig að söluhagn- aður beggja skipanna legðist við þann hagnað sem forsvarsmenn fyrirtækisins eygja vegna betri rekstrarafkomu. Tölvuleikir sett- ir undir eftirlit Frumvarp um bann við ofbeldis- kvikmyndum lagt fram í gær SAMKVÆMT frumvarpi um skoð- un kvikmynda og bann við ofbeldis- kvikmyndum, sem lagt var fram á Alþingi í gær, verður menntamála- ráðherra heimilt að setja sérstakar reglur um skoðun tölvuleikja. Nefnd í stað eftirlits í frumvarpinu kemur fram að talsvert hafí færst í vöxt að tölvu- leikir innihaldi umtalsvert ofbeldi sem kunni að vera börnum og ung- lingum háskalegt, ekki síst þar sem gert er ráð fyrir virkri þátttöku .þeirra í leiknum. Lagafrumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi núverandi lög um bann við ofbeldiskvikmyndum og lagaákvæði um skoðun kvikmynda til að að meta sýningarhæfi þeirra fyrir börn. Gert' er ráð fyrir skipan sex manna kvikmyndaskoðunar- nefndar, sem leysi núverandi Kvik- myndaeftirlit af hólmi. Nefndin skoði allar kvikmyndir sem ætlaðar eru til sýningar og dreifingar hér- lendis og meti hvórt kvikmyndin sé ofbeldismynd í skilningi laganna og hvort kvikmyndin sé við hæfi barna. Samkvæmt frumvarpinu eru of- beldiskvikmyndir myndir þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönn- um og dýrum. Sjónvarpsstöðvar eiga sam- kvæmt frumvarpinu að annast sjálf- ar skoðun kvikmynda sem þær ætla að sýna, að höfðu samráði við Kvikmyndaskoðunarnefnd. Verð sjávarafurða hækkar áfram á mörkuðum erlendis Hækkun jafngildir 2 milljörðum á ári VERÐ á sjávarafurðum heldur áfram að hækka á erlendum mörk- uðum og nemur hækkunin 1,7% milli mánaðanna október og nóvem- ber. Meðalverðið hefur þá hækkað um rúm 4% á tveimur mánuðum og er orðið 5,7% hærra en það var um áramótin og 2,5% hærra en að meðaltali í fyrra mælt í mynteining- unni SDR. Reiknað er með að heild- arverðmæti útflutts sjávarfangs á þessu ári nemi 81 milljarði kr. og jafngildir hækkunin frá meðalverði síðasta árs því tveimur milljörðum kr. í auknum útflutningstekjum á heilu ári og hækkunin frá áramót- um jafngildir 4,5 milljörðum í aukn- um útflutningstekjum á heilu ári. Vísbendingar um frekari hækkanir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að á síðustu mán- uðum hefði verð á flestum sjávaraf- urðum okkar hækkað. Rækja hefði verið fyrst til að hækka og hefði hækkað langmest, en nú hefðu botnfiskafurðir einnig hækkað, einkum sjófrystar afurðir. Hann sagði að þetta benti til þess að verð- lag á sjávarafurðum væri almennt að treysta sig í sessi og flestar vís- bendingar gæfu til kynna að frek- ari verðhækkanir væru framundan. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á þjóðartekjurnar ef loðnu- veiði yrði minni en ráð var fyrir gert, sagði Þórður of snemmt að draga ályktanir af fregnum um ástand loðnustofnsins, enda hefðu fiskifræðingar bent á að það væri langt í frá að það væri fullrannsak- að mál. Gert væri ráð fyrir að á þessu ári skiluðu loðnuafurðir þjóð- arbúinu 11 milljörðum króna. Hins vegar væri flókið mál að sundur- greina hvaða áhrif minni loðnuveiði hefði. Það færi til dæmis eftir því hvernig loðnufrysting gengi og hvort hún gengi eins vel og á síð- asta ári, en yfir 30% af tekjunum í ár væru vegna loðnufrystingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.