Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ" + STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NORSK-ISLENZKI SÍLDARSTOFNINN LÍFSKJÖR landsmanna og þjóðartekjur hafa löngum ráðizt af sjávarafla og verðr sjávarvöru á erlendum mörkuðum, Þegar norsk-íslenzki síldarstofninn gaf sem mest í þjóðarbúið námu síldarafurðir rúmlega þriðjungi af verðmæti vöruútflutnings okkar. Það er því rétt mat þegar Gunnar Flóvenz, stjórnarformaður Síldarútvegs- nefndar, heldur því fram í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að hrun norsk-íslenzka síldarstofnsins í lok sjöunda áratugarins hafi verið eitt mesta efnahagsáfall íslendinga á þessari öld. En hver var ástæðan fyrir nær algjöru hruni þessa fyrrum stærsta síldarstofns heims? Þeirri spurningu svar- aði Gunnar Flóvenz svo í tilvitnuðu viðtali: „Ég hygg að flestir, sem til þessara mála þekkja, viður- kenni að helzta ástæðan fyrir hruni stofnsins hafi verið hinar geghdarlausu veiðar Norðmanna á ungsíldinni á uppeldisstöðvunum við Norður-Noreg þannig að um eðli- lega endurnýjun stofnsins gat ekki orðið að ræða." Árið 1978 voru fiskifræðingar almennt sammála um að stöðva yrði þessar veiðar með öllu, ef koma ætti i veg fyrir útrýmingu stofnsins. Þrátt fyrir þessar fiski- fræðilegu viðvaranir létu norsk stjórnvöld undan þrýst- ingi þarlendrar útgerðar og leyfðu áframhaldandi veið- ar, að vísu takmarkaðar. I þessu sambandi verður og að hafa í huga að kvótamörk voru ekki virt næstu ár á undan, samanber „svörtu síldina" svokölluðu, sem hvergi kom fram á aflaskýrslum. Gunnar Flóvenz vakti á þessum árum ítrekað athygli á nauðsyn þess að bregðast skjótt við hrunhættu norsk- íslenzka síldarstofnsins. í sama streng tók Jakob Jakobs- son, fiskifræðingur, sem manna bezt þekkir lifnaðar- hætti norsk-íslenzku síldarinnar. Og Matthías Bjarnason, þá ráðherra sjávarútvegsmála, sendi Eyvind Bolle, þáver- andi sjávarútvegsráðherra Noregs, bréf í marzmánuði 1977, þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir fyrirhuguð- um veiðum Norðmanna. Matthías gagnrýnir og í viðtali við Morgunblaðið í ágúst 1980 stóraukna sókn Norð- manna í hrygnandi síld út af Mæri í marz- og aprílmánuð- um á árabilinu 1964 til 1967. „Þá fór floti þeirra um eins og eyðandi eldur, þrátt fyrir harðorð mótmæli Rússa," segir hann, „ausið var upp tveggja og þriggja ára síld, en kynþroska dvaldi þessi stofn aðeins tvo mánuði [á ári] í hrygningu við Noreg..." Norðmenn tóku seint og um síðir við sér að því er varðar norsk-íslenzku síldina. Stofninn hefur og farið ört vaxandi síðustu árin. Hrygningarstofninrt er nú talinn vera um þrjár milljónir tonna, fimm til sex sinnum stærri en hrygningarstofn íslenzku sumargotssíldarinnar. Með hagstæðum sjávarskilyrðum má reikna með áframhald- andi vexti hans. Þá er líklegt að stofninn taki upp fyrri hætti um ætisleit á íslandsmið, sem þegar eru vísbending- ar um, en fyrir hrunið mikla í lok sjöunda áratugarins hélt norsk-íslenzki síldarstofninn sig í 7-8 mánuði af árinu á hafsvæðum norður og austur af íslandi, en var aðeins í um tvo mánuði við Noreg, þar sem hann hrygndi. Það hlýtur að koma að því að gengið verði frá sam- komulagi þjóðanna um nýtingu norsk-íslenzka síldar- stofnsins. Það væri og í samræmi við samkomulag ís- lands og Noregs um fiskveiði og landgrunnsmál frá 1980. Þar er m.a. lögð áherzla á samkomulag þjóða um vernd- un og nýtingu flökkustofna, en til þeirra verður að telja bæði loðnu og síld. Að því hníga og bæði fiskifræðileg rök og hagsmunir viðkomandi þjóða. I slíku samkomu- lagi er hins vegar ekki einhlítt, eins og Gunnar Flóvenz bendir á, að miða við aflakvóta eingöngu, enda fráleitt að rányrkja á ungsíld, sem leiddi til hruns stofnsins, verði metin til kvótaauka. Þvert á móti væri æskilegt að banna veiðar á ungsíldinni. Einnig verður að taka tillit til þess við hugsanlega aflaúthlutun,segir Gunnar Flóvenz, „hve langan tíma árs hrygningarstofninn hélt sig innan við núverandi mörk fiskveiðilögsögu viðkom- andi landa þegar stofninn var í eðlilegu ástandi fyrir hrunið mikla," sem og „hversu efnahagur íslands er háður fiskveiðum," eins og það er orðað í áðurnefndum samningi frá 1980. VÍSINDI EIRÍKUR Steingrímsson erfðafræðingur við Rann- sóknar- og þróunarstofn- un bandarísku krabba- meinsstofnunarinnar í Fredrick í Maryland-fylki og samstarfsmenn hans hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum á erfðavísi í músum sem hefur áhrif á þroskun augna og myndun litarfruma. Nýlega var sýnt fram á að stökkbreytingar í sama erfðavísi í mönnum valda svo- nefndum Waardenburg 2 sjúkdómi (WS2) en hann lýsir sér sem skort- ur á litarefni í hári og augum auk heyrnarleysis á öðru eða báðum eyrum. Greint er frá niðurstöðum þess- ara rannsókna í nóvemberheftum tímaritanna Nature Genetics og Genes. and Development. Fyrr- nefnda tímaritið vekur einnig at- hygli á mikilvægi rannsóknanna í sérstakri fréttaskýringu. Auk Eiríks unnu að rannsóknun- um erfðafræðingar við Texas- háskóla, Rockefeller-háskóla í New York, læknadeild Harvard-háskóla og rannsóknarstofur heilbrigðis- stofnunar Bandaríkjanna í Beth- esda, Maryland-fylki. Mýs auðvelda rannsóknir Samstarfsmönnum Eiríks tókst á síðasta ári að einángra stökkbreyt- ingu í erfðavísi sem vitað er að velður litarbreytingu, heyrnarleysi og vanþroskun augna í músum. Vitað er um sambærilegan erfðavísi í mönnum. Uppgötvunin auðveldar því rannsóknir á sjúkdómum af völdum stökkbreytinga í þessum erfðavísi. Kosturinn við að nota mýs er að hreinrækta má músastofninn og ganga úr skugga um að stökkbreyt- ingar í erfðaefni þeirra séu ekki venjulegur breytileiki milli stofna. Við rannsóknir á mönnum eru þess- ir kostir ekki fyrir hendi, nema til séu stórar fjolskyldur með mörgum sjúkum og heilbrigðum einstakling- um. ----------------------- Rannsóknir á erfðaefni Erfðavísir músa hafa aukist hratt á ___, „«i-i..l .... sem veidur undanfornum arum. m j u Maðurinn og músin eru «aaraenpurg mjög skyld og flestir 2 Sjukdomi erfðavísar Mikilvægur áfangií rannsókn erfðaefnis Eiríkur Steingrímsson erfðafræð- ingur og samstarfsmenn hans á rannsóknarstofnun í Bandaríkjun- um hafa fundið tengsl milli erfða- vísis í músum og mönnum sem hefur áhrif á heyrn, háralit og augu. Erlend vísindarit fjalla um rannsóknirnar í þessum mánuði. Benedikt Stefánsson fréttaritari Morgunblaðsins í Japan ræddi við Eirík Steingrímsson. Eirikur Steingrímsson sem einangr- ^"~"""~" aðir hafa verið í annarri tegundinni hafa fundist í hinni. Rannsóknarstofur um allan heim, sem fást við erfðafræðirannsóknir á músum, ala músastofna. í hvert skipti sem afbrigðilegar mýs finnast er athugað hvort eiginleikinn erfist, sem merkir að um stökkbreytingu sé að ræða í erfðaefni dýrsins. Ef eiginleikinn þykir áhugaverður hefst kapphlaup um að einangra stökkbreytta erfðavísinn en þannig fást mikilvægar upplýsingar um hvernig viðkomandi eiginleika er stjórnað í frumunni. Þegar erfðavís- irinn finnst er leitað að stökkbreyt- ingunni sjálfri en hún gefur mikil- vægar upplýsingar um það hvernig prótínið starfar. _______ Gefur alveg nýjar upplýsingar Erfðavísirinn sem < Ei- ríkur og samstarfsmenn hans hafa einangrað leið- ir til myndunar stjórnp- --——— rótíns, sem er í flokki svonefndra DNA-bindiprótína. Hlutverk þeirra er að bindast stýri- svæðum annarra erfðavísa á erfða- efninu og stjórna því hvenær þeir eru virkir og hvenær ekki. Þessi erfðavísir er sá eini í þessari fjöl- skyldu sem tengist mörgum mis- munandi stökkbreytingum þar sem virkni prótínsins í þroskun lífver- unnar er þekkt. „Upplýsingar um stökkbreyting- ar eru ómetanlegar, þar sem þær segja til um hvaða tilgangi prótínið Áfangi í skýra heg stjórnpró í lífveri gegnir í lífverunni. Einnig segja þær til um hvernig prótínið starfar," segir Eiríkur í samtali við Morgun- blaðið. „Áður höfðu menn byggt vitneskju sína um stjórnprótín þessi að mestu leyti á niðurstöðum til- rauna sem gerðar voru í tilrauna- glasi eða þegar unnið var ----------- með einstakar frumur. Vitneskjan var tiltölulega mikil og góð en jafnast ekki á við það að hafa upplýsingar um hegðun prótínsins í lífverunni "—~~™"""" sjálfri." Mikilvægur áfangi í grein um rannsóknir í tímaritinu Genes and Development er borin saman virkni prótínsins í lifandi dýri og við aðstæður í tilrauna- glasi. Niðurstöður Eiríks og sam- starfsmanna hans sýna að stökk- breytt afbrigði prótínsins hegðar sér gjarnan á annan hátt í lifandi dýri en búast mætti við af rannsóknum í tilraunaglasi. „Þegar við höfðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.